Vísir - 01.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1928, Blaðsíða 2
VÍSIR Nýkomið: Lakkrís, margar tegundir. tskex. Súkkulaði. Eidspýtur, Leiftur. ' íslenskar kartöflur. Fypipliggjandi: A. Obenhaupt. irextir í dösmn nýkomnir. — Verðiö stórlækkað. Klein, Frakkastíg 16. Simi 73. Símskeyti Khöín 31. mars. FB. Aukinn kosningarréttur kvenna. Frá London er símaS: Neöri málstofan hefir samþykt viö (fyrstu) umræöu frumvarp stjórn- arinnar um að konur fái kosning- arrétt, þegar þær eru tuttugu og eins árs. Norsk selveiðaskip farast í Hvítahafi. Frá Osló er símaö: Samkvæmt íregn er norsku stjórninni hefir horist frá Leningrad hafa fimtán ti! tuttugu og fimm norsk sel- veiðaskip farist í.ofviöri i Hvíta- liafinu. Sumum skipshöfnunum var bjargaö. Sumir selveiöamann- anna björguöust upp á jaka og af þeim í skip síöar. Skip hafa veriö send selveiöamönnum til hjálpar. Sáttafundur. Frá Berlin er símað: Tilraun til samkomulags á milli Póllands og I.ithauen, samkvæmt ráðleggingu Þióöabandalagsins, hófst í gær í Königsberg. Vænta mehn nú, aö takast megi að bæta sambúðina á milli Póllands og Lithauen. Utan af landi. Seyðisfirði 31. mars. FB. Tólf verkamenn vinna aö upp- fyllingfu undir oliugeyma fyrir Shellfélagið • lijáf' ,,bótinni“ fyrir utan Búöareyri. Ákváeðisvinna, greiöist meö 3x00 krJ verkiö. Aætlaö nálægt 350 teningsmetrar. Sildar hefir oröiö vart i lagnet undanfarið, mest stórsild. Fisk- vart, en stopular gæftir. Góður afli á Hornafiröi og Djúpavogi síöustu daga. Krapaslydda flesta daga. I5ykk- viöri, þokur og hlýindi. Veðurhorfur í dag (pálmasunnudag): Sunn- an og suðvestan átt, regnskúrir og hlýindi. Hálfdán prófastur Guðjónsson hefir veriö skipaöur vígslu- biskup. Síra Jón Ámason prestur í Bíldudalsprestakalli hefir fengiö lausn frá embætti frá uæstu fardögum. Húsavíkurprestakall er auglýst til umsóknar. Um- sóknarfrestur til 20. júní. Vísir er sex síður í dag. Sagan er í aukablaSinu. Leikhúsið. „Stubbur“ verður leildnn í kveld í síðasta sinn. Th. J. Lövland ræöismaöur flytur erindi í kveld kl. 8 í Kaupþingssalnum um sam- bandsslit Noregs og Svíþjóöar 1905. Ræöumaöur mun aöallega fara eftir heimildum föður síns, Lövlands forsætisráðherra, er sjálfur var í stjóm þegar sam- bandsslitin uröu og veriö hefir allra manna kunnugastxir atburö- um þeim, er þá geröust milli landanna. Samsæti var Hafliöa Jónssyni haldiö á sextugsafmæli hans og sátu það ýmsir vinir hans og kunningjar, F'ærðu þeir honum góöan grip aö afmælisgjöf. Af veiðum komu í gær Bragi (með 70 tunn- ur) og Maí (meö 92 tunnur). Skaftfellingur er nú að leggja af staö i fyrstu för sina á þessu ári til Vest- mannaeyja og Víkur. Fálkinn, hið nýja myndablaö, sem getiö var um hér í blaðinu í fyrradag, kom út fyrsta sinni í gær og vakti mikla athygli, því aö hér hafa ekki áöur verið gefin út blöö meö KX»OOOOCOSX X X XXXXXJOOOOOOt unatrygsing Simi 251. Sími 512. KXXXXXXXXXXX X X X XXXXXXXXXM því sniði. Það flutti fjölda mynda og ritgeröa og seldist vel. Foreldxar. Hafið þér atliugað þörfina á nægum svefni fyrir skólabarniö. Kaupiö Mæörahókina eftir pró- fessor Monrad; kostar 4,75. Sjómannastofan. Guösþjónusta kl. 6 í kveld. Þingfréttir frá laugardegi hiöa næsta blaös. Fundir stóöu langt fram á kveld. Kvikmyndahúsin. Gamla Bió sýnir i dag' „Ástar- vimu og Freyjuspor“ og „Storm- svöluna“ (fyrir börn). Báöar kunnar og góðar myndir. I’rjár sýningar. Nýja Bíó sýnir „Paradísareyna“, sem mikiö lof hefir hlotið. Barna- sýning kl. 6. Þrjár sýningar. — Sjá auglýsingar. Úlvarpið í dag. Kl. 11 árd.: Guðsþjónusta frá dómkirkjunni (sira Bjarni Jóns- son prédikar, sálmar nr. 562, 18, 137, 138, 1^69). Kl. 12,15: Veður- skeyti og fréttir. Kl. 2: Barna- guðsþjónusta frá dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). Kl. 5: Guðsþjónusta frá dómkirkj- unni (sira Friörik Hallgrimsson prédikar, sálmar nr. 206, 158, 503, 193). Kl. 7,30: Veðurskeyti. Kl. 740: Leikið á kornet (Guölaugur Magnússon). Kl. 8: Fyrirlestur um íslenska menning (Guðm. G. Hagalín). Kl. 8,45: Hljóöfæra- sláttur frá Hótel Island. Hjálpræðishermn lieldur samkomur í dag kl. 11 árd. og'kl. 8 síðd. Kapteinn G. Ár- skóg og frú hans stjórna. Sunnu- dagaskóli kl. 2 síöd. — í Hafnar- firði kl. 8 í kveld samkoma. Ad- iutant Árni M. Jóhannesson stjórnar. Nýjan bifreiðaveg er nú i ráði aö leggja af Mos- íellssveitarveginum til Þingvalla og munu þeir vegamálastjóri Geir G. Zoéga og Jón ísleifsson verk- íræöingur ætla að athuga vegar- stæðiö mjög bráðlega. Gjöf i samskotasjóð (Jóns forseta) afh. Vísi: 47 kr. frá hömum i 7. hekk D. i bamaskóla Reykjavík- ur, afhent af sira Bjarna Jónssyni. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá konu, 1 kr. frá N. N. Gjöf til ekkna þeirra, sem fórust á Vogabátnum, afh. Vísi, 5 kr. frá konu. St. Framtíðin heldur kaffikveld annaö kveld (mánudag). Systurnar komi meö kökur. Ágóöinn rennur til fátæks félagsbróöur. Glugga tjölfl og Glugga- tjalða- efni, ljölbi*eytt úpval. Yerslunin Bjðrn Kristjánsson. Jón Bjðrnsson & Co. Vítaverð frásðgn. Þegar við undirritaöir, sem vor- um hásetar á mb. „Freyju“, í sjó- hrakningum hennar 1918, lásum grein í 22. tbl. „Vísis“, með íyrir- sögninni „Sjóhrakniugur", hrá okkur heldur i brún. Þar er skýrt frá hrakningi þess- um svo hlutdrægnislega, aö viö, sjálfra okkar vegna (hásetanna), verðum að andmæla því. Öll greinin, sem er mjög lúa- lega rituð i okkar garö, hásetanna, Ler jiaö með sér, að formaðurinn, Vald. Sigurösson, er eini maöur- inn um horö, sem hefst eitthvaö að, i 36 klst., — viö liinir fjórir (hásetarnir) eigum, eftir hans sögn, að hýrast mestan tímann undir þiljum, við lítinn orðstír. — Trúi nú hver sem trúa vill, aö Valdimar Sigurössön aleinn, eöa því sem næst, liafi unnið öll verk, þau, sem sagt er frá í umgetinni grein: hann losi um lestaropið, ryðji útbyröis 5 skpd. af fiski, liöggvi klaka af reiða og skips- skrokki, stundi keríjóttan inotor c>g standi auk þess við stjórnvöl i 36 klst., — og það í ofsavcðri. — Nei, sá garpur var engin von til aö forniaður væri. Sannleikurinn er, aö viö hásetar unnum allir sameiginlega aö vtrk- um þessum, eða til skiftis, eftir þvi sem á stóö. Að vísu var einn okkar háset- anna — Siguröur — mjog veikl- aður maöur, en geröi þó mikiö gagn, meö ]>vi að dæla hátinn o. fl. Annar háseti — Runólfur — gekk mjög vel fram, þangaö til hann varö óverkfær (rifbrotnaði), á öörum óveöursdeginum. Viö hin- ir tveir, Kristján og Guðmundur (mótoristi), vorum mest önnum kafnir í vélarrúmi bátsins, ýmist viö dæluna, — mikill leki haföi komið aö bátnum, — eöa aö koma mótornum i gang. Því svo óheppi- lega vildi til, aö á 2. óveðursdeg- inum — um 12-leytið, — hrotnaöi rnótorsveifin, sem við reyndum aö hnýta einhvem veginn saman, en td lítils gagns. Lika höföum viö slæma olíu, svo að mótorinn hit- GLERAUGNA-séríræSingurinn ray O er ekkl Huttur. Laugaveg Lá Farið ekki báfavilt. Gúmmfstimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. aöi sig hvaö eftir annaö, og stöðv- aðist, þangaö til viö gátum brætt lifur úr fiski, og notaö í stað olí- unnar. Vegna þessa urðum við að vera 2 og 3 í senn, til að setja mótorinn í gang með „Svinghjól- inu“, svo þetta varö mikið basl og feiknacrfiði. Sjálft óveöriö stóð um sólarhring, og er þvi slot- aði, skiftumst viö á að fá okkur dálítinn hlund; formaður iikt og viö, sem von var, þvi sumir okk- ar, ef ekki allir, voruin holdvotir i olíufötum, dauösyfjaöir, þreyttir og svangir, og berum menjar þessa hraknings enn i dag. Það er siöur en svo, að viö skrifum þessar linur, til þess aö spilla fyrir samskotunl handa Valdimar, eöa ófrægja hann á nokkurn hátt, sem dugandi sjó- mann, heldur eiga þær aö leiðrétta ránga frásögn, og ef veröa mætti: draga úr ofmiklu sjálfsáliti hans. Formanni, sem kemst í lifsháska nieð skipshöfn sinni, ætti aö vera sönn ánægja í að halda á lofti góðri frámgöngu hennar; að niinsta kosti láta hana njóta saiui- mælis. Hitt: aö eigna sjálfum sér uiestan dugnaöinn, kemur frá þeim \onda. Guðmundur Stefánsson (mótoristi). Kristján Jónsson. Aths. Þess skal getið, aö grein sú, sem hér er um aö ræöa, var ekki eftir Valdimar Sigurðsson og ekki samin eftir heimildum frá honum, aö þvi er Visir best veit. Höfundur nefndrar greinar mun hafa fariö eftir heimildum annara manna, sem ekki hafa veriö nógu kunnugir þessu ínáli. R i t s t j.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.