Vísir - 13.01.1927, Síða 4

Vísir - 13.01.1927, Síða 4
/ VlSIR Boðsbréf að mánaðarriti um andleg mál. Vér höfum oftlega or'Sið þess varir, nú á undanfarandi árum, aö bæ'Si prestar og fjölda margir menn a'Srir, sem áhuga hafa á and- legum málum, hafa fundið sárt til vöntunar á frjálslyndu blaöi, er ræddi trúmál. Lengi hefir ekkert slíkt blaö veriö til, og er það mikil furða, meö jafnfrjálslyndri þjóö og víösýnni og Islendingar eru. Á- stæöan fyrir þessu álítum vér, aö sé einkum sú, aö vantað hafi fram- kvæmdir til að annast ritstjórn og útgáfu þess. Af þvi aö vér teljum hér svo brýna nauösyn fyrir hendi að ræöa trúmál á þann hátt, er samrímist hugsunarhætti og þekk- ingu nútímans, höfum vér ráöist í aö gefa út þetta boösbréf, og leita með þvi undirtekta almenn- ings um útgáfu slíks blaðs. Vér viljum geta þess, að vér eig- um vísan stuðning margra mikil- liæfra og viðsýnna manna, bæöi innan prestastéttar og utan; enn- fremur væntum vér samvinnu við fjöldamarga aðra, þ ótt vér enn höfum eigi náð svari frá þeim. Um grundvöll þessa trúmálarits viljum vér ennfremur taka þaö fram, að viö frjálslyndi skiljum vér þaö, að.gefa sem allra flestum, er ræða vilja með alvöru um ei- lífðarmálin, kost á að taka til máls án tillits til trúarskoðana og flokka. Einkum viljum vér gera oss far um, eftir því sem tök verða á, að fræða mehn utn ýmsar stefn- ur, sem nú eru uppi í kristninni er- lendis, en lítt eru kunnar hér á landi, og benda á ýmsar bækur, er vér teljum mjög athyglisverð- ar. Þá höfum vér miklar vonir .um að geta flutt glöggar fregnir af andlegu lífi meðal bræðra vestan- hafs, því að einn af félögum vor- um er ráðinn forstöðumaður safn- aðanna aö Gimli í Manitoba. Fái fyrirtækið góðar viðtökur, þá vonum vér að geta hafið út- gáfuna mjög bráðlega. Veröur rit- ið alls 12 arkir (192 bls.) í stóru 3 blaða broti á ári. Andvirði blaðs- ins höfum vér eigi séð oss fært áð hafa lægra en 5 lcrónur, en veröi einhver arður af útgáfunni, mun honum verða varið til eflingar rit- inu. Þess viljum vér ennfremur Landsins mesta úrvnl ai rammalistnm. Myndir tanramiaaSar fljótt og rel. —■ Hvergl ebsa édýrt. finðmnnðnr Ásbjömsson, LtngiT^g 1. íslensku gaffalbitapnip írá Víkmg Catming Co. hljóta einróma lof allra, sem reynt hafa. ^ir eru ljúffengir, lystaukandi og næringarmiklir. peir fást í öllum matarversl- unum, í stórum og smáum dós- um, sem líta þannig út, sem myndin sýnir. hlýip og góðip. Verðið lækkað Vetrar- frakkar Vöruhúsið. geta, að vér munum bjóða vænt- anlegum kaupendum allmikinn af- slátt á ritum og ritlingum um trú- mál, sem einhver okkar eða blað vort kann að gefa út. Höfum vér nú þegar fengið loforð um þýð- ingu á mjög merku riti um Fjall- ræðuna, eftir Johannes Múller, þýskan trúspeking. Áskriftir sendist til cand. theol. Einars Magnússonar, Sólvöllum, Reykjavík. Virðingarfylst. Reykjavík, í desember 1926. Páll Þorleifsson, prestur að Skinnastað. Þorgeir Jónsson, kand. theol. Einar Magnússon, kand. theol. Benjamín Kristjánsson, stud. theol. vandaðir og ódýriF. r ArmiBjarnL Sími 417. Björn Magnússon, stud. theol. Jakob Jónsson, stud. theol. Jón ólafsson, stud. theol. Kristinn F. Stefánsson, stud. theol. Ludvig GuSmundsson, stud. theol. Sigurður Stefánsson, stud. theol. Þormóður Sigurðsson, stud. theol. Þórarinn Þórarinsson, stud. theol. Egg. Egg á 18 aura stykkið. * ísl. smjör úr Borgaríirði, ódýrt, Von. Sími 448 og 1448. Gúmmístimpla? fást i FélagaprenísiuiiSjauzii Ssekiö ei það til útlanda, sera hmgt ef aC fá jafngott og ódýrt hér & læmdi. Fermda unglingsstúlku vantar á gott sveitaheimili til að gæta barns. Þarf að hafa fengið kíg- hósta. Uppl. á Spítalastíg 7, uppi, milli kl. 8—9 e. h, (266 Rukkari óskast. Tilboð, með upplýsingum um reynslu við starf- ið og borgunarkröfu, sendist í lokuðu umslagi til afgr. Vísis. (269 Stúlka óskast til Keflavíkur. Uppl. Vesturgötu 51 C. (264 Grímubúningar saumaðir í Mjó- stræti 6. (262 Tek að mér að hnýta net. Sími 1464, eftir kl. 6. Vigfús Vigfús- son. (261 Ef þið þurfið að fá stækkaðar myndir, þá komið í Fatabúðina. Þar fáið þið það fljótt og vel af hendi leyst. (458 Sett hár í gamla kústa og bursta af öllum tegundum. Mjög ódýr vinna. Vinnustofan, Bergstaða- stræti 22. (521 Stúlka, sem liefir fengið kíg- hósta, óskast i vist. Elín Storr, Grettisgötu 2, uppi. (255 Hreinleg og góð stúlka óskast í vist nú þegar, á Laugaveg 33 B, miðhæð. (248 Tek að mér allskonar trésmíða- vinnu, bæði við húsabyggingar og húsgagnasmíð. — Geri uppdrætti að húsum mjög ódýrt. Vinnustofa á Haðarstíg 14, milli Bragagötu og Njarðargötu. Jóhannes Kr. Jó- hannesson. (249 Ný egg til suðu á 25 aura. stykkið og nýtt skyr, fæst i Mat- ardeild Sláturfélagsins, Hafnar- stræti. Sími 211. (267 Isl. smjör, Tólg, Rúllupyisur fæst hjá Silla & Valda, Baldurs- götu 11, Vesturgötu 52. (260- §§g^- Reyktóbak með sérstöku tækifærisverði, verður selt næstu daga. Einnig ódýrar reykjarpípur. — Tóbaksverslunin, Laugaveg 43. (268 Gott, gufubrætt lýsi, á 1 krónu flaskan. Laugaveg 39. (25S Mjólk fæst í Alþýðubrau'ð- gerðinni allan daginn. (87 Léreftasaum. Nokkrar stúlkur geta komist að til þess að læra léreftasaum. Uppl. Stýrimanna- stig 12. Sími 1346. (254. Silfurbúinn sjálfblekungur hefir tapast. Finnandi vinsamlega beð- inn að skila honum á afgreiðslu Vísis, gegn fundarlaunum. (265. Tapast hafa tvær bilkeðjur. sennilega ^rá Lækjargötu að Bergstaðastræti 39 B. — Skilist þangað. (210 Karlmannsreiðhjól fundið síð- astliðið haust við Hafnarfjarðar- veginn. A. v. á. (207- HUSNÆÐI 1 Stofa og eldhús, eða aðgangur að eldhúsi, óskast strax. Uppl. í sima 1520. (263;. Herbergi til leigu fyrir einhleyp- an, á Laugaveg 3, uppi. (259, Stofa til leigu fyrir einhleypan. Uppl. í versl. Ámunda Árnasonar, (257; 2—3 herbergi og eldhús óskast: nú þegar eða siðar. — Skilvís- greiðsla og meðmæli fyrir hendi. Tilboð sendist afgr. Visis, merkt: „Húspláss". (209'! Fj elagsprentsmið j an. ÁST O G ÖFRIÐUR. an? Hún vildi ekki grenslast eftir því — að minsta kosti ekki enn. Hún vildi ekki eíast um trúnað hans og gefa sig afbrýðinni á vald, enda fanst henni að hún mundi þá algerlega missa vald sitt yfir honum. Þau höfðu aldrei talað neitt um framtíðina, þvi aö Wolf Eickstedt var fátækur, og Súsanna gerðr réttmæt- ar kröfur til lífsins. Það var gamla sagan, en hver skyldi endirinn verða? Súsanna andvarpaði. En hvað langt var orðið síðan þau höfðu sést! Var æskan, blómi lífsins, ekki bráðum á enda? „Eg þarf ekki að biða,“ sagði hun gremjulega við sjálfa sig. Ekki voru nema fáir dagar síðan að annar maðúr haföi beðið hana um hönd hennar og hjarta, og sá, sem þannig hafði kropið að fótum hennar, var Heinz Reutlingen. En hún gat ekki orðið við bón hans. Hún hafði neitað lionum og hann hafði gengið burt frá henni, hlegið kuldahiátur og sagt: „Þér skuluð ekki halda, að þér getíð treyst á Wolf Eickstedt! Hann er að draga sig eftir mágkonu minni þessa stundina — þangaö til hann gleymir henni líka.“ Henni hafði gramist orð þessi og þau hljómuðu sí- feldlega fyrir eyrum hennar. En hvað þurfti hún að vera a'ð setja þetta fyrir sig? Ekki þurfti hún að bíða hans! Þá heyrði hún létt fótatak fyrir aftan sig og sneri sér fljótlega við. Hár og spengilegur maður, klæddur einkennisbúningi Bayreuth-riddaranna, nálgaðist hana. Það var Wolf Eickstedt. „Súsanna!" sagði hann og titraði röddin. „Eruð það þér, herra Eickstedt?“ spurði hún. Hún hafðl aldrei nefnt hann þessu nafni fyrr, en var alíaf vön að nefna hann skírnarnafni sínu. „Það er langt síðan við höfum sést, ungfrú Súsanna,“ sagði hann. „Eruð þér alveg búin að gleyma leikbróð- ur yðar?“ „Nei, fjarri fer því. En eg hefi ekki þurft að hrekjast hingað og þangað af dutlungum styrjaldarinnar. Eg hefi lifað í kyrð og næði öll þessi ár — heyrt margt, og engu gleymt.“ „En mig hefir styrjöldin hrakið fram og aftur eins og fis fyrir vindi,“ sagði hann, „en hvert sem mig hefir borið, þá hefir minning yðar ávalt fylgt mér og verið mér kærust af öllu, og þessa stund hefi eg þráð innileg- ast af öllu.“ Hún brosti næstum óviljandi. „Þarna eruð þér lifandi kominn, Wolf,“ sagði hún. „Þetta er yður líkt að segja annað eins og þetta. En komið nú og heilsið upp á foreldra mína og segið mér hvaðan þér komið.“ „Eg varð samferða Jobst Reutlingen hingað,“ sagðí hann er þau gengu heim að húsinu. „Við skildum á landamerkjum Zellin og Steinhövel. Hann ætlaði að heimsækja konuna sína.“ „Þekkið, þér frú Reutlingen?“ spurði hann eftir stu'nd— arþögn, „Já. Hún er indæl kona og manni geðjast því betur að henni þvi betur sem maður kynnist henni. Hún er' dálítið feimin og ómannblendin í fyrstunni." „Það er nú meira en dálitið. Mér finst hún vera af- skaplega einstrengingsleg, og það gerir alla ógæfuua. Annars er hún það ekki við mig.“ „Nei, eg hefi heyrt svo sagt.“ Hann fann ósjálfrátt, að í þessum fáu orðum bjó meira en uppi var látið, og leit á hana rannsóknaraugum. En hún gekk fram hjá honum og inn í húsið. Það var ekki beinlínis að hans skapi, að hann varð að skeggræða við foreldra Súsönnu allan seinni hluta dagsins, en loksins lét hún hrærast að þegjandi bænar- augum hans, og bauð honum að ganga með sér inn í herbergi hennar. Foreldrum hennar líkaði það ekki allskostar vel, en þau höfðu aldrei haft þann sið að grípa fram fyrir hend- urnar á dóttur sinni. Wolf þáði boðið með þökkum 0g þegar hún var kom- in inn í herbergi sitt, bjart og þægilegt, og var sest á

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.