Vísir - 08.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 08.02.1928, Blaðsíða 2
)) Hmwi I ©lsem ((É Höfum til: Flskbursta mjög ódýra. frá konunnlegri hollen-kri verksmið|u, mahogni, Rachala mahogni moð 3 pednlum. — Lœg-.tíi verð beint fra verksmiðjunni. — A. Qbenhaupt. Símskeyti Khöfn 7. febr. FB. Frakkar andvígir tillögu Kelloggs. Frá París er símað: Frakkar eru andvígir tillögu Kelloggs við- víkjandi kafbátunum. Blaðið . Le Tetnps heldur því fram, að kaf- bátarnir séu nauðsynleg varnar- vopn fyrir ríki, sem skorti fé til þess að byggja stóra flota. Kobile í Osló. Nýtt heimskautsflug Frá Osló er símað: Nobile er kominn til Osló til þess að undir- búa pólflugið. Býst hann við að leggja af stað til Svalbarða í apríl- mánuði. Tilgang leiðangursins segir hann aðeins vera vísindaleg- an. GertSardómssamningur undirritaSur. Frá Washíngton ér símað: Frakknesk-ameríski gerðardóms- samningurinn var undirskrifaður í erær. Ffs AlþingL Efri deild. ' J'ar var því nær enginn fund- ur í gær; aðeins ákveðið, á hvern hátt ræða skyldi tvær þingsálykt- uxiartillögur, sem fram hafa veri'ö öornar í deildinni. Neðri deild. Þar voru þessi frv. til umræðu: 1. Frv. til 1. um breyting á lög- íim um slysatryggingar, 1. umr. Frv. þetta er f lutt af Héðni Valdi- marssyni. Er það aðallega um að bækka dánarbætur og örorkubæt- ur þeirra, sem undir lögin komast, þannig, að dánarbæturnar verði 5 þús. kr. í stað 2 þús. nú, og ör- orkubæturnar 8 þús. kr. i stað 4 þús. Einnig er farið fram á að víkka þann hóp verkamanna nokk- uð, er lögin taka til, þannig, að bifreiðastjórum við hverskonar bifreiðar sé bætt við. Taldi flm. þetta spor til þess, að gera slysa- tryggingalögin eitthvað í áttina við það, sem slík lög værierlend- is. Frv. var vísað ,til 2. umr. og ailshn. 2. Rakarafrumvarpið var til 1. umr., og fór umræðulaust til ann- arar, enda átti það almennum vin- sældum að fagna í neðri deild á sínum fyrstu árum. 3. Frv. til 1. um eftirlit með loftskeytanotkun íslenskra veiði- skipa, 1. umr. Frv. þetta flytur Sveinn Ólafsson, „í samráði við dómsmálaráðherra og eftir hans ósk". Lenti aðalþungi flutnings- ins á ráðherranum, og létust sumir þingdeildarmenn ekki trúa því á Sv. Ó., að hann hefði samið frv., svo vanhugsað sem þeim þótti það. — í frv. er landsstjórninni heimilað áð „hafa eftirlit, eins og henni þurfa þykir, með því, að loftskeyti séu ekki notuð til stuðn- ings ólöglegum veiðum í landhelgi á nokkurn hátt." Þetta á að gerast m. a. á þann hátt, að útgerðarmenn allra veiðiskipa hér við land, sem loftskeyti hafa, skuli skyldir til að afhenda dómsmálaráðuneytinu Iyk- ii að hverju því dulmáli, sem not- að kann að verða í skeytasending- um milli skipanna og útgerðarinn- ar, eða skipanna sín á milli. Á veiðiskipum og loftskeytastöðvum eiga að vera sérstök eyðubl'öð, sem frumrita skal á öll skeyti vegna veiðiskipa, og á sendandi í hvert skifti jafnframt skeytinu að und- irrita drengskaparvottorð um það, að ekkert i efni þess geti orðið til að hjálpa veiðiskipi til að brjóta landhelgislöggjöfina. Nákvæmar bækur á a'ð halda um skeytin, og skal eftirrit allra skeyta í lok hvers mánaðar sent dómsmálaráðuneyt- inu, sem leggur þau síðar fyrir sjávarútvegsnefndir Alþingis. — Ef það sannast eða sterkur grun- ur leikur á, að skipstjóri eða út- gerðarstjóri hafi misnotað loft- skeytin, fær hann engin skeyti að senda, nema undir eftirliti dóms- málaráðuneytisins. Brot gegn lög- unum varða 15—50 þús. kr. sekt- um fyrir útgerð skipsins, en fyrir skipstjóra missi á réttindum til skipstjórnar um 2 ár við fyrsta brot, en að fullu við ítrekun. — Umræður um frumvarpið urðu all- langar, og kom fram nokkur vafi um það, hvert heimilt gæti talist að grenslast svo í skeyti manna, sem fram á væri farið í frv. Aðal- mótbárurnar komu þó frá Ólafi Thors, og bygðust á því, að ger- samlega ómögulegt væri að nokk- ur árangur yrði af þeirri virðing- arverðu viðleitni, sem hann taldi vera í frumvarpinu. Ef útgerðar- menn og skipstjórar vildu svíkja lögin með loftskeyta-sendingum, þá gætu þeir það á margvislegan ______visir_______ hátt, hvað sem þessu frv. liði, og öllu „eftirliti" stjórnarráðsins með skeytasendingum. — Eina ráðið til að verja landhelgina sagði Ó. Th., að væri það að fjölga strand- varnarskipunum, og vildi hann að þegar yrði að því horfið. — Dóms- mrh. svaraði, og gerði litið úr vel- vild Ólafs eða einlægni, til land- * helgisgæslunnar. — Pétur Ottesen áleit frv. ekki mikils virði, þótt viljinn væri góður. Kvað hann brýna nauðsyn á fleiri varðskip- um, en vítti harðlega þá misnotk- un þeirra, að nota þau til snatt- ferða kringum land með hina og þessa menn. — Eitt af því sem fram kom í umræðunum, var það, að dómsmrh. lét í ljós ánægji; sína yfir góðri framgöngu Dana i srrandvörnum hér við land, —¦ og varð ekki annað sé'ð, en að hann gerði það í fullri alvöru. — Að lokum var frv. vísað til 2. umr. og sjútvn. Ný frumvörp og tlUögur. Erlingur Friðjónsson flytur frv. til I. um verkkaupsveð. Sami þm. og Ingvar Pálmason flytja frv. til 1. um einkasölu á útfluttri síld. Halldór Stefánsson flytur frv. ti! 1. um breyting á lögum um fyrning skulda og annara kröfu- réttinda. Bjarni Ásgeirsson og Jón Sig- urðsson flytja frv. til 1. um bryt- ing á 1. um bændaskóla. >^XXKX^X)QQOOOQQOOQQQOQQ(SOOaQOQOQOQQOQ« 20 stk. 1,25. Fást hvarvetna. iööíiGocoGttCíiOöayöaíiöGOíioo«;uieoooööoayoo;5G:5öCuac»»íWooí Heimssýning í Barcelona. Norges Handels- og Sjöfarts- tidende frá 13. jan. flytja viðtal við norskan mann, Hans T. Möli- er ræðism., sem búsettur hefir vert ið í Barcelona síðan 1879, og mnn því vera gagnkunnugur verslunar- högum þar syðra. Minnist hann m. a. á saltfisksverslunina við Spán, og segir berum oröum, að Norðmönnum muni veitast erfitt að ná aftur markaði þeim, er þeir hafi mist — meðfram vegna toll- deilunnar milli landanna hér um árið. „Þótt aðstaða Islendinga og Norðmanna væri lík hvað tollkjör og annað snertir, gætum við ekki gert oss von um, að keppa við ís- lendinga, þvi að fiskur þeirra er stærri og hvítari en norskur fisk- ur," segir ræðismaðurinn. Enda séu norskir fiskkaupmenn þar syðra, sem áður seldu norskan fisk, mik- ið til hættir að hafa "hann á boð- stólum, en versli með íslenskan fisk. Ræðismaðurinn bendir á góð tækifæri til þess að afla norskum afurðum útbreiðslu á Spáni, þar sem séu sýningar þær, er fara i hönd þar á næstunni. í Sevilla verður opnuð sýning 1. október í haust og stendur til 31. maí 1929. Og 1, apríl 1929 verður opnuð heimssýning í Barcelona. Lofa Spánverjar því, að sú sýning skuli verða tilkomumest allra þeirra sýninga, sem haldnar hafa verið í heiminum. Borgin fer sívaxandi, eru íbúar þar orðnir 1,3 miljónir eða um 400 þúsund fleiri en í sjálfri höfuðborginni. Og alt er þar i uppgangi. Borgarstjórnia * Barcelona ætlar að verja 130 míl- jónum peseta til þessarar sýning- ar, auk ýmsra fríðinda. Á sýning- unni verður hverri þjóð, er þátt tefcur i henni, sérstaklega helguö eiri vika sýningartímans. Ræðismaðurinn hvetur Norö- menn til að láta ekki þetta tæki- færi, til að kynna heiminum norsk- ar afurðir og yfirburði Noregs sem ferðamannalands, ganga ónot- að úr greipum sér. Hafa Norð- menn í Barcelona þegar skipaíí nefnd til þess, að vinna að þátt- töku norsku þjóðarinnar í sýning- unni og undirbúningi hennar. Mál þetta á erindi til Islendinga Þad er ma^g sannaO að kaffibætiritui er bestor ocrdrýgftnr. Lægst verð í bopg- iani Skyndisalan í fullum gangi Af sláttur af öllu. í dag og næsta daga. Enn er tækifæri til að gera óvenjulega góð kaup. Um 900 mtr. af ahillar-kjólataui í 8 fallegum litum, alveg tvibreið (140 cm.) á alt að seljast fyrir að eins 3,90 pr. mtr. Ódýr káputau og fatatau. 1 kvenfatadeildinni á að selja margar mjög laglegar dragtir á 25,00 stk. Kvenkápur brúnar á 6,75 stk. og aðrar hlýrri á 29,00. Enn er eftir nokkuð af barnataukápum á 6,00 stk. og sjölum álO kr. — Ljereft frá 0,55 mtr. og tvisttau, flónel og önnur baðm- ullarvara þar eí'tir, brúnt tau í skyrtur frá 3,50 i skyrtuna. Nokkur hundruð pör af aliillar kvensokkum, sterkuní og hlýjum, seljast á 2,10 i>arið, silki og ísgarnssokkar frá 0,90 parið o. m. m. fl. 1 herradeildinni verður sérstakt gæðaverð á regnfrökkum karla, þ. á . m. bláir á 26.00 stk. og aðrir þrefaldir, algerlega vatnsheldir á 39,00 stk., afar mikið af enn vandaðri regnfrökkum verða seldir fyrir alt að hálfvirSi. Kjarakaup á hálsbindum, silkitreflum, vinnubuxum og vinnuvetlingum. — Enn er nokkuð óselt af góðu vetrarfröklíunum ó- dýru. Skyrtu-, nærfata- og sokkakaupin kannast alhr við. Aths. Ef þér þurfið að gera kaup, þá er rétt að gera þau nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.