Vísir - 09.06.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1927, Blaðsíða 3
VlSIR BARNAFATAVERSLUNIN á Klapparstíg 37. Nýkomin sérlega ódýr efni í reifa- kjóla, einnig úrval af hvítum bró- deringum. cy suður og aftur til Feneyja í norðurleið, með fæði og gist- ingu, allri dvöl og kenslu í Kon- stanz og smáferðum J>ar, að- göngueyri á öll söfn, leiðsögn allri o. s. frv., 3. flokks vagnar í p’ýskalandi og Sviss, 2. flokks í Ítalíu. Tveir og Iveir voru saman um herbergi, allur að- búnaður góður og stjórnin á- reiðanleg og í besta lagi. íslenskum kennurum er sér- staklega boðin þátttaka í för Lundbergs í sumar, og verður förinni hagað eins og verið hef- ir. Lagt verður upp frá Málm- æy og Höfn 27. júní. Ef einhver kennari hér skjddi vera á leið út og við því búinn, ;að slást i þessa för, þá gæti hann snúið sér til mín. Einn reyk- víkskur kennari hefir þegar ráð- ið ferðina, en fleiri en kennar- ar gætu ef til vill komist að. — ÍEg hefi fyrir nokkru getið mn þessa för í „Tímanum“, en eft- ir beiðni minist eg aftur á hana hér. Helgi Hjörvar, Aðalstræti 8, Reykjavik, Cróð skemtun Reykvikingar mega teljast 'öfundsverðir fyrir að eiga nú kost á því i kveld að horfa á .leikfimisflokk Iþróttafélags Reykjavikur undir stjórn hr. Björns Jakobssonar. Verður sýning úti á íþróttavelli og hefst kl. 8y2. Veðrið virðist ætla að verða gott, svo að ekki ætti það að letja. þetta er sami flokkurinn, sem nú er nýkominn úr liinni miklu sigurför til Noregs og Svíþjóð- ar. Reykvikingar hafa lengi ;þekt þenna fíokk og metið hann, en þeir hafa ekkert haft við að miða og því ef til vill ekki komið auga á hina miklu leikni hans og yfirburði. Nú hefir fengist samanburður og óvil- hallur dómur um hæfileika þessa flokks i utanferðinni. — Blöðin hafa flutt ýmisleg um- mæli erlendra blaða um fram- komu flokksins og íþróttir hans. Sumir vildu ekki í fyrstu Ieggja mikinn trúnað á ummæli norskra blaða um þessar sýn- ingar, bæði af þvi að Norðmenn hafa ekki verið taldir skara sér- staklega fram úr í fimleikum, ‘Og svo/vegna þess, að frændsemi kynni einhverju að ráða um hinar glæsilegu viðtökur, er flokkurinn fekk þar. Menn biðu meö eftirvæntingu eftir sýning- unni í Gautaborg og dómum þeirra Svianna um framkom- una. Sviar gátu enga hvöt haft til þess að bera flokknum betur söguna en hann átti skilið, eða oflofa hann. peir þykja og bera af öðrum þjóðum í líkams- mennt og gera áreiðanlega hærri kröfur í þeim efnum, en aðrar Norðurlandaþjóðir, ef til vill að Finnum einum undan- skildum. Nú bar vel í veiði, þvi að í Gautaborg var einmitt háð allsherjarmót fyrir íþróttamenn frá öllum Norðurlöndum,' þar á meðal Finnlandi. Hér fekst því góður samanhurður, og við eitt- hvað var að miða. Reykvíkingar hafa nú frétt af þessari sýningu og heyrt þann dóm, sem landar vorir fengu þar. Hér er óþarft að rekja ummæli blaðanna, en í fáin orðum sagt, varð fram- koma íþróttaflokksins héðan til þess að skyggja á alla hina flokkana. Landsmenn allir, og þá ekki síst Reykvíkingar, mega vera hróðugir af þessum leikfimis- flokki, þvi að hann hefir orðið landinu til sóma. Minsta viður- kenning og sjálfsagðasta er sú, að f jölmenna nú á sýning þeirra í kveld. L. K. Veðrið í dag. Hiti í Reykjavík 7 st., Vest- mannaeyjum 8, ísafirði 7, Ak- Ureyri 6, Seyðisfirði 5, Stykkis- hólmi 10, Grímsstöðum 2, Rauf- arhöfn 6, Hólum i Hornafirði 7, (engin skeyti úr Grindavik), Færeyjum 4, Attgmagsalik 1, Kaupmannahöfn 9, Utsira 7, Tynemouth 7, Hjaltlandi ð, (engin skeyti frá Jan Mayen). Mestur hiti hér í gær 12 st., minstur 4 st. — Hæð (774 mm) fyrir norðvestan land. Horfur: Suðvesturland og Faxaflói: í dag og i nótt norðanátt. purt veður. Breiðafjörður, Vestfirð- ir, Norðurland: I dag og nótt hægur norðaustan. purt veður. Norðausturland og Austfirðir: í dag og nótt allhvass norðan. Skúraveður. Suðausturland: í dag og nótt norðanátt. Sumstað- ar allhvass. tJrkomulaust. Hannes S. Blöndal skáld hefir á morgun verið 20 ár starfsmaður Landsbank- ans. Hann kom liingað til lands frá Vesturheimi vorið 1907, en þar hafði hann dvahst nokkur ár, en festi þar aldrei yndi, enda mun leitun á þeim manni, sem sé svo gróinn við þetta land sem Hannes. Blöndal. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sina ungfrú Ólafía Guð- laug Guðjónsdóttir i Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum og Brynjólfur Úlvarsson í Fljóts- dal í Fljótshlíð. Góð bók. próun og sköpun (Evolution and Creation) eftir Sir Oliver Lodge, í islenskri þýðing er gert liefir Knútur Arngrímsson, stud. theol., er væntanleg á bókamarkaðinn áður en langt um líður, ef nægir áskrifendur fást. — Höfundur bókar þessar- ar er, eins og mörgum mun kunnugt, einn meðal merkustu og frægustu rithöfunda og vís- indamanna vorrar aldar. —. í „próun og sköpun“ eru trú og vísindi • sameinuð á hinn feg- ursta hátt. — Meðal margs ann- ars er þar sagt frá skýring vís- indanna á þróun linattanna i geimnum og þróun lifsins á vorri jörð.:— Er gott til þess að vita, er ungir mentamenn taka sér fyrir Iiendur að snúa á is- lensku úrvalsritum annara þjóða, og er vonandi að þeir fái erfiði sitt launað með þvi, að slík verk sé keypt og lesin mikið. — Bókin verður mjög ódýr og er gert ráð fyrir að hún kosti að ‘eins 3 krónur. Áskrifta- listar liggja frammi i Bóka- verslun ísafoldar og hjá Ársæli Árnasyni. Jón Leifs. Um hljómkviðu hans hina nýju liefir verið ritað mjög mikið í þýsk blöð að undan- förnu. Hefir borist liingað fjöldi slíkra umrnæla og eru þau flest vinsamleg og viðurkenna gildi verlcsins, en sum bera þó fram nokkurar aðfinslur, svo sem þær, að verkið sé torskilið. En önnur tala um „tónlistarlegan Eddustíl“ o. s. frv. \ ^SmiðjustÍK 10 ‘Ucrksm talsimi 1094 Jíeykjauik Helgi Heigaioa, Liia'aveí' IL, Seni 93. Gluggar og liurðlr smsftað eftlr pöntun. frásögunni lýkur þar sem þeir félagar komu á Hveravelli i hið nýja sæluhús, er vegamálastjóri lét reisa sumarið 1922. Er vafa- laust að mörgum muni þykja gaman að lesa þeSsa ferðasögu. —Að öðru leyti er efnið i Íieft- inu þetta: Örbirgð, smásaga, eft- ir Ivr. Sigfúsdóttur; Júdas Is- kariot, eftir Gunnar Benedilds- son; Kommunisminn og bænd- ur, eftir Brynjólf Bjarnason; Baráttan um heimsyfirráðin o. fl. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá E. P., 20 kr. (gamalt áheit) frá M. M. Gjöf til ekkjunnar á Eyrarbakka, afþ. Vísi: 5 kr. frá Jóni, 10 kr. frá G. & G. Fyrirlestur Guðm. Hagalíns fyrir stúd- entafræðsluna, verður eklci ann- að kveld, eins og ráðgert var, heldur á sunnudag. Harebell, breska herskipið, kom hing- að i gærmorgun. Fylla kom í gærkveldi. Esja kom úf fetráiidterð í morg- un með margt farþega. GENGI ERL. MYNTAR. Sterlingspund .. .. kr. 22.15 100 kr. danskar- .... — 121.90 100 — sænskar .... — 122.21 100 — norskar .... — 118.25 Dollar..................— 4.56% 100 fr. franskir .... — 18.04 100 — svissn........— 87.95 100 lírur...........— 25.48 100 pesetar.........— 78.81 100 gyllini ............— 183.04 100 þýsk gull-mörk . — 108.19 100 belga...........— 63.57 Knattspymumót 2. fl. Kappleikarnir i gærkveldi fóru svo að Valur vann Frani með 1 : 0, og K. R. vann Víking með 6:1. — K. R. og Valur standa nú jöfn að vígi með 7 stig hvort og verða þvi að keppa aftur til úrslita. Mun sá kapp- leikur fara fram á laugardags- kvöldið. Réttur. Fyrsta hefti 12. árgangs er nýlega komið út og flytur með- al annars ágæta grein um Ge- orge Bemard Shaw, hið fræga Bretaskáld, eftir síra Ragnar E. Kvaran. Síra Ragnari er sýni- lega mjög létt um að skrifa og svipar til föður síns um lipran stil. pá er og í þessu hefti upp- haf fróðlegrar ritgerðar, „Frá óbygðum“, eftir Pálma Hannes- son, náttúrufræðing. Segir rit- gerð þessi, auk almennra og fróðlegra athugasemda i inn- ganginum, aðallega frá ferð höf- undarins frá Kalmanstungu til Hveravalla sumarið 1923. Fóru þeir félagar (höf. og tveir jarðfræðinemar danskir) fjæst að Arnarvatni svo sem leið ligg- ur, en þaðan um „Heiðingja- skarð“, mUli Langajökuls og1 Kráks á Sandi, til Hveravalla. Er það fáfarin leið og torsótt og einatt allra veðra von þar uppi við jökla, enda hreptu þeir stórhrið með miklu frosti dag- inn sem þeir fóru um skarðið (laust eftir miðjan júlímánuð). Ritgerðinni fylgir greinilegur uppdráttur af Arnarvatnsheiði, Kili og Eyvindarstaðaheiði, en Hitt öí Þetta. Konur ekki herskyldari Nýlega var frumvarp samþ. i fuiltrúaþingi Frakka, sem mæl- ir svo fyrir, að á tímum styrj- alda megi bjóða út þegnum riltisins, „hvort sem karlar eða konur eiga í hlut og án tillits til aldurs“. Frumvarpið sætti all- mikluin mótmælum, og nú er talið, að efri málstofan muni gera á því allmiklar breytingar. Nefnd, sem um málið fjallaði, var m. a. andvíg því, að orðið „mobihsation“ (útboð) væri notað, því að það ætti eingöngu við um liernað, en frumvarpið fjallaði ekki um hemaðarfyrir- mæli heldur borgaralegar ráð- stafanir. Nefndin kvað það ekki anda frumvarpsins að gera kon- ur herskyldar í Frakklandi, lieldur væri liér um það eitt að ræða, að veita yfirvöldum vald til þess að kveðja hvern og einn franskan þegn til hverrar þeirr- ar vinnu, sem nauðsynlega þyrfti að vinna, ef styrjöld væri. J>að væri ekki tilgangur frum- varpsins að gera konur her- skyldar, heldur mætti skipa þeim til hvers konar verka, svo sem hjiikrunarstarfa, vinnu í hergagnaverksmiðjum o. s. frv. Morðmál. Fyrir rúmum sjö árum, eða 15. apríl 1920, bar svo við i bænum Braintree í Massachu- setts í Bandarikjunum, að ráð- ist var á tvo menn, sem voru að koma með 20 þús. dollara úr E.s. „Esjx' Vörum, seni eiga að fara með E s. „Esju“ i næstu ferð skipsins suður og austur um Iand, verður að skila föstudaginn ÍO. júní. Vegna þess að skipið fær ekki pláss við hafnarbakkann nema föstudag og Iaugardagnæstk. Pantaða farseðla verður að sækjasama dag, annars verðaþeir seldir öðrum. Nokkrar barna- kerrnr skermlaasar, ennliá ðseldar. Johs. Hansens Enke. Laugaveg 3. Sími 1550. Nýtisku smábátaraóíoraú Hk. 2 3 4 6 8 ió Kr. 285, ?85. 396. 610. 750.1000. ÍJtanböfSámótór 2Va Hestafla Ítr. 285. - Verð véíadná nieð öllu til* heyrandi, fraetfritt Kaúptnanna* böfn. — Verðlistar ókeypis íré Joh. Svenson, Sala, Sveplge. banka, og voru þeir báðir myrt- ir, en ræningjarnir sluppu. petta var um hábjartan dag og sáu margir ræningjana í sym. Nokkuru síðar voru tveir ItaBr handteknir þar í bænum, grun- aðir um morðið. peir heita Sacco og Vanzetti og eru jafn- aðarmerfh. Eftir langan mála- rekstur voru þeir dæmdir til dauða, en margir voru þá þegar sannfærðir um sakleysi þeirca. peir höfðu og jafnan þrætt fyr- ir glæpinn og höfðu áður haft gott orð á sér. Reynt var á marga vegu að fá leyfi til þesss að taka málið upp að nýju, en það fekst ekki. Höfðu þó áskor- anir borist um það frá fjölda- mörgum löndum, þ. á. m. frá íslandi. — Loks var svo komið^ eftir 7 ára málarekstur, að fast- ráðið var að taka þá af lífl f vikunni sem liefst 10. júli. Bár- ust þá enn áskoranir hvaðan- æfa til fylkisstjórans í Masaa- chusetts,og liannbeðinn að náða mennina. pótti þvi augljósara sem lengra leið, að þeir hefði verið heittir rangsleitni og hlut- drægni i rannsókn málsins, og i nýkomnum blöðum er sagt, að fangi einn, sem var náðaður i Massachusetts, hafi nú játað, að félagar sínir hafi drepið menn þá, sem hér er um að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.