Vísir - 04.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1928, Blaðsíða 2
VISIR Höfum fengið: BARHASALT. Clnnig hentugt sem smjöpsalt og matapsalt. Fyjpipliggjandi: Hitaflöskup V2 líters og galv. balar og fötur. A. Obenhaupt. Símskeyti Iviiöfn, 3. sept. F. B. Franskur ráðherra ferst af flugslysi. Bokanowski, verslunarmála- ráðlierra Frakklands, fórst í gær af flugslysi, nálægtToulon. Farþegaflugvél, sem ráðherr- ann var í, steyptist niður, og vita menn eigi af livaða ástæð- um. Við fallið kviknaði í flug- vólinni. Auk ráðherrans fórust þrir fl.ugme.nn og aðalritari flugfélagsins. Norðmcnn telja Amundsen af. Blöðin flytja í dag dánar- minningar um Amundsen, og minnast einkum þess lieiðurs, sem liann varpaði vfir Noreg. Komingslirýning í Albaníu. Frá Berlin er síinað: Blöðin skýra frá því, að koiiungskrýn- ing hafi farið fram í Albaníu í fyrradag. Þriggja daga iiá- tíðahöld fara fram i Alhaníu í tilefni af krýningunni. Nobileleiðangurs-rannsókninni lokið. Frá Mílanó er símað: Fas- cistablöðin liér í borg skýra frá þvi, að rannsóknarnefnd sú, sem Mussólini skipaði út af Nobileleiðangrinum, hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu, að No- bile' og félagar hans sé álger- lega saklausir. Forsetaskiftin í Mexíkó. Frá Mexikó-borg er símað: Calles forseti sagði í ræðu, sem hann liélt við þingsetningu, að hann væri ófáanlegur til þess að gegna forsetastörfum leng- ur en út kjörtimabilið. Lagði hann til, að kosinn væri bráða- birgðaforseti og mælti með stjórnarmyndun með þátttöku allra flokka, í staðinn fyrir nú- verandi hervaldssljórn. Hassel komtnn fs>am. Kliöfn, 3. sept. F. B. Frá New York er símað: New York Times hefir fengið loft- skeyti frá athuganastöð Mr. Hobbs i Syðra Straumfirði, þess efnis, að Hassel og Cramer liafi verið bjargað. Neyddust þeir til þess að lenda fyrir hálf- um mánuði siðan við „Sykur- toppinn4-. Líðan þeirra er góð. Verslunarstofan i Rockford hef- ir fengið loftskeyti sama efnis. Julianehaab, 3. sept. Hassel og Cramer komu i nótt kl. 12 (miðað við Greenwicli meðaltíma) til Mount Evans. peir lentu í flugvél sinni 19. ág. nærri „Sykurtopp“ og hafa því verið tvær vikur að komast til Mount Evans; lcomu þangað í ágætu ásigkomulagi. Flugvél- in er óskemd. Flugmennirnir fara bráðlega með mótorbát til Holsteinburg. Thane. „Pólitískir mislingar“. Vísir hefir meðtekið eftirfar- andi erjndi frá sendiherra Dana, dags. 1. þ. m.: Út af grein, er birtist í Vísi 20. f. m., með fyrirsögninni „Pólitískir mislingar“ og undir- skriftinni „h“, um viðdvöl norska skemtiferðaskipsins „Mira“ i pórshöfn, leyfir sendi- sveitin sér að senda ýður eftir- rit af úrklippu úr „Berlingske Tidende“, kveldblaðinu 4. f. m., er inniheldur þýðingu á rit- stjórnargrein i norska blaðinu „Aftenposten“, en í þeirri grein er á réttan hátt lýst máli því, sem um er að ræða: Fánadeilan í Færeyjum. Ástæðulaust að ásaka Dani um stirðleika. Frá fréttaritara vorum. Osló, laugardag. í ritstjórnargrein i „Aften- ]iosten“ er komist þannig að orði: „Margt ósatt er nú skrifað um fánadeiluna í Færeyjum, bæði af fólki, sem ekki hefir kynt sér málið eins og það er í raun og veru, og öðrum, sem ekki vilja taka tillit til hins raunverulega ástands. pað er á- stæðulaust að hefja árásir á Dani út af norsku fánunum, sem negldir voru fastir á steng- urnar. Sökin var fyrst og fremst hjá bæjarstjórn pórshafnar. Hinn setli amtmaður tilkynti í tæka tíð, að samkvæmt gild- andi fónalögum yrði að fá leyfi ríkisstjórnarinnar til þess, að mega flagga með erlendum fón- um í þórshöfn engu síður en í Kaupmannahöfn, en bæjar- stjórnin vildi ekki sækja um leyfi, en fann í þess stað upp á því furðulega tiltæki, að hafa norsku fánana samanvafða á flággstöngunum. Við skiljum mæta vel, að Færeyingar ætluðu á þAna hátt að mótmæla fánalögum, scm þeim eru ekki kær, en það á samt sem áður illa við, að nota fána Noregs sem mót- mælateikn á þenna hátt og af þessum ástæðum. J?að er blátt áfram þjóðskiftalegur klaufa- skapur, sem bæjarstjórnin gerði sig seka um, þegar henni sást yfir það í ákafa sínum að mót- mæla dönsku fánalögunum, að hún óvirti jafnframt fána Nor- egs. Ei- nálega óskiljanlegt, að norrænir menn (á Vesturland- inu) skuli ekki skilja þetta. En hváð sem öðru líður, hefir bæjarstjórnin þó ekki ætlað sér að lítilsvirða norska fónann, og þá er engin ástæða til að skifta sér neitt af þessu máli, hvorki fyrir utanríkisráðúneytið eða blöðin. En prúðmannlegast væri það, ef bæjarstjórn pórshafnar tæki upp hjá sjálfri sér að biðja velvirðngar á óvil jandi ókurteisi sinni.“ li er tlas til iaoaaðar. —o— Eg hefi oft heyrt um það talað í þingræðum, á manna- mótum og i blöðum, að ýmsar byggingar og stórhýsi, sem nú eru í smíðum eða i undirbún- ingi hér i bæ, yrði nauðsynlega að vera fullbúin og komin til notkunar sumarið 1930. Hafa ræðumenn og rithöfundar hald- ið því fram, að landin u væri ekki vansalaust, að liafa ekki lokið við að koma upp þessum stofn- imum, er gestastraumurinn er- lendi kæmi liingað þá um sum- arið. Eg lít nokkuð annan veg á þessi mál, og vil eg hér gera grein fyrir því, livers vegna mér virðist, að ýmsar þessara bygginga megi alls ekki vera komnar til notkunar þetta ár. Er það þá fyrst, að á þessu sumri verður óvenjulega mikil þörf liúsnæðis hér í bænum, bæði undir opinbei’ar sýningar og til bústaða fyrir gesti, er- lenda sem innlenda. ]?(') má bú- ast við, að einkum mæði á stjórnarvöldum lands og bæjar um að koma ýmsum hinna er- lendu gesta fw'ir, eigi síður fyr- ir þá sök, að alt er enn í óvissu um gistihúsbyggingu hér. — Nú virðist mér einsætt, að kapp- kosta verði að neyla hins itrasta sparnaðar í hvivetna, þar sem það má gera án þess að van- sæmd hljótist af. Er því sjálf- sagt að reisa sem allra fæstar byggingar, sem ekki koma að gagni nema hátíðisdagana. I stað þess á að nota þær opinber- ar byggingar, sem til eru, og ekki þarf að nota til annars, svo sem skólahús ýins, og þær, sem i smíðum eru, og enn eru ófullgerðar, svo sem íands- spítalann, elliheimilið, barna- skólann nýja o. s. frv. Vitanlega þarf að taka tillit til þessa áður en gengið er frá byggingunum, ef komast á lijá ýmis konar tví- verknaði. Móti þessu verður það vitan- lega liaft, að vér verðum að geta sýnt gestum þeim, sem að garði ber, að vér eigum þessar stofnanir, og að þær sé þegar teknar til starfa. Er þetta að visu rétt og ákjósanlegt að sumu leyti, en litlu munar, hvort þeir sjá, að þær sé ein- mitt að hefja göngu sína er þeir koma, eða að þær muni gera það á næstu mánuðum eða misserum. Og eg hygg, að það verði Islendingum til sóma í augum skynbærra manna, ef það sést, að þeir kunna að slá tvær flugur i einu höggi. — því vil eg heldur ekki neita, að full þörf sé orðin, að t. d. lands- pítali og nýtt elliheimili taki til starfa, og það þótt fyr hefði verið. En svo lengi hefir verið beðið, að lítið munar um fáa mánuði í viðbót. Þá er annað, sem mælir á móti því, að lokið sé við all- ar byggingarnar og gengið frá þeim að fullu fvrir sumarið 1930. Er það engu minna um. vert. Má búast við, að þá gangi mjög til þurðar fjárliirslur rik- is og bæjar, og verði þau því ófús að leggja út í ný fyrirtæki fyrst i stað. En það verður að sínu leyti íil þess, að fyrirsjáan- legt er stórkostlegt atvinnu- leysi meðal smiða og bygging- arverkamanna eftir hátíðahöld- in, ef þá er þegar lokið öllum þeim stórbyggingum, sem á er byrjað eða í aðsigi eru. Ef öll áhersla verður nú lögð á það, að ganga frá byggingunum á þann liátt, að þær geti orðið að gagni við hátiðaliöldin, verð- ur aflur á móti margt ógert, og mun margur fá að vinna hand- artak við það næstu mánuðina á eftir. Er það spá min, að ekki allfáum mundi koma það vel. Ef lil vill liafa þeir, er að undirbúningi hátíðahaldanna vinna, séð þetta alt fyrir löngu. Að öðrum kosti ætti ekki að saka, að þeir tæki það til íliug- unar. L. M. Rafperup 227 10-15 kertaog 22°/ V* w. 30—75 kerta, n^komnar. — Lágt verð. — Versl. B. H. BJARNASON. Léttir til. — Faxaflói, Breiða- fjörður og Vestfirðir: 1 dag og nótt: Norðan og norðaustan gola, úrkomulaust að mestu. — Norðurland og norðaustur- land: I dag og nótt: Norðan kaldi. Dálítil úrkoma í útsveit- um. — Austfirðir: I dag og nótt: Breytileg átt. Víðast hæg- ur og úrkomulítið. Suðaustur- land: í dag: Suðvestan og vestan kaldi. Víðast þurt. 1 nótt: Sennilega norðvestan átt. Kona hvarf héðan úr bænum um helgina, að nafni Margrét Guðmunds- dóttir og átti heima á Nýlendu- götu 26. Var Iiennar leitað víða á sunnudaginn en fanst hvergi. Hún var gift kona og átti 3 börn ung. Hjúskapur. Gefin voru saman i hjóna- band í gær, af sira Bjarna Jóns- syni, ungfrú Matthildur Krist- jánsdóttir simamær og Ludvig Petersen. Hjálpræðisherinn. í kveld kl. 8% verður söng- og hljómleika samkoma. Að- gangur ókeypis og allir eru vel- komnir meðan húsrúmið leyfir. Lyra kom í gær. Meðal farþcga voru Eggert Gilfer, Pétur Zóp- hóníasson, A. Wold og l'rú, frú Lange, Múller, frk. N. Skúla- son o. fl. Skipafrét tir. ísland fer liéðan í kveld kl. 6 vestur og norður. Botnía fer héðan kl. 8 annað kveld. Nova fór héðan í gær, vestur og norður um land til útlanda. Af veiðum komu í gær botnvörpungarn- ir Ólafur, Baldur, Skúli fógetí, Barðinn og Imperialist. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 8 st., ísa- firði (i, Akureyri 6, Seyðisfirði 9, Vestm.eyjum 9, Stvkkishólmi 7, Blönduósi (>, Raufarliöfn 5, Hóluni í Hornafirði 11, Grinda- vík 8, Þórshöfn í Færeyjum 10, Julianehaab (i gærkveldi) 7, Jan Mayen 3, Angmagsalik ö, Hjaltlandi 12, Tynemouth 16, Kaupmannahöfn 14. — Mestur hiti hér í gær 12 st. minstur 7 st. Úrkoma 3,5 mm. — Lægð á mjóu belti yfir sunnanvcrðu Islandi og norð- ur að Jan Mayen. —'liorfur: Suðvesturland: í dag og nótt: Norðvestan og norðan kaldi. 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægnr og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedalíur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sanuað að VERO er iniklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins V E R O. J?að marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.