Vísir - 30.03.1927, Qupperneq 3
VííilH
ll BMssi.
ÍJm kl. 11 f. h. í dag var eg
staddur niðri á haínarbakka,
er hið nýja skip, Brúarfoss, lagð-
ist þar upp við. Mannfjöldi
mikiíl var þar J>á saman kom-
inn til þess að sjá og heyra alt
það, er þar færi fram. Mann-
fjoldinn virtist allur fullur eft-
irvæntingar og' tilhlökkunar. —
Allir vildu heilsa sem best og
fagna sem mest hinum ný-
komna gesti og skoða liann vel
og vandlega. þarna voru stadd-
ir nokkrir Mýramenn, og hygg
eg, að ekki hafi það síst glatt
þá, að fá tækifæri til að vera
viðstaddir athöfn þessa. Eg segi
fyrir mig, að mér fanst sem
væri eg ungur orðinn í annað
sinn, er eg fekk að sjá nýja skip-
íð, er heitir þessu nafni, því að
eins og ílestum mun kunnugt
vera, ber skipið sama nafn og
foss einn í Hítará; en rétt hjá
fossinum, á eyslri bakka árinn-
ar, stendur bærinn Brúarfoss,
■sem öllum mun að góðu kunn-
ur, þeim er þangað hafa komið,
og þeir eru margir.
þegar skipið var komið alveg
upp að, hélt atvinnumálaráð-
herra ræðu sina, bauð skipið
velkomið og árnaði því allra
heilla. Að því bvinu fór fjöldi
manna út i skipið; var eg einn
þeirra ásamt konu minni. Við
skoðuðum skipið hátt og lágt
og leist okkur mjög vel á það.
En er eg var nú á gangi fram
og aftur um skipið, rifjuðust
upp fyrir mér margar ljúfar
•endurminningar frá fyrri og
síðari árum heiinan úr sveit
minni, einkum þá er eg var á
ferð milli Staðarhrauns og Akra
og leið mín lá um Brúarfoss
pá var oftast nær erfittfyrirmig
;að komast svo áfram, að ekki
staldraði eg dálítið við á Brú-
arfossi, ekki síst á heimleið.
Fanst mér þá oft gott að fá að
hvila mig og hestinn þar, þótt
•ekld væri nema ein bæjarleið
eftir heim til mín, þótti oft gott
að standa þar af mér regnskúr
eða liaglél áður en tekinn væri
„síðasti áfanginn“. — í raun
réttri var svo, að þegar eg var
kominn að Brúarfossi á heim-
leið, fanst mér eg því nær vera
kominn h e i m í öllum skiln-
ingi — og þetta, sem hér er á
minst, hefir ekki farið fram fá
einum sinnum, lieldur oft á ári
í 30—40 ár. —Af þessu munu
menn nú geta skilið það, hve
mikla ánægju og gleði það veitti
mér — hálfgerðum útlaga hér í
Reykjavík — að fá að stíga fæti
á hið nýja skip, því að meðan eg
var staddur á Brúarfossi hérna
á Reykjavíkurhöfn, fanst mér
eg nærri vera kominn heim,
fanst sem væri eg staddur á
litla, góða heimilinu, Brúarfossi
við Hítará og var mér sem lieyrði
eg drunur fossins þar við túnið.
Mönnum mun nú að vísufinnast,
að hér sé ólíku saman að jafna,
nýju og glæsilegu skipi annars
vegar, en gömlu, fátæku sveita
heimili liins vegar; en hvað sem
um það er, þá er það einlæg ósk
mín og von, að báðir nafnarnir
eigi í vændum góða og heilla-
rika daga, Brúarfoss liinn nýi á
sjónum, en Brúarfoss hinn
gamli á bökkum Hítarár.
Hamingjan fylgi báðum.
Rvík. 21. mars 1927.
Stefán Jónsson
frá Staðarhrauni.
ri leior
■—o—
Herra Páll ÖJafsson, fram-
kvæmdarstjóri, gefur mér þetta
aS sök:
,Hann (þ. e. eg) segist vera
vantrúaSur á ummæli þau, sem þar
(þ. e. í Vísi 15. þ. m.) birtust,
líkir þeirn viS attest um Kínalífs-
elixír og Voltakross“.
Ó-nei, ekki gerSi eg þaS. En eg
sagöi, að hr. P. Ó. tryði á vottorð-
in, eins og gamla fólkið trúði at-
testunum“ um Kínalífselixír og
Voltakross.
Ennfremur á eg aö hafa sagt,
„að þau (þ. e. vottorðin í Vísi)
séu oft gefin af einskærri góð-
mensku, en stundum af ástæðum,
sem hann (þ. e. eg) hirði ekki aö
r,efna“.
Nei, — það er nú eitthvað ann-
að en að eg hafi sagt þetta. Mér
hefir aldrei komið sú firra í hug,
og því síður hefi eg fært hana i
letur, að þessi vottorð væru „oft“
gefin af góðmensku o. s. frv. En
hitt kannaðist eg við, að eg legði
ekki jaínmikið upp úr öllu lofi
.þeirra heimsfrægu“. Hafði eg þá
i huga menn, sem kallaðir eru
heimsfrægir — i viðlögum, og lof,
sem er ætlað til sýnis á hærri stöð-
um auðs eða valda.
Eg veit ekki livað þeir góðu
menn bera fyrir sig, sem hrósa
söng hr. Þórðar Kristleifssonar
hástöfum. Söngur hans i Rvik 1924
gefur engar bendingar um það
Nenni eg svo ekki að fara fleíri
orðum um þetta mál. Enda hygg
eg, að söngmanninum væri lítill
reiði gerður með þvi að halda
áfratn blaðadeilum, sem hann er^
ílæktur i.
Sigfús Einarsson.
Slys,
það sorglega slys varð hér í
gær, að Valdemar Daðason toll-
þjónn druknaði úti við Örfiris-
ey, og fanst lík hans rekið þar
i morgun.
Valdemar sálugi var maður
á besta aldri, fæddur 29. mai
1894. Hann var hinn mannvæn-
legasti maður og besti drengur.
Hann lætur eftir sig konu og
barn.
Föstuguðsþjónustur í kveld.
í dómkirkjunni kl. 6, síra Fr.
Hallgrimsson.
í fríkirkjunni kl. 8, síra Árni
Sigurðsson.
I adventkirkjunni kl. 8, síra
O. J. Olsen.
Veðrið í morgun.
Hiti urn land alt. í Reykjavík 5
st,, Vestmannaeyjum 5, ísafirði 6,
Akureyri 7, Seyðisfirði 4, Grinda-
vik 5, Stykkishólmi 5, Raufarhöfn
3, Hólum i Hornafirði 7, (ekkert
skeyti frá Grímsstöðum), Þórs-
höfn i Færeyjum 6, Angmagsalik
o. Kaupmannahöfn 3, Utsira 3,
Tynemouth 8, Hjaltlandi 6, Jan
Mayen x st. — Mestur hiti hér í
gær 8 st., minstur 3 st. Úrkoma
5.7 mm. — Loftvægislægð fyrir
vestan land, önnur við Færeyjar
norðurleið. — Snarpur sunnan-
vindur í Norðursjónum. — Horf-
ur: Suðvesturland: í dag suðvest-
læg átt. í nótt sennilega vestlæg
átt. —• Faxaflói, Breiðafjörður,
Vestfirðir og Norðurland: í dag
og i nótt: Suðlæg átt. Dálítil úr-
koma. — Norðausturland og Aust-
firðir: í dag: Suðaustlæg átt. Dá-
lítil úrkoma. í nótt: Sennilega
suðvestlæg átt. — Suðaustúrland:
í dag: Hægnr suðaustan. Rigning.
í nótt: Sennilega vestlæg átt.
Leikhúsið.
,Á útleið“ eftir Sutton Vane
verður leikið i kveld. Aðgöngu-
miðar með lækkuðu verði seld-
ir í allan dag og' við innganginn.
Hreinn Pálsson
syngur annað kveld í Nýja
Bíó í siðasta sinn. Páll ísólfs-
son aðstoðar. — Siðast urðu
margir frá að hverfa. Best að
tryggja sér miða i tæka tíð,
Háskólafræðsla.
í kveld kl. 8 flytur prófessor
Ágúst H. Bjarnason lúnn siðasta
fyrirlestur sinn „um trú og vis-
indi“, og birtir þar niðurstöður
þær, sem hann dregur af lún-
um fyrri erindum. Fyrirlestrar
þessir, sem fluttir hafa verið í
Kaupþingssalnmn, hafa verið
mjög vel sóttir og auk þess við-
boðaðir, svo að fleiri menn hafa
hlýtt á þá en nokkura aðra fyr-
irlestraflokka i háskólanum.
Mentaskólanemendur
liafa tekið upp nýjar skóla-
húfur, gerðar eftir hinum gömlu
,skólapiltahúfum“, sem lögðust
niður litlu eftir síðustu alda-
mót. —- Húfurnar eru saumaðar
hjá Reinh. Andersson, Lauga-
veg 2.
Fundur
verður haldinn í Sálarrann-
sóknarfélagi Islands á fimtu-
dagskveldið 31. þ. m. á venju-
legum stað og tíma, eins og nán-
ara verður auglýst á morgun.
Af veiðum
komu i gær: Snorri goði, Belg-
aum, Skallagrímur, Ari og
Karlsefni.
Botnia
kom frá útlöndum kl. 7 í
morgun. Farþegar voru um 20,
þar á meðal: Jón Björnsson
lcaupmaður og frú, Sig. B. Sig-
urðsson og frú, þorvaldur lækn-
ir Pálsson, frú Anna Torfason,
Walter Sigurðsson, Eggert
kaúpm. Kristjánsson, ungfrú
Jenny Stefánsdóttir og nokkur-
ir útlendingar.
Öðinn
kom til Vestmannaeyja í
fyrrakveld með þýskan botn-
vörpung, sem lieitir Har-
burg frá Cuxhaven, og liafði
tekið hann i landhelgi. Ófrétt
úrslit málsins, þegar þetta er rit-
að.
Iðnaðarmannafélagið
heldur fund kl. 8 í kvöld í
baðstofunni. J?ar talar Guðm.
Björnson landlæknir.
Skýrsla
um hið íslenska náttúrufræð-
isfélag, félagsárin 1925 og 1926
er nýkomin út. Fremst i henni
eru minningarorð með mynd
um Dr. Helga Jónsson eftir
Valtý Stefánsson, þá félagatal og
annað, sem félagið varðar og
loks þessar ritgerðir: Nýjungar
úr dýraríki Islands eftir Bjarna
Sæmundsson. Bergbúi við norð-
urströnd Islands eftir Guðm. G.
Bárðarson. Nýjxmgar úr gróð-
nrríki Islands eftir Ingimar
Öskai-sson. Um fundarstaði
nokkurra fágætari plantna eftir
Guðm. G. Bárðarson. Félagar
eru nú um 207, en ætti fleiri að|
vera.
Gamla Bíó
sýnir Boðorðin tiu i 26. sinn
í kveld. Fáar rnyndir liafa ver-
ið vinsælli hér.
Nýja Bíó
sýnir í kveld i síðasta sinn
siðara hluta Völsungasögu,
hinnar stórfenglegu þýsku kvik-
myndar, sem allir þurfa að sjá.
Gjöf
til drengsins á Sauðárkróki,
afh. Vísi, 10 kr. frá 5 systkinum.
G.ENGI ERL. MYNTAR.
Sterlingspund ........kr. 22.15
100 kr. danskar......— 121.70
100 — sænskar .........— 122.25
100 —• norskar ....—■ 118.96
Dollar.............. . — 4.57
100 frankar franskir .. — 18.07
100 — svissn. ... — 87.99
100 lírur .............— 21.iS
100 pesetar ......... — 82.76
100 gyllini ...........— 182.98
100 inörk þýsk (gull). — 108.25
100 belga ............ — 63.65
MALT0L
Bajerskt 0L
PILSNER.
BEST. - ÓDÝRAST.
INNLENT.
20-30°»
Dönsk fyndni,
I dönsku blaði segir svo ný-
lega, i sambandi við launalækk-
un danskra embættismanna, og
á vist að vera fyndni: Eg gleðst
yfir því, að Peter Frcuchen
hefir stungið upp á þvi, að
launalækkunin nái ekki til
grænlenskra embættismanna
eins og starfsbræðra þcirra hér.
J>vi færri, sem lækkað er við,
þvi betra. En skyldi þessu ekki
verða tekið illa á íslandi, Fær-
eyjuín, Endelave, Drejö, Manö
og í öðrum afkimum? Eg heyri
þegar raddii’, sem segja: Hví á
Grænland að sleppa, og hvað
höfum við til þess unnið? Ef það
er tilætlunin, að við stöndum
allir jafnt að vígi, að við verð-
um allir að taka á okkur byrð-
ai-nar, heröa á sultarólinni, til
þess að bjarga gömlu Dan-
mörku, þá verðum við víst að
vera samtaka? Alt frá Norður-
pólnum 9g til Gedser!--J?að
verður víst erfitt að forða Græn-
landi, en við skulum vona liið
hesta! —
pað verður vist erfitt að troða
þvi inn i Danskinn, að Island sé
ekki i sama „klassa“ og Ende-
lave, Drejö, Manö og aðrir af-
kimar! * * *
afslátt, frá því lága veröi, semi nú
er í Fatabúðmni, gefum viS frá
1. mars, á karlmannafötum, ryk-
frökkum, bílstjórajökkum, vetr-
aryfirfrökkum, kvenkápum o. fl.
Allir vita, a‘S hvergi eru eins
falleg og ódýr föt og í Fatabúð-
innL j
ALT NÝJAR VÖRUR.
NotiS tækifæriö, þetta stenduir
aöeins nokkra daga.
Best að versla í
Fatabúðinni,
Hafnarstrætí 16.
Zeiss-
Ikon
Nýjar birgðir.
Lækkað verð.
Sportvörnbús Reykjavíbnr.
(Einar Bjðrnsson).
Væntanlegt með Goðaloss
Hveiti „NationaI“
—,,— „Venus“
Appelsínur, Epii, Laukur.
FB bmí SS m
ISinú 144. |
20 ára afmælisrit
íþróttafélags
Reykjavikur
til sölu í bókaversl.
Sigf. Eymundssonar
og á skrifstofu í. R.,
sem er opin öll mánu-
dagskvöld frá kl,
81/* —10.
Nafnið á langbesta
Skóáburðinum
er
Fæst í skóbúðum ogversluitum