Vísir - 20.12.1926, Page 2
VlSIR
Nýkomnir
Gráíikjur
mjög góðar, afar ódýrar.
f
Jóhann Möller
verslunarstjóri á SauSárkróki,
andaöist snögglega a‘ö Reynistaö í
Skagafiröi síðastliöinn laugardag,
og mun hjartasjúkdómur hafa
oröitS banamein hans. Haföi hann
kent nokkurrar vanheilsu aö und-
anförnu, en þó haft fótavist. Var
liann að koma aö Reynistað utan
af Sauöárkróki, er hann veiktist
skyndilega og lést að kalla mátti
samstundis. — Hann var sonur
Jóhanns heitins Möller (d. n.
nóv. 1903), er lengi var kaupmaö-
ur á Blönduósi, og konu hans, frú
Alvildu, f. Thomsen. — Var heim-
ili þeirra hjóna orðlagt rausnar-
heimili og Jóhann kaupmaður
Möller einkar-vinsæll maöur og
vel þokkaður af skiftavinum sín-
um og öðrum.
Jóhann Möller yngri var fædd-
ur 15. apríl 1883. Hann nam
skólalærdóm og lauk stúdentsprófi
1903, en hvarf þá frá námi og
sneri sér aö verslunarstarfsemi. —
Var hann um tima kaupmaður á
Hvammstanga, en fluttist þaðan
til Sauðárkróks. — Fyrstu árin
var hann þar bókhaldari, en síð-
an verslunarstjóri hjá „Hinum
sameinuðu ísl. verslunum.“
J. M. var mikill maður á velli
og fallega vaxinn, bjartur yfirlit-
um, fríður sýnum, eins og hann
átti kyn til, gleðimaður mikill á
fyrri árum, vinsæll og drengur
hinn besti. — Hann var kvæntur
Þorbjörgu Pálmadóttur, prests
l>óroddssonar í Hofsósi. Þeim
varð 11 barna auðið og eru þau
öll á lífi, hið elsta 19 ára, en hið
yngsta á fjórða ári.
ekkja Dr. Jóns porkelssonar
andaðist í gærkveldi eftir langa
og þunga legu, komin nokkuð
yfir sjötugt.
Símskeyti
*—-0—•
Khöfn, 19. des. FB.
Dráttur á að nýja stjórnin verði
skipuð í pýskalandi.
Símað er frá Berlín, að injög
• sé það hæpið, að stjórn verði
mynduð í pýskalandi fyrir
miðjan janúar. Ríkisþingsmenn
hafa nú jólaleyfi sitt og lýkur
því þá. Engum getum verður að
„Eifax" iægilögurmn
er bestur og ódýrastur allra
fægiefna,og eru þessutan sá eini,
sem fæst í lausri vigt, og kostr
ar þó að eins % verðs á móts
við það verð, sem er í 100 gr.
flöskum. — Bronce: Gull-, Silf-
ur-, Aluminiums-, Eir- og
Broncetinktur, Gólflakk, Polít-
ur, O’Cedar, Fægismyrsl, Mask-
ínulakk, „Effax“-gólfdúkaá-
burðurinn óviðjafnanlegi, Hand-
sápur, Raksápur, Skóáburður,
Fægiþurkur, Gólfklútar, Burst-
ar, KiMar og Penslar, Lín-
sterkja o. m. fl., sem hvert
heimili þarfnast. — Fæst hvergi
jafnódýrt sem í
Versl. B. H. Bjarnason.
því leitt, hver muni gera tilraun
til þess að mynda nýja stjórn.
Frá uppreisnarmönnum í
Lithauen.
Prófessor Woldemaras hefir
myndað hægri-stjóm í Lithauen
í stað bráðabirgða-hervalds-
stjórnarinnar. — Aðaltilgangur
byltingarmanna virðist vera sá,
að koma í veg fyrir að Lithauen
verði háð Rússlandi. Byltinga-
menn eru líka óvinveittir Pól-
verjum. Pólverjar óttast það
mjög, að byltingamenn í Lithau-
en muni gera tilraun til þess að
taka borgina Vilna herskildi.
Samkvæmt fregnum frá Riga
samna andstæðingar byltinga-
manna liði.
Ritfrega.
Friðrik Ásmundsson Brekkan:
Gunnhildur drottning og
aðrar sögur. Akureyri.
Bókaverslun Þorsteins M.
Jónssonar 1926.
Þetta eru sex smásögur, seni
höfundurinn hefir áður gefið út
á dönsku, en Steindór Steindórs-
son, stud. mag., hefir nú snúið á
íslensku.
Höf. fékk allgóða blaðadóma
um sögur þessar, er þær komu út
á dönsku, og þótti sem þarna væri
á ferð efni í góðan rithöfund. —
Sögurnar eru og dável sagðar, en
þó hvergi svo, að snildarbragð sé
að, nema ef vera kynni í síðustu
sögunni. Uppistaðan í sumum
þeirra er þjóðsögur vorar og
nstsiji
ískinnbandi
er góð
jðlagjðl
munnmæli. — Mundi þar hægðar-
leikur miklu skáldi að yrkja svo
í eyðurnar, að listaverk yrði úr,
því að nóg er svigrúmið. Bestu
þjóðsögurnar eru jafnan fáorðar,
stikla á hávöðunum, en ætla skáld-
gáfu lesandans að yrkja í eyð-;
urnar. — Hitt er þarflaust verk
og óviðeigandi, að fletja út þjóð-
sögur vorar og lengja með alls-
kyns masi og málrófi. Listgildið
verður að vaxa. Að öðrum kosti
látum við íslendingar, sem sög-
urnar þekkjum, okkur fátt um
fmnast.
Höfundi bókar þessarar tekst
ekki allskostar vel, er hann legg-
ur út i það vandaverk, að yrkja
upp, auðga og fylla frásöguna af
djáknanum á Myrká, svo að tekið
sé eitt dæmi. — Þjóðsálin hefir
ort í eyður þeirrar sögu á marg-
víslegan hátt, og stundum betur
en þarna er gert. — Hefi eg heyrt
ýmsar útgáfur af þeim skáldskap,
og er mér sérstaklega ein minnis-
stæð, sem gömul kona sagði mér
í ungdæmi mínu. Var sá skáld-
skapur ólíkt máttugri, fegurri og
frumlegri en þessi.
Með þessum orðum er þó ekki
verið að gefa i skyn, að Friðriki
hafi tekist illa að yrkja upp sögu
djáknans. Tilraun hans er þvert
á móti allsæmileg, þó að hún hafi
ekki hepnast sem best. — En þess
hefði eg óskað, vegna höfundar-
ins sjálfs og bókmenta vorra, að
saga hans væri skáldlegri og
traustari að gerð, en raun ber
vitni.
Aðrar sögur í bókinni eru þess-
ar: „Gunnhildur drottning“ (Um
uppeldi hennar og ævi, þar til hún
verður Noregsdrotning). Bama-
karl. (Greinir sagan frá því,
hversu Ölvir „barnakarl“ hlaut
,,nafnbótina“). Ámi Oddsson (er
þar sagt frá málarekstri hans i
Kaupmannahöfn fyrir föður sinn,
Odd biskup Einarsson, heimför
hans til íslands og reið á tveim
dögum einhesta úr Austfjörðum
til Þingvalla). Loks er Söngurinn
í Bláfelli og Bræður. —
Eg hirði ekki um, að gera fjór-
ar fyrst töldu sögurnar að sérstöku
umtalsefni. Þær eru dável sagðar,
og munu vafalaust falla betur í
geð útlendingum en okkur íslend-
ingum, sem kunnir erum sögu-
efnunum og gerum kröfur til að
þjóðsögur vorar sé gæddar nýju
lífi og ljósi í meðferð skáldanna,
eða látnar óhreyfðar ella. — En
um síðustu söguna, „Bræður“, er
það að segja, að hún lýsir vel sál-
arlííi bræðranna tveggja, er dvelj-
ast í fásinninu þar norður á Horn-
ströndum, og er auk þess mæta-
vel sögð. — Ber hún skáldgáfu
höfundarins langfegurst vitni, af
þeim sex sögum, sem prentaðar
eru í bók þessari.
Þýðingin virðist sómasamlega
af hendi leyst. ■—• Málið er gott á
sprettum og víðast hvar óaðfinn-
anlegt.
En leiðinlegt er til þess að vita,
ef rithöfundar vorir sumir, þeir
er tekið hafa að skrifa á erlendum
málum, eru ekki menn til þess,
að koma verkum sínúm á íslenska
tungu hjálparlaust. — Eg veit
ekkert um það, hvernig ástatt
kann að vera urn þenna höfund í
þessum efnum, en sé hann vel fær
eða sæmilega á móðurmáli sínu,
ætti hann að sjálfsögðu að ann-
ast þýðingarnar sjálfur, eða öllu
Hrynjandi íslenzkrar tungii
— eflir Sij;. Krislófer Pélursson —
■ f*»l fija búksölum.
heldur rita fyrst á íslensku bg
snúa svo á hið erlenda mál.
Jóhann heitinn Sigurjónsson
annaðist sjálfur islenska búning-
inn á leikritum sínum, og komu
þar ekki aðrir nærri. — Þykir mér
ósýnt, að höfuðrit hans, Fjalla-
Eyvindur og Galdra-Loftur, væri
slik listaverk sem þau eru í vor-
um augum, ef annar maður hefði
lagt þeim til íslensku klæðin. —
Mundi ekki að ininsta kosti eitt-
hvað af neistafluginu í stilnum
hafa glatast, jafnvel þó að þýð-
andinn hefði verið slynguríslensku-
maður og lærðari en höfundurinn?
P-
Mjólkutverðiö.
Eg neyðist víst til þess, enn þá
einu sinni, að ganga í það skit-
verk, að svara Pétri Jakobssyni
nokkrum orðum.
Að gefnu tilefni i grein hans
vil eg gefa þá yfirlýsingu, að
reikningar Mjólkdrfél. Rvíkur eru
lagðir fram, lesnir upp og skýrð-
ir árlega á aðalfundum félagsins
í öllúm deildum. Auk þess liggja
þeir frammi árið um kring á
skrifstofu félagsins og hjá full-
trúum þess til yfirlits, en að eins
fyrir félagsmenn. En þeir eiga
ekki að vera lagðir fram fyrir P.
Jak. eða hans „nóta“, sem ekkert
varðar og aldrei hefir varðað neitt
um starfsemi félagsins.
Eg sagði í fyrri grein minni,
að Kaupmannahafnar rjómabúin
borguðu mjólkurlíterinn á kr. 0,21
kominn á járnbrautarstöðina í
Kaupmannahöfn. Pétur heldur því
fram, að hún kosti þar ekki nema
o.iyy^ pr. líter. Að mín tala sé
rétt, get eg staðfest með vottorði
frá „Mælkeriet Enigheden“, sem
er eitt af þremur stærstu mjólkur-
búunum í Kaupmannahöfn. Váð
skulum ætla, að það viti, hvað
það kaupir og hvað það selur
mjólkina. Pétur hefir sjáanlega
ekki athugað, að með þessari
breytingu á innkaupsverðinu, er
hann að gera reksturskostnaðinn
i Kaupmannahöfn 3)4 eyri eða
1 y°/o hærri heldur en hann raun-
verulega er. Snýr hann þar í ein-
feldni sinni egginni að sjálfutn
sér, því að ekki mun tilgangur
hans að gera of mikið úr kostnað-
inum þar.
P. Jak. segir mig vera hissa á,
hve norsk og dönsk mjólk sé góð
og ódýr, og hve reksturskostnað-
urinn sé lágur erlendis.
Eg mátti vita fyrir fram, að eg
værí að eiga orðakast við „dóna“,
sem ekki hikaði við að fara með
ósannindi, en svona klaufalega
ýkinn hélt eg samt Pétur ekki
vera. í svargrein minni hér í blað-
inu 4. þ. m. segi eg, að þrátt fyr-
ir það, þótt reksturskostnaðurinn
hjá okkur sé mikið lægri heldur en
hjá mjólkurbúimum í Khöfn, þá
séum við samt ekki ánægðir fyrr
en við getum lækkað hann meira.
Á norska mjólk hefi eg ekki
Hiyiiði ísWnr tip
er bók, sem hverjum manni
mundi þykja vænt um að fá í
JÓLAGJÖF.
Vegna jarðarfarar föður
míns, verður rakarastofan
lokuð á morgun.
óskar Ámason.
qpaamiiiin ||imiii—HlllllHMIil■HllMMBIIIIMI
minst, og heldur ekki lýst imdr-
un minni yfir gæðum né fitu er-
lendrar mjólkur.
Eg hefi leitt hjá mér að svara
hinum nýju árásum Péturs, sem
innifela falskar tölur úr reikning-
um okkar, að eins gert athuga-
semdir við þau brot úr grein hans,
þar sem hann þykist vera að bera
til baka ummæli mín í Vísi 4. þ.
m. Hann er búinn að sýna með
undangengnum skrifum, að jafn-
óðum og ósannindin eru rekin of-
an í hann, kemur hann bara með
önnur ný og leggur á borð fyrir
almenning, og virðist þar vera um
auðugan garð að gresja. Því ætla
því að lofa Pétri sjálfum að svara
fyrir þau á viðeigandi hátt.
Eyjólfur Jóhannsson.
Þessari deilu er nú lokið x Vísi.
— Ritstj.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 1 st., Vest-
mannaeyjum 3, ísafirði 4- 4, Ak-
ureyri -4- 4, Seyðisfirði 4- 4,
Grindavik o; Grímsstöðum — 10,
Raufarhöfn 4- 8, (engin skeyti
frá Stykkishólmi og Hólum í
Hornafirði, og ekki heldur frá
Angmagsalik og Jan Mayen),
Þórshöfn í Færeyjum hiti 2 st.,
Kaupmannahöfn 3, Utsira 3,
Tynemouth 4, Hjaltlandi 4. —
Mestur hiti hér í gær 4 st., minst-
ur o st. — Loftvægislægð við Suð-
ur-Grænland á norðaustui-leið.
Norðvestan átt allhvöss í Norður-
sjónum. - Horfur tvö næstu dæg-
ur: Suðvesturland og Faxaflói: £
dag: Hægur vindur, gott veður. í
nótt: Vaxandi suðaustlæg átt. —
Breiðafjörður, Vestfirðir og Norö-
urland: í dag: Hægviðri. í nótt:
Sennilega austlæg átt. Þurt veð-
ur. — Norðausturland og Aust-
firðir: í dag: Minkandi norðan
átt. Dálítil snjókoma. í nótt:
Gott vjeður. — Suðausturland: í
dag og í nótt: Hægur vindur.
Gott veður.
Athygli
skal vakin á þvi, að minningar-
ritið um Sigurð Kr. Pétursson, er
til sölu í bókabúð ísafoldar. —•
Bókin heitir „Minning“. — Góðar
bækur eru ávalt vel fallnar til
jólagjafa, þá ekki síst góðar bæk-
ur um góða menn og vitra, eins
og Sjgurður heitinn Kristófer var.
Gefið vinum yðar bók þessa í jóla-
1 gjöf. Þar er um gjöf að i-æða, sem
er hugsandi mönnum samboðin, og
heldur um leið á lofti minningu
óvenjulegs ágætismanns. X.