Alþýðublaðið - 02.06.1928, Side 2

Alþýðublaðið - 02.06.1928, Side 2
J_______ ■___________AKÞÝÐUBKAÐIÐ __ t Húsnæðismálið. Pétur Halldérsson kallar Það „húmbúgsmál"’. Afiturhvarf borgarstjóra. Bæjarstjórn samfiiykklr að látá safna skýrslum um húsnæðisástand og leigukjðr í bænum. Bæjarstjómin á Akureyri hefir nýlega látið fram fara rannsókná húsnæói í bænum. Kom í Ijjós, að 14 íbúðarhús voru með öllu óhæf til íbúðar. Á Akureyri hefir þó enginn húsnæðisskortur verið undanfarið, og húsaleiga er þar ótrúlega lág samanborið við það, sem tíðkast hér í höfuðstaðnum. Hvernig er þá húsnæðisástand- ið hér? Því getur enginn svarað til hlitar. Svo að segja hver maður getur af eigin kunnugleik bent á fleiri eða færri íbúðir, sem ber- sýnilegt er, aö stárhættulegar eru heilsu og þroska íbúanna, og all- ir vita, hve afskaplega húsaleig- an er há, þar sem þriðjungur til helmingur af tekjum verkamanna oftast fer til að greiða hana eSna saman. En ekkert heildaryfirlit yfir ástand íbúða, íbúáfjölda og leigukjör í bænum er til. Fyrir bæjarstjórnarfundinum i fyrra dag lá tillaga frá minni hluta húsnæðisnefndar, Stefáni Jóhanni og Sigurði Jónassyni. Hafði mpiri hluti nefndarinnar, P. Halld., Jón Ásbj. og Jóru Öl.,, felt tillöguna á nefndarfundi. Tillagan hljóðaði svo: „Bæjarstjórn fe.ur heilbrigðis- fulltrúa að rannsaka húsnæði hér í bænum, ástaind þess og dýr- leika, og skora á borgarstjóra að fara þess á leit við ríkisstjórnina aþ hún skipi mann, heilbrigðis- fulltrúa til aðstoðar í þessu skyni og kosti rannsóknina að hálfu leyti. Rannsókn þessari -skal lok- ið fyrir 15. nóvember h. k.“ Mælti Stefán Jóhann fyrir til- lögunni og rakti sögu þessa máls í bæjarstjórn. í nóvember í fyr'ra kaus bæjarstjórn húsnæðisnefnd til að athuga húsnæðisástandið í bænum og tillögur, sem fram komu frá jafnaðarmönnum um, að ,bærinn reyndi að bæta úr húsnæðiseklunni með því að leggja fram nokkurn styrk og útvega Iánsfé til byggingar verka- mannabústaða. Nefnd þessi hélt einn fund og fól borgarstjóra að 3áta vinna iir skýrslum þeim, sem til eru um ástand . leiguíbuða og leigukjör, en þær eru þessar: Húsnæðisskýrslur frá 1920. Skýrslur byggingarluilltrúa um nýbygð hús. Skýrslur Sjómanna-, félagsins um húsaleigu sjómanna. Skattskýrslur húseigenda, að svo miklu leyti, sem' þess er kostur. Borgarstjóri þverskallaðist með <öllu við að láta vinna úr skýrsl- unum og svaraði skætingi einum er hann var vittur fyriir það á fundi bæjarstjórnar. Átaldi Stef- án borgarstjóra harðlega fyrir þvermóðsku hans og kvað hana ljósarí' vott þess, að borgarstjór- inn vildi alls eigi láta rannsaka húsnæðisástandið. Jón Ásbj. og Jón ÓI. komu fram með tiLlögu um að felá heilbrigðisfulltrúa að rannsaka húsnæðiö með aðstoð, er borgar- stjóri léti honum i té og láta borgarstjóra ákveða um tilhög- un og gerð skýrslnanna. Höfðu þeir það helst út á tillögu Stef- áns að setja, að þar væri rikis- stjórninni geíinn kostur á að vera -með, en við hana vildu þeir eng- in mök eiga. Gerði J. Ásbj. ráð fyrir, að þetta myndi að eins kosta ca. 1200 kr. Þegar hér var komið, var veitt fundarhlé til kvöldverðar; hafði þá P. HalJd. kvatt sér hljóðs, og kvaðst hann ætla að verða bæði langorður og skömmóttur, en til þessa hafði umræðum verið stiit mjög í hóf. Að loknu fundarhléinu hóf Pét- ur ræðu sína. Kvað hann þetta mál vera hið mesta „humbugs- mál“ og talaði unz hann varð heitur um „blindni", „hræsni“ „ó- heilindi“ og „kjósendadekur“ þeirra, er flyttu það í bæjarstjórn. Ástæðan til þess að húsaleigan væri há, væri hið geysiháa kaup- gjald verkamanna við byggingar, einkum „fagmanna“. Kaupið yrði að lækka, ef húsaleiga ætti að lækka. Ekki kvaðst hann vera „principielt“ á móti skýrslusöfn- un; þær væru góðar til fróðleiks og samanburðar við önnur lönd, en ekki væri vert að eyða miklu fé til slíkra hluta. „Hér er engin npyð á ferðum,“ sagði P. H. Góðærinu og einstaklingsfram- takinu er vel trúandi til að bæta úr því, sem kann að vera ábóta- vapt. Bærinn á ekki að fara að leggja fram fé eða ábyrgð til að hjálpa verkafólki til að byggja y^ir sig. Það er ábyrgðarlaus meðferð á fé bæjarins, það dreg- ur úr framtaki einstaklinga, þeir hætta; að byggja, bærinn getur líka orðið of byggður að hús- um, þá verður atvinnuleysi o. s. frv. o. s. frv. Auk þess talaði hann með mikiUi vanþóknun um æsingamenn og þess háttar fólk. Flutti Pétur ræðuna skönulega og sparaði hvorki áherzlur né stór orð. Fáir 'urðu til að taka undir mál Péturs. Jón Ólafsson flutti ræðu- stúf, kvaðst hann vera með til- lögu sinni og nafna síns, en á móti rikisstjórninni. Var það tek- ið trúanlegt. Var nú orðið mjög áliðið fundartímans, en borgar- stjóri hafði enn eigj tekið til máls. Loks, á 12. stundu, kvaddi hann sér hljóðs. Var svo að heyra á ræðu hans, sem hann væri nú horfinn frá sinni fyrri vilJu og teldi rétt að safnað yrði „nákvæmum“ skýrsluim um hús- næðisástandiö í bænum og heil- brigðisfulltrúa fengnir 2 menn til áðstoÖar í því skyni. Kvaðst hann telja rétt, að tekin yrði upp í skýrslurnar nákvæm lýsing íbúða, greint frá tölu herbergja og stærð, hvort eldhús, bað, vatns- salerni, geymsla o. s. fr. fylgdi með, svo og um lýsingu, upphitun -og þess iháttar, og loks íbúatölu og dýrleika húsaieigu. Kvað hanri bæinn eiga að gera þetta einan, ,en ekki leita til rikisstjórnarinn- ar um samvinnu eða þátttöku í kostnaði. Er mikil ástæða til að fagna þessum sinnaskiftum borgarstjór- ans, ef þau verða endingargóð. íhaldsmennirnir (sem nú kalla sig alt af Borgarafilokk upp á síð- kastið) tóku auðvitað orð borg- arstjóra góð og gild eins og þeirra er venja, og jafnaðarmenn kváðust ekki beinlínis vilja vé- fengja þau, þrátt fyrir ljóta og leiðinlega fortíð borgarstjórans í þessu máli, sem áður hefði verið bent á. Hér væri kann ske um afturhvarf að ræða. Kváðust þeir því eigi myndu greiða atkvæði gegn tillögu Jónanna, að sinni feldri. Laust fyrir miðnætti var svo gengið til atkvæða um tillögurn- ar. Var tillaga jafnaðarmanna feld með 8 atkv. gegn 6, og siöan tillaga Jónanna samþ. með at- kvæðum íhaldsmanna allra, nema Péturs Halldórssonar; hann greiddi ekki atkvæði, sem ekki var heldur von. Þess verður að krefjast af borgarstjóra, að hann nú þegar setji menn til aðstoðar heilbrigð- isfuMtrúanum, svo að skýrslu- söfnuninni verði lokið í haust. Dráttur sá, sem orðið hefir á framkvæmdum í máli þessu, er óverjandi, en því meiri ástæða er til að hefjast nú röggsamJega handa. Bráðum, bráðum íokið. Spurst var fyrir um það hjá borgarstjóra á síðasta bæjar- stjórnarfundi, hvort eigi væri Jok- ið yfirendurskoðun ÞórðaT Bjarna- sonar á bæjarreikningunum. Ekki kvað borgarstjóri svo vera, en vonaðist til, að það yrði áður en langt um Jiði. Er það í þriðja skifti á síðustu 8 mánuðum, sem hann gefur þetta svar við þess- ari sömu spurningu. íþróttir. Knattspyrnnmót fyrir \ II. flokk. Annar kappleikur mótsinSc Annar kappleikur mótsins var í gærkveldi, og keptu þar Vík- ingur , og Valur. Víkingar völdti norðurmarkið, en Valur hóf leilc með góðri sókn og snörpu upp- hlaupi, en Víkingar stóðu þéttir fyrir, svo Vals-menn náðu ekkl að skora mark hjá þeim. En litlus siðar, snemma í fyrri hálfleik, skora samt Vals-roenn 2 mörk með litlu millibili, og þótti Vík- ingum það auðsjáanlega ekki gott, því þeir lögðu nú meira kapp á að verja en sækja, enda lá leik- urinn á þeim það er eftir var , fyrra hálfileiks, og skoruðu Vals- menn þá 2 mörk í viðbót og unmi fyrri hálfleik með 4 ; 0. Eftir hléið gekk 'leikurinn mikið jafnara. Þó boltinn lægi oftast á vallarhelm- ingi Víkinga, þá vörðust þeir mjög vel, svo áhorfendur voru farnir að reikna með jafnteflS þennan hálfleik, en það vildu Valsmenn ekki una við, þvf að isíðast í hálfleiknum skoruðu þeir 3 mörk á nokkrum mínútum og ,unnu þar meÖ Víkinga með 7:0. Nú standa félögin K. R. og! Valur jafnt að vigi, hafa bæði unnið Viking; þau keppa á morg- un kl. 81/2, og verður það áreiðan- lega skemtilegur og spennandi kappleikur, því Valur hefir unniö þennan bikar tvisvar, en K. fí. einu sinni, og má búast við, að K. R. láti ekki sinn hlut fyr eis það má til, og Valur hefir mikinn áhuga á að vinna bikar þenna tif eignar. Við skulum nú fjölmenna út á völl á morgun og sjá hvern- ig fer, og mun enginn sjá eftir þeirri ánægjustund. Farfugl. Skeyti frá fímieikaflokknunu ^London, FB., 1. júní. Sýnum á morgun kl. 3. Mynd- ir af flokknum liafa verið birtar í mörgum Lundúnablöðutm, tvær í Daily Mail. Förum til Edinborg- ar á sunnudag. Komið hefir til orða, að við sýnum þar, en eigi er það fullráðiÖ enn. Húsmæður Dollar - stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkii fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur OTF" þvottasápa, "íSSi Fæst viðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eiríkssyni, Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.