Vísir - 15.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) IfefflÍi ÖLSEIM (( Hveiti: Cream of Manltoba. Glenora. Canadlan Mald. Onota. Buff alo. Ódýpt I Nýkomið: Burma Hrísgrjön ftölsk do. A. Obenliaupt' lOaOCKXXXKKXKKSOtXXXKIOtHlKKH Sími 542. KXKSOCXMXXXXX X X X XXXXXXXXJ© Símskeyti Khöfn 14. júlí síðd. FB. Nánari fregnir af Malmgren og félögum hans. Frá Moskva er símað: Sjuk- novski lenti nálægt Kap Platen á norðaustur Spitzbergen. Mariano og Zappi segjast iiafa skilið Malmgren eftir ein- samlan fyi-ir mánuði síðan á Broch-eyju, sem er nokkuru fvrir vestan Foyn-eyju. llalcla [>eir því fram, að það hafi ver- ið að beiðni hans. Það er tal- ið víst, að Malmgren liafi hand- ieggsbrotnað, er loftskipið rakst á isinn og verið kalinn á fótuin, er þeir Mariano og Zappi skildu við Jiann. Er því talið víst, að hann sé látinn. Samkvæmt fregn frá Krass- in var öllum Viglieri-flokkn- um bjargað. Er líðan þeirra allra góð, að undanteknum Cecioni, sem er fótbrotinn. — Nánara um fund lofsskips- flokksins er ókomið. Leitað að líki Malmgrens, Frá Stokkhólmi er símað: Stjórnin í Svíþjóð liefir beðið sænsku Jéiðangursmennina að leita að líki Malmgrens. Telur stjórnina, að henni beri að stuðla að því, að skýrslur lians finnist. Stjórnin hefir og á- kveðið, ef lík Malmgrens finst, að láta krvfja það. Þakkarskeyti frá Mússólíni. Frá Rómaborg er símað: Mússólíni hefir senl skipstjór- anum á ísbrjótnum Krassin þakkarskeyti. Þýsk stjórmnál. -o — Stjórnarmyndunin og flokkarnir —o—- (Bréf til 'Visis frá Berlín, ritað 3. júlí). Til þess að menn geti áttað sig nokkuð á þýskum stjórn málum, þurfa þcir fyrst og fremst að kannast við aðal- fíokkana og vita, hverir standa á bak við þá. Skal liér l)irt ör- stutt yfirlit um þetta, og er byrjað á ílialdssömustu flokk- unum og aðrir síðan taldir þannig, að ])eir koma síðast, sem fjærst eru íhaldinu. Þess má þegar geta, að nöfnin á flokkunum segja livergi nærri altaf rélt til um stefnu þeirra, og er sérstaldega erfitt að þýða þau á íslensku, sakir þess, að mörg flokksnöfn hafa næstum sömu merkingu. Því eru hér fyrst talin liin þýsku nöfn flokkana. National-Sozialisten („þjóð- legir jafnaðarmenn“) ö'g Deut- sche Völkisehe Partei („þýski þjóðernissinna flokkurinn“) eru hvorttveggja smáflolckar, er standa yst til Iiægri. Helstu menn í þessum flokkum eru einvaldssinnaðir stúdentar og herforingjar. Þeirra gætir nú mjög lítið á þingi. Eru þeir há- vaðamenn og heldur óeirnir. Þá kemur Deutsch-nationale Volkspartei („hinn þjóðernis- sinnaði alþýðuflokkur“). Það er hinn eiginlegi ihaldsflokkur i Þýskalandi. Uppistaðan í Jionum eru hinir gömlu keis- arasinnar, aðall og stórbænd- ur (junkarar). Hann var einn stærsti flokkur fyrverandi stjórnar, en misti nálægt 1 iniljón atkvæða við kosning- arnar í sumar. Fékk bann þá rúmlega 4 miljónir atkvæða. Þessi flokkur vill endurreisn keisarastóls í Þýskalandi, en kann sér meira lióf en þeir, sem fyrst voru taldir. Deutsche Volkspartei („þýski alþýðuflokkurinn") er sá af borgaraflokkunum, sem I)est tókst að lialda atkvæðamagni sínu við kosningarnar. Hefir hann nálægt 2miljón kjós- anda, og á bak við bann standa forráðamenn stóriðnaðarins og auðkýfingar, einkum í Hansaborgunum og námuhér- uðunum. Þó að flokkur þessi sé ekki mjög slór, hefir liann sennilega verið einna áhrifa- mesti flokkurinn á síðari ár- um. Aðstaða lians liefir verið þannig, að hann liefir nær altaf tekið þátt í stjórnarmyndun- um, ýmist með íhaldsmönnum eða frjálslvndari flokkunum, og liefir liann lagt til menn, sem miklu liafa ráðið, eins og Stresemann. Bayrisclie Volkspartei („bæ- verski alþýðuflokkurinn“) er flokkur kaþólskra manna í Bayern og Iiefir þar mikið fylgi. Mun Iiafa feilgið nálægt 1 miljón atkvæða. Zentrum (,,miðflokkurinn“) er öðru nafni nefndur kaþólski flokkurinn. Auðmenn í Rínar- löndum og Slesíu, jarðeigend- ur og smáborgarar í Suður- Þýskalandi, fylla þenna flokk ásamt mjög mörgum verka- mönnum á sömu slóðum. Eru þeir í kristilegum, kaþólskum verkamannafélögum og taka elcki þátt í verkamannafélags- skap jafnaðarm. Hefir þessi flokkur verið mjög seigur og hangið saman að miklu leyti á trúarbrögðunum, - að kaþólslc- ir trúbræður ættu að standa saman i stjórnmálum eins og trú. En nú við kosningarnar gekk fylgið allmjög af þessum flokki. Hann misti um 10 þing- sæti, en 3Y2 miljón kjósanda steiidur þó enn á bak við hann. Mest misti hann af fylgi sínu i Rínarlöndum, og bendir það á, að verkamenn í flqkknum sé að liverfa til jafnaðarmanna og kommúnista. Deutsche Demokratische Partei („lýðræðisfloklairinn") hefir nú röska miljón atkvæða, og liefir mist mikið fvlgi við kosn ingarn ar. Máttarstólpar hans eru bankaeigendur og auðugir kaupmenn, jiar á með- al mikill fjöldi Gyðinga. Hefir hann mestan blaðakost allra þýskra flokka, m. a. Vossische Zeitung, sem nokkuð er þekt á íslandi. Þessir fjórir flokkar mega teljast liinir frjálslyndu flokk- ar Þýskalands. Standa þeir al- gerlega á grundvelli lýðveldis- ins, ásamt jafnaðarmönnum. Hér er máske vert að geta þess, að „þýski alþýðuflokkur- inn“ og „lýðræðisflokkurinn" tala þessa daga mikið um að mynda „frjálslynt (liberalt) samband“ sin á milli, en civist er,' livort nokkuð verður úr því. Eru það einkum menta- menn i flokkunum, sem vinna að þessu. Sozial-demokratische Partei eða jafnaðarinenn eru nú lang- stærsti flokkur þingsins. Unnu þeir 1 miljón atkvæða i kosn- ingunum og hafa nú um 9 mil- jón kjósendur. Hinir betur settu verkamenn og smáborg- arar, opinberir starfsmenn og lægri embættismenn mynda flokkinn aðallega. Þess er vert að geta, að atkvæðavinningur Kæliskápap, til að lialda mat férskum. Ómissandi fyrlr hvert betra heimili. Á. Einarsson & Fttnk. þeirra var ekki íyrsl og fremst i verkaniannahéruðimum, lield- ur í öðrum hlutum landsins. Loks koma kommúnistar, sem standa yst til vinstri. Unnu þeir meira en % miljón at- kvæða og hafa nú 3)4 miljón kjósanda. Mátti heita, að vinn- ingurinn væri allur i verka- mannaliéruðunum, einkum Ruhr, Berlín og Saxlandi. Eru þeir nú stærsti flokkurinn í Rulir. í þessum flokki eru fvrst og fremst fátækari verka- menn og öreigar. Samkomu- lagið við jafnaðarmenn er af- leitt. Milli jiessara flokka standa ýms flokksbrot, sem ilt er að henda reiður á. Bak við alla flokkaná standa félagsskapir, sem halda uppi nokkurskonar lieræfingum, þótt friðarsamningarnir ncyði þá til að vera vopnlausa. — „Ættjarðarsamböndin“ (die Vaterlándische Yerbánde) er lið íhaldsmanna og liinna æslu þjóðernissinna. Er Stálhjálma- félagið þeirra stærst og fræg- ast. Ganga þeir jafnan undir gamla keisarafánanum (svarta, hvíta og rauða) og gamla her- fánanum. — Lýðveldisflokk- arnir — frjálslyndir og jafn- aðarmenn — hafa félagsskap, sem kallast „Reichsbanner“ (ríkisfáninn) og er mjög fjöl- mennur. Ganga þeir ætíð und- ir lýðveldisfánanum (svarta, rauða og gula). — Loks liafa kommúnistar rautt lið (der rote Frontkámpverbund), sem gengur vitanlega undir ,rauð- um fána. Eins og nærri má geta, þar sem svo margir flokkar eru sem í Þýskalandi, er aldrei til þess að hugsa, að neinn einn geti myndað stjórn án hjálpar frá öðrum. Borgarasambandið (,,Biirgerblock“) fór með völd- in nú fram að átjórnarskiftum. Það var sambaiid ilialds- manna, Stresemannsflokksins og miðflokksins. En eftir sig- ur jafnaðarmanna sagði stjórn- in af sér, og var flokksforingja jafnaðarmanna, Hermanni Múller, falin stjórnarmyndun. Sóltist lionum seint róðurinn, og lá livað eftir annað við, að alt færi í strand. Voru fyrst bollaleggingar um samband milli allra frjálslyndu flokk- annna og jafnaðarmanna. Var þetta nefnt „Stóra bandalagið“ (Grosze Koalition), en það strandaði á því, að floklcur Stresemanns kom sér ekki saman við liina. Þá var reynt að mynda svonefnt Weimar- bandalag eða „litla bandalag- ið“ („Ivleine Koalition"), af miðflokknum, lýðræðismönn- um og jafnaðarinönnum. Ekki gat það lieldur orðið. Var nú bágt til bjarga fyrir Hermann Miiller og fékk hann lítið lof í blöðum fvrir lipurð eða fljót- virkni. En þar sem ekki tókst að fá flokkana til samkomu- lags um stjórnarstefnuskrá, var það tekið til bragðs, að Miiller fékk ýmsa fremstu menn lir frjálslyndu flokkun- um til að ganga í stjórnina með sér, ásamt nokkrum jafnaðar- mönnum. Hinn 28. júni lauk loks stjórnármynduninni á þenna Iiátt. Ætla ráðherrarnir að koma sér saman um stjórn- arstefnuskrá og leggja hana fyrir þingið. Verður svo kylfa að ráða kasti um það, hvort þeir fá að sitja lengur eða skemur. Alment er ekki búist við, að stjórnin verði gerð aft- urreka þegar í stað, en íhalds- blöðin og þau af blöðum frjáls- lyndu flokkanna, sem næst standa íhaldsmönnum, velja henni ýms nöfn, sem ekki spá langlifi. Jafnaðarmenn eru í 4 ráð- herrasætum, lýðræðismenn í 2, miðflokksmaður í einu, einn ráðlierra er í bæverska flokku- um, tveir í „alþýðuflokki“ Stresemanns og einn utan flokka. — Margir ráðherranna voru áður í fráfarandi stjórn. Þess er sérstaklega vert að geta, að Stresemann er utan- rikisráðherra, og má af því fyllilega marka, að stjórnin Iiefir í liyggju að lialda áfram liinni gætnu friðarstefnu hans út á við. Nýi kanslarinn, Hermann M.iiller, er fæddur 18. maí 1876 í Mannheim. Lærði liann til kaupmanns, en talið er, að því hafi meira Valdið heimilis- ástæður en áhugi. Gekk liann ungur í flokk jafnaðarmanna, og 22 ára að aldri hætti hann allri kaupmensku og gerðist ritstjóri við alþýðublað nolck- urt. Vakti bann brátt athyglí á sér, og að hvötum jafnaðar- Nýkomiii falleg einlit Kjúlatan. Flanel, allir litir. Siikislæður m. teg. Fallegir kven- skinnhanskar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.