Vísir - 22.11.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1926, Blaðsíða 2
V I I IR \ ) feiy m Allir sem versla með spii, ættu að muna eftir, að Holmblads-spilin frá S. Salo- mon & Co. eru lang vinsælust allra spi'a, sem hér fast. flöfom 6 tegandir íyrírliggjandi UPPBOÐIÐ lieldup áfram í dag og á morgun. Jóh. Ölalsson & Co. Símskeyti —o— Khöfn, 20. nóv. FB. Hækkun frankans. Símað er frá París, að helstu mönnum í mörgum iðngrein- um þyki hin stöðuga hækkun frankans varhugaverð og eru þeir þeirrar skoðunar, að nauð- synlegt sé, að verðfesta frank- ann mjög bráðlega. Poincaré er álitinn vera þeirrar skoðunar, að það beri að fresta verðfesting- unni enn um skeið, uns frank- inn hefir enn hækkað nokkuð. Fjárhagur rikisins fer sifelt batnandi. Morganlánið hefir verið endurgreitt. Verslunar- jöfnuðurinn er hagstaiður. Af þessum ástæðum aðaUega lítur stjórnin svo á, að ekki saki, þó verðfestingin verði látin bíða eins og sakir standa enn. Nicaragua og Mexico. Símað er frá Washington, D. G„ að ríkið Nicaragua hafi beð- ið Bandaríkin um hjálp gegn Mexicönskum óaldarflokkum. Stjómin íhugar málið. —- Telur hún framferði Mexicana skað- legt Bandaríkjunum. Jámbrautarslys á Englandi. Símað er frá London, að jám- brautarslys hafi orðið á línunni á milli Birmingham og York. — 9 Iétn lífið og' 10 særðust. Utan af landi. —o— Seyðisfirði, 20. nóv. FB. ]?að hefir snjóað mikið síð- ustu daga. Nú er norðaustan snjóhríð og gæftaleysi. Afli er dágóður, þegar gefur á sjó. Hænir. Slys. Síðastl. laugardagskveld vildi það sorglega slys til á Lagar- fosisi, að maður féll þar fyrir íxjrð og druknaði. Hann hét Ingólfur Einarsson, ættaður frá Tóttum við Stokkseyri, ókvænt- ur maður á besta aldri. — Lagarfoss fór frá Vestmanna- eyjum á föstudag, áleiðis til lit- fanda, og hrepti stórviðri á iaugardag. Dr. ]Hi) biskop tlelpson liefir, aS gefnu tilefni, láti'íS svo ummælt viö Vísi: „Fyrirspyrjandi viröist gera ráö fyrir, að það sé skylda biskups að veita vígslu til prestsembættis hverjum kandídat, sem hennar beiðist og hvert á land, sem hann ætlar sér. En þetta er misskilning- ur. Embættisskylda mín í þessu tilliti nær ekki út fyrir takmörk hinnar ísl. þjóðkirkju. En biskup getur með sérstöku leyfi lands- stjórnar veitt vígslu mönnum, sem starfa utan þjóðkirkju, þegar þess er óskað af hlutaöeigandi söfnuði og sá söfnuður stendur á sama játningar-grundvelli og þjóðkirkj- an — hinum evang. lúterska. í því tilfelli, sem hér liggur fyrir, er um hvorugt þetta að ræða. Söfnuður sá, sem hefir kall- að umræddan kandídat, hefir ekki látið neina ósk í ljós um það, að eg vígði þennan kandídat, sem hann hefir ráðið til sín. Og eg hefi enga tryggingú fyrir að hann hirði um, að eg veiti honum vígslu, því að söfnuður þessi stendur alls ekki á sama játningar-grundvelli og þjóðkirkja lands vors. Söfnuður- inn heyrir til kirkjufélagi, sem kallar sig „Sa’mbandski rkjufélag nýguðfræðinga og annara frjáls- trúarmanna“. Og aðaleinkenni þess er, að það er játningarlaust, en um játningarlaust kirkjufélag verður aldrei sagt, að það standi á sama grundvelli og það kirkju- félag, sem heimtar af þjónutn sín- um, að þeir á vígsludegi lofi há- tíðlega að prédika í anda vorrar evangelisku lútersku kirkju. En að kirkjufélag þetta er játningar- laust, orsakast aftur af því, að þeir „aðrir frjálstrúarmenn", sem getur um í nafni félagsins, eru únítar- ar, sem eins og kunnugt er standa ekki á evangelisk-lúterskum trú-' argrundvelli, en eru í beinni and- stöðu við hann. Ög nýguðfræð- itigar, sem hinda bandalag til kirkjulegs félagsskapar við únit- ara, gerðu það vitanlega ekki, ef þeir hefðu nokkrar mætur á þess- um grundvelli, sem hinir hafna. Af þessum ástæðum hefi eg ekki séð mér fært að veita um- ræddum vígslubeiðanda prests- vígslu. Að eg haustið 1921 veitti, með leyfi réttra stjórnarvalda, öðrum kandídat vígslu til prestsþjónustu í ísl. söfnuði vestra, er rétt. En það gerði eg bæði eftir beiðni hlutaðeigandi safnaðar, og eftirað fengin var og í mínar hendur komin skýlaus yfirlýsing um, aö söfnuður þessi stæði á sama evangel. lúterska grundvellinum °g þjóðkirkja vor. Sú yfirlýsing hljóðar svo: „We deny any connection with unitarians, declare ourselves in harmony with evangelical luther- an church in Iceland. If further declarations are required wire Quilllake cong. I. V. Bjarnason pres.“ Á íslensku: „Vér afneitum sér- hverju samhandi við únítara, teljum oss í samhljóðan við evan- gelisk-lúterska kirkju á íslandi.Sé frekari yfirlýsingar óskað, þá sím- ið til Quill-Lake safnaðar. I. V. Bjarnason forseti." „Sambands-kirkjufélagið" var ekki komið á fót, þegar þetta gerðist og söfnuðurinn, seni hér beiddist vígslu handa prestsefni sínu, því ekki heldur kotninn inn í félag það, sém ekki var stofnað fyrr en ári síðar. Við það sem nú hefir verið tek- ið fram bætist ennfremur það, að Sambandskirkjufélagið er í lreinni andstöðu við hið evang.lút. kirkju- félag íslendinga í Vesturheimi, sem mest og best hefir unnið að kristindómsmálum meðal landa vorra vestra síðan er þaö var stofnað. Þjóðkirkja vor vill ekki veita þeirri andstöðu neinn stuðn- ing, en telur sér miklu fremur skylt eftir megni að styðja „Kirkjufélagið“ í starfi þess, þar sem þeir agnúar, sem áður voru á samvinnu við það, eru nú úr sögunni og með því fengin öll skilyrði fyrir hróðurlegri sain- vinnu á sameiginlegum grundvelli evangelisk-lúterskrar kristindóms- skoðunar.“ Veðrið í morgun. Frost um land alt, þar sem til hefir spurst. í Reykjavík 4 st„ ísafirði 1, Akureyri 2, Seyðisfirði 1, Stykkishólmi 1, Grímsstöðum 5, (engin skeyti frá Vestmannaeyj- um, Grindavík, Raufarhöfn og Hólum í Hornafiröi), Þórshöfn í Færeyjum hiti 5 st., Kaupmanna- höfn 7, Utsira 7, Tynemouth 5, Hjaltlandi 8, Jan Mayen frost 5 st. Ekkert skeyti frá Angmagsa- lik. — Mestur hiti hér í gær 1 st., minstur -f- 5 st. — Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Kyrt veður i Norðursjónum. — Horfur tvö næstu dægur: Suðvesturland: 1 d a g: Hægviðri. í n ó 11: Senni- lega allhvass á austan. Úrkoma. - Faxaflói og Breiðafjörður: í d a g : Hægur vindur. í n ó 11: Vaxandi austan átt. Sennilega úr- komulaust. — Vestfirðir og Norð- urland: I dag: Hæg norðanátt. í n ó 11:' Fremur hæg austanátt. — Norðausturland og Austfirðir: I n ó 11: Fremur hæg austanátt. snjókoma. í nótt: Sennilega k}rrt veður og þurt. - Suðaustur- land: í dag: Norðlæg átt. Þurt veður. í n ó 11: Vaxandi atistlæg átt. Kvöldvökurnar. í kvöld kl. 7J4 lesa þeir Einar H. Kvaran, rithöfundur, Dr. Guðm. Finnbogason og Matthías Þórðarson, fornminjavörður. ör- fáir miðar eru enn óseldir og fást í bókaversl. Sigf. Eymundssonar. — Þess skal getið, að þeir, sem hafa keypt miða, mega lána öðr- um miðana, ef þeir geta ekki komið sjálfir. Knattspymufélag Rvíkur er nú að byrja á vetrariþróttum sínum. Er það nokkuð seinna en undanfarin-ár, vegna viðgerðar á gólfi fimleikahúss Barnaskólans. Er gleðilegt að Jietta gamla og góða íþróttafélag þarf ekki að stöðva hina miklu íþróttastarf- semi sína, þvi að slíkt hefði veriö mjög bagalegt íþróttanna vegna, því að K. R. mun nú líklega vera fjölmennasta íþróttafélag lands- ins. Æfir það nú fimleika, ísl. glímu, gidska glimu, hnefleika og hlaup. Kennarar þess eru Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðutn, Sigurjón Guðjónsson stud. theol. og Eiríkur S. Bech verksm.stjóri. Æfingatafla félagsins er auglýst hér í blaðinu í dag. íþ. Háskólafræðsla. í kveld kl. 6-7 í háskólanum: I.icentiat Dag Strömbáck flytur erindi. Flyt erindi um vígsluneitun biskupsins og afstöðu hans til trúarjátninganna í Nýja Bíó n.k. föstudag kl. 7)4 e. h. Ludvig Guðmundsson. E.s. ísland mun hafa komið til Vestmanna- eyja laust íyrir. hádegi í dag, og er ekki væntanlegt hingað fyrr en í nótt. Hefir seinkað vegna and- viðr-is og hafði niist bát. Skipafregnir. Gullfoss fer frá Seyðisfirði í kveld, áleiðis til útlanda. Esja fór frá Sauðárkróki í morgun. Er á austurleið. Goðafoss er á Vopnafirði, á noröurleið. Nonni er á Seyðisfirði á leið hingað. Villemoes kom til Kaupmanna- hafnar í gær. Kristján Berndsen, verslunarmaðiir, á fimtugsaf- mæli á morgun. Verkakvennafélagið Framsókn heldur árshátíð sína annað kveld kl. 8 síöd. í Iðnó. Almennan bindindisfimd heldur st. Víkingur nr. 104 í Goodtemplarahúsinu í kveld, og hefst hanu kl. 8)4. —. Málshefj- andi verður síra Friðrik Hall- grímsson, en fleiri hafa lofað að taka til máls. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hjúskapur. í fyrradag voru gefin saman i hjónaband Marta S, H. Kolbeins- dóttir og Axel Grímsson, hús- gagna- og trésmiður. Síra Bjarni Jónsson gaf þau saman. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá konu, 1 kr. frá dreng. 5 kr. frá bónda. Búð eða hentugt pláss til aS innrétta í brauð- og mjólkursölubúð óskast helst í veaturbænum. Tilboö sendist strax, merkt: „Búð‘‘, á algreiðslu Vísis. Bjúgaldin, Epli, Vinber, nýkomin i Versl. Vísíp. ÞAKKIR. Þakklæti fyrir góðgjörö gjalt guði og mönnum líka. Með klökku hjarta kveð eg alla núna vini og vandamenn og þakka þeim allan þann óteljandi vel- gjörning mér auðsýndan á um- liönum árum, sem eg hefi dvalið hér, og að síðustu nú við burtför mina héðan. Eg bið guðs mildu hönd aö styðja 'þá og styrkja i hinum striða straumi lífsins. Frið- ur guðs sé með þeim öllum. Norðurpól, Laugaveg 125. 19. nóvember 1926. Margrét Þórðardóttir. Jólapóstamir út um land. Norðan og vestan- póstar fara frá Rvík 1. des. og austanpóstur 5. des. Allir þeir sem ætla að senda vinum og vanda- mönnum sínum jóla- og nýárskort ættu að kaupa ]iau í Safnahúsinu, því að aldrei hafa kortin verið jafn falleg og eins mikið úrval sem nú. Helgi Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.