Vísir - 22.11.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1926, Blaðsíða 3
yisiR ALLIR TIL HARALDAR Þar verönr best að gjöra JÓLAINNRAUPIN. Til áramóta verður hugsað um það eitt að selja og selja mikid. Hagnaðiuu verður ekkert hugsað um, bara fá inn peninga og minka vörubirgðir. Afsláttur gefinn af öilum vörum. 15 til Ath. undantekning: Af Saumavélum aðeins 101. o Af Prjónavélum aðeins 5' MANCHETTSKYRTUR i úrvali, ódýrastar hjá V I K A R. ENSKAR HÚFUR stórt úrval, ódýrast hjá V I K A R. FJÖLBREYTT úrval af sokkum. Verð frá 75 aurum. Ódýr- ast hjá VIKAR. FYRIRLIGGJANDI sérlega stórt úrval af flibbum, linum og hörðum, ódýrast hjá Vikar. Tilbúnir vetrarfrakkar, stöðugt fyrirliggjaftdi hjá Vikar. Bití oé Þetta. Raflýsing í Lhasa. Svo er sagt í símfregn frá Calcutla til enskra blaða, að rafmagnsstöð liafi verið komið upp hjá Lhasa, höfuðborg Tí- bets, hinni „forhoðnu“ horg. — petta þykir að þvi leyti undar- legt, að Tíhetbúar eru fastheldn- ir við fornar venjur og mjög hjátrúarfullir, en sá, sem verki 'þessu kom í framkvæmd, er ungur verkfræðingur, sem heit- ir Ringang. Hann er fæddur i Lhasa, en kom ungur til Eng- lands og nam þar rafmagns- fræði. Að loknu námi keypti hann sér vélar í rafstöð og flutti þær til Indlands fyrir tveim árum, og var það afarmiklum erfiðleikum bund- ið að koma þeim þaðan til Ti- bet. Einu sinni kom sú fregn, að hann hefði venð myrtur og allir félagar hans, en aðrar fregnir sögðu, að vélarnar hefði verið teknar af honum og ónýtlar. Nú er það komið i ljós, að þessar fregnir hafa verið rangar, og þykir hinn ungi mað- ur hafa unnið mikið þrekvirki. Úlfar færast í aukana. Úlfar þykja hvervetna hinir mestu vágestir, og’ ógrynnum fjár hefir verið varið í mörgum löndum til þess að útrýma þeim. En á siðustu árum hafa úlfar fjölgað og færst í aukana, og er því um kent, að á styrjaldarár- unum hafi menn ekki gefið gaum að þeim, síst i Rússlandi. Á ítalíu hefir víða orðið vart við úlfa þar sem þeir hafa elcki sést um langan aldur, og i Aust- ur-Prússlandi hafa þeir gert stórtjón víðsvegar, — sært og drepið fjölda fjár hjá bændum, og hafa 500 gullmörk verið lögð þar til höfuðs hverjum úlfi, ef takast mætti að eyða þeim. — Talið er að úlfar þessir hafi komið frá Rússlandi, þvi að þar hafa þeir átt meira friðland en áður síðasta áratug. Den notionale scene. — aðalléikhúsið i Bergen hélt nýlega hátíðlegt 50 ára afmæli sitt með miklum fagnaði. Leik- hús þetta er að ýmsu leyti merk- asta leikhús Norðmanna og BjörgN'injarbúar liafa þótt skara fram úr í leiklist og höfðu for- ustuna alt þangað til þjóðleik- húsið i Osló var reist um alda- mótin. Frá Bergen hal'a og kom- ið ýmsir hestu leikendur þjóð- leikhússins, svo sem frú Jo- hanne Dybwad, sem nú er tahn einhver besti leikari og leik- stjóri Norðmanna, og Ingolf Scancke. Við hátíðagýningar leikhússins voru staddh’ m. a. krónprinsinn, sendimenn frá helstu leikhúsum nágrannaþjóð- anna og ýmsir þeir, sem mest XSCSOOO»OÍJOQO«»ÍXSOOOOOOOOOQt Síðustu nýjungar: Úr, speglar, munnhörpur, leikföng tig tilbúin blóm, margskonar teg- undir og mismunandi verð alt frá 30 kr. og þar yfir. F. W. Q. Hegewald Hanau No. 140 (Rermany). XJOOOOOOOOOQCXXJQOQQOOOQOQt hafa unnið fyrir leikhúsið. Den nationale scene er i raun og vorueinkafyrirtæki.en nýtur ríf- legs styrk frá bænum og ein- stökum mönnum. Á afmælinu gaf Mowinckel fyrv. forsætis- ráðherra 20000 kr. til styrktar- sjóðs leikenda. Christian Mich- elsen var um langt skeið í stjórn leikhússins og styrkti það mjög með fégjöfum. Frá Bolsum. Hinn 20. október hélt fram- kvæmdarstjórn kommémista- flokksins i Rússlandi og eftir- litsnefnd flokksins fund og til- kynti Sinoviev, Trotsky og fleir- um af þeim, sem undanfarið hafa róið gegn stjórninni, að hún mundi ekki framvegis líða þeim það háttemi, sem þeir hefðu tekið upp. pá var Sino- viev tilkynt, að hann væri leyst- ur frá störfum sinum fyrir 3. intemationale, vegna þess að skoðun hans gæti ekki sam- piparmyntu plötur Ef þjer hafið ekki reynt P. K., þá kaupið tvo pakka. Reynið siálrur annan og gefið börnunum hinn, þeim þykir þær lfka góðar. Bæta melting- una, tennurnar — og ef þarf — skapið. Epli Bjúgaldin, Glóaldin, og Vínber, er best aS kaupa i Landstjöraunni. Geymsla á reiöhjólnm. „Örninn“, Laugayeg 20 A, tek- ur reiðhjól til geymslu. Reiðhjól- in eru geymd í herbergi með mið- síöðvarhita. ATH. Öll reiðhjól eru vátrygð gegn bruna, þjófnaði og skemdum. Sími 1161. Simi 1161. rýmst vilja stjórnarinnar og þýskir, enskir og franskir kommúnistar hefðu mist traust i honum. J>á ákvað fundurinn ennfremur að leysa Trotsky og Kamenev frá störfum þeirra í stjórnmálanefndinni svoköll- uðu. Sundrunginni í Rússlandi er lokið í bih, með fullum sigri fyrir hægfara meirihluta stjórn- arinnar, Stahlins og hans sam- herja. Ódýr föt og fata- efni á HÖTEL HEKLU klæðskeri. QrvYV»QíXD QO VisistafM jjerir alla glaða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.