Vísir - 01.10.1927, Side 2

Vísir - 01.10.1927, Side 2
VlSIR Þeir sem hafa hugsað sér að fá hjá okkur Vopnafjarðarkjöt eru vinsamlega beðnir að láta okkur vita um það sem fyrst. Símskeyti Khöfn 30. sept. FB. ToUhækkun á frakkneskum vörum í Bandaríkjum. Síma'ö er frá París: Stjórn Bandaríkjanna hefir látiö tolla- nefncl þingsins gera tillögur unt tollahækkun á frakkneskum vör- um. Ef tillögur þessar ná sam- þyktum, útloka þær næstum þvi aö frakkneskar vörur verði flutt- ar inn í Bandaríkin. Tillögurnar eiga að gnnga í gildi, ef samninga- tilraunin um lækkun á tollum á ■varingi, sem fluttur er til Frakk- lands tekst ekki. Höfðingjafundur. Simað er frá London: Cham- fjerlain og Rivera, einræðisherra á Spáni, hittist bráðlega i Barce- lona. Munu þeir ræða um ýms mál, en sénnilega aðallega um Tangier- málin. Vatnavextirnir í Sviss. Símað er frá Feldkirch, að vatnsflóðin í Ölpunum haldi á- fram. íbúarnir flytjast frá heimil- um sínum í svissneska Rínardaln- um. FTætt yfir bæina. (Feldkirch er borg í Vorarlberg í Austurríki, 6 kílómetra frá Rín, við Innshruck-Regenz járnbraut- ina, 5000 íbúar). Daíwmskenmngin. —o— Á aðalfundi „British Asso- cdation for Uie Advancement of Science“, sem hófst í Leeds 31. ágúst siðastliðinn, hélt hinn víðfrægi vísindamaður sir Ar- thur Keith fyrirlestur um upp- runa mannsins og kenning Darwins. Sir Arthur er einkum kunnur fjTÍr rannsóknir sínar á þessum kenningum og hefir gert þær að lífsstarfi sínu. Kenning Darvvins um uppruna mannkynsins hefir mætt tals- verðri mótspyrnu hin siðari ár, og' ýmsir mikilsmetnir vísinda- inenn orðið til að mótmæla henni. Eigi síst fyrir þá sök hef- ir fyrirlestur sir Arthurs vakið athygli. pvú að hann kemst að þeirri niðurstöðu, að Darwin liafi haft rétt fyrir sér í öllum aðalatriðum og telur niðurstöð- ur hans með mestu vísindaaf- rekum síðustu aldar, ef eigi lhð mesta. „Eg játa að Darwins- kenningin sé rétt, og svarið gef eg eigi að eins fyrir mína hönd, lieldur i umboði fjölmargra vísindamanna, sem varið hafa æfi sinni til þess að rannsaka kenningu Darwins“, segir sir Arthur. „Síðan Darwin bar fram kenningu sína eru liðin 56 ár, og við getum í dag fylt í marg- ar þær eyður, sem hann varð að láta standa opnar. Við höfum breytl nokkrum aukaatriðum, en kjarninn í kenningunni stendur óhaggaður.’ Og liann stendur á svo föstum grund- velli, að eg er sannfærður um, að það tekst aldrei að hrófla við honum. Sannanakeðjan hefir þó ekki verið eins óbrotin og menn hugðu á dögum Darwins. Hann dró beina línu, er sýndi framhaldandi röð af beina- grindum frá framfótalöngum öpum til mannsins. Við gerðum nýja villu, þegar við liófum leit- ina að uppruna mannkynsins. Við bjuggumst við að finna framhaldandi þroskastig, þar sem sjá mætti framför ein- stakra líkamshluta - hauskúpu, heila, kjálka, tanna, handleggja og fóta - stig af stigi, sífelda breytingu frá apanum í áttina til mannsins. En leit okkar sýn- ir, að þroskasaga mannkynsins hefir ekki gerst á svo óbrotinn hátt. ÖII þau sönnunargögn, sem við liöfum i höndum nú, styðja skoðun Lamarcks og Darwins um að maðurinn sé kominn af apa, sem ekki stóð á æðra menn- ingarstigi en chimpansinn, og að þróunin hófst um miðja „tertiær“-öldina. Samkvæmt því ætti mannkynið að vera um miljón ára gamalt á vorn mæli- kvarða.“ Af röksemdum, sem sir Ar- thur færir fyrir máli sinu má nefna þessar: Blóð mannsins og apa þeirra, sem mest líkjast manninuin, hefir sömu eigin- leika, maðurinn og apinn sýkj- ast af sömu gerlum, heili þeirra er líkur að byggingu og þroski fóstursins líkur lijá báðum. „pó eru margar gátur viðvíkj- andi uppruna mannsins ekki ráðnar enn þá“, segir sir Ar- tliur. „En svo mikið vitum við nú, a'ð við getum leyft oss að vona, að maðurinn geti um sið- ir eigi a'ð eins skrifað uppruna- sögu sjálfs sín, heldur og gert grein fyrir hversvegna og livern- ig þessi þáttur apakynsins komst inn á leiðina til fullkomnunár.“ Á fundi þessum voru staddir um 2500 vísindamenn og vís- indakonur, og var fjTÍrleslrin- um tekið með kostum og kynj- um. Blöðin tóku flest i streng me'ð sir Arthur og „Times“ skiifaði ítarlega um málið og mintist m. a. á, hve margvísleg- ar menjar fornra kynslóða hefði fundist síðan Darwin var uppi, og sönnuðu þær einnig kenning hans. Og visindafélag þetta hófst handa og efndi til samskota, er ganga skyldu til þess, að lcaupa bústað Darwins og gera liann að þjóðareign. Næsta sunnudag eftir þennan fræga fyrirlestur, gerði einn af merkari kennimönnum ensku ldrkjunnar hann að umtalsefni í stólræðu, og hóf harða árás á ræðumanninn.- Benti hann á ýmsar „villigötur vísindanna“ fyr og siðar. Fjölmargir — einkum meðal kirkjunnar manna — hafa siðan teki'ð i sama strenginn og andæft fyr- irlestri sir Arthur Keitli mjög eindregið. Er nú alt i báli og brandi í Englandi út af Dar- winskenningunni og svo mikill liiti í umræðunum, a'ð þeim er helst líkl við „apamálið“ fræga, sem var á döfinni i Ameríku fyrir tveimur árum. pykir furðu sæta, að jafn gamalt mál og þetta í rauninni er, skuli geta komið svo miklum æsingi af sta'ð. Vitanlega er þetta til- finningamál öllum sanntrúuS- um mönnum og svo er hitt, að jafnan liefir verið lagður tals- verður metnaður í ættgöfgi. Flestum mun ljúfara að rekja ætt sina til stórmenna, en að hefja ættartöluna á loðnum og ljótum apa. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 f. li. síra Bjarni Jónsson, kl. 2 e. li. barnaguðsþjónusta, síra Friðrik Hallgrimsson, kl. 5 e. h. síra Fr. Hallgrímsson. í fríkirkjunni í Reykjavik kl. 2 e. h. sira Árni Sigurðsson, og kl. 5 e. h. próf. Har. Níelsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðs- þjónusta með predikun. í sþítalakirkjunni í Hafnar- fir'ði: Pontificalmessa og bisk- upun kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. gu'ðsþjónusta með predikun. í húsi K.F.U.M. samkoma kl. 8%. Síra Bjarni Jónsson. Sjómannastofan: GuSsþjónusta kl. 6 síðd. Aljir velkomnir. Jarðarför Jóns Bjarnasonar kaupmanns fer fram næstkomandi mánu- dag. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 4 st., Vest- mannaeyjum 4, ísafirði 3, Akur- eyri 1, Seyðisfirði 4, Grindavík 3, Stykkishólmi 4, GrímsstöíSum 2, Hólum í Hornafirði 3, Þing- völlum 3, Færeyjum 4, Angmag- salik 1, Kaupmannahöfn 11, Ut- sira io, Tynemouth 11, Jan May- en 1 st. Mestur hiti hér í gær 7 st., minstur 2 st. — Lægð fyrir aust- an lancl 0g önnur við vesturströnd írlands. Hæð yfir Grænlandi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói og Breiðafjörður í dag og í nótt: Norðan átt, sumstaðar allhvass. I’urt veður. Vestfirðir og Norður-' la.nd í dag og i nótt: Allhvass norðaustan. Bleytuhríð. Norð- austurland og Austfirðir: Storm- fregn: í dag og í nótt: Hvass norðaustan. Regn og krapaskúrir. Suðausturland i dag og i nótt: Norðan átt, sumstaðar allhvass. I'urt veður. Xaupendur Vísis, þeir er bústaðaskifti hafa nú um mánaðamótin, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni hiö nýja heimilisfang, svo að þeir verði ekki fyrir vanskilum á lilað- inu. Vísir kemur út tímanlega á mörgun (sunnu- ciag). Auglýsendur eru vinsam- lega beðnir að koma auglýsingum í sunnudagsblaðið til afgreiðsl- unnar fyrir kl. 7 í kyeld eða í Fé- lagsprentsmiðjuna fyrir kl. 9 í kveld (sími 1578). Vísir er sex síður í dag. Sagan er í aukablaðinu. Sakamálsrannsókn hefir dómsmálaráðuneytið fyr- irskipað út af sjóöþurðinum i Brunabótafélagi íslands. Gylfi er að búast á veiðar. Belgaum kom af veiðum í morgun. ITef- ir veitt í is. Esja fer héðan kl. 6 síðd. í dag, suður og austur um land í hringferð. Gullfoss fór í morgun frá Seyðisfirði. Er á leið hingað frá útlöndum. Goðafoss er væntanlegur i nótt, að norð- an og vestan. Unglst. Unnur byrjar fundi sína kl. 10 árd. á morgun. Gæslumaður. St. Æskan nr. 1.’ Fundur á morgun kl. 3. Unglingastúkan Diana heldur fund á morgun kl. 2 síðd. St. Dröfn nr. 55 heldur fund kl. 5 á morgun (sjá augl.). — Dansskemtun stúkunn- ar hefst annað kveld kl. 8^2 í ' G.-T.-húsinu. Dansað verður eftir slaghörpuleik og fiðlu. Þeir, sem sækja skemtunina, verða að sýna skírteini. Sunnudagaskóli K. F. U. M. hefst á morgun kl. 10 árdegis. Líndanfarna vetur hefir skóli þessi verið mjög fjölsóttur. Öll börn velkomin meðan rúm leyfir. Aðsókn að málverkasýningu Jóns J?or- leifssonar hefir verið góð. Selst hafa nú þegar 17 málverk. þ. á. m. eitt stórt, Mcðalfell á kr. 800,00. Athygli skal vakin á augl. unglinga- st. Bylgju, sem birt er á öðrum stað í blaðinu í dag. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Haf- liðadóttir og Kristján Kristjáns- son, skipstjóri á Gulltoppi. Síra Friðrik Hailgrímsson gaf þau saman. Abraham, gamanleikurinn franski, sem ,h.f. Rcykjavikurannáll“ læfir verið að æfa að undanförnu, vai- sýndur í fyrsta sinn i gærkveldi. Leikurinn var f jörugur og fyiui- inn á köflum og virtust áliorf- endur skemta sér prýðilega. Wýr söngmaöur. Skevti frá Akureyri sagði ný- lega frá ungum söngmanni, sem hefði sungiö þar og hrifið menn alveg óvenjulega. Heitir hann Kristján og er sonur Kristjáns læknis á Seyðisfirði, sem fyrir löngu er landskunnur orömn sem tónskáld og ágætur söngmaður. —- Kristján yngri hefir tenórrödd og hefir æft hana undir handleiðslu útlendra kennara i þrjú ár. — Sig. liin. Hliðar segir svo m. a. i blað- inu „Islendingi", 9. þ. m.: „Það var nautn, sem um er vert að tala, að hlusta á söng K. K.------Eg tel það mjög líklegt, að engum, sem á heyrði, geti blandast hugur um, að hér sé á ferðinni glæsileg- m söngmaður með hinni björtustu framtíð blasandi við sér.“ — t blaðinu ,,Degi“ eru m. a. þessi umrnæli: „Það, sem sérstaklega einkennir söng hans, er óþreyttur glans æskuraddar, ])ar sem létt- ieiki. lipurð og ynclisleiki ljómar af hverjum tón, auk smekklegrar meðferðar á viðfangsefninu í heild sinni.“ — Kristján er væntanlegur hingað til Rvíkur á „Goðafossi“ eftir helgina og mun þá væntan- lega láta til sín heyra. ó. Sjötugur verður næstk. mánud. Einar Jónsson frá Álfsstöðum á Skeið- um, nú til heimilis á Grundar- stíg 11. Skúli V. Guöjónsson Iæknir hefir verið skipaður vís- inclalegur aðstoöarmaður við heilsufræðisdeild Kaupmanna- hafnarháskóla. Sigurður E. Hlíðar dýralæknir hefir verið viður- kendur þýskur vísiræðismaður á Akureyri. Þeir, sem ætla sér að njóta kenslu H. Ottóssonar og Br. Bjamasonar, geri svo vel að koma á auglýstum viðtalstíma á Vesturgötu 29. Sjá augl. í blaðinu í dag. Silfurbrúðkaupsdag. eiga í dag frú Guðný Jónasdótt- ir og Böðvar kaupm. Böðvarsson, Hafnarfirði. Guðm. Jónsson, fyrrum baðvörður, Öldugötu 35, er 71 árs í clag. Kveldskemtun verkakvennafélagsins Frani- sóknar verður baldin í Bíininni í kveld ld. 814.. — Auk þeirra skemtiatriða, sem áður hafa verið nefnd, verða gamanvisur, sem Reinh. Richter ætlar að syngja. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá A. S. og S. J„ 5 kr. frá ónefndri konu, 15 kr. frá ónefudri, 5 kr., gamalt áheit, frá ónefnd- um.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.