Vísir - 22.08.1928, Side 3

Vísir - 22.08.1928, Side 3
VISIR Haeser Andante spianato & Po- lonaise eftir Chopin er haen fór snildarlega með, og mætti miklum fögnuði sem hann þakkaði fyrir með því að gefa að auki Fantasie-impromtu eft- jr sama liöfund. Aðsóknin var dágóð og fögnuður áheyrenda óþrjótandi. S. E. Markan. I fyrrakveld vildi það slys til ó Vallá á Ivjalarnesi, að maður héðan úr bænum varð fyrir byssuskoti og andaðist nokkur- um klukkustundum síðar, þegar verið var að flytja liann hing- að. Hann hét Matthías Isleifsson og átti heima á Lokastíg 13. — Hann var staddur einn í stofu, þegar slysið vildi til. Læknis var þegar vitjað og kom hann upp eftir skömmu áður en jnaðurinn andaðist. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 st., ísa- firði 10, Akureyri 10, Seyðis- firði 9, Vestmannaeyjum 10, Stykkishólmi 10, Blönduósi 10, Raufarhöfn 10, Hólum i Horna- firði 10, Grindavík 11, Þórs- höfn í Færeyjum 10, Jan May- en 4, Iijaltlandi 12, Tvnemouth 13, Kaupmannahöfn 14, (eng- in skeyti-frá Grænlandi). — Alldjúp loftvægislægð vestur af Irlandi á austurleið. Hæð fyrir norðan ísland. — Horf- ur: Suðvesturland í dag og í nótt: Austan átt, víðast liægur, en allhvass undir Eyjafjöllum. Sumstaðar smáskúrir. - Faxa- flói og Breiðafjörður: í dag og 1 nótt: Ifægur austan. Senni- lega þurt í dag, en dálítil rign- ing með nóttinni. — Vestfirð- xr, Norðurland, norðaustur- land, Austfirðir og' suðaustur- land í dag og í nótt: Austan :ótt, víðast hægviðri. Þykt loft ■og þokusúld í útsveitum. Hjúskapur. 20. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í dómkirkjunni síra Knútur Arngrímsson og ung- frú Ingihjörg Stefánsdóttir. — Síra Knútur fór til emhættis aíns í Húsavík á m.s. Dronning Alexandrine í gær. 48 ára prestsskaparafmæli á i dag síra Ólafur Ólafsson frikirkj uþrestur. Hann og síra Einar prófastur Jónsson á Ifofi •eru nú elstu þjónandi prestar hér á landi. Afmæli á á morgun Jóhann Ivristinn Jóhannsson, Suðurgötu 8. ólafur Magnússon kaupmaður i Kötlu og fyrr- um lögregluþjónn, er fimtugur í dag. Fontenay sendiherra og frú lians verða rneðal far- þega, sem héðan fara til útlanda í kveld. pau ætla fyrst til Fær- eyja, en þaðan eftir nokkura dvöl til Parísar og Miðjarðar- hafs, og verða að lieiman frarn í nóvembermánuð . Sigurður Nordal prófessor fór héðan í gær á- leiðis til Englands á Braga. Verður hann í Oxford og Lon- don franx eftir Iiausti við rann- sókn íslenskra handrita. Ríkarður Jónsson listamaður er staddur erlend- is um þessar mundir, og hefir þess tvívegis verið getið í blaði liér í bænum, að hann hefði til þess stjórnarstyrk og væri í einhverskonar ,bolsa‘-leiðangri. En svo stóðst af um ferðir hans, að hann fór utan með dóttur sína til þess að reyna að leita henni lækninga við lömunar- veiki, og fá lianda henni nýjar umbúðir urn fæturna, til þess að styrkja hana til gangs. Hann hafði sót.t um styrk handa barn- inu i þessu skyni og má vera, að hann fái hann, en ekki var það orðið, þegar hann fór héðan. • Laugavatnið eykst. I gær þegar jarðnafarinn var kominn 68 metra niður, varð enn fyrir honum ný vatnsæð, lítið eitt lieitari en hinar fyrri (eða 92y2°) og óx þá vatnið um fullan helming frá því sem áður var og er nú rúmir fjörir lítrar á sekúndu. þrýstingur á vatninu er nú meiri en áður. — Nokkur Iiús mætti Iiita með vatni því, sem þegar kemur úr nýju lauginni. Ráðsmannsstarfið í Tungu er auglýst til um- sóknar í Vísi í dag. Umsóknir eiga að vera kornnar í síðasta lagi á sunnudagskveld til for- manns Dýraverndunarfélags- ins, Laugaveg 66. Fjármálaráðuneytið tilkynnir: Innfluttar vörur í júlímán- uði kr. 6,025,920. þar af til Reykjavíkur 3,622,663. Sæsímaslitin. Sæsíminn hefir að þessu sinni siitnað 27 sjómílur frá Seyöisfirði, og hefir hann aldrei bilaS á þeim slóöum áöur. Búist er viö, aö viö- g-eröarskipið komi þangaS á föstu- dag. Skeytasambandi við útlönd er haldiö uppi með loftskeytum á meðan. Norðan frá Akureyri komu í gær Dr. Alexander Jóhannesson og Walter flug- foringi. — Vísir hitti Dr. Alex- ander að máli í morgun, og var hann mjög ánægður yfir árangri þeirn, sem varð að sildarleit Súlunnar. Hún gerði bæði að senda loftskeyti og skrifuð skeyti, sem fleygt var niður í tréhylkjum nærri síld- arskipum. Auk flugmannanna tóku þeir þátt í síldarleitinni Geir Sigurðsson skipstjóri, Loftur Bjarnason skipstjóri, Friðrik Ólafsson skipherra af Þór og stýrimenn hans Eiríkur Kristófersson og Guðrn. Guð- jónsson og Bachmann loft- skeytamaður, auk Dr. A. J. og Walters flugforingja. — Súlan fær nú nýjan mótor og fer bráðleg'a norður snögga ferð. — Hún fer að líkindum til Vestmannaeyja á morgun. I „Berlingske Tidende“ er þess getið nýlega, að „Fylla“ ætli bráðlega í heim- sókn til Geestemunde í Þýska- landi, til að tala um landheíg- isvarnirnar hér við land við þýska útgerðarmenn, eftir ósk þeirra. En margir útgerðar- menn í Geestemunde senda skip sin til veiða hér við land, sem kunnugt er. — Vísir liefir spurt ríkisstjórnina, hvort þessi ferð væri farin nokkuð á hennar vegum, og var því svarað neitandi. Sýknudóm Iiefir bæjarfógetinn á Siglu- firði kveðið upp í máli því, sem valdstjórnin lét höfða gegn Dr. Paul verksmiðjueig- anda á Siglufirði, út af síldar- kaupum hans, með því að dóm- arinn lítur svo á, að vinsla mjöls og lýsis úr síld sé ekki „síld- arverkun“. — Dóminum verð- ur að sjálfsögðu skotið til hæsta- í'éttar. Knattspyrnulið Víkings kom á Gullfossi í gær úr sig- ui'för sinni til Akureyrar og Isafjarðar. — Siðasti knatt- spyrnusigur þeirra var í StA'kk- ishólmi og keptu þeir þar við ýrnsa velmetna borgara, sem voru farþegar á Gullfossi. Markvörður farþegaflokksins var Dr. Alexander Jóhannes- son, en hann liefir haft annað að gera en að iðka „jarðbund- in störf“ í sumar, og því fór sem fór, að flokkur lians tap- aði með 7: 5. Knattspyrnumót Rvíkur. Kappleikurinn i gærkveldi var fremur daufur til að byrja með. Valur setti fyrst mark. Gerði Agnar Breiðfjörð það mark með fallegu skoti úr horni. Við þetta tók lið K. R. rnikinn fjörkipp og komst í gegnum varnarlínu Vals og skoraði Björn Þórðarson með ágætri spyrnu mark hjá Val. Eftir þetta var leikurinn fjör- ugur og jafn á báða hóga og rnjög „spennandi“ og liélst það til leiksloka. I miðjum seinni liálfleik gerði Agnar Breið- fjörð annað mark hjá K. R. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum gerði Guðjón Ólafs- son mark lijá Val og' voru þá félögin jöfn aftur. Rétt í leiks- lok skallaði Viggó Þorstei.ns- son knöttinn laglega i mark Vals og var það úrslitamarkið. Lauk því leiknum á þá leið, að K. R. b-lið vann Vals a-lið með 3:2. — 1 kveld kl. 7 keppir Víkingur við Vals b-lið. Hefir lið Vals verið birt hér í blaðinu áður. — I kappliði Víkings eru þessir: Þórir Kjartansson, Þorbjörn Þórðarson, Helgi Eiríksson, Óli P. Hjaltested, Erlingur Hjaltested, Halldór Sigurbjörnsson, Guðjón Ein- arsson, Björn Fr. Björnsson, Tómas Pétursson, Alfred Gíslason, Þórður Jónas Thor- oddsen. Skipafréttir. Esja kom hingað kl. 6 í morg- un. Fer héðan á laugardag. Gullfoss fer héðan kl. 6 í kveld áleiðis til Aberdeen, Leith og Kaupmannahafnai'. Goðafoss fór frá Hull í dag á heimleið. Selfoss fór frá Hull í gær, einnig á heimleið. Lagarfoss fór frá Sauðár- króki í morgun, á leið til út- landa. Botnía fer liéðan i kveld kl. 8 áleiðis til Leith. Lyra fer héðan á morgun kl. 6 til Bergen. St. Frón hefir fund í kveld kl. 81/*. — Sjá augl. í dag. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi, 3 kr. frá sjúk- lingi í Landalcoti, 10 kr. frá H. S. (gamalt áheit). Landanöfn á frímerkjum. Þar sem svo stendur á í löndum, aö þau eru I >ygS fleiri en einni ]ijóð, þá er það nú farið að tíðkast, að nöfn landanna eru letruð á póst- frímerki þeirra á minsta kosti tveim tungum. Svo er til dæmis í Belgíu, að nafn ladsns er þar bæði. á frakk- nesku og flæmsku. I Finnlandi er nafnið á finsku og sænsku. Eins er í fleiri löndum. Það ætti nú aö mega gera ráð fyrir því, að önnur Norðurlönd en Finnland, mundu fylgja þessari reglu, ef svo stæði á, stafað af öllurn íbúum þess. Það verður ]iví í raun og veru ekki sagt anna'ð en aÖ það stingi i stúf, að sú þjóð Norðurlanda, sem hefir löggilt tvö tungumál, skuli gera öðru þeirra svo stórum hærra undir höfði, að að eins sé annað viðhaft á frímerkjum landsins. Er hér átt við Norðmenn, sem stöðugt eru að fjarlægjast dönskuna (sem þeir hafa kallað „riksmaal") og óðfluga að hverfa að „ný-porskunni“ eða landsmálinu, en láta sér þó lynda að halda danska nafninu NORGE og nota það eitt á frímerkin, í stað þess að hafa þar NOREG (eða NORIG) einnig, því að svo er nú nafn landsins skrifað á landsmál- inu, sem nú er orSið jafn rétthátt hinu, eins og áður segir. — Hvað veldur? II. Ó. Hitt og þetta. —o--- Ekki er altaf vert að fara að læknisráði. Nýlega er látinn Ajneríku- maður nokkur, Mr. Emory Tit- man, sem orðið hafði fyrir und- arlegum æfintýrum. Fyrir-ná- lægt 15 árum fekk liann að arfi 50 þús. sterlingspund, eða sem svarar einni miljón lcróna. En á söniu stundu sögðu læltnar lians lionum, að heilsu lians væri svo háttað, að liann gæti ekki með nokkru móti lifað lengur en eitt ár. „Et nú og drekk sála mín og ver glöð“ virðist Mr. Titman þá liafa hugsað, því að hann einsetti sér að lifa þægilegu lífi þetta eina ár, — og eyddi öllum peningun- úm. Að árinu liðnu stóð hann uppi slyppur og snauður, og áætlanir læknanna stóðust ekki betur en svo, að Mjr. Titman ,varð að strita fyrir lifinu í full 14 ár eftir þetta. Maður þessi var tröll að vexti og að því skapi feitur, — 545 ensk pund að þyngd, segir sag- an. En feitir rnenn eru vana- lega rólegri í skapi en aðrir, og » ÍSLANDS BÍ Gnliloss” fer héðan í dag kl. 6 síðdegis til Aberdeen, Leith og Kaup- mannahafnar. fer héðan á laugardag 25. ágúst siðdegis austur og norður um land. Vörur afheudist á morgun eða föstudag og farseðlar; óskast sótt* ir á fimtudag. Nýkomið: Bjúgaldin, Jamica, Epli, „Graven3tener“, Tröllepli, Glóaldin, 4 teg, „Grape“. WINERVALS (eftir Ellu Herberg). DREAMING OF ICELAND eru aðallögin núna. Hljóöfærahilsiö. K. F. U. M. Unnið innfrá annað kveld, ef veður leyfir. Nauðsynlegt að koma ekkí síðar en kl. |8, vegna þess hvc snemma skyggir. Fjölmennið! kann það að liafa lijálpað hon- urn að sætta sig við örlögin. En' öllum er ekki gefin sú stilling áð þeir liefðu tekið þessu með jafnaðargeði. Slær enska blaS- ið Manchester Guardian fram' þeirri spurningu, hvort hantíi myndi hafa unnið skaðahóta- mál gegn læknum sínum, fyrir' að hafa gint hann til að sóa ölí« um eigum sinum á svo skömm-' urn tima. !

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.