Vísir - 10.06.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1927, Blaðsíða 2
VÍSIR nýkomið. Símskeyti Khöfn, 9. júní. F. B. Urgur í Rússum. Simað er frá Moskva, að ráð- stjórnin rússneska liafi sent stjórninni í Póllandi mótmæli út af morðinu á Vojkoff sendi- herra. Segir ráðstjórnin, að i sambandi við morð þetta sé á- rásirnar gegn sendisveitar- mönnum Rússlands í öðrum löndum, einkanlega Kína og Englandi, og þar sé orsakanna til þess að morðið var framið, að leita, þ\d Kína og England liafi sýnt sig í því að vilja fjand- skapast við Rússa. Að lokum er svo að orði kveðið í mótmæl- um ráðstjórnarinnar, að stjórn- in í Póllandi verði að bera á- byrgð á því, að morð þetta var framið, því hún hafi vanrækt að hafa fullnægjandi eftirlit með starfsemi rússneskra and- kommúnista í Póllandi. Deilur Albana og Jugoslava. Símað er frá London, að stjórnin i Englandi og stjómin í Frakklandi séu að reyna að gera tilraun til þess að jafna hina alvaríegu deilu, sem upp hefir risið á milli sfjórnanna i Albaníu og Jugoslaviu. Ala tnenn þær vonir, að takast muni að koma sættum á. Utan af landi. —o— Stykkishólmi, 9. júní. F. B. Tíðarfar jer ágætt, kyrviðri og bliður, en allsvalt seinustu daga, ef nokkuð andar. Skepnu- höld eru ekki góð, yfirleitt mis- jöfn, sumstaðar mjög slæm. Hefir borið talsvert á lamba- dauða á sumum bæjum. Sömu- leiðis hefir orðið vart við orma- veiki í fé. Heilsufar má heita dágott, þó hefir gengið hér þungt kvef, sem er þó heldur að minka. Sumir óttast, að kighóstinn sé kominn hingað, en eigi kyeðst héraðslæknir geta sagt um það með fullri vissu enn. Auk þeirra framboða, sem fullvíst er um, nefnilega Steinsens og Hannes- ar dýralæknis, hefir heyrst að annarhvor þeirra Guðmundar Jónssonar fyrverandi kaupfé- lagsstjóra eða Oscar Clausen heildsali myndu bjóða sig fram hér i sýslunni, en á þeim orð- róm er ekkert að byggja sem stendur. Keflavík, 10. júní. FB. Bátar hafa ekki komið að enn, verða sennilega 3—4 daga úti enn. Einn bátur kom að i gær, reri með línu og aflaði vel. I Sandgerði hafði einn bátur róið í fyrrakvöld og komið að í gærkveldi, aflaði sama og ekk- ert. Hallgeirsey, 10. júní. FR. Tíðarfar frábærlega gott, gras- vöxtur með allra besta móti á þessum tíma árs. Suðurlands- skipið kom nýlega á ýmsa staði á hina hafnalausu Suðurlands- strönd, svo sem Vik, Skaftárós, Hvalsíki, Ingólfshöfða, Holtsós, og Hallgeirsey,ogþykir frásagn- arvert, að skipið tafðist að eins tvo sólarhringa vegna brima (i Hvalsíki), að öðru leyti gekk uppskipun eins vel og ef hafnir væri á þessum stöðum. — Róið var nýlega frá söndum og fengu menn 24—43 i hlut. Úr Land- eyjum reri einn bátur til Dranga. Slíkar Drangaferðir voru almennari áður, nú frek- ar „sport“. — Tvö framboð eru komin fram hér í sýslunni, frá Einari Jónssyni og Klemens Jónssyni og væntanleg frá Skúla Thorarensen, Gunnari frá Selalæk og Björgvin sýslu- manni, og ef til vill fleirum. Hafa 2 Reykvikingar verið til- nefndir sem líklegir til fram- boðs, en hvað af verður er óvíst, en hinsvegar má telja víst um framboð Skúla, Gunnars og Björgvins. Suðurlandsskipið kom með símastaura í Fljótshlíðarlinuna, sem verður lögð í vor, frá Efra- Hvoli að Múlakoti. íslendingar heima og erlendis. III. Hér hefir einkum verið rætt um þann liluta þjóðarinnar sem býr vestan liafs, enda er liann stærstur. íslensk landnám eru hvergi erlendis nema í Ame- ríku. Vestur-íslendingar verða því efstir á blaði, þegar ræða skál um stofnun sambands Is- lendinga heima og erlendis. I Evrópuríkjunum eru sárfáir ís- lendingar búsettir, þegar frá er sldlin íslenska nýlendan í Kaup- mannahöfri. íslendingasambandið yrði því fyrst og fremst félagsskapur ís- lendinga austan hafs og vestan, en æskilegast væri, að íslend- ingar, hvar sem þeir væru í lieiminum, gerðust meðlimir þess. Aðaldeildir félagsins ættu að vera tvær, önnur i Ameríku, með yfirstjórn í Winnipeg og hin á íslandi með stjóm í Reykjavik. Undirdeildir skyldi stofna hvar sem nægileg þátt- taka fengist, og teldust shkar deildir í Suður- og Norður-Ame- ríku undir stjórnina í Winni- peg, en aðrar deildir livar sem væri í heiminum undir stjórn- ina í Reyltjavík. Sjálfsagðar undh-deildir í sambandinu eru íslendingafélög þau, sem þeg- ar hafa verið stofnuð, t. d. í New York, Chicago og öðrum íslendingabygðum vestan liafs, svo og íslendingafélagið i Ivaup- mannahöfn. Um fundastaði yrði að eins að ræða á þeim stöðuin, sem íslendingar eru svo fjölmennir að þeir geti stofnað félagsdeild. En félagið þarf einnig að ná til hinna mörgu, sem vegna fá- mennis yrðu utan undirdeild- anna. það þyrfti því að byggja starfsemi sína allmikið á út- gáfu sinárita og bóka og svo fé- lagsblaðs, sem kæmi út t. d. einu sinni í mánuði. það þyrfti ekki að vera stórt, nægilegt að það gæti flutt helstu fréttir af Islendingum heima og erlendis, verið einskonar sendibréf, sem flytti kveðjur heim og að heim- an. Fjöldi íslendinga út í heimi á enga kunningja heima til að skrifast á við; þeir hverfa þess vegna og gleymast — týnast. En máske liugsa þeir oft heim eigi að síður. Markmið íslendinga- sambandsins er það, að vera miðstöð allra íslendinga; út frá aðaldeildunum tveimur verða að liggja þræðir, eigi að eins til íslendingabygðanna heldur einnig til hinna mörgu landa, sem búa við einveru og sjaldan eða aldrei fá tækifæri til að tala móðurmál sitt. Einmitt þeim er mest þörfin á samband- inu og mundu kunna að meta það betur en þeir, sem altaf geta veitt sér að sjá landa sina. Sambandsdeildirnar í Reykja- vík og Winnipeg héldu skrá yf- ir alla íslendinga erlendis, eigi að eins meðlimi sína heldur og þá aðra, sem til næðist. Islend- ingar sein að heiman færu til dvalar erlendis létu þá deildina sem þeir væru í vita um heim- ilisfang sitt og gæti hún því jafnan gefið upplýsingar. Eitt starf deildanna yrði það, að gefa íslendingum erlendis upp- lýsingar um atvinnuskilyrði hér heima, svo að þeir sem lieim vilja hverfa þurfi ekki að renna blint í sjóinn, og jafnvel útvega þeim atvinnu. Á sama hátt gæti félagið gefið þeim mönnum upplýsingar, sem hugsa til að setjast að erlendis. pegar aðaldeildir væru komn- ar á stofn i Reykjavík og Winnipeg þarf ekki að efa að hægra mundi að halda uppi viðkynningu landa austan hafs og vestan, enda yrði það aðal- starfsemi félagsins. Skal ekki lengra farið út i þessa sálma. J?að þarf ekki neinnar rökleiðslu við, að verk- efni Islendingasambandsins eru næg — þau eru svo mikil, að um það eitt mætti skrifa langa ritgerð. Og það er óafsakanlegt að láta stofnun þess dragast. Allir hugsandi menn sem vilja þjóð sinni vel eru sjálfsagðir meðlimir sambandsins. Allir þeir sem búa úti í heimí og bifreiðagúmmí er svo þekt aS gæðum hér á landi, sem í öllum öðr- um löndum heimdns, að bifreiðaeigendur æltu að sjá sinn hag í að nota ekki aðrar tegundir en DUNLOP. Aðalnmboðsmenn á íslanði. Jóh. Úlsfsson & Go. Reykjivik. KSOO<SOOOÍSC>OOOCOOOOOOOOCOÖÍSÍ5«ÍÍ>OOOOÍ5Í>ÍÍ!ÍÍ50Í>OOOOÍÍOOOOOOO« Ljúffengar og mildar. Fást hvarvetna. Ef þér reykið ekki Virginia tóbak þá biðjið um FINE cigarettur. Teofani FINE (Egypskar). 20 stk. 1,25. iOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOíXXXÍOOOOOOOOOOOOOOeOCOOQOOOOI Údýr bók. - Góð bók „Frá Vestfjörðum til Vestri- byggðar“ lieitir afarskemtileg bók (með mörgum myndum) eftir Ólaf Friðriksson. — Hún er um ferðalag Friðþjófs Nan- sen. — Kemur út í þrem heft- um á kr. 1,50 hvert. Endnrskotnn, Undirritaður lekur að sér end- urskoðun og uppgjörð á allskonar- reikningshaldi og að breyta og lagfæra bókfærslukerfi. — Get einnig tekið að mér að haida bæk- ur að nokkru eða öllu leyti. — Til viðtala fyrst um sinn frá 9—12. hugsa lieim. Og allir þeir sem eiga ættingja og vini erlendis. Meðlimatala þess á að skifta þúsundum. Við erum krækibérið meðal Norðurlandaþjóðanna. Engin þeirra hefir látið ógert að stofna þesskonar félag — nema við. ]?að væri öfugmæh að segja, að við — þeir minstu — hefðum ráð á að „týna“ þeim hluta þjóðarinnar sem flutt hefir út, úr því að þrjátíu sinnum stærri þjóðir hafa ekki ráð í því. Og eg treysti því, að eg eigi svo marga skoðanabræður i þessu máli, að þeir láti það ekki liggja i ■ þagnargildi lengur, lieldur hefjist handa nú þegar og hrindi því áfram. Islendinga- sambandið á meiri tilverurétt en heil tylft ýmsra annara fé- laga, sem ' stofnuð hafa verið á Islandi. Björn Steffensen, Hafnarstræti 10 (Edinborg). Slmi 2010. Rðmstæði m/ margartegundirnýkomn- y'jfójfo ar. Ennfremur vönduð Barnarúm. Alt tilheyrandi Rúmfatnaði. 'J Fiður gufuhreinsað og lyktarlaust. íslenskur æðardúnn. Skúli Skúlason. <unmaaEZZBt gm.jui.i ■ ■! i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.