Vísir - 12.12.1926, Side 6

Vísir - 12.12.1926, Side 6
\1SIR Orðsending til ungra stúlkna. 1 6 mánuSi hefir nú veriö unniö aö söfnun hlutafjár til aö koma upp heimili i Rvík fyrir konur og félagsskap þeirra. Inn komiö hlutafé til gjaldkera er nú aö upphæð kr. 27717.47, og auk þess talsvert ógreitt af lof- orðum, sem full ástæöa er til a'ð halda aö muni koma innan skams. Þetta má kallast góöur árang- ur á jafn skömmum tíma og sýn- ir hve nauðsynlegt menn telja slíkt heimili og hér er gert ráð fyrir. JÞá munu og margar konur finna það sóma sinn, að bregðast ekki því trausti, sem þing og stjórn sýndi íslenskum konum, með því að láta þeim í té ókeypis lóð á ágætum stað undir bygginguna. Kvennaheimilið á líka vini og stuðningsmenn vestan hafs, er reynast munu því drengir góðir, má þar til nefna Thorstínu Jack- son frá New (York. Hún hefir rit- að um málið í blöðin vestra, og nú tekið að sér umboð fyrir h.f.- stjórnina vestan hafs. Hefir ung- frú Jackson kynt sjg svo hér í sumar, að full ástæða er til að vænta góðs árangurs af starfi hennar fyrir málið. tJtlitið hér er sem stendur slikf, að hætt er við að ekki seljist mik- ið af hlutabréfum næsta missiri. Þó má alls ekki leggja árar í bát, til þess er fresturinn til 1930 of stuttur, og jafnframt væri það að bregðast trausti allra þeirra, sem fyrir málið hafa unnið. TÁ, 2. landsfundi kvenna á Ak- ureyri síðastl. vor var samþykt tillaga frá frú Sigríði Þorsteins- dóttur í Saurbæ í Eyjafirði, þess efnis, að skora á konur, yngri sem feldri, að vinna vel seljanlega muni og senda þá til stjómar h.f. Kvennaheimilið í Reykjavík. Hún sæi um sölu á þeim, en andvirðið 'gengi til Kvennahéimilisins.. Ef þetta yrði alment, mundi það reynast mikill styrkur. Og líklegt er, að margar konur ættu hægra með að leggja Kvennaheimilinu lið á þennan hátt en með beinurn peningaframlögum. Stjórnin vildi því Ieyfa sér að snúa máli sínu til allra kvenna, en þó einkum til yðar, ungu stúlk- ur, því þér hyggjum vér að hafið fremur tíma aflögu, í von um að þér viljið vinna að því, að styrkja og prýða það heimili, sem yður á að vera helgað. Þar sem vér telj- um mjög áríðandi að þar mættii sem mest vera unnið af íslensk- um höndum og í íslenskum stíl, mundu allir munir, er hafa mætti til húsbúnaðar eða híbýlaprýði, geymdir til afnota fyrir heimilið sjálft. Til þessa mætti nefna: gluggatjöld, ábreiður, fóður á hús- gögn, dúka ýmsa o. m. fl. — Aýr- ir munir, eins og tillagan gerir ráð fyrir, yrðu seldir, og andvirði þeirra lagt í sérstakan sjóð, er á sínum tíma yrði varið til kaupa á innanstokksmunum. Tekið mundi af stjórnarkonum með þökkum á móti öllum slíkum hlutum, er tillagan gerir ráð fyr- ir, á hvaða tíma sem væri, þó mundum vér telja heþpilegast að þeir kæmu að vorinu. Um leið og vér sendum þessa orðsendingu frá oss, getum vér ekki látið vera að snúa sérstaklega máli voru til ungra kvenna i Reykjavík. Enn sem komið er hefirKvenna- heimilið ekki notið liðs yðar jafn: alment og við hefði mátt búast og það þarfnast, eigi það að vera komið upp innan þess tíma sem ráð er fýrir gert. Landar yðar vestan hafs Ieggja nú margir, þótt efni séu smá, frá litla upphæð mánaðarlega, í von um að sá draumur mætti rætast, að þeir fengju að sjá kæra, gamia landið hátíðaárið 1930. Það er ekki síður gaman að fagna gestum en að vera gestur sjálfur. Best er þó, að um leið og unnið er að undirbúningi gestum til fagnaðar, að sú vinna mætti vera einnig til frambúðar. Við höf- um illa efni á að leggja mikið t d. i þær byggingar, er verða „tjald til einnar nætur", Ungu konur Reykjavíkur! Munduð þér nú ekki, að dæmi jafnaldra yðar víðsvegar um land, vilja takast á hendur að safnatlít- illi upphæð hver fyrir Kvenna- heimilið? Eða þér, sem landar í Ameríku, legðuð til hliðar litla upphæð mánaðarlega, t. d. 1-—5 kr. Það getur verið að þér þyrft- uð að neita yður um eitthvað smá- Jólagjafir er best aö kaupa i Bókaverslnn liriibj. SvtiibjamrsBnr: Litlð í glnggana. OOOOQOOOOOOOOQOQOOOOQOOOÓf Falleg, hvít sútnð sauðskinn, hentug til jólagjafa, fást í Skjald- borg, hjá Boga Jóhannessyni. Á Laugaveg 48 eru D í V A N A R með mis- munandi verði. — Hvergi eins ódýrir, eftir gæðum. — Einnig Húsgögn, ágæt á skrifstofu, fyr- ir hálfvirði. Vinnustofan. Jón Þopsteinssbn. vegis, en með þessu væri kvenna- heimilinu borgið. Á þennan hátt ToUring Kr.3350 Verðið reiknast f.o.b.Rey- kjavik. '^R.4440i|"£rus - fi-xk. og fjörutíu krónur. Vitið þjer, að þjer fyrir svona lágt verð getið keypt hina allra ákjósanlegustu fjöl- skyldubifreið — og meira að segja mjög fallega bifreið? Lítið þjer á myndina — eða það sem betra er —: Látið Fordsala þann, er naestur yður býr, sýna yður hina endurbættu Ford „Tudor” Sedan. Yfirbyggingin er öll úr stáli. Sætin eru djúp og þægileg. Það er nóg fótarúm, kemur það af „beinnar línu” yfir- byggingunni, sem hefir verið lengd. Hurðirnar eru breiðari. Stýrið hefir verið gert lægra, og það er hægur aðgangur að benzingeyminum að utan. Það er langt síðan að sparsemi og áreiðanlegleiki Fordbifreiðarinnar varð alkunnur, og gerði það að verk- um, að Fordbifreiðin hefir náð al- menningshylli fram yfir nokkra aðra biffeið. Pantið Fordbifreið yðar núnal Skrifið eftir vérðlista Runabout Kr.3145 C o ií p é Kr.4305 „Xudor” Kr.4440 „F ordor” Kr.4750 mundi því ekki einungis safnast fé, það eignaðist líka samúð yðar. Þér, sem þessu vilduð sinna, gætuð snúið yður hvort heldur munnlega eða bréflega, til ein- hverrar af undirrituðum stjórn- endum, sem gefa mundu allar frekari upplýsingar. Bríet Bjamhéðinsdóttir, Þingholtsstræti 18 (sími 1349). Laufey Vilhjálmsdóttir, Klapparstíg (sími 676). J?að er engum vafa undirorpið, að Dyke- land-mjólkin er einhver hin besta mjólkur- tegund, sem fæst. — Ef yður vantar rjóma í jólamatinn, þá kaupið Dykeland-mjólk. Hana má þeyta eins og rjóma, en auk þess má blanda hana til helminga með vatni, og þá fáið þér mjólk, sem fyllilega jafngildir nýmjólk, að því er rannsóknarstofa ríkisins- vottar, eftir að hafa nákvæmlega rannsakað- mjólkina. — Dykeland-mjólkin verður þvf. vafalaust ódýrust í notkun, en um leið er hún b e s t. Guðrún Pétursdóttir, Skólavörðustíg 11 (sími 345). Inga L. Lárusdóttir, Sólvöllum (simi 1095). Steinunn Hj. Bjamason, Aðalstræti 7 (sími 22). Fæst í heildsölu. hjá I. Brynjólfsson & Kvaran. Visis-kafHð gerir illa gltða. ÁST OG ÓFRIÐUR. greinilega í skyn, að hann vildi ekki heyra neitt þess háttar. Það þótti sjálfsagður siður meðal liðsforingjan'na að koma sér vel við Reutlingen og sá, sem vildi það, varð þá líka að gera sitt til þess. En Hertzberg einn drakk honum til enn einu sinni, og sagði hlæjandi: „Þér hafið þó að minsta kosti sann- fært okkur um eitt, herra höfuðsmaður: — að það var ekkert raup, sefn þér sögðuð „að ofurhuginn Reut- lingen t e k u r það, sem hugur hans girnist". 10. KAPÍTULI. í björtum, heiðríkum morgunsvalanum riðu riddararn- Ir eftir harðri hjarnbreiðunni. Hóhenfriedberger hergöngulagið hljómaði skært og glaðlega og þessum tónum, sem gert höfðu Úlriku dauð- lirædda fyrir nokkrum vikum, fylgdi hún nú sjálf í miðj- tim riddaraflokkinum. Hún sat á Iitlum sleða, dúðuð í loðfeldi og ábreiðum. iVið hlið hennar sat Annetta þerna hennar, og Ferdínand var ökumaður. Vildi Reutlingen engum trúa fyrir henni öðrum en þessum trúa þjóni sínum. Ferdínand var fæddur sama dag og Reutlingen, og höfðu þeir aldrei skilið upp frá þeirri stundu. Gat Reut- lingen reitt sig á hann eins og sjálfan sig. Afarlöng farangurslést með landtjöldúm og allskonar vistum fylgdi herdeildinni eftir, og þar á meðal hinn skrautlegi sleði, er hin unga frú Reutlingen sat í á þess- ari einkennilegu brúðkaupsför. Hún hafði kvatt Langeróde og klaustrið friðsæla, er svo lengi hafði verið heimili hennar. Alt af hafði hún kviðið fyrir því að kveðja það, en nú vissi hún varla af þeirri kveðju. Hún hafði farið úr.húsinu eins og í leiðslti og fór nú líka burt þaðan eins og í einhvers konar leiðslu. Hinir seinustu viðburðir voru henni sem ógreinilegar þokuinyndir. Var þetta virkileiki, — þessi sleðaferð með riddara- flokknum, eftir tónurn Hóhenfriedberger hergöngulags- ins ? Já, það var sannur virkileiki. Hún varð að taka það upp aftur og aftur fyrir sjálfri sér. — Hún var gengin honurn á hönd, falin umsjá hans og vernd/ — þar á var enginn efi! Óvissan og iirræðaleysið var um garð gengið! En þessi staðreynd hvíldi á henni eins og mara. Hann hafði fengið sínu framgengt. En hvernig stóð á því, að hún hafði látið yfirbugast, þvert á móti ásetn— ingi sínum? Henni rann í skap, þegar hún heyrði hinæ skipandi rödd hans í fararbroddi. Henni fanst það eins og einhver kaldhæðni gegnr sjálfri sér, að hún skyldi hafa orðið að ganga skilyrðis-- laust þessum manni á hönd, sem gekk undir nafninu- „ofurhuginn Reutlingen“ í þessum mikilláta riddara- flokki. Nú reið hann að sleða hennar. „Er það víst, að yður sé elcki kalt, náðuga frú “ spurðr hann. „Þjer verðið að segja til, ef yður vanhagar um- eitthvað. Ferdínand og Annetta hafa ekki öðru að sinna,- en að hlusta á skipanir yðar og framkvæma þær.“ Að svo mæltu fór hann burt aftur, án þess að bíðæ svars, enda virtist hann ekki hafa búist við neinu svari. Annetta horfði á eftir honufn með tindrandi augum. Hún skildi ekkert í óframfærni og dapurleik hinnar ungU' hústmóður sinnar. Sjálf hafði hún fyrir sitt leyti hina- mestu ánægju og skemtun af þessari æfintýraferð með svo fríðu og fjölmennu föruneyti. Um miðjan daginn var áð stutta stund og um kveldið tók herdeildin sér náttstað í þorpi einu litlu. Gestrisní var þar af skornum skamti og gistihúsið fremur óþokka- legt og þægindalítið. Það var rétt svo, að herdeildin gat fengið að hýrast þar. Wolf Eickstedt lyfti Úlriku úr sleðanum ög leiddi han»

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.