Vísir - 17.05.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1928, Blaðsíða 2
))MlTfflN]I©LSE^(( NoregssaltpéturiM kemur með „Nova" á föstudag. Verður væntanlega af- hentur á hafnarbakkanum laugardag, mánudag og þriðju- dag. A leidinni: Stpausykui* og ka*töfliimjöl» Fy rirliggjandi: Kaffi, kandís, lirísmföl. A. Obenhaupt. (Símí 856). , Píanó. Þessi kunnu Rachals piano éru aftur komin, úr mahogni, egta fílabein (með 3 pedölum) ódýr kontant. A. Obenhaupt. Símskeyti Fxá Nobile. Frá Kingsbay er símað: No- bile flaug af stað í gær, til Ní- kolaj-lands. Bjóst hann við því, að ferðin fram og af tur myndi taka fimtíu klukkutíma. Stresemann á batavegi. Frá Berlín er símað: Strese- mann er töluvert betri. Lækn- arnir álíta hann ekki í lífs- hættu, en telja fullvíst, að hann verði ekki vinnufær um nokk- urra mánaða skeið. Tyrkir og ítalir semja með sér. Frá Angora er símað til Ber- línarblaðsins Tageblatt: Sam- komulag um öryggissamning er komið á milli ítalíu og Tyrk- lands. Búist er við, að Grikk- land skrifi einnig undir samn- inginn. ítalir fá frjálsar hend- ur .gagnvart Albaníu, þar eð samningurinn tryggir Mússó- líni hlutleysi Tyrklands og Grikklands. ítalskir kaupsýslu- menn fá ýmsar ívilnanir í Litlu-Asíu. Hfismæður DOLLAR stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkri fyrir fötin og hend urnar en nokkur önnur þvottasápa. Fæst víðsvegar. 1 heildsölu hjá Halldéri Eirikssyni. Hafnarstræti 22. Sími 175. Koniingsförm til Finnlands. Konungur vor kom til Finn- lands á þriðjudaginn, að því er segir i tilkynningu frá sendi- herra Dana, og var þá mikið um dýrðir. Þegar konungsskip- in /íálguðust landhelgi Finn- lands komu þar á móti þeim tvö finsk herskip og slógust i fylgd með konungsflotanum, en vígið Sveaborg skaut við- hafnarskotum í kveðjuskyni. Forseti Finnlands ásamt fylgd- arliði sínu, sigldi á móti kon- ungi og fór um borð í konúngs- skipið „Niels Juel", áður en það kom að landi. Höfuðborgin var öll fáhum skreytt, dönskum, íslenskum og finskum, og þar sem konungur steig fyrst fæti á land, höfðu verið reistar súl- ur, skreyttar grenisveigum, en á súlunum voru skjaldarmerki Dana, íslendinga og Finna. Um leið og konungur steig á land, léku hljómsveitirnar þjóð- söngva Dana og Islendinga („Kong Christian" og „Ó, guð vorslands"), en frá herskipun- um og vígjunum á landi var skotið viðhafnarskotum. Þá kvaddi formaður borgarstjórn- arinnar, Tulenheimo prófessor, konung með ræðu og bauð hann þar velkominn. í ræðu sinni gat hann um áhrif þau og fordæmi er Finnar hefðu þeg- ið af Dönum „og hinni íslensku þjóð, sem þrátt fyrir ýmiskon- ar erfiðleika hefir tekist að varðveita dýrmætar endur- minningar og verið frömuður alsjálfstæðrar andlegrar og verklegrar menningar, sem vekur innilegustu aðdaun vora". Þegar konungur hafði syar- að ræðunni og þakkað viðtök- urnar, var haldið áleiðis til ____________VISIR____________ (forseta-)hallarinnar; en sjó- liðar skipuðust í heiðursfylk- ingu meðfram veginum, en mannfjöldinn, sem var afar- mik-ill, þrátt fyrir hellirign- ingu, laust upp f agnaðarópum. Leikentfur í Ætintýri á göngufór. Þeir, sem oftast hafa leikið í , Æfintýri á gönguför", voru þeir Kristján ó. Þorgrímsson, sem lék kammerráS Kranz í Leikfélagi Reykjavíkur ,51 sinni og haföi þó leikiS hlutverkiS á'ður eitthvaS 16 sinnum. Alveg sama var meS Árna Eiríksson, aS hann lék Skrifta- Hans jafnmörgum sinnum, og Kristján Þorgrímsson lék kam- merráSiS.. Frú Stefanía GuÖ- mundsdóttir lék Jóhönnu 62 sinn- um í Leikfélaginu og frú GuÖrún Indriðadóttir Láru 53 sinnum. Nú á uppstigningardag leikur Einar E. Kvaran Ejbæk í 50. sinn. Annað atriSi, sem ber vottinn um vinsældir Æfintýrsins er þaö, aö LeikfélagiS leikur þa'S nú inn- an skamms í 75. sinn. ÞaS er sjaid- gæft, aS þaS fverSi sett á leik- skrárnar hér, enda var Æfintýri Hostrups leikiS þar þegar í upp- hafi vega. Þau leikrit, sem Leik- f élagiS hef ir leikS of tast eru þessi: Nýársnóttína hefir LeikfélagiS sýnt í 75 kveld, Kinnarhvolssystur 63 kveld og Fjalla-Eyvind, sem kom fram síSast af þessum sjón- leikum, 52 kveld. BáSir síSari sjónleikirnir hafa veriS sýndir í Vesturheimi, og á Akureyri af leik- endum héSan. Nýársnóttin hefir veriS sýnd á Akureyri.' Engar þær sýningar eru taldar í kvöldafjöld- anum aS ofan. Kunnugur. Þar og hér. I norsku blaði stóð nýlega svo- látandi klausa: „Nú má telja víst, atS viðgerð kirkjunnar á Tingvold á Mæri geti orðið meS því sni'ði, sem ákjósanlegast er. Kirkjunni ver'ður brcytt í þa'ð horf, sem hún var í áður en menn af skilnings- leysi létu nýjar og ósamstæðar bæt- ur á gamla fatið. Viðgerðiu mun kosta um 35 þúsund krónur, og hefir það fé fengist með frjálsum samskotum sóknarbúa og að nokk- uru frá nágrannasveitunum, og úr fylkissjóði." Um likt lcyti og þetta var skrif- að, var Alþingi íslendinga aö f jalla um aðra Þingvallakirkju, hvort hún skyldi framvegis verða aSalkirkja, eða útikirkja. Þingvallakirkjan á Mæri var sögdlítil sveitakirkja og fáar merkar minningar við hana bundnar. Hina kirkjuna ]>ekkja les- endurnir. Kirkjan á Mæri á að vera tilbú- in 1930, þá eru liðin 900 ár frá falli Ólafs helga. Hin kirkjan átti að verða orðin léleg útkirkja á 1000 ára afmæli Alþingis og ís- lenska ríkisins. Þannig eru ráðagerðir íslendinga um ,Þingvallakirkju, og sóknarbú- anna í smásókn á Mæri um, kirkj- una þar. Þingvallakirkjan okkar er Ekkert haframjöl jafnast á við Vernons Flaked Oats 1 7 punda pokum, Fæst í flestum vepslunum. sennilega hrörlegri en sú á Mæri. Alþingi mintist alls ekki á Umbætur eða endurreisn kirkjunnar, áður en: 1000 ára hátíðin færi í hönd, utan þá einu „umbót", sem áður er nefnd. Blöðin i Niðarósi ræða nú mjög eitt rriál, og hafa gert í siðustu tvö ár: 900 ára minningu um fall Ól- afs helga. Þau hafa jafnan frá ein- hverju að skýra, sem gerst hafi:' fjársöfnun til endurreisnar Dóm- kirkjunni þar, viðbúnaði einstakra félaga og stétta undir hátiðina, eða hinum og þessum ákvörðunum, sem undirbúningsnefnd sú, er kosin hefir' verið af bænum, hafi gert. Nefndin hefir fyrir löngu haldið fundi með ýmsum þeim félögum í bænum, sem einkum má vænta styrks af. Og þessir fundír eru haldnir sem almennir umræðufund- ir í samkomusölum bæjarins, vio' almenna aðsókn og áhuga. Öll að- alatriði hátíðarinnar hafa þegar verið ráðin, bæSi sýningar, sam- komur og þeir almennti fundir, sem> haldnir verða í Niðarósi yegna minningarhátíðarinnar. Áætlaður kostnaður af sýningunum einunii saman, er 390.000 krónur, og ber Niðarós helrning þeirra útgjalda, en hinn helminginn fylkin tvö, Þrændalög nyrðri og syðri. Ríkið sjálft stendur ekki að þessari há- tíð f járhagslega, heldur aðeins bær, sem hefir tveim íimtu hlutum fleiri ibúa en Reykjavík, og nágranna- sveitir hans. Hér er verið að tala utn a'ð halda hátíSlega 1000 ára minning Alþing- is og islenska ríkisins, sama sum- arið sem Þrændur halda sína 900 ára hátíð, til vegsemdar Olafi helga. Að þessu stendur ekki einstakur bær eða sveitir, heldur landið alt. Og út um heim er miklu meira tal- að um þessa hátíð en hina fyr nefndu. Og hér-situr á rökstólum þíng'- kjörin nefnd og hefir setið nú um hríð. Hún hefir kosið nokkurar nefndir, að því er segir í blöðun- um, og hún hefir átt tal við stjórn- ir nokkurra félaga hér í bænum, þeirra, er líklegþykja til einhverr- ar aðstoðar viö hátíoina. En hvað hún hefir að öðru leyti gert, veit engiun. Engar, cða sama sem eng- ár, af ákvörðunum hennar haf a ver- ið gerðar heyrinkunnar, en þó er það vitanlega nauðsynlegt, að lands- menn allir fái færi á að fylgjast með því, sem gert er í svo mikil- vægu máli, því að úrslit þess verða þó, þegar öllu er á botninn hvolft, mest komin undir samhug og sam'- starfi fjóklans. Almannafé er það, sem notaS veröur til undirbúnings og fram- kvæmda hátíðinni miklu. Almanna- hugur er ])að ,sem setur svipinn á hátíðina, og án alþjóðar )>átttöku vcrður hún engin hátíð. Þar verða margar hendur að vinna verkið. Og því má ekki leyna landsbúa neinu um það, hvernig undirbúninginum er háttað. Þrændur hafa haft annað rinnu- lag. Þeir hafa kvatt almenning til liðs við sig. Og það hefir gefist vel, og nefndinni gengið vel starfiö. Mætti ekki eitthvað af þessu læra? Það væri slæmt, ef samanburður hátíðanna i Niðarósi og á Þing- völlum yrði svipaður og meðfeiíí Þingvallakirknanna tveggja. Veðtirhorfur í dag. Noröanátt og stilt veSur. — 1 gærkveldi foarst skeyti frá Skalla- grimi, sent þá var á Strandaf- grunni (norSaustur af Hornströnd- um) og sá hann þá ísbreiöu í austri, sem virtist hreyfigarlítil. Gullbringur vcrða ekki á leið Mosfells- heiðarvegarins nýja (sbr. Vísi 11. þ. m.), þvi að þær eru upp frá Hafnarfifði (i landi Vífils- staða?), en vegurinn um Mos- fellsdal til pingvalla á að liggja sunnan' í Skógarbringu (í Lax- ness Iandi), eftir brjóstalág þeirri, sem aðskilur hana og Mosfellsbringu, sem er vinstra brjóstið. — Síðan Gullbringu- nafnið týndist syðra (i Gull- bringusýslu), er af sumum ó- ' fróðum mönnum nafnið rang- lega fært á bringurnar i Mos- f ellsdal. — I Mosfellsbringu hef- ir lengi verið sel frá MosfeLU. En snemma á næstliðnni öld bygði iþar bæ, og bjó þar um tíma, Jóhannes gullsmiður,fað- ir Eyjólfs, föður Jóhanns frá Sveinatungu (og Brautarholti). Haf ði hann þá sagt, að nú mætti nefna bringurnar Gullsmiðs- bringur, og býst eg við, að það hafi máske átt þátt í, að þang- að færðist Gullbringu-nafnið. — Oft eru menn sorglega kæru- lausir um rétta meðferð ör-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.