Vísir - 05.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1928, Blaðsíða 2
VISI R ææææroæææææææææææ SWASTIKA SPECIALS. Stórar cigarettur eru orðnar á eftir tímanum. Smekkur manna fer nú jafnan meira og meira í þá átt að hafa cigaretturnar minni. „SWASTIKA SPECIALS“ er sú stærð af cigarettum, sem nú ryð- ur sér til rúms í heiminum. 24 stykki — 1 kp. Þér kastið frá yður minna af þessum cigarettum en nokkrum öðrum. Þér reykið jafnmargar „Speci- als“ eins og þér reykið af öðrum stærri cigarett- um, en hver pakki endist lengur. — Og gæðin standa ekki öðrum að baki. Fást hvarvetna. æææææææææææææææææææsæsæææææ „Lord Devonport“ frá Hull 18. rnars síðastl., var sonur Hans Jónssonar frá Hansbæ í Rvík og konu hans, Kristinar pórðar- dóttur; áttu þau lijón 4 börn, er úr æsku komust, og var Jón næst elstur, fæddurlO.jan.1879. Hans misti konu sína frá börn- unum kornungum, og gekk þeim síðan bæði í föður og móður stað, en átti jafnan við mjög þröngan kost að búa. Jón ólst upp hjá föður sínum, uns hann var 12 ára, en fór þá í vist i Rvík um tveggja áratíma. En er hann var 14 ára fór liann með föður sínum vestur á Dýra- fjörð til sjóróðra, og var fermd- ur þar; fór svo þessu fram um næstu þrjú ár, að þcir feðgar reru á Dýrafirði á sumrin, en áttu jafnan heimili í Rvík og voru þar á vcturna. pegar Jón var 17 ára lók liann að stunda sjó liéðan á þil- skipum; gekk síðanísjómanna- skólann og lauk þar prófi 1901; var Jón meðal þeirra, er fyrst- ir tóku þar liið svo nefnda meira próf. Skipstjórn tók Jón, að kalla, þegar eftir að hann hafði lokið prófi; var hann svo fyrir ýms- uni skipum um nokkur ár og aflaði' ágæta vel, og þótti vera góður yfirmaður. En árið 1907 fluttu þeir bræður, hann og Meyvant, til ísafjarðar, og keyptu mótorbát; var Jón fyrir bátnum, uns þeir seldu liann ári síðar og fengú sér annan betri, og stýrði Jón honum einnig til þess er liann fór til Englands, en það mun hafa verið 1910. Þegar er til Englands kom.fékk hann sér skiprúm hjá Árna Byron, en hvarf brátt heim aft- ur og gerðist stýrimaður lijá Páli Matthíassyni, um eitt ár, og fór þvínæst alfarinn til Eng'- lands, 1912. Skönim'u eftir að hann kom þangað, tók liann stýrimannspróf og var siðan slýrimaðúr hjá Árna Byron, þar til er ófriðurinn mikli hófst 1914; varð Jón þá að fara í land sem aðrir erlendir menn, þeir, er ekki höfðu enskan rík- j isborgararétt. Hanu fékk þá'at- i vinnu fyrst um sinn við fisk- verkun, en allan síðari hluta styrjaldarinnar vann hann i hergagnaverksmiðju í Ilull. þegar að ófriðarlokum, eða raunar fyr, kom upp sú stefna í Englandi, að láta þarlendamenn sitja f>TÍr allri vinnu. En ekki leið þó á löngu, áður en þessu yrði breytt á þann veg, að þeir erlendir menn, sem uiínið Iiefðu Englum á styrjaldarárunum, skyldu liafa jafnan rétt og landsins börn. Jón tók þá litlu síðar skip- stjórapróf, fékk skip 1921, og var skipsíjóri æ siðan til dauðadags. Heppnaðist honum skipstjórnin svo vel, að hann var talinn meðal bestu botn- vörpungaskipstjóra í Iiull; varð liann aldrei fyrir neinúm slysum eða sköðum, enda sjómaður i allra besta lagi og aðgætinn um alla liluti. Hann var og svo natinn fiskimaður, að honum brásl, að sögn, aldrei afli. Og svo var enn í síðustu ferðinni, er Jón fór; hafði hann fullfermi, og var að sigla heim með aflann, er slvs- ið vildi til. Þeir voru komnir nær Orkneyjiun að kveldi 18. mars; var kafþvkt í lofti, helli- rigning og rok, og er mjög tók að kvelda, gerði á svarta myrkur, svo að ekki sá á liönd sér. Þó var lialdið áfram, og klukkan rúmlega 11 strandaði skipið á eynni Hoy; eru þar brattir liamrar alt í sjó fram, og eigi unt að lenda nema í logni og ládeyðu. — Hér var því ekki annars kostur en að láta fvrir berasl á skipsfjöl og reyna að gera vart við sig; sendi skipstjóri þá niður eftir flugeldum, en áður en hann gæti skotið þeim, skall á hann brotsjór og skolaði útbyrðis fiugeldunum; í sömu svifum stansaði og Ijósvélin, og slolcknuðu þá öll ljós á skip- inu. Reynt var þá að ná í olíu til að gera bál, en það tókst ekki fyrir þvi að ekki varð við neitt ráðið fyrir sjógangi, og dundu öldurnar látlaust vfir skipið alla nóttina. Morguninn eftir, um klukkan 8, kom loks bátur og bjargaði þeim (i skiii- verjum, sem þá voru enn á líli, en 8 böfðu týnst um nóttina, og var skipstjórinn einn af þcim. I Hull-blöðum þeim, sem eg hefi séð, er lokið miklu lofs- orði á Jón sál. Eitt blaðið, t. d., minnist lians á þessa leið: „Hansson var meðal kunnustu skipstjóra í þessum bæ, harð- gerður íslcnskur sjómaður, og kunni elcki að liræðast. Hann var hreinn og beinn i fram- komu sem landar hans og mikilsvirtur meðal stéttar- bræðra sinna,“ — og þessu lík eru ummæli annara blaða um Jón sál. Jön sál. var maður í lægra meðallagi á vöxt og fremur grannvaxinn; ekki dáfríður sýnum, en drengilegur og sómdi sér einlcar vel; hvatleg- ur og léttur í framkomu, verk- maður mikill, laginn og harð- fengur í hvívetna og „kunni ekki að hræðast“. Hann var stiltur vel jafnan, en þó skap- stór, fámæltur nokkur og þó skemtilegur í viðræðu, enda maður fluggáfaður; hófsmað- ur hinn mesti um hvað eina og fór vel með fé sitt, en flest- um mönnumhjálpfúsariþeirra, er eg hefi kynst, og það ætla eg víst, að hann léti „engan synjandi frá sér fara.“ Hitt er satt,að þá er óreglu-eðaóreiðu- menn komu til Jóns livað eft- ir annað í fjárbón, s'ágði hann þeim stundum beiskan sann- leikann um alhæfi þeirra, og var það að vonum, að þvi skap- lyndi, sem liann hafði. En þótt Jón vissi, að til einskis væri að hjálpa slíkum mönnum, gerði hann þeim allajafna nokkra úrlausn. Jón sál. kvongaðist 1904 Þór- unni Jóhannsdóttur úr Hafn- arfirði, og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en tóku til fósturs syst- urdóttur Jóns kornunga, og ólu upp sem sitt barn. Heimili þeirra lijóna var, eins og eitt af Hull-blöðunum kemst að orði, „hreinasta fyr- irmynd um snyrtimensku og þægindi.“ Allur liýbýlabragur var góður, enda sambúð hjón- anna svo sem hún getur best verið; varð því mörgum geng- ið lieim til þeirra, íslending- um, sem til Hull komu eða lieima áttu i þeirri borg, og voru hjónin samtaka um að veita sem bestar viðtökiir, hverjum, sem að garði bar. En vinsældir þeirra meðal þar- lendra manna má nokkuð ráða af þeim mikla fjölda sanniðarbréfa^em frú Þórunn fékk, frá körlum og konum, bæði áður en hún fór frá Eng- landi og' siðan liún kom heim. Mun nú og margur sakna vina í stað þar sem þessi hjón eru liorfin frá Hull. 2. ágúst 1928. fí. Ól. Leiðrétting. í blaðinu Vísi, þriðjudag- inn 31. júlí s. I* er grein sem nefnist „Skipagöngur milli Reykjavíkur og útlanda“. Er þar sagt, að tvö eimskipafélög, „Bergenska félagið“ og það Saineinaða, semji áætlun sína með íiliðsjón af áætlun Eim- skipafélags Islands. Segir með- al annars svo í þessari grein; „Hin félögin (þ. e. Bergenska og Sameinaða) þafa enga j skjddu til að gefa út áætlanir .fyrr en þeim sýnist og gera* það ekki fyrr en áætlun ís- lensku skipanna er komin út. Stilla þau þá svo til, að skip allra félaganna koma um sama leyti, stundum jafnvel sama dag, eða með dags millibili.“ Og ennfremur segir svo: „Eimskipafélaginu verður ekki gefin sök á þessu. Það verður að semja sínar áætlan- ir á undan hinum félögunum, og þó að það reyni eitthvað að breyta til, þá stoðar það lítið. Áætlun hinna skipanna er breytt svo, að alt kemur í sama stað niður og skipin reka livert annað.“ Hér verður ekki um það sagt, livort þetta er rétt eða ekki, með áætlanir þess „Samein- aða“, en hvað' „Bergenska fé- lagið“ snertir er þetta alrangt. Ferðaáætlun þessa félags var samin 1924 og liefir ávalt verið óbreytt síðan. Hefir því Eimskipafélagi íslands verið í lófa lagið að semja sína áætl- un með liliðsjón af þessari föstu áætlun „Bergenska fé- eldiviðup ep nauð- synlegur á ferðalagi. ULtlai? ferðasuðu- vélai*, afas» þægilegap. Svefapokap, Baktöskur o.“m. fl. 'Jfm'úfUii ;Jfhna;á. Höfum tii: Blandad hænsaafóður, Mafs, heilan, Maísmjöl, íslensk egg. Nýkomið: Jarðberja og Hindberja sultutau í Va ktló glösum, ódýrt. A. Obeniiaupt. er druknaði á botnvörpungnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.