Vísir - 29.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 29.06.1928, Blaðsíða 3
)!Gí50Kotuioo;«i;;;s«ao»G«nao:iO«0!^>iaöíi;íii«;i;is;:iiiCiCöííí5íiyc5^ Síldaneta-slöignr 1. Þörður Sveinsson & Co. , ^^KKsoas^xxKxsacæooi&oaH^ skeyíi Khöfn 29. júní. FB. Ný stjórn í Þýskalandi. Frá Berlín er símað: Her- mann Múller hefir myndað stjórn. Stresemann er ut'anrik- isráðherra, Gerard samgöngu- málaráðherra, Severing innan- ríkisráðherra, Hilferding fjár- málaráðherra, Koch dóms- málaráðherra og Gröner her- málaráðherra. Járnbrautarslys d Englandi. Frá London er símað: Far- 3?egalest og varningslest.rákust á nálægt Darlington. Tuttugu og tveir menn fórust, en þrjá- tíu meiddust. (Darlington er í Durham á Englandi). Bela Khun dæmdur í fangelsi. Frá Vinarborg er simað: :Bela Khun hefir verið dæmd- ¦x\r í þriggja mánaða fangelsi 'fyrir samsæri og afturkomu til Austurríkis, þrátt fyrir það, að bann hafði verið lagt við þvi, að hann settist þar að að nýju. Bela Khun kvað erindi sitt til Austurrikis haf a verið að vinna á móti bandalagi á milli ítalíu og Ungverjalands, gegn Búss- landi, en neitaði að gefa rétt- jnum frekari upfdýsingar. Veðrið í morgun. Hiti í Beykjavík 10 st., ísa- firði 6, Akureyri 8, Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum 12, Stykk- íshólmi 8, Blönduósi 7, Bauf ar- höfn 6, Hólum í Hornafirði 12, Grindavík 12, Færeyjum 11, Julianehaab 8, Angmagsalik 11, Jan Mayen 4, (engin skeyti frá Hjaltlandi), Tynemouth 16, Kaupmannahöfn 13 st. — Mest- ur hiti hér i gær 15 st., minstur 8 st. — Lægð fyrir suðaustan land, á austurleið. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: í dag ,og nótt norðan og norðaustan. Skýj.að loft. Sennilega úrkomu- lausl. Breiðafjörður,Vestfirðir: 1 dag allhvass norðaustan. Sumstaðar dálítil rigning. í nótt minkandi norðaustan. Ur- Jíomulaust. Norðurland, norð- austurland: I dag allhvass norðaustan. Bigning. I nótt minkandi norðaustan. Þoku- loft. Austfirðir: í dag og nótt austan og norðaustan. Dálítil rigning. Suðausturland: í dag og nótt austan og norðaustan. Víðast úrkomulaust. Rannsóknir á jarðhita. Mánudaginn 25. þ. m. var farið að rannsaka jarðhita hér við þvottalaugarnar. Var þá tekið að bora þar í jörð og hef- ir því verið haldið áfram á hverjum degi síðan. Tækin eru þó ekki svo fullkomin sem skyldi, en von er bráðlega á betra útbúnaði. Á miðvikudag var komið niður á 5,9 metra dýpi og var þá hitinn mældur á 5,3 metra dýpi og var hann 42 stig. í gær var mælt á 5,6 metra dýpi og var hitinn þá orðinn 48 stig. I morgun var mælt á tæpra 8 m. dýpi og var hitinn 82 stig. Þykir líklegt, að nú sé komið nálægt heitri vatnsæð, úr því að hitinn vex svo ört. — Þeir Þorkell Þor- kelsson magister og Steingrím- ur Jónsson rafmagnsstjóri sjá um þessar rannsóknir, og verð- ur þeim haldið áfram í sumar. Munu þær vafalaust leiða margt merkilegt í ljós um jarð- hita á þessu svæði, og verður smátt og smátt skýrt frá þess- um merkilegu rannsóknum hér í blaðinu. Ólafur Jónsson, fyrrum bóndi að Fellsöxl, nú til heimilis á Lindargötu 18, á 79 ára afmæli i dag. Kappróður verður í kveld kl. 8 milli sjó- liða af Nantucket og skipverja af Óðni. Hlakka margir til að sjá þá viðureign, og verður ugglaust margt áhorfenda. Leikhúsið. „Æ f i n t ý r i ð" verður ekki leikið i kveld, sakir veikinda eins leikandans. Málverkasýning Eggerts Laxdal í Iðnskólan- um verður opin daglega fram yfir helgi frá kl. 11 árd. til kl. 7 síðdegis. Þessi ungi listamað- ur er mjög efnilegur, vel lærð- ur í list sinni, smekkvís og vandvirkur. Síðasti sýningar- dagur er á sunnudag. Árshátíð Templara verður haldin sunnudaginn 1. júlí. Sjá augl. í blaðinu 27. ___________V I S 1 R________^ Vörusýningaráhöld (Butiks Udstyr) Yms áhöld fyrir verslanir til vörusýningar í gluggum fyrirl. Ludvig Storr, Laugav. 11. Nýkomið fallegt úrval af ívisttauttin. i SÍMAR I58d95$ þ. m. — Templarar! Munið að sækja farmiða fyrir kl. 8 ann- að kveld. Suar við grein prófessors Sigurð- ar P. Sívertsen hefir Vísi borist frá Garðari Þorsteinssyni, cand. juris, og birtist bað bráð- lega. Súlan flaug til ísafjarðar i morgun. í fyrramálið kl. 9 fer hún til Hólmavíkur og á sunnudags- morgun kl. 9 til Borgarness. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Guðbjörg Guðmundsdóttir og Finnbogi Finnsson, múrari, Hverfisgötu 83. íþróttafélög og knattspyrnufélög bæjarins halda dansleik í Iðnó annað kveld; verða þá afhent verðlaun frá allsherjarmótinu og knatt- spyrnumótinu, sem nú stendur yfir. Allir þátttakendur eiga að mæta þar. Laxveiði í Elliðaám hefir verið held- ur treg til þessa, en er nú að glæðast. I gær veiddust þar 15 laxar. Tjörnin. Eins og menn vita, hefir tjörnin löngum verið vatnslítil í vor og er ástæðan sú, að gagn- gerð umbót hefir verið fram- kvæmd í syðra tjarnarendanum. Hefir gangstígurinn verið hlað- inn upp þar við suðurendann, og pípum komið fyrir í ræsið sunnan úr Vatnsmýrinni. —- En meira hefir verið gert þarna í vetur og yor. Sunnan við gang- stíginn hefir verið gerð ofurlít- il ný tjörn, fallega löguð, með grasi grónum bökkum og hólma nær miðju. Er þessi Skpifstofustapf. Stúlka, sem er vön öllum skrifstofustörfum, getur feng- ið atvinnu. Þarf helst að kunna hraðritun. — Umsóknir á- samt launakröfu og meðmælum eða nöfnum fyrri hús- bænda, seiidist sirax til Visis, auðkent „i. júlí". ækkuðfargjöld. Einar 6 kr. kostar fargjaldið austnr aí Torfa- stöíum og Felli í Biskupstungum, 5 kr. að Borg í Grímsnesi, 4 kr. í Þrastaskóg og að Ölfusá. Afgreiísla á Hverfisgötu 50. Símar: 1852 og 414. Björn Bl. Jónsson. Upp í Laugardal og Tungur er altaf bílferd kl. 6 e. h á hverjum sunnu- degi f*á Guðjóni Jónssyni Hverfisgötu 50. Símar 4i4 og 1852. Nýkomið: Eldspýtur. 1. Brynjólfsson & Kvaran. Málninagvöpui* bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, fernis, þurkefni, ter- pentína, blackfernis, carbolín, kreólín, Titanhvítt, zinkhvítt, blýhvíta, copallakk, krystallakk, húsgagnalakk, hvítt Japan- lakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi litum, lagað bronce. — Þurrir litir: Krómgrænt, zinkgrænt, kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, kassel-brúnt, ultramarine-blátt, emaille-blátt, ítalskt rautt, ensk-rautt, fjalla-rautt, gull-okk- ur, málm-grátt, zink-grátt, kimrog, lím, kítti, gólf-fernis, gólf- dúkalakk, gólfdúkafægikústar. Vald* Poulsen. Notuð islensk frímerki eru ávalt keypt hæsta verði í Búkauersluninni, Lækjargötu 2. nýja tjörn og hólminn til mik- illar prýði, og gangvegur alt umhverfis. — En hætt er við að fuglar muni ekki þora að verpa í nýja hólmanum, sakir hess, hversu litil tjörnin er. Vafa- laust verður og mikil umferð þarna og ónæðissamt fyrir fugla. Suma daga undanfarna hefir þó hólminn verið alþak- inn kríum. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 3 kr. frá ónefnd- um, 10 kr. frá Á. G. Qarðslðngur í stóru úrvali fyrir- liggíandi. fsleifur Jónsson, Laugaveg 14. Sími 1280. ..... ¦ I Mikið úrval af kavlmannS' bindum í ótal litum og gerðuin. Laugaveg 5. iíiíiíiööíiíiíiílöíSí X X XXXXXXXXXXK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.