Vísir - 06.02.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 06.02.1928, Blaðsíða 3
VISIR 0 Odýrir sokkar Kvensokkar úr baðmull 0,75, 1,00. 1,35; úr ísgarni 1,35 (áður a,50, 2,00, 1,85); úr silki: sem kosta 2,15, 2,50, 3.25, 5,00 fyrir 1,50, 1,90, 2,85, 3,90 Karlmannasokkar sem kosta 0 90, 1,25, 1,85, 2,25 fyrir 0,58, 0 85, 1,25, 1,65. Ódýrir barnasokkar! CO BRÁUNS'VERSLUN. .Beejarf ó getaskrif stof urnar verða lokaöar á morgun kl. i—3, vegna jarðarfarar Jóhannes- ar heitins Kjartanssonar frá ffruna. Fyrirlestur dr. Bjargar C. Þorláksson í gær var fjölsóttur og vel fluttur. Geröi frúin grein fyrir rannsóknum þeim, er hún hefir hlotið doktors- nafnóbt fyrir, en þó að efni þetta væri flutt í alþýðlegu formi, mun flestum sem viöstaddir voru, hafa reynst full erfitt að fylgjast meö í fyrirlestrinum, ö'örum en þeim, er sérstaka stund hafa lagt á sál- TEen vísindi. Lefkhúsið. Schimeksfjölskyldan var sýnd í -gærkveldi viö mjög mikla aðsókn. XJrðu margir frá að hverfa. Næst nuin verða leikið á fimtudag. Jón Lárusson skemti með kveðskap sínum i Bárunni í gærkveldi. Aðsókn var jnikil. J. L. mun hafa í hyggju aö skemta bæjarbúum enn nokkurum sinnum, áður en hann heldur heimleiðis. Komið hefir til orða að hann skryppi til Vestmanna-'’ ,eyja, en ekki mun það afráðið. .Sltíðaferðin í gær varð hin skemtilegasta. Segir L. H. Múller kaupmaður Vísi, að í þetta sinn hafi farið saman besta veður og færð, sem hann hafi nokkurntíma fengið i skiðaferð hér á landi. Þátttakend- ur voru 26 og fóru þeir á bifreið- um héðan kl. 9 i gærmorgun upp að Lögbergi og þaðan upp á Mos- fellsheiði og komu niður að Graf- arholti fyrir kl. 6. Ákveðið hefir verið, að fara aðra ferð um næstu helgi, ef veður og færð leyfa. Gjöf til fátæku stúlkunnar, sem getið var um í Vísi í gær: 10 kr. frá :N. n. Athygli skal vakin á því, að frestur tii að skila framtölum um tekjur og eignir 1927 er útrunninn á morgun kl. 12 á miðnætti. Framtöl, sem koma eftir þann tíma, verða ekki tekin til greina. Þetta gildir þó ekki atvinnufyrirtæki, er frest hafa til framtals að lögum, og ekki heldur sjómenn, er verið liafa fjarverandi, en senda frarn- töl innan skamms. En rétt er, að þeir láti þess getið á framtals- skýrslunum, að þeir hafi verið fjarverandi. • Jarðlaust eða jarðlítið mun nú vera víð- ast hvar hér í nærsveitunum, aðal- lega vegna áfreða. Á Kjalarnesi og í Mosfeilssveit er sagt að öll hioss sé komin á gjöf. Skipafregnir. Brúarfoss fór frá Seyðisfirði i gærkveldi til útlanda. Lagarfoss er á Sauðárkróki i dag. Gullfoss kemur til Leith í fyrra- málið, á heimleið. Goðafoss er á leið til Hamborg- ar. Selfoss fór frá Hafnarfirði i gær, fullfermdur óverkuðum salt- fiski (909 smálestir) til Bretlands. Baldur kom frá Englandi í gær og þýskur togari, til að fá sér kol. Aimar þýskur togari kom hingað í morgun til að leita sér viðgerðar. Jón forseti kom frá Englandi í morgun. v Samsöngur Karlakórs Iv. F. U. M. í gær fór hið besta fram og var fjölsóttur, svo að heita mátti að hvert sæti væri skipað. Veðrið í morgun. Frost í Reykjavík 2 st., ísafirði 2, Akureyri 1, Stykkishólmi 2, Grimsstöðum 5, Blönduósi 1, en hiti á þessum stöðvum: Vest- mannaeyjum 1, Seyðisfirði 1, Raufarhöfn o, Hólum í Hornafirði 1, Færeyjum 4, Kaupmannahöfn 2, Utsira 2, Tynemouth 4, Hjaltlandi 4,, Jan Mayen o st. (engin skeyti I H.í Efoagerð Mjaiiir Hillingap. framleiðir hið íslenska Lillu- súkkulaði og Fjallkonu- súkkulaði og gefa blöðin því eftirfarandi ummæli. Morgunblaðið: Súkkulaði það sem Efnagærðin hefir sent frá sér virðist jafnast á við það besta erlenda súkku- laði, sem hingað flyst Tíminn: Skiftir miklu að í byrjun hverrar greinar iðn- aðar hér á landi sé vandað af fylstu kostgæfni til fram- leiðslunnar. Virðist Efnagerðin hafa vel gætt þessarar megfin- skyldu. Mun vara hennar standa fyllilega á sporði bestu tegundum samskonar vöru erlendrar. Vísir: Þeir sem reynt hafa súkkulaði Efnagerðarinnar hér í bænum, láta vel yfir því og telja það góða vöru. St. Verðanfli nr. 9. Fundur á morgun kl. 8J4 e. m. Skemtikvöld. Kaffidrykkja. ! Skáldagyöja, dísin dýra, góða; dvel þú hjá mér rétt um stundar bið. Still þú veika strengi gígju hljóða; strjúk þá að eins meðan þú dvelur við. Káttu nú, fyrst hörpu hljómúr gellur, hendingarnar bindast saman létt, líkt og þegar foss í gljúfri fellur fram af háum, dökkum standbergs-klett. Líða aldir og ár, rætast örlaga spár, liður æfi manns fljótt. Brosir himininn hár, víður, heiður og þiár. Eftir dýrðlegan dag kemur nótt. Flýgur andinn frjáls úr jarðar böndum, fleygur, gegnum himinsveldi blátt, að alviskunnar útgeims furðuströndiun og unir sér við rúmsins töfra mátt; frá sól til sólar hraður hugur sveimar, svo hlýja streymir gegnum hverja taug. Þar finnast mínir andans undra heimar álrúmsins í hugarveldis baug. Liða aldir og ár, o. s. frv. Hann svífur þar með sveipþokunum fjærstu og sér þar dulin lifsins töfra mál. Hann unir sér hjá eldhnöttunum stærstu og elskar þessi furðulegu bál. Iiann máttvana um myrkraveldi reikar og missir þrótt við helvitanna völd. Hann litur sólir: bláar, hvitar bleikar, sem brénna fram á hinsta æfikvöld. Líða aldir og ár, o. s. frv. Systurnar eru vinsamlega beðn- ar að koma með kökuböggla. Nefndin. Geir Konraðsson Skólavörðustíg 5. Horfi ég í hvelfing fagurbláa, hrifning voklug grípur anda minn. Opið blasir himinsveldið háa, hverjum einum býður faðminn sinn. Djúpa djúp, sem allar aldir varir, Ændileysa hulin bláum serk. Víða- vídd, sem stælt og þögul starir, starir gegnum cigin furðuverk. Liða aldir og ár, o. s. frv. Sími 2264. Rammar, rf<mmalistar og mynd- ir. — Innrömmun á s ma stað. Vaudaðut fragangur. frá Grindavík og Angmagsalik). Mestur hiti hér í gær o st., mest- ur kuldi 2 st. frost. — Djúp lægð f}rrir austan land. Grunn lægð yfir Faxaflóa á suðausturleið. Vestan stjnningskaldi í Norðursjónum. - Horfur: Suðvesturland: í dag og nótt breytileg átt. Dálitil úrkoma. Faxaflói: 1 dag hægviðri og dálit- il snjókoma. í nótt norðaustan átt og úrkomulaust. Breiðafjörður: 1 dag og nótt norðaustan átt og bjart veður. Vestfirðir: í dag og nótt norðaustan átt. Víðast úr- komulaust. Norðurland og norð- austurland: í dag og nótt norðan átt. Éljagangur í útsveitum. Aust- firðir: í dag og nótt: Minkandi uorðan átt. Éljagangur. Suðaustur- land: í dag og nótt hæg norðan átt og bjart veður. GENGI ERL. MYNTAR. Sterlingspund kr. 22.15 too kr. danskar — 121.70 ioo — norskar — 120.97 ioo — sænskar — 122.19 Dollar — 4-55% ioo fr. franskir — 18.01 ioo — svissn — 87-63 ioo lírur — 24.22 ioo gyllini — 183.53 ioo þýsk gullmörk ... — 108.56 ioo pesetar — 77-83 ioo belga — 63.53 Þar norðurljósin tignarlegu titra, svo tibrá engin slík við jörðu sást. Þar stjömuhröp sem gullnir taumar glitra, sem geislum strá, og aldrei tiðar sjást. ' Þar mánar bjartir langt um geiminn lýsa og ljóss og skugga stutt er millibil, þar sólir drottins dýrðarljóma prísa og dags og nætur hvergi finnast skil. Líða aldir og ár, o. s. frv. Þungi, kraftur og efni er eitt það sama, efnabreyting, hreyfing myndar kraít, ef eitthvað hindrar efnis framrás tama, orka myndast þá við hvert eitt haft. Kraftlaust efni og efnisleysu kraftur, er ekki til og hvergi finnanlegt. Hreyfing, breyting efnis fram og aftur er eilíf hriugrás sjálfsagt löngu þekt. Líða aldir og ár, o. s. frv. Engin takmörk tímans geta fundið með tölum stærð hins undraverða geims. Ekkert hugtak getur í bækur bundið breidd eða víddir sólnaleiða heims. Sólir eyðast, sólarkerfi fæðast og svífa gegnum himinsveldi kalt; úr algeimsefni harðir hnettir bræðast í heljarkuldadeiglu er smíðað alt. Líða aldir og ár, o. s. frv. Langt í fjarlægð útsýn alla hylja óteljandi sólna og hnatta mergð. Hver ert þú, sem hyggur þér að skilja himinssólkerfanna snúningsferð ? Við algeims stærðir engir duga kvarðar og enginn skyldi telja mikla skömm, j)ótt heimskur rcyndist heimspekingur jarðar, tneð heila liðug þúsund lítil grömm. Liöa aldir og ár, o. s. frv. Kristjón JónssoO.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.