Vísir - 30.05.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 30.05.1927, Blaðsíða 2
VISIR Gnmmíbönd, til umbúða, margar stærdir, komin aftnr. Símskeyti Kliöfn, 28. maí. FB. Rússastjórn og' pjóðverjar. Símað er frá Berlín, a<5 ráð- stjórnin rússneska hafi falið j?jóðverjum að gæta hagsmuna Rússa í Englandi. Menn búast yið því, að Areosfélagið setjist áð i pýskalandi. Litvinov býst við ófriði. Símað er frá Moskva, að Lit- vinov líiti svo á, að atferli Breta út af Arcosmálinu muni verða hyrjvmarskref til ófriðar. Rússar hervæðast. Símað er frá Tokio, að fregn- ir hafi borist þangað frá Man- shúríu, að Rússar kalli saman herinn, einkurn í Siberíu. Fregn- ir hafa og borist um hersöfnun í Kronstadt. Masaryk endurkosinn forseti. Simað er frá Prag, að Masa- ryk hafi verið endurkosinn rík- isforseti. Mussolini vill efla herinn. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini hafi sagt i ræðu, sem hann hélt í þinginu, að Ítalía þarfnist fimm miljóna vigbú- inna manna, vegna vaxandi víg- biinaðar annara þjóða. Khöfn, 29. maí F. B. Englendingar og Rússar. Símað er frá London, að Baldwin forsætisráðherra liafi lýst yfir þvi, að Englendingar hafi ekki nein ófriðaráform í liuga,heldur þvert á móti. Kveð- ur hann Englendinga fúsa til verslunar við Riissa, en því að eins, að trygging sé fyrir því, að verslunin fari fram á lögleg- an liátt. pjóðverjar og deilaEnglendinga og Rússa. Símað er frá Berlín, að marg- ir beri kviðboga íýrir því í J’ýskalandi, að Englendingar kunni að misskilja loforð pjóð- verja um að gæta hagsmuna Riissa i Englandi á meðan ekki er stjórnmálasamband á milli landanna. Stjórnin í pýskalandi hefir ákveðið að láta deiluna milli Rússa og Englendinga af- skiftalausa með öllu. Titjerin fer til pýskalands. Símað er frá París, að Titje- rin fari þaðan tit pýskalands. Hafa borist fregnir um það frá Berlín, að menn líti á hunn sem* óvelkominn gest. Utan af landi. íéafirði, 28. mai. F. B. Atkvæðagrei ’Ssla fór fram um það í dag, hvort kjósa skyldi sérstakan bæjarstjóra fyrir Isa- fjörð. Var það fell með 147 atkv. gegn 192. Afli góður í miðdjúpinu, engin síld hefir veiðst enn. Botnvörpungarnir Hafstein og Hávarður hafa áð- ir komið inn í þessari viku, Hafstein með 100 og Hávarður með 85 tn. Fiskþurkur ágætur á hverjum degi. Vesturland. Trær sögar —o— Þaö líöur aö kosningum, og íhaldsmenn hér í bænum eru aö sjálfsögöu farnir a'ö undirbúa jarö- veginn á sinn hátt', bæöi opinber- lega og leynilega. Þaö, sem opin- beraö er af þeim undirbúningi i blööum Jieirra, er enn sem komiö er meinlítið í mirin garð, en um bitt get eg ekki vitaö með vissu, fyrr en sagnir af því berast mér til eyrna. Mér Iiefir verið sagt, aö lilaupa- drengir íhaldsins séu látnir bera þaö út, að eg hafi í þinglokin unn- ið það ódæðisverk, sem mér eigi að ríða aö fullu í kosningunum, að kjósa Jónas Jónsson frá Hriflu i bankaráö Landsbankans. En Jiessi saga er lítt til þess fallin að birtast í blööunum, af því aö svo auðgert er að ósanna hana. — Það ætti líka að vera alkunnugt, enda mun hafa veriö sagt frá því í öllum blööunum, að bankaráðs- kosningin fór þannig fram, að fram komu aö eins tveir listar, er á voru aö eins fjórir menn, eða jafnmargir og kjósa átti, og voru þéir því sjálfkjörnir, án þess að kosning færi fram og á þann hátt kæmi nokkuð til minna kasta eða annara einstakra þingmanna. — En hvorugan listann mundi eg hafa kosið, ef til hefði kom- iö, hvorki ]iann, sem fram var borinn af formanni íhalds- ílokksins, forsætisráðherranum, meö nöfnum þeirra Jóhannesar bæjarfógeta og Magnúsar Jóns- sonar, nje hinn, sem fram var borinn af formanni framsóknar- flokksins, með nöfnum þeirra Jónasar frá Hriflu og Jóns Árna- sonar. En alveg tilgangslaust var að bera fram þriðja listann, því að hvor flokkurinn um sig, íhalds- og framsóknar-, hafði nægilegt atkvæðamagn til að koma sínúm mönnum að. Eg skil það nú vel, að þeir íhaldsmenn þykist þurfa að bletta mig eitthvað í sambandi við þessa bankaráðskosningu, því að þeir munu hafa orðið þess varir, að hún er af mörgum talinn ljótur blettur á þeim sjálfum. Enda er það kátlegt tiltæki af ílokknúm, sem í fyrstu vildi svifta alla bankastjóra og bankaráðsmenn kjörgengi til alþingis, að snúa svo gersamlega við blaðinu að lokum, að kjósa af sinni hálfu tvo alþing- ismenn í bankaráðið. Það er svo að sjá, sem flokkurinn vilji nú belst, að, allir alþingismenn séu bankastjórar! Önnur saga mn mig, birtist í Morgunblaöinu í gær. Hún var á þá leið, að eg hafi farið heim til einhvers mæts manns hér i bæn- um og beðið hann um að vera með mér á lista, en farið frá honum jafn nær. Nú, þetta væri nú vænt- anlega engin höfuðsynd. En það er annað verra! Blaðið segir, að Tryggvi Þórhallsson hafi síöan mælst mjög til þess, við þennan sama mann, að verða vi'ö bón minni. —• Eg veit ekkert utn það, hvað Tryggvi Þórhallsson kahn aö hafa gert. Eftir að eg hafði iesið þetta i Morgunbb, ætlaði eg að spyrja hann um þetta, en hann var þá lagður á stað í kosninga- leiðangur norður á Strandir fyrir tveim dögum. Morgunbl. hefir ef til vill verið það kunnugt, áður en það birti þessa sögu? En um mig er það að segja, að eg heíi ekki farið heim til nokkurs manns enn þá í þessum erindum, og eg veit heldur ekki til þess, að nokkur þeirra manna, sem komið hefir til mála að yrðu á lista með mér, séu líklegir til þess, að Tr. Þ. geti haft áhrif á þá í þessu efni, hvorki til né frá. Morgunbl. talar um að fá sér „annað skip og annað förúneyti"! — Ójá. Það er nú alkunnugt hér í bænum, að íhalds-skútan liggur undir þungum áföllum um þessar mundir, og litlar vonir taldar um, að hún komist klaklaust út úr þeim boðaföllum. Væri þeim þá vissu- legra hentara, íhaldsmönnunum, að geta fengið sér „annað skip". — En um „föruneytiö“ vilja þeir margir hverjir sem minst tala, að sögn. Jakob Möller. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 8 st„ Ve^t- mannaeyjum 7, Isafirði 9, Akur- eyri 9, Seyðisfirði 9, Grindavík 9, Stykkishólmi 8, Grímsstöðum 4, Raufarhöfn 8, Hólum i Homa- firði 9, Þórshöfn í Færeyjum 8, (engin skeyti frá Grænlandi og Hjaltlandi), Kaupmannahöfn 9, Utsira 7, Tynemouth 9, Jan May- en frost 1 st. — Mestur hiti hér í gær 11 st„ minstur 7 st. — Lægð við Suður-Grænland á norðaustur- Ieið. — Horfur: Suðvesturland og Faxaflói: í dag norðvestan átt og þurt veður. I nótt og á morgun suðvestlæg átt. Sennilega rigning. — Breiðafjörður: I dag þurt veð- ur. I nótt suðvestan átt og rign- ing. — Vestfirðir: í dag og nótt hæg suðvestan átt. Þykt loft og siðan rigning. — Norðurland og norðausturland: í dag vestlæg átt. girfeiti og koppafeiti er sá áburður, sem allir bifreiðaeigendur ættu að nota, sem vilja aS bifreiðin renni létt og endist lengi. Jóh. Ólalsson & Go. Miilennium liveiti og Vernons „Flaked Oats“ liafpamjöl eru heimsfrægar vörutegundir. Fæst hvarvetna. Urnboðsnienn: Þónðup Sveinsson & Co. Þakjárn nr. 24 & 26 30 þuml. breitt allar lendgir. — Réttar þyktir. Fá menn best og ódýrast í verslun undirritaðs. Mönnum til leiðbeiningar er hér tilfærð plötuþyngd á nr. 24 og 26. Nr. 24. 24 þml. br. 6’ 7’ 8’ 9’ og 10’ ea. 8 9 1011,5 13 kg. Nr. 24, 30 þml. br. 6’ 7’ 8' 9’ og 10' - " ca. 8.5101112,5 14,5 kg. Nr. 26, 24 þml. br. 6’ T 8’ 9' 10’ 6 7 8 9 10 kg. Nr. 26, 30 þml. br. 6’ 7’ 8’ 9’ 10' 7 8 9 10 11 kg. ATHS: Járn mitt er með 11 riflum á plötu, og þekur þannig y5 hluta stærri flöt, en vanaleg- ar breiddir, 24 þuml. plötur. — Beinn peningasparnaður við að nota mitt járn á móts við 24 þuml. br. verður því minst 22%, að viðbættum hlutfallslegum sparnaði í vinnulaunum og nöglum. Verðið er engu að síð- ur hið Iægsta í borginni. llersl. 6. H. Bjanon. yf. T^'^' Þurt veður. í nótt suðvestlæg átt. — Austfirðir og suðausturland: í dag og í nótt hægviðri og þurt veður. Ungfrú Anna Péturss, dóttir dr. Helga Péturss, ætlar að halda píanó-hljómleika i Nýja Bíó bráðlega. Hún hefir lokið prófi með ágætum vitnisburði við tón- listaháskólann í Kaupmannahöfn. Knattspyrnumót 2. flokks hefst á nýja íþróttavellinum í kveld. Knattspyrnusveit kom í gærkveldi frá Vestmannaeyjum til að taka þátt í mótinu. Eru Vest- mannaeyingar á vegum K. R. meðan þeir dvelja hér. — í kveld kl. 7þá keppa Fram og Vest- manaeyingar, og kl. 9 Valur og Víkingúr. Aðgangur er seldur á Jiessa fyrstu kappleiki á 50 aura fyrir fullorðna, en börn fá ókeypis aðgang. J?ingmálafund hélt Magnús Torfason við Ölfusárbrú í gær. Ræðumenn voru allmargir, og áttust þeir aðallega við frambjóðendur i- haldsmanna og „Framsóknar“. — Fundarmenn voru nálægt 2 liundruðum. í Háskólanum hefjast skrifleg próf í dag. Ganga 5 stúdentar undir embætt- ispróf í læknisfræði, 4 í lögum og 3 i guðfræði. Nærföt og Æ sokkar Mest úrval Lægst ver5. j4awidmjfkncw>n 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.