Vísir - 09.06.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1927, Blaðsíða 2
VÍSIR ID ffemm & OLg|gíi ÍÉl Haframjöl nýkomið. u girfeiti og koppafeiti er sá áburður, sem allir bifreiSaeigendur ættu aS nota, sem vilja að bifreiðin renni létt og endist lengi. Jðh. Ólafsson & Co. TOBLERONE — af bragðinu skulu þér þekkja það. Fæst hvarvetná. Biðjid um það. Símskeyti Khöfn, 8. júni. F. B. Morð í Póllandi. Símað er frá Varsjá, að Voj- kof, sendilierra Rússa í Pól- landi, liafi verið niyrtur i gær. Hann var skotinn á járnbraut- arstöðinni í Wabszawa. Morð- inginn er rússneskur skólapilt- ur. Var bann liandtekinn. Kvað hann pólit'iskar ástæður liggja fyrir þvi, að hann skaut sendi- herrann. Júgóslavar og Albánir ósáttir. Símað ter frá Belgrad, að stjórnin í Júgóslavíu hafi kall- að heim sendisveitina frá Al- haníu, af þeim orsökum, að stjórnin í Albaníu neitaði að verða við þeirri kröfu, að láta lausan sendisveitarmanninn Beylin, sem hún hafði tekið fast- an og sakað um hern'fálanjósn- ir fyrir stjórnina í Júgóslaviu. Chamberlin flugmaður í Berlín. Símað er frá Berlín, að Chamberlin og farþegi lians, Levine, miljónamæringur, hafi komið þangað í gær og var tek- ið á móti þeim af ráðherrum ríkisins, borgarstjóminni og miklum múg manna. Utan af landi. Seyðisfirði, 8. júní. F. B. Stórsíld veiddist liér í gær, rúmlega 200 tunnur, og var nokkuð af þvi saltað, ætlað til útflutnings. Á Mjóafirði hefir einnig veiðst stórsíld og dálítið á Reyðarfirði.. par er mikil ufsaveiði, og hefir hann verið seldur í gúanóverksmiðju Norð- #jarðar. Afli undanfarið ágæt- ur á Austfjörðum. Veðrátta kuldaleg. Snjóhraglandi. islendingai* heima og erlendis. II. En það er hollast að leiða sannleikann í þessu efni ekki fijá .sér, heldur játa hreinskilnis- lega, að oss liafi farist skamm- arlega við ættingjana vestan hafs. Við höfum afrækt þá. Fyr- ir 900 árum námu íslendingar land fyrir vestan haf og ætt- jörðin lét þá sigla sinn sjó. peir dóu úr hor eins og sau^fénað- ur i fellisvetri og ættjörðin gat afsakað sig með því, að hún var undir erlendri áþján og ósjálf- ráð gerða sinna. pað þarf ekki að óttast að landnemar síðustu aldar liljoti sönui örlög og vest- urfararnir fyrir 900 árum. En svo lieimskulega geta íslending- ar farið að ráði sínu, að þjóð- arbrotið vestan hafs glatist ís- lensku þjóðerni á næsta manns- aldri. Og þá hafa Austur-íslend- ingar enga afsökun. það er skylda hven-ar þjóðar að varðveita uppruna sinn og efla það sem þjóðlegt var. petta sígilda boðorð allra siðaðra þjóðfélaga ætti að vera nægi- legt til þess að mönnum sé það Ijóst, að áhugaleysið fyrir ís- lendingum vestan hafs er van- rækslusynd syfjaðrar eða sof- andi þjóðernismeðvitundar. En hér kemur fleira lil greina. Meðal annars er á þessu máli margþætt liagsmunahlið, sem vert er að athuguð sé, ef vera kynni að einliverjum ykist áhugi fyrir málinu, er liann sér að hér er um meira en Iiugsjón að tefla. Islendingai* eru fámennasta þjóð heimsins, þeirra er haft hafa djörfung til að halda uppi sjálfstæðum bókmentum, máli og öðrum þjóðerniseinkennum. Er mannfæðinni með réttu kent um þá örðugleika, sem eru á útgáfu bóka og blaða og væru íslendingar ekki meiri bóka- inenn en aðrar þjóðir, mundi vart hægt að prenta staf á ís- lensku máli nema með ríkis- styrk. Fjórði hluti allra ís- lenskulæsra manna býr utan landamæra Islands, þar af lang- mestur hlutinn í Ameríku. ls- lenskan ritmarkað munar um minni styrk en verið getur að þúsundunum vestra, ef rétt er að farið. En vér getum ekki vænst þess að Vestur-íslending- ar kaupi til lengdar blöð og tímarit að heiman, án þess að vér gerum þeim sömu skil. Samband getur því að eins þrif- ist að það sé gagnkvæmt og' njóti áhuga beggja aðila, því að engum er láandi þó hann liætti að tala við þann sem ekki svar- ar. Vestur-íslendingar hafa sýnt það svo ljóst að ekki verður um vilst að þeim er áhugamál að tengslin við „gamla Island“ slitni ekki og þeir gera það enn, þó að íslensk hróp austur um haf liafi oft verið tal við steina. Sinnuleysið austan hafs stafar eflaust ‘mikið af því, að vér skiljum ekki landana vestra rétt og erum ekki nægilega kunn- ugir högum þeirra. peir liafa lifað við skilyrði sem vér ekki þekkjum, fengið nýjan sjón- deildarhring, orðið fyrir óhjá- kvæmilegum álirifum erlendra þjóða er þeir hafa búið saman við. Yfirborð þeirra er því ef til vill orðið óíslenskt, það sem helst mætir auga og eyra. En islenskum kaupstaðarbúa, sem Tmkotine Undirkjólar á 3.85 Bnxnr — 2.85 komu með Brúarfoisi, margir og fallegir litir. Vörnhúsið risi upp úr gröf sinni nú eftir fjöirutíu ár í moldinni mundi sennilega líka finnast ýmislegt hafa breyst á yfirhorðinu og margt óíslenskt komið á sjón- arsviðið. Og lineyksli enskuslett- ur í máli Vestur-Islendingsins eyru manna liér heima, þá væri holt að liugleiða slettur kaup- staðarmálsins, danskar og aðrar, og minnast þess, að Vest- ur-Islendingurinn hefir ef til vill dvalið áratugi innan um énskumælandi meirihluta, en „heimabökuðu“ sletturnar eru gróðursettar og ræktaðar í gróðrarstöð islenskrar mál- menningar, og gert liærra undir höfði en arfa í kálgörðum. Vestur-Islendingar liafa nær árlega boðið ýmsum menning- arfrömuðum að heiman vest- ur til sin, til þess að halda fyrirlestra eða sýna leiklist, tek- ið þeim með kostum og kynj- um og leyst þá út með gjöfum. Heim til Isl. hefir að eins ein- um manni verið hoðið. Er oss þó ekki minni þörf að heyra frá löndum vestra en þeim frá oss. Reynsla Islendinga vestan hafs og kunnátta þeirra í ýmsu því, sem oss er enn þá hulið, t. d. iðnfræðilegum efnum, er ef- laust of dýrmæt til þess, að við getum staðið okkur við að láta hana ónotaða þar sem það á við. I verklegri þekkingu erum við langt á eftir eigin samtíð, en Iandar vorir vestra hafa fengið tækifæri til að kynnast verk- lagi inestu framfaraþjóðarinn- ar í veröldinni. Hver leyfir sér að segja að við getur ekkert af þeim lært? Öllum þjóðum er ant um að auka veg sinn út á við, íslend- ingum líka. Sumir ganga upp í þeirri dulinni, að stórþjóðir heimsins taki eftir hvernig við stöndum og sitjum hér norður í Atlantsál, og er sá misskiln- ingur all útbreiddur. það eru Is- lendingar erlendis, sein eru mælikvarði útlendinga á þjóð- ina. peir hafa skapað henni álit vestra og langmest af þeim kynnum, sem Amerikumenn hafa af íslandi, hafa þeir fengið af löndum vestan hafs. Oss er hagur að því, að landar vestra geti haldið áfram að vinna Is- landi álit, en það geta þeir því að eins gert, að þeir haldi lif- andi sambandinu við ættjörð- ina, einkum nú, eftir að stórum er farið að draga úr mannflutn- ingum vestur um haf. Og það er scrstök ástæða til, að nafn íslands haldist við lýði í Ame- ríku. íslendingar hafa um margar aldir verið vestasti út- vörður hvítrar menningar og ísland var merkasti áfanga- staðurinn í vestursækni hvítra manna. Ameríka er íslenskt landnám. — Vestur-Islendingar hafa veglegt starf að rækja, að halda upjii lieiðri fyrstu hvitu þjóðarinnar, sem steig fæti á strönd Ameríku. En „Vínland týndist aftur“, stendur í kenslúbókum. Engin þjóð í heimi liefir týnt jafn niiklu og íslendingar, sem hafa týnt heilli heimsálfu. pað er' verkefni núlifandi islenskrar kjuislóðar austan liafs og vest- an, að afstýra þvi, að íslenskt þjóðerni týnist í hinni endur- fundnu álfu framtíðarinnar. (Niðurl.) Skúli Skúlason. ]?að hefir tíðkast mikið hin seinustu ár, að norrænir kenn- arar hafa notað sumarleyfi sitt til þess að bregða sér suður i lönd, bæði til hressingar og náms, enda er þeim liægra um vik en okkur hér úti á íslandi. — Lundberg heitir maður. Hann er kennari í Málmey í Svíþjóð, og hefir gengist fyrir námsferð- um norrænna kennara til Suð- ur-þ>ýskalands, Sviss og Ítalíu hin seinustu ár. Ferðir hans eru mjög ódýrar óg þó ágætar. Tveim síðustu ferðunum hef- ir verið hagað svo, að dvalið var á námsskeiði í Konstanz við Rodensvatn um þriggja vikna skeið, og aðalnámsefnið verið þýsk tunga, en auk þess kenslu- aðferðir og skólahættir í fyrir- myudarskóla þar. Konstanz er fagur staður, lítill, gamall bær við ósana á Rín, þar sem hún fellur úr Bodensvatni. En landa- mæri Sviss og pýskalands liggja um götumar í Konstanz, sunn- an árinnar, og liafa verið í sam- bandi við námsskeiðið margar ferðir um nágrennið, og er þap hver staðurinn öðrum fegri. Eb á eftir var Italiuferð, fyrir þá, sem það vildu, suður um Sviss, til Mílanó, Róm, Napoli, Pom- pei, Capri, Vesúvius, Florens, Feneyja, en þaðan til Innsbrucfc í Tyrol, var ferðinni þar shtið. þ’essi för stóð um 3 vikur. Verðið var 300 sænskar kr. fyiár námsskeiðið í Konstanz, 200 kr. aukreitis fyrir ítaliuför- ina. En í sumar verður Italiu- förin 250 kr., vegna verðhækk- unar þar. Lika verður ferðinni nú slitið i Feneyjum, en ekki i Innsbruck. I þessu eru inuifalíJ- ar járnbrautarferðir frá Málm- Tvis^istau og Sím. BÍbrgunkj ólat au. KomiS og gjöriö góð kaup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.