Vísir - 20.11.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1926, Blaðsíða 3
VISIR skeyti frá Grímsstööum og Hólum i Hornafiröi), Raufarhöfn T, Þórshöfn i Færeyjum 3, Angmag- salik (í gær) -t- 8, Kaupmanna- höfn 9, Utsira 8, Tynemouth 6, Hjaltlandi 8, Jan Mayen 2 st. Mestur hiti i gær 2 st., minstur -r- & st. —■ ’Yfirlit: Djúp loftvægis- lægö um Bretlandseyjar. Allhvass sunnan i Noröursjónum. - Horfur: Suövesturland i dag: Allhvass noröan. í nótt: Sennilega hvass noröán. — Faxaflói og Breiöa- fjöröur: I dag: Ngrölæg átt. í nótt: Sennilega allhvass noröan. Þurt veöur. Vestfiröir: í dag og nótt: Allhvass norðaustan, lítil snjókoma. — Noröurland: í dag .og nótt: Norðaustlæg átt. Dálítil snjókoma. — Noröausturland og Austfirðir: 1 dag og nótt: All- hvass noröaustan. Snjókoma. Frostlaust. — Suðausturland: í -dag og nótt: Hvass norðaustan. Dálítil úrkoma. Xeikhúsið. „Sex verur leita höfundar“ verður leikiö annaö kveld kl, 8, í riæstsíðasta sinn. — Aðgöngumið- ar, sem keyptir voru að leiksýn- ingunni síðastliðinn fimtudag, gilda á morgun. — Dómar manna um leik þenna eru mjög misjafn- ir. Þykir sumum, sem fátt hafi Jþeir betra séð á leiksviði, en aðrir telja leikinn einskisverðan. - Guð- brandur Jónsson hefir snúið leikn- um á islensku og vandað mjög til þýðingarinnar, enda virðist hún vera ágæt. Úr Húsavík var símað í gær: Frost og fjúk hér í dag, Allmikil fannkoma. Mikla fönn setti niður hér um slóðir um veturnætur. Siðan kom leysing mikil. Hljóp þá vatn i niarga kjallara hér í þorpinu og olli skaða. Snjóflóð féll vetrardag fyrsta sunnan í Húsavíkurfjalli. Urðu fyrir þvi unglingsmenn tveir. Annar komst úr því af sjálfsdáð- um; hinn var grafinn upp úr þriggja álna fönn að tilvísun hins. Sakaði hvorugan. Kvefsótt (inflú- ensa) gengur enn inn i svffitum. Úr 'benni er nýlega látinn Jakob bóndi Þorgrímsson í Haga, mið- aldra maður. Kapp var um land- .kjörið hér í sveitum. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Margrét Árna- dóttir og Páll Friðriksson, Grettis- götu 33. Nova fór héðan í gærkveldi vestur og rorður um land til Noregs. Á sýningu Guðm. Einarssonar Grettisgötu 11, hafa selst þessi 9 málverk: Þingvellir (verð 450 kr.), Morgunn (250), Viö gjáar- enda (150), Sólarlag (200), Undir Eyjafjöllum (100), Skjaldbreið (80), Búrfell (80), Kvöld (80), Frá Aþenu (60 kr.). Einnig hafa selst 5 „raderingar“. — Sýningin verður opin á morgun kl. 10 árd. til 8 að kveldi. Dansleik halda Goodtemplarar í G.-T.- húsinu í kveld, sbr. augl. Félag Vestur-íslendinga heldur aðalfund sinn kl. 9 í kveld á Skjaldbreið. Félagar beðnir að fjölmenna. H a ppdrættisk j örin, sem Eiríkur Leifsson auglýsti í Visi í gær, gilda einnig fyrir skó- búð hans. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá barni, 40 (fjörutíu) kr. frá N. N. Gjöf til veiku stúlkunnar 5 kr. frá gömlum hjónum. Biskupinn neitar guðfræðingi um vígslu. / Á morgun fer fram prestsvígsla í dómkirkjunni; biskupinn .vígir Pál Þorleifsson cand. theol. til Skinnastaðaprestakalls. — Annar ungur guðfræðingur, cand. theol. Þorgeir Jónsson, sem er ráðinn prestur til Nýja ísl. kirkjufélags- ins i Vesturheimi, hafði óskað að fá vígslu sama dag, en biskupinn neitaði að vígja hann. Ástæður biskupsins til þessarar ráðabreytni verða torskildar, ef athugað er, að fyrir fjórum áruin vígði sami biskup prest til safnað- ar, sem er í þessu sama kirkjufé- lagi og hafði sá guðfræðingur numið fræði sín af sömu mönnum og Páll og Þorgeir, þ. e. i guð- íræðideild háskóla vors. Á meðan biskupinn eigi hefir gert nánari grein fyrir synjun sinni, freistast margir til að ætla að Þorgeir hafi framið einhvern giæp, er geri hann óhæfan til prestskapar, Vænti eg þe£s að herra biskup- inn skýri opinberlega frá ástæð- um sínum, svo að rakalaus grunur falli eigi á. Þorgeir, og til þess að eg og aðrir prestlingar vitum hvers vér megum vænta, ef vér í tið núverandi biskups kynnum aö beiðast blessunar ísl. kirkjunnar til að boða bræðrum vorum vest- anhafs fagnaðarerindið. Ludvig Guðmundsson. Kvennahelmiiið h.f. Samkvæmt skýrslu gjaldkera nemur innkomið hlutafé nú kr. 27-7U-34- í Reykjavík hafa verið keyptir hlutir fyrir kr. 14245.00. Þá eru hæstar þessar sýslur. N.-ísafjarð- arsýsla kr. 2255.00, S.-Múlasýsla kr. 2200.00, S.-Þingeyjarsýsla kr. 1110.00, N.-Múlasýsla og Gullbr, og Kjósarsýsla kr. 975.00 hvor Aðrar sýslur eru lægri. Þó heíir nokkuð af hlutum verið keypt í öllum sýslum landsins. Þess má geta, að ein kona i Reykjavík. (frú Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi) hefir keypt hluti fyrir kr. 1600.00. Mörg kvenfélög og sambönd þeirra hafa lagt fram hlutafé. Eru þar hæst: Bandalag kvenna og Lestrarfélag kvenna í Reykjavík, hvort kr. 1000.00, Thorvaldsens- félagið, Reykjavík og ,,Líkn“, Vestmannaeyjum, hvort kr. 500.00. Hið íslenska kvenfél. kr. 300.00, Samband norðlenskra kvenna og Kvenfélag fríkirkjusafnaðarins, Reykjavík, hvort kr. 200.00. Mörg önnur félög kr. 100.00. Margar konur hafa lagt mikið á sig við söfnun og innheimtu hlutafjár, og sýnt hugmyndinni um Kvennaheimilið á ýmsan hátt skilning og vinarhug. Öllum þess- um konum kann stjórnin bestu þakkir. Langt er frá, að enn sé tak- Sjóvátryggingarfél. Islands Reykjavík tryggir fyrir sjó- og brunahættu meS bestu kjörum, sem fáan- leg eru. Vegna þess, að félagið er al-ísleuskt, gerir það sjálft upp alla skaða hér á staðnum, án þess að þurfa að leita til annara landa, sem tefja mundi fyrir skaðabóta greiðslum. Ekkeri tryggara félag starfar hér á landi. Tíl þess að vera örngglr nm greið og góð skil tryggið alt adeins hjá. Sjóvá- tryggingarfélagi íslands. Sjódelld: Siml 542. Brunadeild: Simi 254. Frkvstj : Simi 309 Johs. Haasens Enke Laugaveg 3. Sími 1550. Áðalfundur f & Epli tíjúgaldin, Glóaldin, og Vínber, er best a8 kaupa í Landstjöfnunni. markinu náð, og heitir því hluta- félagið enn á aðstoð allja góðra manna. Þér, sem á einhvern hátt vilduð vinna fyrir h.f. Kvennaheimilið, gerið stjórninni aðvart, hún svar- ar greiðlega öllum fyrirspurnum. F. h. stjórnarinnar Steinunn H. Bjarnason p. t. ritari. Utanáskrift: H.f. Kvennaheim- ilið. Box 686, Reykjavík. Félags Vestnr-tslenðinga verður haldinn á SKJALDBREIÐ laugardaginn þ. 20. þ. m. kl. 9. Á fundinum verða rædd félags- mál, lagðir fram endurskoöaðir reikningar, kosin ný stjórn o. s, frv. — Áríðandi að allir félags- menn og konur komi á fundinn. Veitingar og sennilega eitthvað til skemtunar að umræðum og kosningum loknum. Stjópnin. Skáldssgan Fórnfús ást fæst á afgreidslu. Vísis. ÁST OG ÓFRIÐUR. ',,Það skeði fyrri partinn í dag,“ sagði Úlrif niður- lút, „og enginn veit það enn. Hvers vegna heí \ eg átt .að taka á móti yður með þeirri fregn, sem el.ki getur •snert yður neitt?“ „Iiluttekning mín í þessum sorglega atburði hlýtur að vera alt að því eins mikil og yðar eigin, ungfrn góð,“ svaraði hann. „Þér hljótið að vita það, að í sambandi við þetta verður fyrir svo mörgu aö hugsa og í svo mörgu .að snúast, að þ é r væruð tæplega fær um það, og vegna þess verðið þér að fela mér það. En nú verðið þér að afsaka, að eg fer að minnast á tilganginn með komu minni hingað. Herdeild ein af Schmettaubrynriddurum kemur hingað í dag til að leita sér hvildar i nokkra daga á umferð sinni, og við verðúm að hýsa nokkra liðsfor- ingja hér í*klaustrinu. Viljið þér nú gera svo vel að segja fyrir um, hvar og hvernig þeim verður kom. ið fyrir?“ Úlrika leit altaf undan. „Eg veit það ekki,“ svaraði hún. „Það er best, að þ.ér Táðið fram úr þvi sjálfur, eða —.“ „Nú — eða hvað?“ ,„Eða látið herra Eickstedt koma hingað.“ „Nú — einmitt það! — Eg skil hreint ekki, hvers vegna þér álítið Eickstedt skikkanlegri en mig — en •verði yðar vilji!“ Hann kvaddi hana stuttaralega og gekk burt. Innan stundar kom Eickstedt inn í dagstofuna og vottaði henni sína innilegustu hluttekningu. Alúð hans koin henni vel, og setti grát að henni, er mýkti sorg hennar. Þau komu sér skjótt saman um, hveraig best væri að taka á móti brynriddurunum. Eickstedt gat bráðlega sagt yfirmanni sínum frá allri tilhöguninni. Brynriddararnir komu og nú varð allmikið umstang í nokkra daga, Úlrika hélt sér stöðugt í herbergi sínu. Hún tók af og til á móti skilaboðum eða fyrirskipunum frá höfuðs- manninum um það, hversu útför forstöðukonunnar skyldi hagað. Greftrunardagurinn rann upp heiður og kaldur. Klukk- urnar í turni hinnar litlu kirkju hljómuðu dapurlega, en átta riddarar báru kistu hinnar gömlu forstööukonu. Prússneskur herprestur gekk á eftir kistunni. Það var vinalegur, gamall maður, sem kunni að meta grátbólgin augu og angistarsvip, og sem kunni að tala huggnnar- orð í réttan tima. Hann leit á hina sorgmæddu, ungu stúlku með hluttekningu, er hún bjóst til að fylgja k-ist- unni, hjúpuð sorgarklæðum. „Gangið við hlið mér, náðuga ungfrú,“ sagði hann hljóðlega. „Þér virðist vera mjög einmana og yfirgefin/" Hún leit til hans þakklátum augum í sorg sinni og sakleysi. Gjarnan mundi hún hafa viljað biðja hann að verða eftir hjá sér eða þá taka hana heim með sér, en hún þóttist vita, að það sæmdi ekki, og nefndi þat$ því ekki á nafn. Herpresturinn hélt stutta og hjartnæma ræðu — enda v-ar hann orðinn því vanur í sinni löngu herþjónustu. Úlrika hlustaði á hann eins og í leiðslu og starði á rekurnar, sem kastað var á leiðið, með grátbólgnum augum. Loksins var þessari athöfn lokið. Úlrika reyndi að, harka af sér og bjóst til að ganga aftur til klaustursins, en þegar hún sneri sér við, sá hún með skelfingu alla röðina af liðsforingjum, riddurum og brynriddurum, sem höfðust við í klaustrinu. Þeir höfðu allir fylgt kistunni til moldar til að auð- sýna hinni gömlu forstöðukonu hinn seinasta sóma. Og nú stóðu þeir þarna allir og horfðu forvitnis- og rann- sóknaraugum á hina ungu stúlku. Allir voru sem á nál- um, og Ulrika auk þess dauðhrædd. Þá gekk Reutlingen út úr hinni skrautlegu röð. Hanri færði sig nær henni og sagði: „Má mér veitast sá heið- ur, náðuga ungfrú?“ Þar með tók hann handlegg hennar og leiddi hana burt. Hermennirnir kvöddu þau virðulega og gáfu þeim gangrúm. En þeir litu brosandi hver á annan og skift- ust á orðum liálíupphátt. Síðan gengu þeir hægt á eft- ir þeim. Reutlingen leiddi skjólstæðing sinn í húsið og inn 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.