Vísir - 09.10.1927, Blaðsíða 5

Vísir - 09.10.1927, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 9. okt. 1927. Y 1 S I R NÆTURV0RÐDR L. R Nætuvvörður októbei? - desember 1927. okt. nóv. des. Jón Hj. Sigurðsson 17. 5. 24. 13. Matth. Einarsson 18. 6. 25. 14. ólafur porsteinsson 19. 7. 26. 15. Maggi Magnús 1. 20. 8. 27. 16. Magnús Pétursson 2. 21. 9. 28. 17. Konráð R. Konráðsson 3. 22. 10. 29. 18. Guðm. Thoroddsen 4. 23. 11. 30. 19. Halldór Hansen 5. 24. 12. 1. 20. Ólafur Jónsson 6. 25. 13. 2. 21. Gunnl. Einarsson 7. 26. 14, 3. 22. Daníel Fjeldsted 8. 27. 15. 4.. 23. Magnús Pétursson . . 9. 28. 16. 5. 24. Árni Pétursson 10. 29. 17. 6. 25. Jón Iíristjánsson 11. 30. 18. 7. 26. Guðm. Guðfinnsson 12. 31. 19. 8. 27. Friðrik Björnsson 13. 1. 20. 9. 28. Kjartan Ólafsson 14. 2. 21. 10. 29. Katrín Tlioroddsen 15. 3. 22. 11. 30. Níels P. Dungal 16. 4. 23. 12. 31. Næturvörður í Reykjavíkur-lyfjabúð vikurnar sem byrja: 2., 16. og 30. okt., 13. og 27. nóv., 11. og 25. des. Næturvörður í Laugavegs-lyfjabúð vikurnar sem fyrja: 9. og 23. okt., 6. og 20. nóv. 4. og 18. des. Eldur kviknaði laust eftir kl. 10 i gærkveldi í bakhúsi áföstu við húsið nr. 73 á Laugavegi. Slökkviliðið var kvatt þangáð og tókst greið- lega að slökkva. Kviknað hafði út frá rafmagnssuðuplötu. — Skemdir urðu fremur litlar. Skýrsla um alþýSuskólann á Eiöum 1926—1927 hefir Vísi verið send nýlega. Nemendur voru 5 í íram- haldsdeild, 15 í annari deild og 24 í fyrstu deild. Kennarar skólans voru, auk skólastjóra, síra Ás- mundar GuSmundssonar, Baldur Andrésson, cand. theol., Sigríður Magnúsdóttir frá Gilsbakka (í vefnaði og hannyrðum) og Guð- geir Jóhannsson. Kenslustundir á viku hverri voru 36 í fyrstu deild, 36 i annari og 23 í þriðju. Kenslu- greinir voru: íslenska, íslands- saga, mannkynssaga, stærðfræði, náttúrufræði, náttúrusaga, landa- iræði, félagsfræði, bókhald, teikn- un, söngur, leikfimi, danska, enska, þýska, hannyrðir og smíö- ar. Ellefu nemendur luku burt- fararprófi. — Búnaöarnámsskeiö og vefnaðarnámsskeiö voru hald- in frá miöjum maí til júníloka. Kennari við búnaöarnámsskei'Sið var Einar Stefánsson, búfræSing- ur frá Mýrum í Skriðdal. — Allur kostnaður nemenda við fæði og þjónustu um skólaárið var að meðaltali 444 kr. fyrir pilta, en 366 kr. fyrir stúlkur. Eg vil biöja „Vísi“ fyrir þessar línur, sem leiðréttingu á smágrein í „Morgunblaðinu" 5. þ. m. um .hraðritunarnámsskeið hr. Helga Tryggvasonar. Af þeirri grein er eigi hægt að skilja anna.ð, en aö hraðritun sé alveg ný og óþekt námsgrein hér, sem ahnenningi og skólum fyrst nú gefist kostur á að, fræðast um og nema. Svo er þó ekki, sem betur fer, og langt í frá, þó að við séum á eftir tím- anum i mörgu. Vilhélm Jakobs- son, cand. phil., sem teljast tná brautryðjandi þessarar námsgrein- ar hér á landi, hefir um tnargra ára skeið kent hana, bæði á ís- Allskonar skófatnaðar fallegur, góður og ódýr* Laugaveg 22 A. — Sími 628. Vældegaapd. húsmæðraskóli. Gentofte, Danmark (vtðurkendur af ríkinu.) Ný námskeið byrja 4. nóvember og 4. maí. « Tekið á möti um- sóknum. - Starfskrá send þeim sem óska. Helene H]nl Cordins-Hansen. lensku og öðrum málum, og eru mjög margir hér sem kunna hana nú. Eg get hugsað mér, að óhætt sé að fullyrða, að allar stórar skrifstofur hér i Rvík hafi að minsta kosti einunt hraðritara hver á að skipa. Árið 1916 veitti Al- þingi V. J. styrk til útgáfu ís- lenskrar kenslubókar í hraðritun, og kom hún út í Khöfn sama ár. Bókin er sniðin eftir hinu fræga kerfi Gabelsbergers, sem notað er um öll Norðurlönd og lengi hefir verið notað í báðum þingdeilduin Dana; hún fæst í bókaverslunum hér. Eg er sammála Mbl. um, að ,:undarlegt er“ að Verslunarskól- inn skuli ekki hafa tekið upp hraðritun sem skyldunámsgrein fyrir löngu og sömuleiðis Sain- vinnuskólinn. En eg held að það verði ekki fyrri en þing og stjórn sér sóma sinn í að koma þessu máli i sæmilegt horf og lögskipa hraðritunarkenslu sem skyldu- uámsgrein í báðuin þessum skól- um. H. L. K. Yeggfódur Fjðlbreytt úrral, mjög ódýrt, nýkomið. Giðundar Asbjörnsson, SIMI 1700. LAUGAVEG 1. tslenskn gaffalbitara.il* frá Vikiug Canning Co. hljóta einróma lof allra, sem reynt hafa. figir eru Ijúffengir, lystaukandi og næringarmiklii. peir fást í öllum matarversl- unum, í stórum og smáum dós- um, sem líta þannig út, t&m myndin sýnir. Spaethe Piano og Hamoninm 1 u viðurkend um heim allan. Hafa hlotið j ilda heiðurspeuinga, þar á meðal tvo á liessn ári. Orgel með tvöföldum og þreföldum iljóðum jrtfnan fyrirlÍKgjandi. Hvergi betri kaup. Fást með afborgunum, Sturlaugui* Jónsson & Co. Pósthússtræti 7. Reykjavík. Sími 1680. MALT0L Bajerskt 0L PILSNER. BEST. - ÓDÝRAST. INNLENT. Nafnið á langbesta Skóáburdinum er Fæst í skóbúðum og verslunum. iisiskafSÖ gerir alla gl&9& l 8ÍÐUSTU STUNDU. „Farið þér þangað fyrir alla muni,“ mælti hann, „ann- ars hafið þér aldrei frið fyrir bréfum, og Beverley er viss með að setjast að fyrir utan skrifstofuna okkar. Herðið upp hugann og minnist þess, að við lifum með frjálsri þjóð og að enginn getur neytt yður til að gera neitt það, sem yður er ógeðfelt. Þér hafið valdið í yðar höndum og þér megið hafa það eftir mér, að þér vinnið fyrir yður með heiðarlegum hætti.“ „Mér dettur ekki í hug að fara þangað. Eg' vil ekki sjá neitt af því fólki." „Þér eigið að fara og verðið að fara.“ Og Patience hélt af stað. Klukkan á slaginu þrjú barði hún að dyrum hjá tengda- föður sínum. Þjómiinn, sem kom til dyra, sagði henni, að fjölskyldan biði hennar í dagstofunni. Patience fanst það móðgandi, að tengdafólk hennar skyldi búaát svona fastlega við komu hennar, og henni var efst í huga, að fara aftur við svo búiö, en samt hætti hún við það, ypti dálítið öxlum og fór inn í dagstofuna. Haustsólin ■ sendi geislaflóð sitt inn i þessa vistlegm stofu, en Beverley sat fölur og dapurlegur við eldstóna. Iíann spratt úr sæti sínu, er Patience kom inn, en hneig samstundis aftur ofan á stólinn og tautaði blótsyrði fyrir munni sér. Móðir lians var þarna bjá honum, og eftir að hún hafði sent Patience nístandi napurt augna- tillit, leit hún aftur með áhyggjufullu augnaráði á son sinn. Iionora kom á móti Patience og heilsaði henni með kossi. Herra Peele bauð henni sæti. Patience tók sér sæti og langaði ósegjanlega mikið til að skellihlæja. Fjölskyldan líktist kviðdómi, sem kominn er saman til að dæma sakamann. Herra Peele krosslagði hendurnar á brjóstinu og ræskti sig. „Við erum við því búin að hkista á þig,“ sagði hann. „Eg liefi ekkert sérstakt að segja. Eg aðvaraði yklc- ur, en þið vilduð ekki hlusta á mig og því tók eg til minna ráða og fór í burtu.“ „Þú virðir að engn skyldur þinar gagnvart eiginmanni þínum.“ „Konan hefir engar skyldur að rækja gagnvart öðr- um en sjálfri sér.“ „Á þá maðurinn, sem elskar þig, enga heimtingu á, að tillit sé tekið til hans?“ „Nei, sú kona, sem heldur áfram sambúð við þann mann, sem eitrar alt líf hennar, er ekki hóti betri en skækja." Honora rak upp vein og huldi andlitið i höndum sér. ^ Beverley þeytti út úr sér gusu af blótsyrðum. Frú Peele leit fyrirlitlega á Patience og Peele hristi höfuðið. „Eg ætla mér ekki að fara í neinar deilur við þig, en þú vilt kannske gera svo vel að segja mér, hvað þú ætl- ar að taka fyrir, ef þú getur ekki unniö fyrir þér?“ „Þá ætla eg að svelta. Þeir einir, sem vinna, eiga skilið að lifa. Ef eg get ekki unnið fyrir mér, verð eg að deyja. — En reyndar er eg ekkert hrædd um, að mér takist ekki að sjá mér borgið.“ Herra Peele beit á jaxlinn. Þau litu hvort á annað, — reiðisvipur var á andliti gamla mannsins, en þrjóska í svip Patience. Herra Peele hataði liana á þessari stundu og henni duldist það ekki. Beverley spratt á fætur. „Fjandinn fjarri mér!“ sagði hann. „Mér er andskot- ans sarna, hvað þú segir, eða gerir, — eg á þig og eg sleppi þér ekki.“ Patience veik sér að honum og mælti: „Nei, þú sleppir mér ekki. Hann pabbi þinn getur sagt þér, hvort eg sé ekki frjáls ferða minna.“ Herra Peele glotti kuldalega. „Það er rétt, sem hún segir,“ sagði hann. „Þú getur ekki neytt hana til að snúa heim aftur, ef hún fæst eklci til þess með góðu móti.“ „Þá elti eg hana, hvert sem hún fer, og eitra alt henn- ar líf —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.