Alþýðublaðið - 07.06.1928, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.06.1928, Qupperneq 2
aKEÝÐUBEAÐIÐ I Reynslufluglð til ísaSjarðar, Siglufjarðar og Aknreyrar. „Súlan^ kom hingoð kl. 5 í nétt. Vtðtal við formann flugfélagsins Dr. Alexander Jóhannesson. ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ í kemur út á hverjum virkum degi. } Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ! Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. J til kl. 7 siðd. < Sferifstofa á sama stað opin kl. J 91', — 10l/, árd. og kl. 8 — 9 ’síðd. j 5 Sirnar: 988 (afgreiðslan) og 2394 ► } (skrifstofan). i ! Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ► } mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 t ! hver mm. eindálka. ► J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan ! (i sama húsi, simi 1294). Umkomulansn bðrnin Er rétt að lækka meðlagið? Ihaldið notar afi sitt í bæjar- stjórninni til að fá lækkun- ar tillðgnr fátækranefndar samþyktar. Borgarstjóri hygst að nota faungursvipuna sem uppeldís-meðal. Frá því var skýrt í fréttum ‘ frá næstsíðasta bæjarstjórnar- fundi, að fátækranefnd hefði lagt til, eftir beiðni frá rikisstjórninni um tillögur í málinu, að með'lag tii óskilgetinna barna til fjögurra ára aldurs, skyldi lækka um 30 krónur, eða úr 300 kr. niður í 270, og meðlag til óskilgetinna barna á öðrum aldri lækki í líku hiutfalli. Ot af þessum tillögum fátækra- nefndar varð mikil rimma í bæj- arstjórninni. Hélt ihaldið stíft fram lækkun- artillögum fátækranefndar, og kváðust máisvarar þess ekki sjá neina ástæðu til, að meðlagið sé eins hátt og það hefir verið hing- að til. —- Gekk einn þeirra (Jón ÖI.) svo langt í ofurkappi fyrir því, að lækkunin yrði samþykt, að hann sagði, að börnirj ynnu sér inn álitlega fjár- hæð að sumrinu við fisk- breiðslu, og gætu þau með því hjálpað mæðrunum talsvert. Kvað hann það mjög réttlátt að lækka meðlagið, þar sem dýrtíð hefði minkað mikið. Var auðheyrt á bæjarfulltrúan- um, að hann þekkir ekki og vill ekki þekkja kjör fátækra kvenna, er hafa fyrir sama sem jöonr- lausum börnum að sjá. Borgarstjóri lét það á sér skilja, að hann hygðist að bæta sið- ferðið í bænum með því að. lækka meðlagið! Þóttust sumir finna lítið af „kristilega bróðurkærleikanum" í þtpsari afstöðu borgarstjórans. Afstaða íhaldsins í bæjarstjórn- inni í þessu máli er hrakleg. Er hart til þess að vita, að aura- sýkin skuli svo blinda augu ein- staklinganna, að þeir bindist samtökum gegn mannúðinni. Því verður ekki neitað, að hér er um mannúðarmál að ræða. Fáir munu þekkja til hlitar það basi og þau bágindi, er þær eiga við að búa, stúlkurnar, er þurfa að sjá fyrir barni sínu án að- stoðar föðurins. — Er því hart af hinu opinbera að ætla að ráð- ast að þeim og þrengja kjör þeirra meir en orðið er. Þótt móðurinni væri ætlað að greiða jafnháa upphæð og föð- urnum, sem ekki nær nokkurrd átt, hefðu það orðið án Iækkunar 600 krónur. Hver vill taka ungbarn að sér fyrir 50 krónur á mánuði, ef um engan náinn skyldleika eða vensl er að ræða? Enginn. Eru þá nokkur líkindi til, að móðir geti látið barnd sínu í té Iífsviðurværi fyrir enn minni upphæð ? Barnsfaðirinn hefir yfirgefið hana, en leggur henni 300 kr. á ári. Af þvi eiga hún og barnið að lifa — því ef vel er, verður hún að vera yfir barninu og sjá um það og getur þvi ekki farið til vinnu. Móðirin og barnið hljóta því að líða skort. Að reikna öðru visi en þannig, er að reikna rangt. Og íhaldið reiknar rangt. Það leggur falsaða reikninga á borðið. Reikningarnir eru þannig: 1. Flestar eiga stúlkurnar for- eldra eða aðra ættingja að. Þær geta látið barnið í hendur þeirra og farið sjálfar í vinnu. 2. Það er mátulegt, þó þessum stúlkum, er óskilgetin börn eiga, sé kent að lifa. Ætli að hungur- svipan sé ekki bezta kenslutækið ? Þannig reikna „betri j borgarar", breiðu magarnir, lærðu heilamir. Um .fyrra atriðið er það að segja, að það gstw komið fyrir, að stúlkurnar eigi einhverja ætt- ingja að, er hjálpi þeim, en það er ekki vM, og því á ekki að taka það með í reikninginn, — heldur fara eftir því, hvað þær parja til að framfleyta barni sínu sæmilega. Um hitt atriði rakanna er varla hægt að ræða. Það er svo sví- virðilega kvikindislegt, að sæmi- Iega siðuðum mönnum ofbýður. Og líklegra væri, að slíkar rök- semdir hefðu verið notaðar af kolsvörtum myrkrahöfðingja á svörtustu miðöldum en af borgar- stjóra Reykjavíkur árið 1928, sem er kristinn bróðir í K. F. U. M. íhaldið notaði afl sitt í bæjar- stjórninni til að fá tillögur fá- tækramefndar samþyktar af bæj- arstjóm og grrra þær þannig að tillögum bæjarstjórnar til ríkis- stjórnarinnar. Munu þær tillögur verða óaf- máanlegt brennimark ósvifni og mannúðarleysis á ihaldsbrjóstun- um. Nú fara þær rétta boðleið til ríkisstjórnarinnar. Er nú eftir að vita, hvort hún fetar eins og þæg- ur sauður í íhaldáfótsporin og tekur brauðið ífrá börnunum, sem eru sama sem föðurlaus. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, hlektist „Súlunni" á á leið- inni frá Akureyri — og varð hún að ienda undan Ökrum á Mýr- um. Kom vélbátur :með hana hingað j eftirdragi kl. 5 í nótt. Alþbl. hitti að máli í morgun formann Flugfélagsins, dr. Alex- ander Jóhannesson, en hann var með í förinni. — Hvað segið þér svo um ferð- ina? sagði tíðindamaður blaðs- ins, þá er hann hafði boðið dokt- orinn velkominn og óskað hon- um til hamingju með heila limi. — Ferðin-var mjög ánægjuleg sem reynsluför — og ekki sízt fyrir það, að þarna fengum við að etja við storm og þoku — #g urðum auk þess að nauðlenda. —• Og var það svo ánægjulegt? — Já, við fengum þarna að reyna okkur á flestu því, sem mest er óttast í svona ferðum. Nú, ferðin norður gekk ágætlega, þó að svo væri dimt í lofti, sem framast er hægt að hugsa sér að sumarlagi. Eins og þér vitið, flugum við fyrir utan öll nes og fórum hvergi yfir land. Lengst af leiðin.ni fluguin við að eins 50—100 metra yfir sjávarfleti. f fyrra dag vorum við veðurtept- ir nyrðra fram undir kvöld, fór- um ekki af stað frá Akureyri fyrr en kl. 7 sd. og ætluðum hvergi að koma við á ieiðinni til Reykjavíkur. Við höfðum fengið veðurskeyti áður en víð fórum og vissum, að veður var allhvast Ja,ínaðarmenn munu fylgjast vel með þessu máli. Og ádeilu- svipan skal dynja látlaust á þeim, er ljá þessari svívirðu lið. Krö'fur allra réttsýnna manna, er mannúð þekkja, eru þær, að tillögin séu ekki lækkuð, heldur þyrftu þau að hækka. Engin ástæða er til þess að hlífa barnsfeðrunum, þó bæjarsjóður ver&i stundum að bera byrðar þeirra, þá má ekk- ert tillit taka til þess, heldur greiða mæðrunum það háa upp- hæð, að trygt sé, að böm þeirra skorti ekkert það, er varöveitt getur andlega og líkamlega heil- hrigði þeirra. Meiri hluti bæjarstjórnar má vita það, að með framkomu sinni í þessu máli hetfir hann sært beztu ti'Ifinningar almennings. Ríkisstjómin má ganga að því vísu, að tekið verði eftir gerð- um hennar í þessu máli. Hún á valið —: Mannúð eða mannúðarleysi. Hvort velur hún? vestra og syðra. Var vindstyrk- Urinn í Stykkishólmi 6 (stinmnigs- kaldi), en í Reykjavík 5 (stinn- ingsgola). Bjart var yfir Vestur- landi, en dimm þoka í Eyjafirðh Strax og við vorum farnir af stað, flugum við upp fyrir þoku- bakkann, en hann náði 3000 fet í lóft upp. Flugúm við út Eyja- fjörð 4—5000 fet yfir sjávarfletL Úti fyrir Eyjafirði var bjart veð- ur — og lækkuðum við flugið um stund. En þá er við vorum , komnir svo langt, að við sátuis inn Skagafjörð, hækkuðum við okknr á ný, flugum fyrir norð- an Drangey og yfir fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnaflóa. Flugum við nú 7000 fet frá jörðu. Bar okkur ærið hratt yf- ir, beygðum inn yfir Húnaflóa og stefndum á Bitrufjörð. Gekk alt að óskum, og leið okkur ágæt- lega þetta hátt í lofti, því að þar gætti ekki vindsins. Við flug- um -yfir eiðið milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar, út Gilsfjörð og: yfir Breiðafjörð. Þá er við vorum: yfir miðjum Snæfeilsnesfjalígarðí vestan við Rauðamel, 5700 fet frá jörðu, gaf vélin frá sér einkenni- Iegt hljóð — og sagði Walter flugstjóri þegar við mig, að eitt- hvað væri að henni og við mynd- um þurfa áð lenda. Og rétt á eftir stanzaði vélin, en „Súlan“ þaut áfram og niður á við með 150 krn. hraða. En engin hætta var á ferðum. — Engin hætta á ferðnin? greip tíðindamaður blaðsins fram: u — Nei, þó að við værum þarna beint yfir fjallgarðinum og ægi- legt hraungrýtið undir, þá var engin hætta á ferðum. Simon flugmað'ur bnosti góðlátlega og stýrði „Súlunni“ til hafs — og áður en við eiginlega höfðum átt- að okkur, vorum við Ientir, ut- an við Akraó'S — og lenti „Súl- an“ jafnþægilega og ekkert væri ilt í efni. Þegar við lentum, var kl. 5 mínútur yfir níu — og ef þetta óhapp hefði ekki komið fyrir, þá hefðum við flogið frá Akureyri ^og hingað á 2 tínium og' 20 mínútum. Sáum við bæ- inn á Ökrum frá lendingarstaðn- um, ená bænum voru allirífasta svefni, svo að við fengum enga hjálp þaðan. Utan við Akraós eru. sandar og grunnsævi, og drógum við vélina upp í ósinn. Við send- um þegar hraðboða með skeyti til næstu símastöðvar, Brúarfoss, og kom vélarhátur héðan kl.. rúml. 3 í gær. En allmikil ylgja.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.