Vísir - 21.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1928, Blaðsíða 2
vmn Höfum tils Hpísmjöl í 50 kg. pokum, Kart öflumj öl í 50 kg. pokum, Sagó 1 70 kg. pokum Ágætar tegundir Nýkomið: Hitaflöskup 1 /2 lítere, mjög ódýrar. A. Obenhaupt. Símskeyti Khöfn. 20. ágúst. FB. Hassels saknað. Frá Madison Wisconsin er sím- ati: United Press tilkynnir, a'Ö sam- kvænit útvarpsskeyti frá Hassel var hann klukkan 6 á laugardag (Ameríkutími) yfir Apiskigama- vatni á Labradorskaga, 400 enskar mílur frá strönd Hudsonflóa. Sí'Ö- an hefir ekkert spurst til flugmann- anna. Frá Julianehaal) í Sy'Öra Straum- firði er tilkynt, að flugmennirnir Hassel og Cramer hafi verið vænt- anlegir til Straumfjarðar á sunnu- dagsmorgun, en ókomnir þangað í morgun (mánudag). Óttast menn að flugmennirnir hafi vilst inn á auðnir Grænlands. Frá Balkanlöndunum. Frá Rómahorg er símað: Sendi- ráð ítölsku stjórnarinnar í Belgrad hefir afhcnt stjórninni í Júgóslavíu harðorða mótmælanótu út af andúð þeirri, sem brotist hefir út annað veifið t Júgóslavíu gegn Ítalíu. Tel- ur ítalska sendiráðið, að hinar svæsnu árásir blaðanna í Króatíu eigi mesta sök á andúðinni, en Króatíu-búar méð blöðin í broddi fylkingar telja undirskrift Nettuno- samningsins háskalega fyrir hag Júgóslavíu. Undirskrift Kellogs-sáttmálans. Frá París er símað: Boðað hef- ir veriö til ráðherrafundar þ. 23. ágúst til þess að taka ákvörðun um athöfn þá, sem fram á að fara í sambandi við undirskrift ófriðar- banns-sáttmála Kelloggs. Er ráð- gert, að tilhögunin verði J)essi: Þ. 26. ágúst hefir Kellogg boð inni með fulltrúum þjóða þeirra, sem undirskrifa sáttmálann og mörgu stórmenni öðru, þ. 27. ágúst fer sjálf undirskiftarathöfnin fram, en 28. ágúst verður tekiS á móti full- trúunum af Doumergue forseta hins frakkneska lýðveldis. Loks verður boð í ráðhúsi Parísarborgar. Kosningabaráttan í Grikklandi- Frá Aþenuborg er símað: Veni- zelos hélt kosningaræðu í fyrradag. Kvaðst hann vera mótfallinn öllum ófriði og óskaði jæss, að starfað væri að endurreisn fjárhags og at- vinnuvega í landinu. Áhangendur Pangalosar gerðu uppj)ot nokkuð á fundinum, skiftust menn á skotum, en enginn beið bana og að eins 5 særðust. Utan af landi. —o— ísafirði 21. ágúst. FB. Afli. Allgóð sildveiði í reknet undan- farið J)ar til síðustu daga. Alls afl- ast hér 2200 tn. Þorskafli tregur hér nærlendis, en færamiðaskipin á Vestfjörðum afla vel. Heyfengur. Heyfengur er ntisjafn í sýslunni, en nýting ágæt. Stofnun Eimskipafclags. Fyrir skömmu var stofnað Eim- skipafélag Vesturlands og hefir það keypt gufuskipið Nordland, er nefnist nú Vestri. Aðaleigendur eru Guðmundur Kristjánsson skipa- ntiðlari og Jón Edvvald konsúll. Frantkvæmdarstjóri er . Gunnar Hafstein. Rafvcita. ísafjarðarkaupstaður er byrjaður á undirbúningi undir rafveitu til bæjarins, sem ætlast er til að nægi til ljósa, suðu og iðnaðar. Aflið á að taka úr Fossá og er byrjað á fyrirhleðslu j)ar. Prestskosning. Prestskosning fór fram i Vatns- fjarðarprestakalli 13. þ. m. Um- sækjendur voru síra Þorsteinn Jóhannesson á Stað í Steingríms- firði og Sigurður Haukdal cand. theol. ÞjóBverjar auka kaup- skipaflota sinn. —o— Þjóðverjar liafa næststærst- an kaupskipaflota í lieimi, og að því er hermir í nýkomnum erlendum blöðum, liefir hann aukist álitlega í vikunni sem leið. Hinn 14. þm. hleypti sendiherra Bandaríkjanna, Mr. Schurmann, skipinu „Europa“ af stokkunum í Hamborg, og degi síðar hleypti von Hinden- Terðlækkun. Nýslátrað kindakjöt, verulega feitt, hefir lækkað í verði. Einnig gulrófur sunnan af Strönd. Kjötbúðin í Ton. Sími 1448. burg forseti skipinu „Bremen“ af stokkunum i Bremen. Bæði eru skipin samskonar, og eru bvgð fyrir Nord-deutscher Lloyd til Amerikuferða. Hvort um sig er 46 þús. smálestir að stærð, og eru þau nú stærstu skip í flota Þjóðverja. Þessi nýju línuskip eiga að standa öllum öðrum framar um íburð og þægindi fyrir far- þega. Frægustu listamenn Þjóðverja hafa skreytt káet- urnar, setustofurnar, matarsal- ina og aðra verustaði farþeg- anna. Á þiljum uppi er mikið rúm ætlað til leikfimi og íjjróttaiðkana, í skipunum eru stórar sundlaugar og vönduð lieilsubótarböð. — Sú nýjung er upp tekin í skipum þessum, að þar eru matsalir fyrir þó farþega, er ferðast ó ódýrari farrýmmn skipanna, þar sem þeir geta kevpt sér máltiðir eft- ir eigin vali við mismunandi verði. í öryggisútbúnaði eru skipin búin öllum nýtísku tækjum. Tvöfaldur botn er í þeim, og vatnsheldum skilrúmum er svo fyrir komið, að þótt botninn laskaðist og fjórði hver klefi fyltist, mundi skipið samt fljóta. Flestir björgunarbátarn- ir eru knúðir með vélum. Rúm er handa 3200 farþegum í hvoru skipi. Iivort þeirra er knúið með 4 slcrúfum. Þau geta farið á 6 dögum frá Bremen til New York og frá Southamp- ton á 5 dögum. Skipasmíðastöðin Blolxm & Voss í Hamborg liefir smíð- að „Eupropu“, en Deutsche Schiffs- und Masehinenbau i Bremen hefir smíðað „Brem- Maraþonhlaupið á Ólympíuleikjunum er sú íþrótt, sem jafnan vekur mesta athygli, og svo var enn í sum- ar, að áhorfendur voru lang- flestir, þegar það var jireytt. Þátttakendur voru liðlega fim- tiu og þúsundir áhorfanda, bæði á áhorfendabekkjum og víðsvegar fram með veginum sem blaupinn var. Vegalengd- in er 26 enskar mílur og 385 yards. — Hlaupabrautin var að mestu slétt og mjúk undir fæti, nema einn kafli var steinlagð- ur. Veður var bjart og hæfilega heitt, til þess að allir hlaupar- ar gæti notið sín, en þeir voru úr öllum heimsálfum. Japansk- ur maður hljóp fyrir fyrst í stað, þá belgiskur, með tvo ja])- ansmenn á hælum sér. Þegar 16 mílur voru af hlaupinu, tók japansmaður aftur við forust- unni og hljóp fremstur um tveggja milna skeið. Siðan skiftust menn enn ó um forust- Hveiti ýmsap tegundip. Haframj el (Flaked Oats). Fypirfiggjandi. ÞÚRÐUR 8VEINS80N & 00. una, en þegar 23 mílur voru af hlaupinu, var japansmaður enn fyrstur, þá Bandaríkja- maður, þá tveir japansmenn, en fimti var E1 Oufai, franskur Arabi. Slciftust síðan ýmsir á um forustuna, en þegar merki var gefið um, að drægi að skeiðsenda,tóku áhorfendur að hrópa og kalla og hvetja ])á, sein þeim var annast um. Var þá sprett úr spori, og þegar hrópin voru sem hæst, snarað- ist EI Oufai, Arahinn, fram úr öllum hinum — og vann hlaup- ið.Næstur varð Plaza frá Cbile, en þriðji Marttelin frá Finn- landi, fjórði Ray frá Banda- ríkjum, fimti Tsuda frá Japan. E1 Oufai er 29 ára gamall og liefir að undanförnu unnið i bifreiðaverksmiðju í París. Hann virtist óþreyttur eftir hlaupið. Títavert atferli. (Svargrein.) ■-O—■ Svo heitir grein í „Vísi“ i8- þ. m. Enda J)ótt réttast kynni að hafa veriS aö svara grein þessari á annan veg, þá ætla eg í fyrsta lagi að leiðrétta ósannindin í greinarkorninu, og í öðru lagi færa mönnum heim sanninn uin Jia'S, að J)að, sem greinarhöfundur kallar vitavert og ómannúðlegt atferli, er það alls ekki að dómi þeirra manna, sem reynslu og vit hafa á þessu .máli, og á eg þar sérstak- lega vi'ð dýralæknana. Það er ósatt, að folaldsmerar l>ær, er voru í Borgarfjarðarfjörum væru ii, Jiær voru 6 og folöld Jiau, ' er skilin voru eftir á Mógilsá voru 6. Þau voru ekki s’kilin J)ar eftir í oþökk; eg fór að vísu á undan stóðinu í bíl til Reylcjavíkur, en 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. J?að marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.