Vísir - 14.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1928, Blaðsíða 2
VISIR D teTHM IÖLSEIMI (( Noi*egssaltpétu3»inn cr kominn og verður afhentur á hafnarbakkanum á mánudag og þriðjudag. Þýskup kalksaltpétup verður afhentur á hafnarbakkanum í dag (laugardag) og á mánudaginn. Superfosfat og kalí einnig til hér á staðnum. Nýkominn A. Obenliaupt Símskeyti Khöfn, 13. apríl. FB. Konungi ítala sýnt banatilræði. Frá Berlin er símað: Konung- urinn í Ítalíu fór til Milano í ga*r til þess að lýsa opinni kaup- stefnu, sem þar er lialdin. Rétt áður en konungurinn kom að kaupstefnubyggingunni «prakk sprengikúla þar fyrir utan og er enginn vafi á þvft að sýna átti konunginum banatilræði. Sjjrengingin varð nákvæmlega á fyririiugaðri komustund lcon- ungsins, en liann kom örlitlu seinna en áætlað var. Tilkynt hefir verið opinberlega, að 14 hermenn og áhorfendur hafi beðið bana af vöidum spreng- ingarinnar. 40 særðust. Mikill mannsöfnuður, sem menn ælla að hafi verið hundrað þúsund, safnaðist saman fyrir framan konungshöllina í gærkveldi og hylti konunginn. Okunnugt er hverjir eru upphafsmenn bana- tilræðisins. Banatilræði við Mussolini? Frá Lugano er símað: Milano- hlaðið „Corriera della sera“ skýrir frá því, að sprengikúla hafi fundist í gær á járnbraut- arlínunni Róm—Milano, rétt áð- ur en lest, sem Mussolini var á, kom til Milano. Flogið vestur um haf. Frá Dublin er símað: pýska flugvéhn Bremén flaug af stað frá Dublin í gær álciðis til Ame- ríku. í henni voru tveir pjóð- verjar og einn irskur liðsforingi. Utan af landi. Vestm.eyjum, 13. apríl. F.B. Agætis afli upp undir viku- tíma. í gær kom á land hátt á annað hundrað- þúsund, mest þorskur. Er það hið mesta, sem nokkru sinni hefir komið á land hér á einum degi. Unnið er dag og nótt. Varla hægt að koma fiskinum undan. S’l y Frá Alþingi. par voru þessi mál til um- ræðu i gær: Efri deild. 1. Frv. til I. um smíði og rekstur straudferðaskips, 2. umr. Frv. þessu var vísað til 3. umr. með 8 : 6 atkv. íhalds- menn greiddu allir atkv. gegn frv. 2. Frv. tii 1. um hlunnindi fyrir lánsfélag, 2. umr. Fjhn. lagði öll með'frv. og var þvi vís- að til 3. umr. 3. Frv. til 1. um veðlánasjóð fiskimanna, 2. umr. Öll fjhn., þar á meðal flm. frv. (JBald), lagði til, að frv. væri vísað til sljórnarinnar. Var sú tillaga samþykt. 1. Frv. til 1. um hvalveiðar, 2. umr. Meiri hltiti sjávarútvn., Ingvar Pálmason og Halldór Sleinsson, lagði til að frv. væri felt, en minni hlutinn vildi sam- þykkja það með breytingum. Voru þær fyrst og fremst i þvi fólgnar, að sérleyfi til lival- vinslu skal bundið því skilyrði, að hver hvalveiðastöð greiði 3000 kr. árgjald i ríkissjóð og auk þess 1000 kr. fyrir hvert hvalveiðaskip. Ennfremur öll opinber gjöld og tolla sam- kvæmt landslögum. Brtt. þessi var samþ. og frv. vísað til 3. umr. Neðri deild. 1. Frv. lil I. um heimild fyr- ir veðdeild Landsbanka íslands til að gefa út nýja flokka banka- vaxtabréf (ein umr.) var af- greitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til 1. um bráðabirgða- ungmennafræðslu í Reykjavík, 3. umr. — petta er frv. það, er áðjLir var um Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Nafninu var breytt við 2. umr. málsins og sýnist eiga vel við. — Frv. var samþ. og endursent Ed. 3. Frv. til 1. um að undan- þiggja íslandsbánka inndráttar- skyldu seðla árið 1928 (1. umr.) Frv. var vísað til 2. umr., en ekki til nefndar. 4. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1929, ein umr. Svo undarlega brá við, að enginn þmgmanna gerði brtt. við frv. að þessu sinni. Stóðu þó fáeinir upp og víttu harðlega afgreiðslu efri deildar á því, létust ekki sann- færðir um, að þar sætu þeim mun vilrari eða betri menn en í Nd., að þeir ættu heimting á að ráða afgreiðslu fjárlaganna einir. pó varð nú svo að vera, er enginn bar fram breytingar- till. um það, er honum þótti mega betur fara. Er sú venja tekin að festast, að neðri deild gangi að fjárlögunum eins og efri deild vill hafa þau. — Frv. var samþ. um miðnætti í nótt og fjárlögin þar með afgreidd sem lög frá Alþingi. Títansérleyfið. — Inn i þessa umræðu blandaðist annað mál, sem mikið var rætt um, því að forsætisráðherra svaraði fyrir- spurniun, er Iionum hafa borist um sérleyfisveitingu til félags- skaparins Títans, er síðasta Al- þingi gat sér liæstan hróður af, makkinu við. — Var svar ráð- herrans á þessa leið: „Snemma á þingi barst mér fyrirspurn um það, livort eg mundi ætla að veita fossafélag- inu Títan, samkvæmt umsókn þess, sérleyfi til járnbrautar- lagningar frá Reykjavik til pjórsár, samkvæmt heimild í lögum frá þingi i fyrra. Voru þá ókomnar umsagnir um málið frá sérfræðingum. En nú eru þær komnar, og geta háttv. alþm. átt kost á að kynna sér þær í atvinnumálaráðuneyt- inu. Nii hefir mér borist áskorun frá 5 alþm. frá þeim héröðum, sem mestra hagsmuna eiga að gæta um járnbrautarlagning- una, um „að veita fossaféalginu Títan sérlevfi til þess að virkja Urriðafoss í pjórsá, svo fram- arlega sem félagið færir sönnur á, að dómi landstjórnarinnar, að það hafi nægilegt fjármagn að sínum hluta, til þess að leggja járnbraut frá Reykjavík að pjórsá með þeim hraða, sem sérleyfislögin ákveða.“ Síðan hefir mér horist áskor- un frá 15 alþingismönnum um að „veita ekki sérleyfi til þess að virkja Urriðafoss í pjórsá, nenia þvi að eins, að full vissa sé fyrir því, að nægilegt fjár- magn sé á reiðum liöndum hjá sérleyfisbeiðanda til járnbraut- arlagningar frá ReykjaVik aust- ur að pjórsá.“ Loks hafa 11 alþingismenn sumpart æskt þess skriflega, að sérleyfi vérði ekki veitt, sum- part greitt atkvæði gegn því. — Nú liggur það Ijóst fyrir í beiðni þeirri um sérleyfi, sem fossafélagið Títán hefir sent stjórninni, að fé til fram- kvæmda er ekki á reiðum hönd- um, enda er það og jafnframt tekið fram i umsókninni, að þess sé vfirleitt ekki að vænta, að fé verði fyrir hendi áður en sérleyfið er veitt. Ilitt er aftur á móti fullyrt af félagsins hálfu, að fé muni fást síðar, en fyrir því eru ekki færð fullnægjandi rök. pað íiggur því ekki fyrir, að fossafélagið Títan hafi „fært sönnur á, að dómi landsstjórn- arinnar, að það liafi nægilcgt fjármagn að sinum hluta, til þess að leggja járnbraut frá ÓKEYPIS 10 daga sýnishorn Sendið miðann Gerið þetta og gætið að, hvort vinir yðar sjá ekki tennumar fríkka. EF þér viljið fá hvítari, fegri tennur, þá gerið þessa athugaverðu tilraun. Hún færir yður heim sanninn um að tennur yðar eru ekki blakkar eða gljáa- lausar frá náttúrunnar hendi. Hún mun gera þær skærar og hvítar og fagrar. Hún mun styrkja tannholdið og veita því heilbrigðan lit. Tennuc yðar eru að hverfa í húð. Tannlæknavísindin rekja nú fjölda kvilla í tönnum og tannholdi til sótt- kveikjuþrunginnar húðar, sem myndast á tönnum yðar. Rennið tungunni um tennurnar og þá flnnið þér hana ... hála, límuga himnu. Hún loðir við tennurnar, smýgur í sprungur og festist. Hún gerir tannhold yðarvarnarlaust við sóttkveikjuásóknum, tennur yðar varnarlausar við sýkingu. Reykjavík að pjórsg, með þeim hraða, sem sérleyfislögin á- kveða,“ né heldur: „að full vissa sé fyrir því, að nægilegt fjár- magn sé á reiðum liöndum lijá sérleyfisbeiðanda til járnbraut- arlagningarinnar.“ f framhaldi af því, sem nú hefir verið sagt, skal því þá lýst yfir, að þegar af þeirri ástæðu, sem nú hefir verið nefnd, mun eg ekki telja rétt, að svo vöxnu máli, að gjalda jákvæði við þeirri beiðni, sem fossafélagið Títan liefir sent um að fá sérleyfi til þess að virkja Urriðafoss og leggja járnbraut frá Reykjavik til pjórsár.* En i þessu sambandi skal því lýst yfir, að landsstjórnin mun telja sér skylt að taka til sér- stakrar athugúnar hversu bæta megi, svo fljótt sem frekast eru tök til, úr hinni mjög brýnu þiirf fullkominna samgangna fyrir liéröðin austanfjalls.“ Eflir þetta stóðu upp ýmsir þingmenn. Ednkum hélt Magnús Guðmundsson skildinum upjii fyrir Titan. Deildi liann hart á forsætisráðherra fyrir það, hve * Leturbreyting Vísis. Miljónir geria þrlfast í henni. Frá þeirh og tannsteini stafar pyorrhea einkanlega, Venjulegt tannpasta og hreinsun vinn- ur ekki á húðinni til hlítar. Nú hafa nýjar aðferðir verið teknar upp. Tannpasta, sem nefnist Pepsodent. að samsetningu, áhrifum og árangri frábrugðið öllum öðrum, sem um er kunnugt. Eftir fyrirmælum tannlækna hefur heimurinn að miklu ieyti Iiorfið að þessu ráði. Það nær burt þessari húð og styrkir tannholdið. Það ieysir í einu af hendi tvö mikil- væg hlutverk. Nær burt húðinni og styrkir tannholdið. Engin'stórgerð myls- na, sem stofnar glerungnum í voða. Ef þér notið það í fáeina daga, munuð þér ekki vera í minsta vafa um mátt þess. Sendið miðann. Klippið hann frá nú. ómjúkum höndum hann tæki á þessu óskabarni Magnúsar. — Gunnar Sigurðsson lét þess get- ið, að Iiann mundi aldrei fylgja þeirri stjórn, er ekki gerði alt til að útvega járnbraut austur, gn þingmenn Arnesinga létu sér svar ráðherrans vel lynda. Út al' umræðum þeim, sem urðu um járnbraut austur í sambandi við sérleyfi Títans, Tannpasta nútímans. 10 daga sýnishorn ókeypis. A. H. RIISE, Bredgade 25 E, Kaupmannahöfn K. Sendið Pepsodenúsýnishom til 10 daga til.......................... Nafn............................................................... Heimili........................................................... Aðeins ein túpa handa Ijðlskyldu. IC.20.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.