Vísir - 21.03.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 21.03.1927, Blaðsíða 2
yisiR i )) IHIaTHM & Qlsbh Hðfam iyrirliggjandi Lauk Kartöflu ílllllilDI Þegar menn aitja við vinnu fram eftir nóltu þjáir þá oft þreyta og sultur — en á þeim tíma er oft erfitt að ná í þá hressingu, sem þörf er á, — n HafiS bara viS hendina einn pakka af T OBLERONE, ÞaS er Nærandi, Hressandi, Ljiiffengt og enginn tefst frá vinnu, þó aS hann fáí sér bita viS og viS. Símskeyti Khöfn 19. mars. FB. Hemaðurinn í Kína. Símaö er frá London, aö Can- ton-herinn sæki á tuttugu og fimm mílum enskum sunnan viö Nan- king, og búast menn alment við því, aö þess muni nú mjög skamt a? bíöa, aö hann taki borgína her- skildi. Verkalýösíélögin í Shang- hai hafa lýst yfir allsherjarverk- falli aö nýju, til stuönings Can- ton-mönnum, og er verkfall þegar hafiö í jjnisum atvinnugreinum,. Áhangendur Cantonmanna hafa imyrt marga Kínverja, sem fúsir Cru til að vinna, i þeim tilgangi að slá hina vinnufúsu ótta viö aö sækja vinnu. Flogið yfir Atlantshaf. Símaö er frá Lissabon, aö Portú- galsmaöurinn Bieres hafi flogi'ð yfir Atlantshaf milli Afríku og Brasiliu. Khöfn 20. mars. FB. ófriðarblika yfir Balkan. Símaö er frá London, aö ófriö- arhorfur séu ískyggilegar á Balk- anskaganum. ítalska stjórnin hef- ir tilkynt stórveldunum, að Júgó- slavía búi sig undir ófriö gegn Albaníu, en vegna samnings þess, er ítalía og Albanía hafi gert sín á milli, geti ítalía ekki látið örlög Albaníu sig engu máli skifta. Stjórnin í Júgóslavíu þvertekur fyrir, að nokkur fótur sé fyrir á- sökunum ítölsku stjórnarinnar. Af hemaðinum í Kína. Símað er frá London, að Can- ton-herinn sæki fram á öllu ófrið- arsvæðinu. Hefir hann rofið varn- arlínur Norðurhersins sunnan við Shanghai, og búast menn við, að Cantonherinn taki Shanghai innan fárra daga. Utan af landi. Akureyri 19. mars. FB. .Veðurblíða alla vikuna; tún um- hverfis bæinn farin að grænka, og þykir nýlunda um þetta Ieyti árs. Litið um aflabrögð á innfirðinum, en hrognkelsaveiði dágóð utarlega I firðinum og á Skjálfanda. Rauð- magi er seldur hér á 30—35 aura stykkið. — Tvö skip er verið að búa út á fiskveiðar hér. Munu þau vera einu skipin, sem fara á veið- ar héðan með vorinu. •— Látinn er hér í bænum Jósep Jónsson.öku- maður, faðir Jóhannesar glímu- kappa. Annálaður atorku og dugn- aðarmaður. — Nýlega er komið hér út rit eftir síra Gunnar Bene- diktsson í Saurbæ. Heitir það „Var Jesús sonur Jóseps". Heldur presturinn því fram í ritinu, að litlar ástæður séu til að ætla, að Jesús frá Nazaret hafi frekar ver- ið guðsson en aðrir menn og sögu- hetjgr, er slíkar sagnir liafa mynd- ast um. Ritið hefir vakið umtal. (Isl.) yestm.eyjum, 19. mars. FB. Magnús Geirsson, sjómaður úr Stöðvarfirði, féll útbyrðis af mót- orbátnum Blika á mánudag. Ann- ar maður, háseti á sama bát, Guð- jón Guðjónsson af Skagaströnd, féll útbyrðis í morgun og drukn- aði. —> Allir bátar liafa tekið net- in; tregfiski í þau. — Kíghóstinn fremur vægur. ísafirði 19. mars. FB. Bæjarstójrnin hér hefir samþykt með 6 atkv. gegn 4 að kaupa svo kallaða Neðstakaupstaðar-eign, fyrir kr. 135.000, til handa Hafn- arsjóði eða bænum. Hafnarnefnd hafði áður felt með 3 atkv. gegn 2 samskonar tillögu, að þvx breyttu, að þá var kaupverðið kr. 120.000. —• Sýslufundur Norður- ísafjarðai-sýslu stendur yfir hér. — Maður druknaði nýlega niður um ís á pollinum hér, Guðjón Jóns- son að nafni, húsmaður, kendur við Furufjörð. — Afli góður x ver- stöðvunum hér í nágrenni. V. Frá Alþingi. Þar voru þessi mál til umræðu á laugardag. Efri deild. Frv. til fátækralaga, 1. umr. Um þetta frv. tóku þeir til máls Magnús Guðmundsson, Jón Bald- vinsson og Einar Jónsson. Jón vítti stjórnina fyrir að hafa gert of litlar breytingar á gildandi fá- tækralögum. En Einar Jónsson fann það að, er menn síst skyldu vænta, — að frv. væri alt of frjál3- lynt. Hélt hann því fram, að það miðaði til þess, að sveitarlimir fengi öll ráð í sínar hendur. — Eftir nokkrar umr. var frv. vísað til 2. umr. og allshn. NeSri deild. 1. Till. til þál. um skipun milli- þinganefndar til að íhuga landbún- aðarlöggjöf landsins. Vísir hefir áður skýrt frá efni þessarar till. Nú var hún til síðari umr. í neðri deild, og var afgreidd til efri deild- ar. 2. Frv. til 1. um heimild handa ríkisstjóminni til að ákveða einka- sölu á tilbúnum áburði, frh. 1. umr. Þetta frv. hafði tvisvar áður komið til umr., en varð hvorugan daginn lokið. Voru það í-æðuhöld út af frávikning búnaðarmála- stjóra og innsetning hans, sem svo mjög flæktust inn í málið. Var mikið rætt um það ennþá á laug- ardag, en að lyktum var málinu þó hleypt til nefndar og 2. umr., með 14:11 atkv. Með frv. greiddu atkv. allir Tímamenn, B. Sv., J. Sig. og P. Ott., íhaldsmenn á móti, nema þessir tveir. Jak. M. greiddi ekki atkv., en Sv. Ó. og H. Vald. voru ekki við. Hjá hSiðingjannm á Borgestad. (Niðui-1.) Talið berst að járnbrautinni. —* Eg álít það mikinn kost á sérleyfisfrumvarpinu, segir G. Kn., að félagið tekst áhendur að byggja járnbi-autina og starfrækja hana á eigin ábyrgð. Járnbrautirnar hérna eru þungur baggi á ríkinu, og þá mundi það ekki sxður verða svo á íslandi. —« Saímkvæmt áætlunum ætti Suðurlandsbrautin að vera farin að ber^ sig eftir 10 ár, minnir mig, — segi eg. — Samkvæmt áætlunum, já. En eru ekki áætlanir og reynsla sitt hvað. Samkvæmt áætlunum ætt- um við líka að stórgræða á sum- um járnbrautunum hérna. Nei, við við megum ekki treysta áætlmium. Mér er óskiljanlegt, hvernig járn- braut ætti að bera sig fremur á Islandi en í Noregi. — Lagningarkostnaðurinn er margfalt minni þar en víða hér, malda eg í móinn. —• Mér er sama. Eg trúi því ekki að liún borgi sig. Þessa dagana eru gerðardóms- samningarnir milli Dana og Norð- manna mjög á döfinni. Eg nota tækifærið til þess að fá álitvinstri- mannaforingjans norska um það mál. Hann svarar spurningunni á þessa leið: —„Vi maa respektere historien". Danir sneru á okkur 1814; þeir áttu kænni stjórnmálamenn en við. Það er erfitt að fá leiðrétting á 100 ára gömlu misrétti. Gert er gert. Við viljum allir gjai-nan fá það leiðrétt, en leiðirnar til þess erum við ekki sammála um. Við vinsti-imenn viljum friðarleið, — samningaleið. Hvað vilja hinir? Engum einasta Norðmanni dettur í hug að fara í stríð við Dani og jafna misréttið gamla með valdi. En úr því að þeir ætla sér ekki í stríð, hvaða leið er þá eiginlega opin, nema samningaleiðin ? Eg sé ekki betur en að framkoma sumra manna í þessu máli sé hlægileg; þeir bíta x skjaldarrendur og láta syngja í sverðum, sem þeir um leið sverja fyrir, að þéir muni nokkurn tíma draga úr slíðrum. Eg fæ ekki séð, að þeim geti nokk- urntíma orðið ágengt með þeirri hernaðaraðferð. Armars er ýmislegt það í þessu máli, sém vér Noi-ðmenn verðum að fá leiðrétting á, —• og við fá- um, ef við fylgjumst að. Stjórn Dana á Grænlandi er fomgripur, sem við verðum að krefjast að lagður sé á hilluna. Stórveldin hafa fyrir löngu neytt Japana og Kínverja til þess að opna hafnir sínar fyrir verslun við erlendar þjóðir, en hér í álfu menningar- innar leyfir þjóð sér að halda uppi siðum, sem úreltir eru orðnir í Jap- an og Kína. Við krefjumst þess að Grænland verði opnað og Dan- ir geta ekki neitað þvi Iengur, því annars kveða þeir upp dauðadóm yfir yfirráðum sínum á Grænlandi. Grænlandseinokunin er í andar- slitrununt. Hin fráleita meðferð nýlendustjórnarinnar á norskumog færeyskum fiskimönnum við Græn- lnnd síðastliðin sumur, eru síðustu krampateygjur stjórnarfars, sem gengið hefir í barndómi marga mannsaldra, og er að verða að nátttrölli. Samtalið er orðið langt. Að end- ingu spyr eg garnla manninn unga, sem hefir gefið sér svo góðan tíma til að svara öllu því, sem mér hef- ir dottið í hug að spyrja um: — Hafið þér nú sagt skilið við stjórnmálastarfsemina fyrir fult og alt? Hann horfir á mig, eins og hann skilji ekki spurninguna til hlítar. —• Eg þykist vera starfandi stjórnmálamaður ennþá; eg er ný- lega endurkosinn formaður flokks- ins til þiúggja ára, og meðan eg sit þar, get eg illa látið stjórnmál afskiftalaus. — Eg átti við þingsetu og stjórnarstörf. —• Þingmaður eða ráðherra verð eg aldrei framar. Eg er búinn að gjalda Torfalögin hvað það snert- ir, og hef setið í stjórn lengur en nokkur aimar maður, síðan þing- ræði komst á hér í landi. Nú ætla eg að hafa þau árin, sem eftir eru, fyrir sjálfan mig; eg á ágætt heim- ili, sem eg hefi orðið að dvelja langvistum frá, og það svo mjög, að siðustu 15 árin hefir fremur mátt kalla mig gest en heimilis- mann hérna á Borgestad. Og svo hefi eg búið og ýmislegt annað smávegis að hugsa urn, svo eg þarf ekki að vera iðjulaus. (Á þetta, sem G. Kn. kallar „smáveg- is“ hefir verið minst hér að fram- an!). Blómstofpottfr allar stærðir, og sitthvað ann- að kom með „Brúarfoss'. — Hvergi betri vörur. — Hvergi jafniágt verð. — Nóg úrval. — Skjót afgreiðsla. Versl. B. H. Bjarnason. —• Saknið þér ekki þing- og stjórnarstarfaxma ? — Nei. Ef eg fyndi að flokkinn vantaði menn til þess að taka við aí mér, mundi mér ef til vill þykja leitt að hverfa frá. En við höfum svo marga ágæta menn. Vinstri- flokkurinn er eini norski stjórn- málaflokkurinn, sem hefir dugleg- um mönnum á að skipa, sem stend- ur. Mowinckel, Five, Oftedal, Mjelde, —■ hver öðrum duglegri. — Þér berið vel ellina! —< Ojá. Eiginlega geri eg víst það. Eg hefi verið hamingjusam- ur maður mn dagana, og alt af haft nóg að gera. Það er það, sem heldur manni best við. Maður, sem heldur heilsu, verður ekki gamall fyr en hann sjálfur vill eða ímyndar sér það. Margir gera sig seka í þeirri villu, að nota áratöl- una eina sem mælikvarða á end- ingu sina, og þegar þeir hafa náð vissum aldri, finst þeim skylda sín að fai-a að gerast gamlaður. Sá, sem heldur heilsu, verður ekki gamall, svo lengi sem hann heldur áfram að vinna. Eg get ekki hugs- að mér ógæfusamari menn en aum- ingja embættismennina, sem verða að láta af embætti, þegar þeir bafa náð vissum aldri. Eftir ár eru þeir orðnir gamlir og óverk. hæfir, lífsstarfið er tekið frá þeim og þeir eru orðnir of gamlir til þess að byrja á öðru nýju. Þeir byrja að deyja um leið og peir verða að láta af embætti. Hafa ekkert til þess að taka sér fyrir hendur nema að lesa blöðin og reykja, og að kvöldi hafa þeir ekkert gott um daginn sem leið að segja, nema það, að hann sé liðinn. Það er gaman að heyra áttræð- an öldung tala ]>annig. En því mið- ur er það sjaldgæft. Það eru ekkí nema mikilmenni, sem endast þannig. Enda er starfsþol G. Kn. það, sem menn hafa mest undrast, Hann er talinn ódrepandi vinnu- maður. Annað það, sem skapaði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.