Vísir - 14.01.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1928, Blaðsíða 2
VlSIR Ríó-kaffi. Hrísgrjón. S a g ó. Hveiti margar tegundir. Molasykur. Strásykur. Kandis væntanlegur með Lagarfossi. ¥epðlækkun á frá konunglegri hollenskri verksmiSju, mahogni-póleruS. Rachals mahogni-póleruð meS 3 pedölum, fyrsta ílokks pfanó. A. Obenhanpt, CHEVROLET Chevrolet vörubifreiSii) kostar nú aSeins kr. 2900.00 islenskar uppsett f Reykiavik. —------- JOH. OLAFSSON & CO.- ASalumboSsmenn á íslandi fyrir: GENERAL KOTORS-bifrei5ar. K átsúkkulaði. K S » » . g M HraeeaniH — nsavanili — linffAnnt H Símskeyti Khöfn 13. febr. FB. Flotaaukning Bandaríkjamanna. Frá Washington er símaö : Flota- málaráöherrarin hefir lagt fyrir flotamálanefnd þingsins tillögurn- ar um aö auka flotann nm tutt- ugu og fimtn beitiskip, þrjátíu og tvo kafbáta og fjórtán önnur her- skip ’á næstu fimm árum. Segir flotamálaráöherrann, aö þessi aukning fullnægi aöeins nauösyn- legustu þörfum til þess að vernda viöskiftaleiðir Bandaríkjanna. Bretar og flotaaukningin. Frá London er símaö: BlaðiÖ „Daily Telegraph" bendir á, aö fíoti Bandaríkjanna verði öflugri en íloti Bretlands, ef tillögur þær sem bornar hafa veriö fram í þingi Bandaríkjanna veröa samþyktar. Iðnaðarráðstefna í Englandi. Iðnaðarráöstefnan hófst í gær, og sækja hana fulltrúar verka- manna og vinnuveitenda. Utan af landi. —o— Vestm.eyjum 13. jan. FB. Þingmaður kjördæmisins hélt þingmálafund í gærkveldi. Fund- urinn hófst kl. 8þá og stóð til miö- nættis. Samþyktar voru ýmsar tdlögur, m. a. tillaga frá þing- manninum, þess efnis, aö hlutast til um þaö, að rannsakaö verði á hvern hátt megi koma upp láns- stoínun fyrir bátaútveginn í lík- ingu við Ræktunarsjóð íslands. Tillagan var samþ. í einu hljóði Þessar tillögur voru frá Kristni Ólafssyni bæjarstjóra: „Fundurinn felur þingmanni kjördæmisins að reyna að fá því íramgengt á næsta þingi, að ríkis- sjóöur leggi fram þriöja hluta kostnaðar viö styrkingu ogbreikk- un Hringskershaussins út á Hrognasker og til að fullgera Hörgeyjargarð, hvorttveggja sam- kvæmt reikningum og kostnaðar- áætlun vitamálaskrifstofunnar." „Fundurinn felur þingmanni kjördæmisins aö fara þess á leit á næsta þingi, aö hafnarsjóður hér fái lán úr viölagasjóði alt aö 50 þúsund krónum til að koma upp sjógeymi og sjóveitu til fisk- þvotta.“ Tillagan samþykt í einu hljóði. Tillaga frá Jóni Jónssyni í Hlíö : „Fundurinn skorar á stjórn og Alþingi, aö fylgja sem fastast fram , fiskiveiðalöggjöfimii og koma i veg fyrir leppmensku, sem undanfarið hefir verið þess vald- andi, að Islendingar hafa orðið að sitja á hakanum við síldarver- stöðvarnar nyrðra.“ Tillagan samþykt í einu hljóði. Grjótnám bæjarins. —o— Vísir hefir áður vakið máls á því, að grjótnám bæjarins væri heldur óefnilegt fyrirtæki, eins og það er rekið nú. Fjárhagsáætlun Rvíkur fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir 20 þúsund króna halla á þeint atvinnurekstri. — Var nokkuð vikið að því hér í hlaðinu ekki alls fyrir löngu, að við svo húið mætti ekki standa. Bæjarstjórnin yrði að láta rann- saka hvernig á því stæði, að fyrir- tæki þetta bæri sig svo illa, sem rauri væri 'á orðin, og ráða bót á göllum þeint, sem á rekstri grjótnámsins hlyti að vera. Hitt væri varhugavert og í raumnni Öldungis óverjandi, að bæjarfélag- ið héldi áfram ár eftir ár atvinnu- rekstri, sem ekki væri látinn hera sig og ef til vill gæti ekki borið sig í höndum þess. Það er nú ekki kunnugt utan bæjarstjórnar, hvort nokkuð hafi verið gert í málinu hingað til. En ótrúlegt þykir, að ekkert verði gert og alt látið drasla hér eftir sem hingað til. — Fjárhagsáætl- un hæjarins ber með sér, að gert er ráð fyrir miklum halla. Tekjur bæjarins þ. á. af grjótnáminu eru áætlaðar 60 þúsund krónur, en gjöldin 80 þúsund, svo að menn sjá, að tapið er ráðgert mjög mik- ið, miðað við umsetningu. En ver- ið getur, að bætt verði á þessu ári úr brestum þeim, sem á atvinnu- rekstri þessum hafa verið að und- anförnu, svo að komist verði hjá miklu tapi. Reikningur hæjarins fyrir árið 1926, sem nú hefir verið prentað- ur, ber það með sér, að tapið á grjótnáminu hefir verið gííurlega mikið það ár. Grjótnámið hefir kostað bæinn samtals kr. 126.583,- 63, en tekjurnar hafa ekki orðið nema kr. 64.459,90. Tap bæjarsjóðs á grjótnáminu þetta eina-ár, nem- ur því kr. 62.123,73, og er það ná- lega helmingur fjárfúlgu þeirrar, er í fyrirtækið heíir verið lögð á árinu. Það mun nú ])ykja ósennilegt, að áhættulaust fyrirtæki þurfi að hera sig svo illa fjárhagslega, sem raun er á orðin um grjótnám Reykjavíkur. Virðist hersýnilegt, að eitthvað meira en litið hljóti að vera bogið við stjórn fyrirtæk- isins og starfrækslu, og hlýtur rannsókn að geta leitt veilurnar í ljós. — Bærinn hefir nú rekið grjótnámið árum saman, og er næsta kynlegt, að slík mistök, sem tjónið á atvinnurekstrinum ber ljóst vitni um, skuli geta átt sér stað nú orðið. Er sök sér, þó að mistök nokkur verði fyrstu árin og áætlanir standist illa, en hitt er óverjandi, að halda áfram ár eftir ár að reka áhættulaus fyrir- tæki með stórkostlegum halla, án ]>ess að kanna til hlítar, hvað valda muni tjóninu. Mundi slíkt þykja heldur óefnileg'ur atvinnurekstur í höndum einstakra manna. Bæjar- stjórnin veit, að hverju hún geng- ur um kaupgjald og annað þess háttar, og reynslan hlýtur að vera búin að færa henni heim sanninn um það, hversu mikilli vinnu hver meðalmaður rnuni afkasta við grjótnámið. En þegar vissa er fengin um þetta tvent,’ kaupgjald- iö og afurðamagnið, ætti að vera hægðarleikur að stýra hjá miklu fjártjóni, ef markaður er til fyrir hið unna grjót. Og þess hefir ekki heyrst getið, að markaðurinn væri elrki nókkurn veginn örugg- ur. Einhver hluti framleiðslunnar kann þó að hafa verið óseldur í árslok, en þaö skiftir varla miklu, því að sjálfsagt hafa einhverjar gamlar birgðir verið til í byrjun ársins. Sandtaka bæjarins árið i92Óhef- ir ekki heldur gefið svo góða raun, sem búast mætti við. — Sandtak- an hefir kostað hæjarsjóð rúmlega 44500 kr., en tap hefir orðið ná- lega 5200 kr, — Þetta tap er að vísu ekki stórvægilegt, en það ætti ckkert að vera. Bæjarstjórnin ger- ir líka ráð fyrir þvi í fjárhags- áætluninni, að enginn halli verði á þessum atvinnurekstri, en um gvjótnámið gegnir öðru máli. Þar er ’heinlínis gert ráð fyrir stór- tjóni — og haldið áfram samt. Væntanlega verður nú nákvæm rannsókn látin fram fara um það, hvernig standa muni á tjóni því hinu mikla og alvarlega, sem orð- ið hefir á grjótnámi bæjarins að undanförnu. — Er vonandi, aö sú rannsókn leiði sannleikann í ljós og að komið verði í veg fyrir, að slík mistök, sem hér er um að ræða, geti átt sér stað framvegis. Greinarkorn það, er liér fer á eftir, bað eg ritstjóra Alþýðu- blaðsins, herra Harald Guðmunds- son, að birta. Þóttist eg eiga full- an rétt til rúms í því hlaði, að minsta kosti engu síður, en herra Guðmundur Gíslason Hagalín. Vissi eg ekki fyrr en nú, að sá maður væri svo rétthár í Alþýðu- flokknum (ekki veit eg til þess, að hann sé í neinu félagi innan flokksins), að hann væri settur skör hærra, en þeir menn, sem verið hafa meðlimir flokksins frá fyrstu árum hans. Frjálslyndi hins nýja ritstjóra var þó ekki ríkara en svo, að hann kvaðst ekki geta tekið greinina. Vænti eg þess, að Guðmundur Gíslason Hagalín veröi tryggari þjónn hinum nýju húsbændum sínum, en hann til þessa tíma hefir verið hinum fyrri. " H. J. S. O. H. C. Andersen: Ævintýri og • sögur. Ekki eru mér kunnar hvatir herra Guðmundar Gíslasonar Hagalins, er hann fer ómaklegum orðum og heimskulegum um ný- útkomið safn af ævintýrum hins danska meistara H. C. Andersen, — í 6. tbl. „Alþýðublaðsins“ — en liitt er víst, að síst er hann þess fær. Ber grein hans þess glögg merki. Rithöfundur, sem ekki er fær um að rita villulaust svo stutta blaðagrein, er ekki fær um að hreyta ónotum í aðra, og síst að óverðskulduðu. Guðnumdi Gíslasyni Hagalíni renna í brjóst málvillur, lestrar- merkjavillur og stafsetningarvill- tir, sem hann telur hafa komist inn í þýðinguna. Tekur Rann nokk- ur dæmi máli sínu til stuðnings. í 2. dæminu segir G. G. H. að standi „með millustein um háls- inn“. í þýðingunni stendur rétti- lega „mýllustein", en svo illa er vandlætarinn að sér í íslensku máli, að hann skrifar „millustein" tneð i, með öðrum orðum getur ekki haft rétt eftir það, sem stend- ur í prentaðri bók fyrir framan hann ! Eg skal játa það, að' nokkr- ar „kommuvillur" má finna í þýð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.