Vísir - 07.04.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 07.04.1928, Blaðsíða 3
VlSIR í heildsölu: Lárberjalauf Vínb er jae dik: Edikssýi*£. ómissandi þar sem rauomaginn er kominn á markaðinn. fi.f. ElnaQgrð Reykjsuíkur. Símskeyti o— Khöfn, 5. apríl. F. B. Mussolíni vill vingast við Tyrki. Frá Rómaborg er símað: Mússólíni átti í gær samræðu við utanríkisráðherra Tyrk- lands og fullvissaði hann um vináttu ítala í garð Tyrkja. Ætla menn, að tilgangur Múss- ólíni muni vera sá, að gera til- raun til þess að koma því til leiðar, að Tyrkir og Italir geri með sér bandalag gegn „Litla bandalaginu" og frakkneskum áhrifum á Balkanskaganum. Tjón af vatnavöxtum og ofviðri. Frá Berlin er símað: Storm- ur og flöð hafa orsakað stór- tjón í Feneyjum. Átta hundruð fjölskyldur heimilislausar af þessum orsökum. Fjöldi bænda í Pódalnum hefir og neyðst til þess að yfirgefa heimili sín vegna flóðs. Útf lutningshöft á gúmmí. Frá London er símað: Bald- win forsætisráðherra hefir til- kynt neðri málstofunni, að út- flutningshöft á gúmmi frá bresku Malaya og Ceylon verði afnumin í nóvembermánuði. Lord Devonport strandið. Frá því er skýrt i „The Week- ly Scotsman" á þessa leið þ. 24. mars: Botnvörpungurinn Lord Dev- onport er var á heimleið frá ts- landi með afla, strandaði við Hoyhead á Orkneyjum s. 1. sunnudagskveld kl. 11. Mikill ieki kom þegar að skipinu og fyltist það af sjó. Sloknuðu öll Ijós á skipinu, og gátu skips- menn engin neyðarmerki gefið. Leið svo öll aðf aranótt» mánu- dags, að eigi varð kunnugt um strandið. Átta af skipsmönnum fórust. Fiskimenn frá Straum- nesi bar að á mánudagsmorgun, en gátu eigi bjargað mönnun- um. Sneru þeir þegar aftur til Straumness og gerðu viðvart um strandið. Á Straumnesi er nýr björgunarbátur (mótorbátur). Brugðu menn þegar við og f óru til strandstaðarins. Tókst að bjarga sex af skipshöfninni. Hinir höfðu beðið bana af vos- búð eða skolast fyrir borð. Á meðal þeirra er fórust var eins og kunnugt er Jón Hansson skipstjóri. Lætur hann eftir sig konu og dóttur. (F. B). Fj»iðh.elgi< Algengt var í fornöld, að menn höfðu helgi mikla á ein- stökum blettum hjer á landi. Alkunn er helgi sú, sem höfð var á Helgafelli og pórsnesi við Breiðafjörð. Hún stafaði frá átrúnaði fornmanna. Héraðs- þing voru friðhelg meðan þau störfuðu, hvar sem voru á land- inu. Mest kvað að helgi Alþing- is á pingvöllum. Á seinni árum hefir önnur helgi orðið til, þótt lítt sé kunn hér á landi, það er náttúrufrið- helgi. Munurinn er sá, að helgi, sem áður hvildi yfir störfum 'manna á þingum og mannf und- um, er nú látin ná til náttúrunn- ar á einstöku svæðum. Blettir þeir eru undanskildir allri ann- ari rætkun en þeirri, sem nátt- úran ræktar af sjálfsdáðum. Engan gróður má skemma eða skerða á friðhelgu landi. par má ekki drepa eða særa nokkra vilta skepnu. Hvergi má hagga við jarðvegi, klettum eða stein- um. par má ekki grafa eftir málmum þó að i jörðuséu. pó má, ef brýn nauðsyn krefur, leggja vegi, brýr yfir ár og reisa gistiliús, handa þeim, sem vilja njóta friðhelginnar og kynnast störfum náttúrunnar. Friðhelgu svæðin eru einskonar náttúru- paradis undir vernd og varð- veislu manna. peir eiga að gæta þess, að enginn höggormur raski þar ró né friði. pangað er safnað ýmsum tegundum af villijuitum og villidýrum, eink- um ef þau eru sjaldgæf, til þess að varðveita þau frá að verða aldauða. Húsdýrum er ekki leyfð vist fyrir innan takmörk friðhelginnar; jafnvel hundar og kettir eru þaðan útreknir. Friðhelgu svæðin eru ríkis- eign, og alt innan þeirra tak- marka. Ríkið kostar friðunina að öllu leyti, og fær tekjur af henni. Einstökum mönnum eða félögum eru leigð gistihús til reksturs, en verða að sætta sig við að selja greiða eftir taxta, sem ríkið setur, og yfir höfuð má enginn selja vinnu sina, hver sem hún er, dýrara en rík- ið leyfir. petta er gert til að forð- ast okur. Enginn má bera á sér vopn eða flytja með sér veiði- áhöld um friðhelga landið, öðruvísi en innsiglað. ' Allir gestir telja það skyldu sína að koma þar fram eins og siðaðir menn. par mega engin fjárhættuspil eiga sér stað, eng- ar auglýsingar birta þar aðrar en þær, sem snerta friðhelgina. Slrangar reglur eru settar, um umferð manna og dvöl á frið- helga landinu. Háar sektir og fangelsisvist liggja við ef út af þeim er brugðið. " Sém dæmi þess, hve friðhelgu löndin eru gerð þjóðleg, fá þeir einir atvinnu við þau, sem eru innfæddir ríkisborgarar. Að öðru leyti standa þau öllum op- in. En hver sem i hlut á, verður að haga sér eftir þeim lögum og reglum, sem þar gilda. Landshlutar, sem skara fram úr að hrikalegri náttúrufegurð, en fjölskrúðugir af jurta og dýraUfi, fornir helgistaðir og mannvirkjaleifar, sem eiga sér raterka eögu o. s- frv„ eru geröir að friðhelgu laudi. pannig eru hin friðlýstu svæði í Bandaríkj- unum, sem nefnast þjóðgarðar og frægir eru um allan heim. í eðli sínu eru þeir frábær upp- eldisstofnun. peir hafa ment- andi áhrif á f ólkið, sem kynnist þeim og nýtur þar hinnar óspiltu náttúru. Á náttúrufriðhelgi, sem hér er lýst, erinditil vor íslendinga? Er hún þess virði að tilvinnandi sé að fórna henni hjartastað ís- Iands ? Eðá hefur náttúrugróður hér á landi lagt svo mikinn skerf til þroska þjóðarinnar, að vert sé að sýna honum svo mikla rækt, að friðhelga hann á ein- um einasta bletti á landinu? Og er ekki þörf fjnrir þau menn- ingaráhrif, sem friðheilagt land getur haft á þjóðina í framtíð- inni ? G. D. bjartastar vonir — bæSi um söngv- arana og kenslustarfsemi SigurSar Birkis. Eg óska þess ekki af per- sónulegri velvild til þeirra, sem hult eiga a'S máli, heldur vegna alls almennings, bæSi hér í bæ og þjóöarinnar í heild. Aðalst. Eiríksson. Sýning Ríkarðs Jónssonar í „Baöstofu" I'ónaðarmannafél. Laugárdaginn 7. apríl 1928. hvaS síst iSnaSarmenn. Þeir hafa þar allir eitthvaS aS sækja sér í hag. Z. Söngskemfun. A annan páskadag kl. 3, halda nemendur Siguröar Birkis, söng- ^Ktímtun í Gamla Bíó. Söngvarar vcroa níu samtals. A söngskránni eru ísiensk log, „Romancer" og ^tykki úr óperum, þar á meSal du- cttar. ÞaS, sem einkum vekur athygli ínanns á þessari söngskemtun, er paó, aö þeir, sem syngja, eru nem- cndur, söngvaraefni, sem hafa icngiö mentun sína hér heima, hjá •SigurSi Bii'kis, söngvara; þeim manni, sem eftir langt og kost- gæf ilegt nám hefir sett sig hér niS- ur til þess aS kenna söng. Vel er þaS, aS maSur meS hæfi- leikum og þekkingu Sig. Birkis ræðst í slíkt á eigin spýtur, en þaS má ekki minna vera, en aS viS veit- um því athygli, sem er aS gerast. AS mínu áliti er hér stigiS þýS- ingarmikiS spor í áttina til söng- mentunar og getur í framtíSinm haft heillarík áhrif á sönglíf þessa bæjar. Nú þurfa söngvaraefni ekki aS fara í eins mikilli óvissu út í lönd, og leggja í ærinn kostnaS — 'hér í Reykjavík ættu þeir aS geta fengiS nauösynlegan undir- búning og vitneskju um, hvort lengra skuli haldiS. Svo hafa sagt tnér nemendur Sig. Birkis, aS vart geti samviskusamari kennara og heilráSari nemendum sínum. Mér kæmi þa'S ekki á óvart, þó þessi starfsemi Birkis ætti í framtíSinni góSan þátt í aS bæta smekk al- mennings og mentun i þessari grein. Undanfari söngmentunar er þekking og þjálfun. — Hin full- komnasta þekking og tamning fæSa af sér hina fullkomnustu list. ÞaS eru því tvennskonar ástæSur til þess aS veita söngskemtun þess- ari athygli. önnur er sú, aS kynn- ast hæfileikum verSandi söngvara okkar og fylgjast meS þroska þeirra, — hin er sú, hvort kensl- an, sem söngvaraefnin eiga kost á hér heima, erlíkleg til þess aS skapa skilyrSi fyrir sannri list og bættri söngmentun almennings. ÞaS ætti aS vera metna'Sur okk- ar, aS mentun íslendinga fari fram á Islandi, aS svo miklu leyti, sem unt er. Eg vildi óska þess, aS söng- ?kemtunin í Gamla Bíó á annan söm bestar xýg frá UestíiH ViS höfum aldrei átt marmara til þess aS vinna úr, og pergament og pappír var fyr á öldum fágæt og dýrmæt vara, sem aSeins var í eigu „dugnaSarmanna", en lista- menn — oft förumenn og flæking- ar — snertu sjaldan svo dýra dóma, nema þegar þeir fengu aS vinna fyrir brauSi sínu viS samn- ing rita og afskrift annara. Þeir fé.ngu aS vefa úr ull, og sumir aS smíSa úr silfri og kop- ar, og straumar úthafsins færSu þeim viS til aS vinna úr. Þessir menn áttu fæstir nokkuS „útistand- andi", en þeir skuldu'ðu mörgum. Þó hafa þeir arfleitt okkur aS ó- metanlegum sfjársjó'Sum. List þeirra er þjóðinni andlegur afl- gjafi. Térskuröurinn gamli mótar list Rikarðar. Þar hefir hami lært aS þekkja sjálfan sig, — eigin smekk sinn og vilja. ÞangaS hefir hann sótt þann ram-íslenska anda og irumleik, sem einkennir verk hans. Eg vil minna á stólinn, sem síra Magnús Helgason fékk í vetur aS gjöf frá nemendum sínum, og er nú þarna sýndur. ViS skulum at- huga bríkur stólsins, bakfjölina n.ieS höfSaletrinu og húnana á baki og bríkum, og svo allan í heild. Þarna er íslensk fegurS og frum- leiki, sem skipar smíSisgrip þess- v,m í. röS bestu listaverka okkar. SvipaS er meS hillur eins og þær, scm eru í eign Helga Valtýssonar, Jóns Ólafssonar framkvæmdar- síjóra og Erlings Pálssonar, og svo marga fleiri tréskurSarmuni, sem eru á sýningu þessari. Þótt munirnir séu mjög ólíkir "innbyrSis, aS efnisvali og meSferð, þá er þó auSfundinn einn og sami andi listamannsins bak viS alla fjölbréytnina. Þarna eru einnig'til munir, sem eru í sjálfu sér frumlegir, en ekki aS sama skapi fagir og listrænir. Eru þaS einkum þeir eldri, því RíkarSur er ávalt aS eflast og þroskast í list sinni. Nokkrar andlitsmyndir úr gipsi eru á sýningunni, t. d.af GuS- mundi myndskera frá Mosdal og ..djáknanum frá Djúpavogi". Þær cru gamalkunnar; þó ekki ennþá sem vera skyldi. Ennfremur er þarna allmikil syrpa af mörgum skrítnum og á- gætum smáteikningum. „BaSstofan" sjálf, sem iSnaSar- mannafélagiS lét gera sér í fyrra, til fundarhalda, er sérlega merki- leg. í þeirri smíSi á RíkarSur mörg handtök. Var þ.ó ýmislegt aS henni fundiS, — sumt sjálfsagt meS réttu. En stráksleg árásargrein í garS eins aSalhvatamanns og starfanda að þessu verki, var á- reiSanlega óþarft gjald góSrar viSleitni. Sýning þessi verSur opin yfir hátíSina, og hefSu 'allir gagn og g&ttian af &Ö köntó í*ang«f, dcki FB. í apríl. Þing Þjóðræknisfélagsins var sett aS morg-ni þess 21. febr. i Winnipeg og lauk þvi um miSnætti [¦. 23. s. m. Þingstörf fóru fram á ciaginn, en á kveldin voru almenn- ar skemtisamkomur. M. a. fór fram á þeim kappglíma. AnnaS kveldiö hélt ÞjóSræknisdeildin Frón hiö árlega miSsvetrarmótsitt. Sira Run. Marteinsson stjórnaSi því, en ræSur fluttu þar síra Kagnar Kvaran, Sig. Júl. Jóhann- essou læknir o. fl. Karlakór Brynj- ólfs Þorlákssonar skemti og enn- fremur Sigfús Halldórss ritstjóri meS einsöng. SíSasta kveldiS flutti síra Jónas A. SigurSsson erindi um þióSrækni. SíSasta þingdaginn fóru fram kosningar embættismanna og hlutu þessir kosningu: Síra Ragnar E. Kvaran, forseti, Jón J. Bildfell, varaforseti, sira Rögnvaldur Pét- ursson, skrifari, sirav Runólfur Marteinsson, varaskrifari, Árni ilggettsson, féhirSir, og O. S. Thorgeirsson, bóka- og skjala- vörSur. fslendingar í Hnausabygð í Manitoba hafa nýlega komið sér upp myndarlegu samkomuhúsi. Dánarfregn. Fyrir nokkru er látin vestan hafs Mrs. HólmfríSur Gannon, íædd i Reykjavik þ. 18. nóv. 1906. Hún var dóttir GuSfinns Einars- sonar trésmiSs frá PatreksfirSi og GuSrúnar GuSmundsdóttur úr Leirársveit. HólmfriSur fluttist vestur með móSur sinni 1911. Hún giftist fyrir tæpum tveimur árum manni af norskum ættum, Mr. James Gannón. EignuSust þau eina dóttur, Pálínu. Þ. 13. jan. þ. á. lést á gamal- mennahælinu Betel aS Gimli,Man., Alexander DavíSsson Westman, f. 10. júní 1853 i Snóksdal í Dala- sýslu. Hann hafSi flutst til Ame- riku 1883, en fluttist eigi til Canada fyrr en 1903. Alexander var ókvæntur maSur og barnlaus. Þ. 20. febr. andaSist í Regina, Sask., Can. Margaret Jackson, gift C. E. Jackson bónda. Var heimili þeirra skamt frá Regina. Lést Mrs. Jack(son frá tveimur ungum börn- um. Hún varS 32 ára. gömul. Hún var dóttir Jóns Anderson og konu hans, en þau eru búsett í Regina. I'aSir hennar var bróSur- og fóst- ursonur Jóns A. Hjaltalín, skóla- stjóra, en móSir hennar var dóttir Bergþórs Jónssonar, en Bergþór var bróSir Janusar prests Jónsson- ar. (Lögb.). Hitt og þetta. —0— Bændaheimsóknir. Bændur frá ýmsum nýlend- um Bretaveldis hefja þriggja mánaða kynnisför um Bret- landseyjar þ. 6. júní. Næsta ár er ráðgerð kynnisför frá Bret- ían€stey?£rai b^ ýmisnm brfes^-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.