Vísir - 02.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 02.09.1928, Blaðsíða 2
VlSlR 11 NaiHam x Olsem t [i Höfum fengið: fiARHASALT. Einnig hentugt sem smjörsalt og matarsalt. fet5t=== .... . - , ■ ... » - == ■ ■ Fyrirliggjanái: Hin kunnu Rachals píanó og pianó frá konungl. hollenskri pianóverkimiðju með afborgunum. A. Obenhaupt. =«= 7w\, rrr ;Wi. 9$= ■ * — ==^K Símskeyti Khöfn 1. sept. FB. Svar Rússa við Kelloggs- sáttmála. Frá Moskva er símao: Lit- vinov hefir aflient sendiherra Frakklands þar í borg svar við boðinu uin að skrifa und- ir ófriðarbannssamninginn. Er svo að orði kveðið í svarinu, að Rússar ætli að skrifa undir ófriðarbannssamninginn, en séu óánægðir með liann af ýmsum ástæðum. Hann sé ó- fullkominn, feli til dæmis ekki í sér nein ákvæði um afvopn- un, en að eins afvopnun geti trygt friðinn fullkomlega. Seg- ir ráðstjórnin það álit sitt, að nauðsynlegt sé að banna alger- lega ófrið á milli þjóðanna, ekki að eins árásarstríð, án tillits til tilgangsinsmeðófriðn- um. Einnig telur ráðstjórnin nauðsynlegt að banna íhlutun. um hafnbönn og hernám á landshlulum annara þjóða. Flugvélarhjálið frá Skaftárósi þekkist. Frá Paris er símað: Frakk- nesk verksmiðja, sem býr til hringi á flugvélahjól liefir lát- ið birta tilkynningu um það, að flugvélarhringurinn sem fanst í Skaftárósi, sé af flugvél Wertheims prinsessu og félaga hennar, en þau lögðu af stað i Atlantshafsflug 31. ágúst í fyrrasumar. Krýningu frestað. Frá Berlín er símað: Krýn- ingu Zogu forseta til konungs yfir Albaníu hefir verið frest- að, en eigi verið tilkynt neitt opinberlega um ástæður til frestunarinnar. Giskað er á, að Zogu æski frekari trygginga af liálfu ítala viðvikjandi kon- ungdóminum. Stórskip í smíðum. Frá London er simað: Wliite Star Line á í smíðum skip, sem verður yfir sextiu þúsund smálestir og' verður stærsta skip í heimi. Verður það senni- lega fullgcrt að þremur árum liðnum. Áætlaður kostnaður við smíði skips þessa er sex miljónir sterlingspunda. Merkilegur fornleifafundur. Heilt þorp, með götum og' húsum, sem talið er vera frá steinaldartímum, hefir fundist við Skaillflóann í örkneyjum. Fundurinn talinn einstæður í Vestur-Evrópu. Til vina okkar. —o— Fljótt á litið kapn að virðast óviðeigandi að einhver skrifi um sína eigin list eða sinna vandamanna og í sumurn til- fellum getur það verið rétt. Fyrir sjö árum, þegar undirrit- aður skrifaði skýringar við eigin hljómleika fjæir Reykja- víkurblöðin, þá var það notað sem átylla til andróðurs. Timarnir hafa breyst og nú mun óhætt að vænta þess að íslenskir lesendur misskilji siður slíkar skýringar. Menn vita líka að í landi kunnings- skaparins væri auðvelt að láta aðra skrifa lof og meðmæli með hljómleikum i blöðin ef listamaðurinn liefði ekki ann- að í Imga en að gera sem mest úr sjáifum sér og margir ganga jafnvel út frá þvi vísu að listamaðurinn sjálfur eigi þátt í öllu eða flestu, sem um hann er skrifað og vilja láta Iiann bera ábyrgð á því, sem auðvitað er rangt. Þeir kunn- ingjar, sem skrifa um list, kunna reyndar stundum að meira eða minna le\fti að liafa skoðanir sinar frá listamann- inum, en þeir geta aldrei skýrl eins vel og greinilega frá og einmitt hann sjálfur. Hvers vegna á þá ekki listamaðurinn að reyna að gefa oiiinberlega yfirlætislausa skýringu á list sinni? Algengt er að skáld riti formála að verkum sínum og yfirleitt væri það mjög æski- legt að listamenn skrifuðu meira um sina eigin list eins og þeir hafa áður gert, Wagner, Scliumann og margir fleiri. Slik skrif eru gagnlegri en lélega gerðir listdómar. Rað skiftir ekki miklu, þó að einhverjir andlegir smœlingjar, sem hvorki treysta sjálfum sérnéöðrum,líti á slíka framkomu sem sjólfs- hól o. s. frv. Sjálfstraust með skynsemi er ekki löstur heldur dygð, meira að segja óhjá- kvæmilegt skilyrði til allra starfa, sem eru einlivérs virði. Islendingar hafa að vissu leyti margir enn of lítið traust á sjálfum sér og löndum sínum, og eru það leifar aldagamallar kúgunar, sem mun hverfa með tímanum. Annie Leifs hefir nokkrum sinnum veitt Reykvíkingum færi á að heyra pianoleik sinn, en hún hefir aldrei haft þar fullkominn hljómleikaflygil undir höndum og skiftir það nokkru máli, þar sem hún legg- ur mikla áherslu á blæbrigði og tónaliti. Nú er kominn stærri flygill i Reykjavík og er það vafalaust nokkur bót. En stefnu- breyting hefir orðið i list Annie Leifs síðan hún lét seinast til sín heyra i Reykjavik og má þó heldur segja að listastefna hennar sé að eins orðin skýrari. Athugum nánar aðstöðu piano- leiksins sem listar á vorum dög- um. pessi listgrein hefir náð meiri þroska en nokkur önnur og er nú svo langt komin að grein endurskapandi tónlistar lengra verður ekki komist. Vel færir pianoleikarar skifta ini meir en luindruðum í heimin- um. Kunnur þýskur listdómari sagði nýlega: „Lélegir piano- leikarar eru ekki til!“ Verkleg kunnátta á þessu sviði er ekki lengur aðdáunarverð, heldur aðeins sjálfsagt skilvrði. Raf- magnspiano geta spilað með enn meiri leikni en mannshönd- in og menn láta sér fátt um finnast. Pianoleikari, sem vill skara fram úr nú á dögum, verður því að geta boðið alveg sérstök andleg þ. e. innri sálar- leg gildi og hámarki getur liann nú því að eins náð að hann takmarki listsvið silt þannig, að stunda að eins eða mestmegnis þá hlið listar sinnar, sem á best við. hans meðfædda eðli. þetta hefir Annie Leifs séð skýrar með ári hverju og áeggj- anir sériræðinga, sem álitu að listgáfur liennar beindust í sér- staka átt, liafa stutt hana í því að leita þessa marks. þessu sér- sviði. hennar er ef til vill best lýst með þvi að geta þess að þjóðverjar kalla hana „Meister- in des intimen Stiles“ og er ekki auðvelt að þýða það á ís- lensku. Parísarblöðin nefndu liana nú í vor „spécialiste de Mozart“ og ,,1‘interpréte idéale de Mozart“, en þar sem flestir íslendingar skilja norsku, þá skal ég leyfa mér að tilfæra ummæli eins aðallistdómara Norðmanna (David M. Jolian- sen í ,,Aftenposten“): „Pianist- inden A. L. foredrog Mozarts konsert jiaa en helt lienrivende maate, med et sjeldent fölsomt anslag, en sikker stilfölelse og med en charmerende gratie og ynde. Det er ikke ofte at höre et nutidsmenneske for hvem rokokkotidens fine og klare tonesprog synes saa naturligt.“ (Menn fyrirgefa vonandi þessa tilfærslu með tilliti til“ þess að erlend blaðaummæli um Amiie Leifs hafa annars á síðari árum aldrei birst í íslenskum blöðum, enda eru meðmæli blaðadóma uni list i sjálfu sér oft lítis virði.) Með þessum tilvísunum er liststefnu Annie Leifs þó ekki fullkomlega lýst. pegar hún lét fjTrst til sín heyra opinberlega í pýskalandi var henni líkt við belgiska pianolteikkonu Clotilde Iíleeberg, sem var fræg á sinum tíma, en er nii látin fyrir löngu. Annie Leifs var þá lífca kölluð „Chopin- und Schumann-Spe- zialistin“, af þvi að vissar teg- undir verka eftir þessi tvö tón- skáld eiga svo vel við hennar liæfi. — pessi ummæli verða að nægja til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um liststefnu hennar. Listakonunni er ljóst að hún hefir ekki ennþá náð marki sínu, en þetta er stefnan sem hún starfar nú að æ skýrar. Auðvitað er það einnig altaf undir ástæðum komið hve vel listflutningur hepnast. Lista- menn eru ekki vélar og þá kon- ur jafnvel siður en karlmenn. M. a. geta leyndir straumar milli listflytjenda og áheyrenda stutt listframkomuna eða truflað liana. Ef áheyrendur eru samhuga og koma á hljómleika með einlæga virðingu fyrir list- inni, þá er það eitt af bestu skil- yrðum til þess að listflutningur nái hámarki, Annie Leifs leíkur hér á næstu hljómleikum eina sónötu eftir Mozart og eina sónötu eftir Schubert. Eins og kunn- ugt er minnast menn nú Schu- berts um allan heim, af því að í nóvember komandi eru 100 ár liðin frá dauða hans. peir sem ekki þekkja nótur og ekk- ert fást við tónlist mega skygn- ast inn í sálardjúp þessá tón- skálds með því að kynna sér að einhverju leyti æfi hans. Hann var misskilinn og svivirtur og dó ungur í eymd og hungri, en nú má heita að hann liafi náð meiri alþýðuhylli en nokkurt annað listrænt tónskáld og á vorum dögum fær enginn skil- ið að einmitt Schuhert skyldi hafa getað orðið fyrir svo mik- illi andúð og svo greinilegu skilningsleýsi samtíðar sinnar. En Schubert var fyrsta „roman- tiska“ tónskáldið, eins og Beet- hoven var seinasta „ldassiska“ tónskáldið. Að því leyti voru þeir andstæður á sama hátt og „romantik“ og „klassik“ eru andstæður og sést það jafnvel greinlegar á vorurrt dögum en nokkru sinni fyr. í „klassik“ ber meir á linum, krafti „archi- tektonik“, en i „romantik“ rik- ir meira af litum, tilfinningum og draumkendum stefnum, en þar opnaði Schubert nýjar leið- ir. Hann hefir rutt nærri öllum tónskáldum braut, sem hafa lifað eftir lians daga, alt fram á tuttugustu öld. Romantíska stefnan hefir ef til vill náð liá- marki sínu með' Schumann og Chopin. Annie Leifs leikur einnig lög eftir þessi tónskáld á hljómleikum sinum, m. a. hina kunnu „Romanze“ eftir Schumann og fræga vöggulagið (Berceuse) eftir Chopin, en það lag er bygt yfir eins takM, tema í bassanum, sem enÖ*HT- tekst alt lagið í gegn. Auk þess- ara laga verða nokkur fteká smálög á skránni eftir jmm höfunda bæði frá elstu: tiin»«»! og síðari. Leikur smálaga l(miniatures) kemur til’aðverSHi einn þátturinn í fíyrnefadrí. sérstefnu Annie Leifs. E£ tMi vill eiga Reykvíkingar eftir aS kynnast þessum þætti listat hennar i ríkara mæli á seiimái hljómleikum. Jón. Leifs.. I. 0. 0. F. 8 a 110938 = 9. 0. Prestskosning fór fram i Vatnsfirði nýlega. Voru atkvæði talin i gær, og hlaut sira Þorsteinn Jóhana- esson, prestur að Stað i Stein- grímsfirði löglega kosningu með 128 atkvæðum. Cand, theol. Sigurður Haukdal fékk 30 atkvæði. Einn seðill var auður og einn ógildur, Dr. Páll E. ólason, prófessor, kom liingað til bæjarins með e.s. „Nova“ í fyrradag. Var hann með skip- inu frá Noregi og sat þar a 1- þjóðaþing sagnfræðinga, sem áður hefir verið minst nokkuð hér í blaðinu. Á þingi þessu voru um eitt þúsund fulltrúar hvaðanæfa af hnettinum. Stýrði dr. Páll einum fundinum og hélt ennfremur einn fyrirlestur á þinginu. Dr. Charcot hélt fyrirlestur í gærkveldi í Nýja Bíó og sýndi slcuggamynd- ir. Var því vel tekið og þótti fróðlegt, sem vænta mátti. Mr. G. Turville-Petre sem auglýsir enskukenslu í Vísi í dag er málfræðisstúdent frá Oxfordháskóla og stundar hér íslenskunám. Hann kom hingað í júlímánuði síðastliðn- um og þykir það undrum sæta að liann er þegar orðinn altal- andi á islensku. Mun enginn efi á því, að lijá honum muni mega vænta góðrar tilsagnar í móðurmáli lians. Ný ríkiseinkasala. Samkvæmt heimild frá síð- asta þingi hefir ríkisstjórnin ákveðið að taka í sínar liend- ur einkasölu á tilbúnum áburði frá næstu áramótum. Stúkan Dröfn nr. 55 heldur fund sinn á vanaleg- um tíma. Félagar beðnir að fjölinenna. Erindi flutt. — Æt. Botnia og ísland eru væntanleg liingað í dag. Skemtun Kvennaheimilisins Um Iiina nýstárlegu úti- skemtun h.f. Kvennaheimilis- ins, sem auglýst var í blaðinu í gær, skal þess getið, að verði hrakveður, og ekki dreginn upp fáni á Iðnaðarmannahús- inu kl. 10 f. li. í dag, verður ekki annað af skemtuninni en dans og veitingar í tjöldum .á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.