Vísir - 09.10.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1927, Blaðsíða 2
V I S I R 3 Gærnr og Garnir kanpnm við hán verði. ITerðlækJcim á CHEVBOLET Chevrolet vnrubifreiðin kostar nú aðeins kr. 2900,00 íslenskar nppsett i' Reykjavik. ---------JÓH. ÓLAFSSON & CO.------ Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir: GENERAL M O X O R S-bifreiðar. «7 Bittaliíiii í KbIíihiíí — Flðkahúfnrnar (Lindberg) — komnar aftur í öllum litum. Aima Ásmundsdóttii*. V epkSpædmgsstÖpL Eg tek að mér allskonar verkfræðingsstörf, þar á ineðal að gera tillögur, útreikninga, uppdrælti og kostnaðaráætlanir um hverskonar mannvirki. Einnig framkvæmd mannvirkja, eða umsjá og efirlit með framkvæmd þeirra. Meðal annars: Járnbent steinsteypa, miðstöðvarhitanir, skolpveitur og önnur verkfræðingsstörf tillieyrandi almennum liúsabyggingum; vatnsveitur, hitaveitur, holræsi, bryggjur og önnur hafnarmann- virki, brýr, vegagerðir, verksmiðjur allskonar og byggingar til atvinnurekstrar, rafmagnsstöðvar og aðrar aflstöðvar. Teiknistofa mín og einkaskrifstofa eru í Bankastræti 11, mið- hæðinni, síma 2303. Öllum fyrirspurnum greiðlega svarað. Reykjavík, 7. okt. 1927. Jóxa Þovláksson. verkfræðingur. Símskeyti Khöfn, 8. okt. FB. Ófriðarblika á Balkanskaga. Símað er frá Berlin, að make- . dons-búlgarskir óaldárflokkar Iiafi kastað sprengikúlum á ýmsar byggingar í júgóslaf- neskum landamærabæ. Urðu miklar skemdir á ýmsum opin- beruin byggingum. Sprengju- tilræði þessi ásamt morðinu á júgúslafneska hershöfðingjan- um Iiaí'a vakið miklar æsingar í Júgó-Slafiu gegn Búlgaríu. Óttast margir, að ef svo lialdi ái'ram, kunni að draga til ófrið- ar enn einu scinni milli Ballcan- skagaþjóðanna. — Sendiherrar stórveldanna í Balkanskaga- löndunum álíta ástandið afar- alvarlegt. Stjórnin í Júgó-SIafíu hefir látið stöðva alla umferð á landamærum Júgó-SIafíu og Búlgaríu. ’ Frá styrjöldinni í Kína. Símað er frá London, að Shangháiherinn vinni nú stöð- ugt á gegn Norðurhernum kín- verska. pó ætla menn eigi niikl- ar líkur séu til þess eins og sak- ir standa, að norðanmenn láti Peking ganga sér úr greipum. i Kaupmannahöfn. Meðan vér 'biðum eftir hinu i'yrsta verulega leikhúsi á ís- landi, þá er það að líkindum ofurlítil fróun fyrir óþolinmæð- ina að lesa um, hvað aðrar þjóðir eru að bollaleggja um leikhúsmálin hjá sér, og þá helst þær þjóðirnar, sem vér erum kunnugastir. Danir hafa lengi verið að liugsa uin aö byggja leiksvið við Kgl. leikhúsið, þar sem að eins væri talað (talsvið), cn leik- húsið, sem nú er, yrði þá söng- leikhús (opera). Einu sinni átti þetla að kosta 2,200,000 kr., síð- an hefir sá, sem þetta skrifar, mist augun af þessum tillögum, sem aldrei hafa komist í verk. Ekkert þing hefir viljað veita upphæðina, en þingin hafa alt- af borgað það sem á vantaði til þess að tekjur kgl. leikhússins hrykkju íyrir útgjöldum. Ný leikhústillaga hefir nú komið fram, og er bor- in fram af byggingameistara Christian að nafni. Hann skýrði frá þvi á fundi reyndra leik- húsmanna, leikara og annara listamanna, að liann vildi reisa leikhús, sem tæki 5000 áliorf- endur (Höfn er nú bær með 700,000 íhúum). Húsið sagði hann að mundi kosta 1 % milj. króna í steinsteypu og járni, út- búnaðurinn yrði 2l/j milj. kr., grunnurinn 3J4 milj. Ennfrem- ur þyrfti leikhúsið % milj. kr. til rekstrarfjár. Með þessu móti kostaði leikhúsið 8 milj. kr., og leigan eftir það áleit hann að ætti að vera 550,000 kr. um ár- ið. Peningar’nir ættu að fást þannig: 4 milj. og 2 milj. frá 1. veðsetningu og annari, en 2 milj. með hlutabréfasölu og af þeim væri fyrri milj. fengin þegar. I byggingarkostnaðinum voru 225,00 krónur fyrir tröll- aukið orgel lianda leikhús- inu qg fyrir radíóhljómleika, sem útvarpið borgaði. Leiksviðið og inngangseyrir. Leiksviðið á að vera útbúið með himinhring, lofttjaldi alt í kringum það; má draga það upp og láta síga niður að vild. Báðu- megin við leiksviðið eru jafn-- stórir salir sem það er sjálí’t, og þar má setja upp heil leiksvið og draga þau inn á sviðið; sömuleiðis er samskonar útbún- ingur í leiksviðskjallaranum. Leiksviðsgólfið sjálft getur runnið til Jdiðar og nýja „leik- sviðið“ í kjallaranum gengur upp og verður að leiksviði. pannig má skifta um vanda- sömustu leiksvið á augabragði. Inngangseyrir áleit hann að ætti að vera að miklu leyti frá 85 au. upp í 1,75 kr., en minni lxlutinn af sætunum væri frá 1,75 kr. og upp í 0 kr. Væri 58 % af sætunum seld að meðal- tali á kvöldi, þá ætti þetta mikla leikhús að standast kostnaðinn. Hánn áleit að það væri leikhús- stjórunum að kenna, hve leik- húsin í Danmörku væru illa sótt. peir væru bundnir við óteljandi reglur, og þær hefðu þau áhrif, að þar væru leiknir leiðinlegir smámunir, en alla liátíð vant- aði. parna mætti leika stærstu -og bestu leikritin, og mann- fjöldinn legði til hátíðablæinn. petta væri almannaleikhúsið. Sigursæll keppinautur við kvikmyndahúsin. Rohert Neiiendam, leiksögu- ritari Dana, tók þá til máls og sýndi fram á, hve mikla og góða þýðingu leikirnir á þessu leik- húsi, sém ekki er við smámuni bundið, gætu haft á menning- una. J^elta leikhús hlyti að verða sigursæll keppinautur við kvikmyndahúsin, sem snuðuðu almenning um sanna list. Hann endaði ræðu sína með því að benda á, að það yrði að vera Adam Poulsen, sem veitti þessu leikhúsi forstöðu. Hættan fyrir gömlu leikhúsin. Slauning þjóðþingismaður og fyrv. stjórnarforseti tók því næst til máls, og sagði að hug- myndin félli sér vel i geð, en hann leyí'ði sér þó að spyrja, hvort þetta leikhús yrði ekki til þess að leggja hin leikhúsin i rústir. Hann vildi sérstaklega fá skýringu á afstöðu þessa mikla Icikhúss til Konunglega leik- hússins. paðværi skóli fyrirleik- listina, sem ekki mætti Ieggja niður eða loka. En vel mætti vera, að hvorttveggja gæli sam- einasl og yrði sameinað. Aage Garde leiðbeinari tók i sama strenginn. Honum mótmælti Harald Bergstedt, rithöfundur, sem mótmælti því, að hugsað væri of mjög um afleiðingarn- ar, ef einhverju nýju ætti að þoka fram, og þetta væri eina leiðin til þess að endurnýja nú- verandi leikhús og leikhússtjórn í Danmörku. Nefndin sem hafði málið til meðferðar lieldur á- fram rannsóknuin sínum. (Eftir Berl. Tid., 22. sept. þ. á.). Frá l?§!ir-ls!iáiii —o— FB. í okt. Halldór Kiljan Laxness las upp ýmislegt eftir sjálfan sig á skemtun, sem hann hélt í Winni- ]>eg, snemma í sept. Er lokiö miklu lofsoröi á sögur þær og sögukafla, er Halldór las Jjar upp, í blööunum vestra. Hátíöahöldin 1930. Heimskringla flytur svohljóö- andi fregn eftir Montreal Daily Star, einhverju stærsta dagblaði Canáda: „Samkvæmt tilkynningu frá ræöismannsskrifstofunni hér fyr- ir Danmörku og Island, er ísland nú aö búa sig undir hátíöahöld, sem varla munu eiga sinn líka í veröldinni og sem búist er viö, aö margir sæki frá Canada. Búist er viö, aö kunnir stjórnmálamenn frá öilum löndum heims veröi viö- staddir þessi hátiöahökk þósund ára afmæli hins fyrsta þings á ís- landi. er haldiö verður 1930. — J. E. Böggild, yfirræðismaöur ís- lands hér i landi, geröi heyrum kunnugt í dag, aö i ráði væri aö leigja sérstakt gufuskip til þess aö flytja heim þá mörgu Islend- inga, er til íslands munu leita frá Canada og Bandarikjunum." Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, skáld, er nú fluttur til Winnipeg, og stundar ]iar lækningar. Undan- farin ár hefir hann átt heima í Lundar. Vísir er sex síður í dag. Sagan og bæjarfréttir eru i aukablaðinu. ÍÉiilipr erleifiis. —o— Fyrir nokkuru síöan skrifaði Skúli Skúlason blaöamaöur grein um þörfina á því, aö stofnaö væri hér á landi íslendingafélag, í lík- iiigu viö Nordmandsforbundet í Noregi. Ölíurn, er veriö hafa er ltndis um lengri eöa skemri tíma, mun ljós þörfin á stofnun slíks félags, og má eigi vansalaust kallast, ef eigi verður hafist handa til þess að hrinda þessu máli áleiöis. íslendingafélagiö mun auövitaö á sínum tíma láta semja skrá yfir nöfn íslendinga, sem heima eiga eða eru um stund- arsakir í öðrum löndum. Liggur í augum uppi hver nauðsyn er á samning slíkrar skrár. Fréttastofa Elaöamannafélagsins ætlar nú að gera tilraun í þessa átt, til bráöa- hirgöa^ uns af verður stofnun ís- lcndingafélagsins. Skilyröiö til þess að tilraunin hepnist er. að ís- lendingar sem utan fara, og eins ]:>eir, sem nú eiga heima í öðrurn löndum, láti Fréttastofunni í té upplýsingar um nöfn sín og heim- ilisfang. Ennfremur er nauösyn- legt að tilkynna ]ægar allar breyt- ingar, sem á kunna aö verða. Ekk- ert gjald verður tekiö fyrir skrá- setninguná. Skriflegum fyrir- spurnum væri ])ó æskilegt að fylgdi frímerki á svarbréf. Eru óll vikublöð íslensk beöin aö birta grein ])essa og eins íslensku blöö- in í Winnipeg. Fréttasíofa Blaðamannafélagsins. Pósthólf 956. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.