Alþýðublaðið - 06.06.1928, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.06.1928, Qupperneq 2
J ILÞY8UBB AÐIÐ Annar þáttur úr viðskiftasðgU. fitskrift úr nppMsbök ReirkjavJkor. H/ér í blaðinu hcfir áður, í sam- bandi við sjóðpurðina í Bruna- bótafélaginu, verið sagður , lítíll þáttur úr viðskiftasögu. Var sá þáttur um sölu á eignum prota- bús Jónatans Þorsteinssonar við Vatnsstíg og Laugaveg. Síðan hef- ir, sem kunnugt er, verið fyrir- skipuð opinber rannsókn á gjald- proti Jónatans, og er þeirri rann- sókn vist eigi lokið enn. Á uppboðinu varð Pétur Magn- ússon, fyrir hönd erlendra lánar- drottna Jónatans, hæstbjóðandi. Bauð hann 135 pús. krónur, og krafðist út'agningar fyrir þáð verð. Skömmu síðar æskir Pétur þess í réttinum, að uppboðsaf- sal verði gefið út. til Marteins Einarssonar, þar eð hann falli frá útlagningu fýrir hönd umbjóð- enda sinna. Fékk Marteinn þannig afsal fyr- ir eignunum, og var uppboðsand- virðið, eins og áður segir, 135 þús. kröínur. Sama dag gefur svo Marteinn út skuldabréf til Brunabótafélágs íslands, trygt með 1. veðrétti í téðurn eignum, að upphæð 200 þús. krónur, með 4^2 »/o, vöxtum á ári. Skuldabréfið var þannig 65 þús. krónum hærra en . uppboðsverð eignanna. Hélt Alþýðublaðið því fram, að að minsta kosti nokk- ur hluti þessara 65 þúsunda hefði ver.ið boöinn fram sem greiðs'la upjr í sjóðþurðlna í Brunabótafé- 'laginu. Pétur Magnússon og Guðm. ÓI- afsson stsfndu b'aðinu fyrir um- mæjin, og er þvi máli ekki lokið enn. Annar þáttur þessarar sömu viðskiftasögu gerðist og um sama ieyti og þessi, serrt nú er frá greint. Hinn 15. sept. s. 'I. gaf upp- boðsrétturinn, samkv. ósk Pét- urs Magnússonar, út uppboðsaf- sal til Bergþórs skipstjóra Teits- sonar.fyrir húseigninini nr. 12 við Sóiýallagötu (Álfheimar). Upp- boðsandvirðið var 60 þús. krón- ur. Hafði Pétur orðið hæstbjóð- andi, fyrir hönd lánardrottna JJónatans, og kráfðist útlagningar þeirra vegna, en nú lýsti hann því ýfir, að hann féíli frá þeirri kröfu og að hann óskaði, að afsal yrði gefið út á nafn Bergþórs, eins og sj ámá af eftirfarandi: ÚTSKRIFT! úr UPPBOÐSBÖK REYKJ’AVIKUR. Ár 1927, fimtudaginn 15. sept- ember var uppboðsréttur Reykja- víkur settur í bæjarfógetaskrif- stofunni og haldinn af fulltrúa bæjarfógeta, I’órði Eyjólfssyni, með undirrituðum vottum. Var þá tekið -fyrir: að gefa út uppboðsaísal fyrir húseigninni nr. 12 við Sól- vallagötu (Álfheimum), hér í bænum. Ár 1927, miðvikudaginn 10. ágúsl var þriðja og síðasta nauð- ungaruppboð ha'ldið á téðri hús- eign og varð hæstbjóðandi í hana Pétur Magnússon, hæstaréttar- málaflm. f. h. firmans C. Olesen A/S, er bauð kr. 60.000.00 — sextíu þúsund krónur og gerði þá kröfu í réttinum, að umbjóðanda sínum yrði lögð eignin út sem ó- fullnægðum veðhafa, og komu engin andmæli fram gegn þeirri kröfu. 1 uppboðsréttinum eru mættir Pétur Magnússon hrm., Bergþór skipstjóri Teitsson og Gísli Bjarnason cand. jur., sem mætir með Bergþóri. Æskir mættúr, Pét- ur Magnússon, þess, að uppboðs- afsal fyrir húseigninni verði gef- ið út á nafn Bergþórs Teitsson- ar, þar eð hann, f. h. umbjóðanaa síns, C. Olesen A/S, falii frá út- lagningu, og samþykkir uppboðs- haldari það. Uppboðshaldari lýsti því þá yf- ir, að þar eð greiddur hefði verið allur uppþoðskostnaður, þar með taiin -sölulaun í ríkissjóð og inn- heimtulaun að því leyti, sem þeirra er krafist, svo og öll opin- ber gjöld, sem á eigninni hvíla, og auk þess hafa verið sýnd í upp- boðsréttinum skilríki fyrir því, að kaúpandi hafi með samþykki veð- hafa tekið að sér að greiða skuld- ir þær, er á húseigninni hvíla með 1. og 2. veðrétti, en 3ji veðréttur er af sjáifu sér niður fallinn, þá afsali hann hér með, sem upp- boðshaldari í Reykjavík, Bergþór skipstjóra Teitssyni, Öldugötu nr. 32, húeeigninni nr. 12 vjð Sóha'la- götu (Álfhéima) roeð tilheyrandi lóð og mannvirkjum, áður eign Jónatans Porstein-ssonar, til fullr-. ar eignar og umráða m-eð öllum sama rétti og hinn fyrri eigand-i átti hana, og getur han-n látið þinglesa útskrift af- uppboðsrétt- arhaldi þessu,- sem eignarheimild fyrir húseigninni. Uppboðsréttinum slitið. Þórður Eyjólfsson. ftr. Pétur M-agnússon B-ergþór Teitsson Gísli Bjarnas-on Vottar: Páll Jónsson Adolph Bergsson. Rétta útskrift staðfestir Skrifstofu bæjarf-ógetans í Rieykja- vik, 24. sept. 1927. Jóh. Jóhanness-on L. S. Gjald: Ritlaun 1.00 Stimpilgj. 0,50 Kr. L50 — ein króna og fimtíu aurar — Gr-eitt. Jóh. .lóhannesson. Sama dag, 15. sept., gefur kaup,- andinn, Bergþór Teitsson, út skuldabréf til Péturs Magnússon- ar, «ð upphæð 17100 kr. Er það trygt með 3. veðrétti í eigninni næst á eftir liðlega 60 þús. krón- um, svo að strax eftir kaupin hvíldu á henni um, 78 þús. kr„ þótt uppboðsandvirðið væri að eins 60 þúsund. Það er því fullvíst, að raunveru- Iegt kaupverð eignarinnar hafi eigi ver;ið 60 þús. kr.,heldur að minsta kosli 78 þús. Og alment er álitíð, að kaupandi hafi greitt talsvert í peningum og að kaupverðið hafi verið 100 þús. krónur, eða 40 þús. krónum hærra en uppboðsverðið. Þessi þáttur viðskiftasögunnar er nauðalíkur hinum fyrra, að eins blandást sjóðþurðin í Bruna- hótafélaginu ekkert inn í málið. Veðskuldir á báðum eignunum eru strax eftir að afsal er gefið miklum mun hærri en uppboðs- verð eignanna. Alt bendir til, að kaupverð eignanna beggja hafi verið 300 þús. krónur, en eigi 195 þús, sem er uppboðsverðið. Hver hefiir f-éngið þenna verð- mun, 40 þús. krónur á Álfheim- um og 65 þús. kr. á eignunum udð. Vatnsstíg og Laugaveg, sam- tals 105 þús. krónur? Því er ósvarað enn. Enn er eitt. Ríkiissjóður á að lögum -að fá lýo stimpilgjald af afsölum auk venjulegs þinglest- ursgjalds. Hafi kaupverð eign- anna beggja verið 300 þús., eins og alt bendir til, hefði hann átt að fá 3000 króna stimpilgjald, en stimpilgjaldið af uppboðsverðinu er að eins 1950 krónur, eða 1050 .krónum minna. Annars mun það alveg nýr sið- ur og óvenjulegur, að gefa upp- boðsafsal öðrum en þeim, sem bo-ð hefir g-ert á uppboðinu. Að venjulegum viðskiftahætti hefði Pétur Magnússon eða sá, sem næst honum bauð, átt að- fá upp- boðsafsalið og greiða ríkissjóðs- gjöld af því. Síðan hefði P. M. getað selt eignirnar aftur Marteini og Bergþóri og gefið þeim afsal. Hefði þá ríkissjóður fengið stimp- ilgjöld af þeim afsölum í viðbót við hin fyrri, eða, ef kaupverðið hefir verið 300 þús. krónur, 3000 krónum meira. Svona viðskifti koma almenn- ingi, vægast' sagt, mjög undarlega fyrir sjónir. „Súlunni“ hlekkist á. Vélin bilar. „Súlan'1 lagði ekki af stað frá Akureyri fyrr en kl. 7 sd. í gær. Var dimmviðri -og stor-mur nyrðra framan af deginum. Fr-egnir bár- ust engar af „Súlunni" í ' gær- kv-eldi eftir að hún f-ór frá Ak- ureyri, en í morgun fréttist, að hún hefði orðið að l-enda un-dan •* Ökrum á Mýrum sakir vélbilunar. Mennirnir eru h-eilir á húfi. Ekki mun unt að gera við vél- ina þar vestra, og mun sendur verða í dag vélbátur héðan tíi þess.að sækja „Súluna". Frá Kínverjum. Það var fyrir tæpu ári, að dag- lega komu frá Kína miklar fregn- ir um blóðuga bardaga, sigra eða ósigra hinna og þessara, um svik og pretti á báða bóga, fals og vélræði og íhlutun stórveldanna. En svo lagð.ist 1-ogn í einni1 svipan yfir alt, er snerti frelsis- bar-áttu ■ Kínverja. Litlar fregnir komu þaðan, og þær, sem hingað komu, voru harla ómerkilegar. Var líka vart v.ið öð-ru að búast, því fréttir frá ófriðarsvæðunum voru flestar endurskoðaðar af brezka hervaldinu. En kínverska alþýðan hefir ekki legið í dái. Alt af hefir upp- reisnareldurinn logað —' skíðlog- að. Alt af hef.ir þjóðernissinnun- um, alþýðuhreyfingunni, aukist ásm-egin. Liði þjóðemjssinna hef- ir fjölgað, og þeir hafa jafnt og þétt bætt útbúnað sinn. Það vita allir, að alþýðan kin- verska, fátækir bændur, verka- menn og stúdentar, halda uppi frelsisbaráttunni. Það er alt af alþýðan, er berst fyrir frelsinu gegn okurvaldinu, hvort sem það er erlent eða innlent. Brezka heimsveldið hefir keypt með brezku gulli kínverska burg- eisa, embættisriienn, kaupmcnn og ræningjaforingja. Hafa þeir svo fyrir atbeina Bretanna barið á þjóðbræðrum sinum, frelsisvinun- um. Auk þess hefir brezka heims- veldið haft önniur útispjót í Kínaj Það hefir haft þar fast lið að staðaldri, -og eftir því sem því hefir fækkað vegna sigursældar þjóðernissinna, hafa fleiri enskar herdeildir farið til Kína. Mörg herskip heíir og auðvaldið brezka sent til Kina, og auk þeirra fjölda flugvéla og ógrynnin öll af alls: konar hemaðartækjum. Þ-ó að lítið hafi frézt frá Kína- undan farið, þá hefir nú brugðið við. Berast nú dagl-ega fregnir það- an, og þær m-erkilegar fyrir margra hluta sakir. Suðurherinn, þ. e. þjóðernis- sinnar, hóf nýja og harðvítuga sókn fyrir skömmu. Sótti harnn gegn Peking, aðalvígi kínverska ihaldsins. Un-nu þeir í fyrstu mjög' á, tóku margar borgir og fjölda bæja herskildi, en sundruðu allr|. mótspyrnu andstæðingainna, er höfðu gamla Bretú-þjóninn Chang- Tso-Lin fyrir höfðingja sinn. Þegar Suðurherinn hafði riœst- um t-ekið Sjantung, sem er stört hénað í Norðaustur-Kína og hefir nú mikla hernaðarlega þýðingu, komu Japanar til skjalanna. Þ-eir ruddust inn í landið og stöðvuðu framsókn þjóðernissimna. En að eins um stund, því nú hafa þjóð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.