Vísir - 09.01.1928, Qupperneq 2
VlSIR
Höinm til;
Lakkris: borSa, flautur, pípur, bysaur o. fl.
Lakkrískonfekt.
Fylt súkkulaðikonfelct.
Kanolds töggur.
Atsú.kkuiaði, ýtnsar tegundir.
Suðusú kkulaði:
Vanille, Gonsum, Concurrence, Isafold, Bensdorp's.
(Bensdorp’s súkkulaði er besta suðusúkkulaði sem flyst til laadsins).
Vepðlækkun á
Fyrirliggjandi:
Þykkar galv. blikkfötnr.
Fiskihalfar með vöfða skafti.
Fiskibnsta
útrega eg beint frá útlöndum.
A, ObenhaDpt
IM eerir alla elaða.
Símskeyti
;/ , • I 'I | ^ J
Khöfn 8. jan. FB.
Thamesá flætSir yfir Lundúnaborg.
Frá London er símaö: Vegna
asa-hláku samfara óvenjulega
miklu sjávarfalli, flæddi Thames-
á í nótt yfir ýmsa hluta Lundúna-
borgar, einkum Westminster. 20
menn hafa druknaö, svo menn
vita til, en mörg hundruS eru hús-
næðislausir.
TjóniS ætla menn aS muni nema
miljónum steidingspunda. Parla-
mentbyggingin, Tower, Tate Gall-
ery og fleiri merkar byggingar
eru umflotnar. Verbmæt listaverk
hafa eyðilagst. Flóöiö hjaiSnandi.
Tillögur Frakka.
Frá París er símaS: Briand, ut-
anríkisráðheiTa Frakklands, legg-
ur til aiS aöeins árásarstrfð veröi
bönnuð, þar eö hugsanlegt sé, aö
varnarstríö sé nauðsynlegt sam-
kvæmt skyldum þeirn, sem meö-
limir Þjóðabandalagsins hafa tek-
ist á hendur gagnvart því.
Vafasamt er taliö, aö Banda-
ríkin fallist á skoöanir og tillögu
Briands.
Utan af landi.
--O—i
Seyðisfirði 8. jan. FB.
Bæjarstjórnarkosning fer fram
þ. 21. jan. og verður þá kosinn
einn maður til tveggja ára.
A-listi: Eyjólfur Jónsson, út-
bússtjóri (ihalds).
B-listi: Jón Sigurðsson skóla-
kennari (alþýðu).
Þann 28. janúar verða kosnir
tveir menn til fimm ára. Listar
framkoma þ. 14. jan.
Bókarfregn.
Stefán frá Hvítadal:
Helsingjar. —
Rvík MCMXXVII.
Stefán frá Hvítadal hefir áður
gefið út þrjár ljóðabækur, Söngva
förtimannsins, óð einyrkjans og
Heilaga kirkju. Stefán er að eðli
tilfinningamaður mikill, og kemur
það greinilega í ljós í tveimur
fyrstu bókum hans. Þær eru, að
heita má spjaldanna á milli, eld-
gos af örum og áköfum tilfinn-
ingum. En með Heilagri kirkju
verður breyting á skáldskap hans.
Að tilfinningakrafti jafnast hún
ekki á við fyrri bækur hans, því
að kaþólskan hefir þá ekki verið
búin að gagntaka höfundinn með
innihaldi sínu, —• instu leyndar-
dómar hennar höfðu enn ekki
opnast fyrir sálarsjón hans,
svo að eldur heitra tilfinninga
brytist úr þeirri átt inn í kvæði
hans. Hann starir með lotningu en
þó með rósemi á ytri dýrð kirkj-
unnar, — dýrö, sem að sumu leyti
er horfin, þótt annað sé ef til vill
komið í staðinn. En í Heilagri
kirkju kemur fram ný hlið á kveð-
skap hans. Andi og form drótt-
kvæðanna fornu, konungakvæð-
anna og arftaka þeirra að sumu
leyti, helgikvæðanna, grípa hann
íastatökum. Hann tekur upp hið
dýra, bragarsnið þeirra; skraut
þein-a og tígmleiki mótar kvæði
hans hið ytra, en stilling þeirra og
rósemi hið innra. Og sami ágall-
inn' eða sama einkennið er á hin-
um fornu lofdrápum um konunga
eða um helga menn og á hinum
nýju lofkvæðum Stefáns, — sá
ágalli, að segja að eins lof, en ekki
last, um menn og málefni; hvort-
tveggja er um of einhliða. Það er
sama, hvort Arnór Þórðarson yrk-
ir um Magnús góða, Arngrímur
ábóti um Guðmund góða eða Stef-
án frá Iívítadal um Heilaga
kirkju, Þorlák helga eða van
Rossum kardínála; öll eru kvæð-
in að þessu leyti með sama mark-
inu brend, — þau eru ekki alhliða
lýsingar á mönnum og málefnum,
lieldur að eins lof. En lofið er
rrn
CHEYROLET
Chevrolet vttrubifreiðin koatar nú aSeina tr. 29Q0,00 íslenfikar uppsett I Reykjavík.
-----------JOH. OLAFSSON & CO.----------------
Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir: GENERAL MOTORS-bifreiðar.
skrautlegt og íburöarmikið og
hljómar frábæriega vel. En þrátt
fyrir alt lofið er rósemin stundum
fullmikil, og hitastig tilfinning-
anna of lágt til þess að bræða
málminn. —
Nú er það einkennilegt um
þessa nýju bók Stefáns, Helsingja,
að þar renna að vísu þessir tveir
straumar, sem eg hefi þegar nefnt,
en þeir eru teknir að blandast sam-
an. í hinum eiginlegu tilfinninga-
kvæðmn er eins og tilfinningin sé
orðin rólegri, en um leið innilegri,
kvartanirnar lægri, en um leið
dýpri og göfugri, blærinn allur
stiltari, en um leið andlegri. Skáld-
ið viii5ist hafa horfið að nokkru
leyti frá breytilegri veröld hugar
sins, ástríðna sinna, og leitað heim
til sálar sinnar. Sem dæmi má
nefna kvæðin Það vorar, Haustið
nálgast og Afhending. En trúar-
ljóöin og lofkvæðin eru einnig
orðin heitari, sum að minsta kosti.
Kvæðin urn Guðs móður, jólin og
Bjarna frá Vogi eru.öll innileg,
hvert á sína vísu. Stefán er farinn
að finna hitann frá eldinum i djúp-
um kaþólsks siðar — og láta hann
verma helgikvæði sín. Og þó að
oddurinn eigi eftir að falla af örv-
unum gegn Framsóknarflokknum
í kvæðinu um Bjama frá Vogi,
mun það kvæði standa sem óbrot-
gjarn bautasteinn, er vitnar um
ást og aðdáun samtíðarinnar á
Bjarna, — þá aðdáun, sem hlotn-
ast mikilmennum, jafnvel frá and-
stæðingfiun þeirra.
En best blandast þessir tveir
straumar og samræmast innileg-
ast í kvæðunum Þér skáld og Þér
konur; í kvæðinu Þér konur kemst
skáldið sennilega hæst — að öllu
samanlögðu. Og breytinguna, sem
orðin er á sálarlífi höf., má best
sjá með því, að bera saman kvæð-
in Þér fyrirgefið í Óði einyrkjans
og Þér konur í Helsingjum. Ann-
arsvegar að eins hold — hinsveg-
ar ekki eintómur andi, heldur andi
cg hold í æðri einingu. Að visu er
undarlegt, að Þér fyrirgefið —
skyldi valda hneykslunum, þegar
enginn hundur gelti að samskonar
kvæði eftir annað skáld, sem út
kom um líkt leyti, — kvæði, sem
var eins „gróft“ og kvæði Stefáns,
Teofani
egipskap
cigapettup
kosta 1,25.
pakkar — 3,00.
en skorti snild hans, — en því
verður þó elcki neitað, að það
stendur skör lægra en Þér konur.
Stefán er bragsnillingur, en rím
hans er ekki dýrt, nema x kivæð-
unum undir fornum háttum. En
hann hefir aftur á móti í síðustu
kvæðum sínum með miklumsmekk
notað á víxl hástuðlun og fall-
stuðlun, — hástuðlun þar, sem um
aðalatriði er að Tæða og sterkt á
að vera, en fallstuðlun við auka-
atriði. Sexu dæmi má taka þetta
erindi úr drápunni um van Ross-
um:
Hingað sótti ha;rri enginn. (Hústuðlun)
Hœstan bar að vegsenid glœstri
íiginn gest uin uegu uasto, (fallstuðlun)
virðan mest af Rómnhirðum;
postula Krists og píifa næstan,
Póturslrirkju sæmdur virkan;
lofi skrýddan aldir t/Kr,
ítran snilld og báan mildi.
Ný nefndarskipnn.
Áveitumar eystra.
I samráði við bændur austan-
fjalls hefir atvinnumálaráð-
herra, samkvæmt viðbót við
Flóaáveitulögin frá 1926 skipað
þriggja manna nefnd:
Guðmund Hlíðdal verkfræð-
ing. Sig. Sigurðsson búnaðar-
málastjóra og Stein Steinsen
verkfræðing Flóaáveitufélags-
ins, til þess að leysa af hendi’
þau störf sem hér verða talin á
eftir:
1. Að framkvæma rannsókn
sem gæti leitt til samkomulags
um verð á landi þvi sem bænd-
ur á Flóaáveitusvæðinu kynnu
Gæti þessi meðferð Stefáns ver-
ið góður lærdómur fyrir einhliða
hástuðlunarmenn, sem fordæma
alla aðra stuðlun. Persónulega
finst mér og lágstuðlun eiga full-
an rétt á sér, þar sem veikt og
blítt skal vera. —•
I Helsingjum eru og nokkrar
pi-ýðisfallegar þýðingar; má t. d.
nefna Brúðförina í Harðangri eft-
ir A. Munch.
Jakob Jóh. Smári.
Þab er marg sanuað
að kaifibætirinn
er bestur og drýgstur.