Alþýðublaðið - 07.06.1928, Blaðsíða 4
4
ALÞ?ÐUBft9AB!Ð
I
Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti
18, prentar smekklegast og ódýr-
ast kranzaborða, erfiljóð og alla
smáprentun, sími 2170.
Um daginn ©§§ veginn.
Togararnir.
„Lord' Fischer“ kom í gær með
130 tunríur lifrar.
„ípöku“-fundur
er í kvöld á venjulegum stað
iOg tíma.
Veðrið.
Hiti 4—10 stig. Hæð yfir Græn-
landshafi.-Lægð um Bretlandseyj-
ar og Noreg. Horfur:, Norðan
hægviðri.
Bakarasveinafélagið
heldur fund á Hótel Heklu kí.
8 annað kvöld.
Togarar dæmdir.
í gær var kveðinn upp dómur i
máli skipstjórans á belgiska tog-
aranum, er Óðinn tók að land-
helgisveiðum í fyrradag. Var
hann dæmdur i 12 500 kr. sekt,
og afli og veiðarfæri var gert
iupptækt. Dómur vérður kveðinn
wpp í dag í máli hinna tveggja
ensku togara, er „Óðinn“ tók
samtímis þeim belgiska.
Alexandrina drottning
fór í gærkveldi kl. 8 áleiðis til
Kaupmannahafnar. Meðal farþega
voru Finnur Jónsson póstmeistari
á ísafirði og Eiríkur Einarsson
bæjarfulltrúi; fóru þeir báðir í er-
indum Samvinnuféiags ísfirðinga.
Bæjarstjórnarfundur
er í dag kl. 5. Mörg mál eru
til umræðu.
Fjárhagsnefnd
bæjarstjórnar hefir lagt til að
boðið verði út skuldabréfalán til
byggingar Sundhallarinnar, að
upphæð kr. 100.000,C0 með 7°/o'
ársvöxtum, i skuldabréfum að
upphæð 500 kr. hvert. Lánið
endurgreiðist þannig, að út sé
dreginn og greiddur minst 1/10
hluti lánsins á ári, í fyrsta sinn
árið 1929. Skuidabréfin skulu
seld fyrir nafnverð. r
Frú Huldu Þorsteinsdóttur
hefir samkvæmt tillöguni bygg-
ingarnefndar verið leyft ' að
byggja 3 tvílyft • íbúðarhús úr
steinsteypu á lóðunum nr. 144,
146 og 148 við Hringbraut
Strandarkirkja
Áheit frá V. H. K. isafliröi af-
hent Alþbl. kr. 5,00.
Ágæt afkoma
segir franska blaðið „La Peche
Maritime" þ. 29. apríl, að haíi
veriö hjá frönskum togurum á
vetrarvertíðinni. En sirstaklcga
getur það um 3 togara, sem hafi
fiskað við island í 2—3 mánuði.
Einn fékk 320 smál. fiskjar, ann-
ar 280 smál. og þriðji 230 smál.;
en hann var skemstan tíma úti —
eða rúma 2 mánuði. Petta finst
blaðinu ágætisafli og segir, að af-
koman hjá útgerðinni verði sér-
lega góð. En hvað mundu frönsk
blöð og útgerðarmenn segja, ef
togararnir fengju afla á borð við
þá islenzku, sem ýkjulaust hafa
aflað helmingi meira en þessir
frönsku togarar á sama tírna.
Þrátt fyrir mikinn afla eru ís-
lenzkir útgerðarmenn alt af að
tapa, en franskir útvegsmenn
segjast græða.
„Það er feyndardómsfult fyiy
irbrigði,“ sem þarf að skýra.
Hitt og þetta.
Hegnt fyrir drengjakoil.
I Norður-Kina er haldið fast
við gamlar þjóðvenjur, en í Suð-
ur-Kína taka menn mjög að semja
sig að háttum Vesturlandabúa.
Stúlka ein í bofginni Taöfu í
Norður-Kina lét klipjra hár sitt,
þar eð henni þótti fallegur
drengjakollurinn. En hún var ,,
látin gjaldia grimmilega nýunga-
girni sinnar. Voru henni greidd
20 vandarhögg á viðkvæman stað,
að fjölda manna áhorfandi.
Topaz-kristall,
sem nýlega fanst á Madagaskar,
var gefinn Náttúrugripasafninu í
.London, Er þetta langstærsti top-
azkrystallinn í safninu. Hann er
12x11x10 centimetrar og vegur
9220 gröm.
Pilagrimarnir, sem fara
til Mekka.
Öld eftir öld hafa pílagrimar
streymt til Mekka, hinnar heil-
ögu borgar Múhameðstrúar-
manna. Á baki úlfaldans hafa þeir
komið og farið. Nú nota þeir
margir hverjiir bifreiðar og bif-
hjól.
Gerlð svo vel og athugið
vörurnar og verðið. Gnðm.
B. Vikar, Laugavegi 21,sími
«58.
Hús jafnan til sölu. Hús tekin
í umboðssölu. Kaupendar að hús-
um oft til taks. Helgi Sveinsson,
Kirkjustr.10. Heima 11—12 og 5—7
Otsála á brauðum og kökum
frá Alþýðubrauðgerðinni er á
Framnesvegi 23.
Svunta tapaðist áleið úr Ing-
ólfsstræti inn eftir Laugávegi í
gær. Sé skilað gegn fundariaun-
um á afgreiðslu blaðsins.
f
Ef pér ætlið að baupa hiis-
gögn, pá ættuð pér fiyrst að
athuga notuðu ódýru hús-
gðgnin i Vðrusalanum, áður
en þér festlð kaup anrtars-
staðar. Vörusalinn Klappar-
stíg 27.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðut
Haraldur Guðmundjson.
Alþýðuprentsmiðjan.
William le Queux: Njósnarinn mikli.
lenti saman í ófriði, eins og hlaut að' koma
fyrir. sæi England sér Leik á borðí að vinna
það stríð. •
Það var að eins á síðustu stundu, að leyni-
lögregiunjósnari komst að raun um, hver
ég væri, hvert erindi mdtt hefði verið og
hvert afreksverk mitt var. Með snarræði óg
kænsku tókst mér þó að smjúga í gegn um
möskvann á lögregluneti Rússlands og kom-
ast að því sinni heilu og höldnu heim. Af-
reksverk m,itt var kent við Seilu, drykkju-
svallara og eyðsluvarg, því að ég sveik út
úr honum — með brezku gulli — uppdrætti
af Riga-hafnarvígjunum. Ef ég hefði náðst
með uppdrættina í vasanum, þótt þeir hefðu
þá getað náð þeim aftur í hendur sinar,
hefði það þýtt mörg ár við þrælayinnu í
einhverju ógéðslegu, hræðilegu fangelsi.
Njósnarar ke.isarans voru eins og mý á
mykjuskán ails staðar á Rússlandi. Hefðu
þeir þá getað haft hendur í hári tnínu,
myndi mér að líkindum i það sinn hafa
verið varpað í Schlusselburg-fangélsið. Það
er einhver sú óttalegasta gröf Jifandi manna,
sem til ' er í Evrópu, — og hræðilegast
ailra fangahúsa í Rússaveldi. Auðvit3ð eru
fangelsin- í Ameriku enn þá mikiu -meiri
píslarhelvíti. En svo verður þess einnig aö
gæta, að í Ameríku er engin slðmenríing til.
Ég mataðist í mest'a fiýti. Það var . ein-
hver skelfilegur óróleiki yfir öllum hugs-
unum mínum og hreyfingum. Ég þaut í
nokkurs konar ofboði og þó að ég hefði
verið að flýja undan sjálfum dauðanum,
hefði ég ekki farið hraðara, — til brezka
sendiherrans. Þar mætti ég háæruverðugum
Sir Frank Saunderson, næstæðsta ritara á
einkaskrifstofu sendiherrans. Sjálfur var
sendiherrann og flestir hinna ritairanna fjar-
verandi. Ég þekti Sir Saunderson gerla frá
fyrri tímum og tjáði honum í trúnaði, að
ég væri í njósnarleiðangri í Sankti Péturs-
borg eins og að vanda. Nákyæmara hirti ég
ekki um að skýra honum frá því. Á skrif-
stofum allra .sendiherra hins brezka veldis
var það fulikunnugt, að ég fékk allar skip-
- anir mínar beint að heiman frá utanríkis-
ráðherranum, hans hágöfgi Glinton lávarði.
„Nú, jæja, gamli’ kúnningi!" sagði hann
og bauð mér ágætan Babadagly-vindling,
■ vindiing, se.m hvergi er fáanlogur nema
í ríki Rússakeisara —; „ég hélt, að þér
hefðuð nú komist heldur í hann krappan
síðast, er þér voruð hérna. Ég. er nú meira
en lítið hræddur um, að þér verðið að vera
duglega á varðbergi. Verið enga stund ugg-
lausir um sjálfan yður. Auðvitað langar mig
til að trúa því, og ég vona, að lögreglan
hafi gleymt gauraganginum út af Seilu-
samningnum. En það er við hinu að búast,
að Rússar séu ekki' búnir að gleyma þvi;
svo mikið tjón biðu þeir við það, að upp-
drættirnir að Riga-hafnarvigjunum komust
í hendur Englendinga," sagði hann hátlðlega.
„Já; ég er í óguriegri hættu,“ sagði ég
skjálfraddaður, og ég er hræddur um, að
hann hafi séð, að ég' skalf af hræðslu frá
hvirfli til ilja. „Það er satt, að ég er um-
kringdur af ægilegum voða. Það verður að
ráðast, hvernig þetta fer. En að hinu leyt-
inu verður maður að vænta hins bezta.“
„Já; þér eruð umkringdur af hættum. En
þér eruð kænn. Þér smjúgið í gegn, vorxa
ég, einu sinni enn.“
„En ég geng eins og inharí um eintóma
skugga."
„Og þótt þér yrðuð höndum tekinn, — ef
upp kæmist um yður, og lífið yrði kvalið
úr yður í fangelsisviti Rússlands, þá gæt-
um við samt ekki orÖið yður að liði opin-
berlega, Við hlytuni að" ajneita yður, —
,(