Vísir - 17.09.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 17.09.1928, Blaðsíða 3
V 1 S I R A8 liallamla sumri. iSumrinu hallar, og senn kemur haust, •söngfugla þagnar hin indæla raust; smáblómin fölna um frosthélu-nótt, , foldar í skauti svo hvila þau rótt; vorsólin aftur þau vekur af blund, vernduÖ af kærleikans skapandi rnund. Fagurt ör haustiÖ um heiÖríkju- kvöld, himininn Ijómar af stjarnanna f jöld ; máninn á grundina geislunum slær, glitrar þá lindin, - en frosin og tær. Ströndin mér virÖist svo hátignar- liljóð, hrönnin þar kveður sín dreymandi ljótS. Lífið ei slokknar, þó lækki hér sól, lífs-frumum veitir hið örugga skjól alveklis kraftur í, alveldis-geim, andinn hans lifir í fræunum þeirn. Náttúran auglýsir hljó'S, — en þó hátt, ‘himneskan, eilífan, skapandi mátt. Gamli. NÝKOMIÐ: JOWIL — hurðarskrár, hurðarlamir allar stærðir, hurðarhúnar, messing & nikk., hornhúnar, ibenholzhúnar. Skothurðarhjól & skrár. Verslunin „BRYNJA“. ræðismaður, C. Behrens heildsali, frú Bjarnhéöinsson, frk. Gerður Bjarnhéöinsson, Reinh. Andersson kiæðskeri, A. Obenhaupt og fjöl- skylda hans. Trúlofun. Nýlega lmfa opinberað trúlof- un sína ungfrú Gunnhildur 'Guðmundsdóttir, Laugaveg 52, og Óskar Ólafsson, matsveinn, Lindargötu 40. Athygli skal vakin á því, að Gullfoss kemur ekki við í Leith í næstu för sinni til útlanda, en fer aft- ur á móti til Frederikstad í Noregi á leiðinni til Kaup- mannahafnar. Góð veiði. tslendingur, sem stundar laxveiðar í Alaska, getur þess i bréfi hingað, að á 10 dögum liafi veiðst 140 þúsund laxar á báta þess útgerðarfélags, sem hann starfar hjá. Botnia kom hingað kl. 2 í nótt frá Leith. Meðal farþega voru: Ásgeir Sig'- urðsson konsúll og frú, frú Arn- ■alds, Haraldur SigurSsson verslun- arm., A. A. Allen, og allmargir fleirí, eínkum énskir ferðamenn. Austurvöll er veríð að slá í dag. 'Réttað er í dag í Þingvallarétt, en á morgun í Hafravatnsrétt og Kjósarrétt, og á miðvikudag í KollafjarSarrétt. Ú rslitakappleikur milli Vals og K. R. (2. flokks) fór svo, aS Valur sigraði með 2:1. Geir og Magni drógu Grænlandsfari'ö Skinfaxa Haustvörurnar eru komnar. Fjölbreytt úrval af borðstofuhúsgögnum, nokkur- ar nýjar gerðir. peir, sem ætla að fá sér húsgögn fyrir haustið, eru vinsamlegast beðnir að lita inn sem fyrst, meðan nógu er úr að velja. Einnig komu margar gerðir af mahogníborðum, Saumaborðum, Reykborðum, Spilaborðum, Mahognistatívum, Blómstursúlum, Píanóbekkjum, Orgelstólum, Nótnastólum o. m. m. fl. i Hfisgagnaversl. Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13. hér inn á höfnina í gærkveldi. Mun eiga að gera eitthva'S við skipið, áður en Geir fer með það til Dan- merkur. Tryggvi gamli kom frá Englandi í gær. Anders kom af síldveiðum í gær. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 1 kr. frá Hildi, 25 kr. frá Páli, 50 kr. frá kaup- manni. Hitt og þetta, Sir G. O. Trevelyan. Sir George Otto Trevelyan andaðist á ættarsetri sínu um miðbik ágústmánaðar. Var hann kominn um nírætt, er hann lést. Hann hafði legið rúmfastur um skeið á ættarsetri sínu i North- umherland. Sir Trevelyan átti sæti í ráðuneyti Gladstones. Er nú að eins einn þeirra, sem sæti áttu í því, enn á lífi, Rosebury lávarður. — Sir Trevelyan var fæddur í Rathley Temple í Lei- cestershire þ. 20. júlí 1838. Mentun hlaut hann í Harrow og Triníty College, Chambridge University. Fór snemma orð af gáfum lians og námshæfileik- um. —- Árið 1865 var hann kos- inn á þing fyrir Tynemouth. Upp frá því gegndi hann ýms- um opinberum störfum, þang- að til snemma á árinu 1897, að liann hætti að gefa sig við stjórnmálum að mestu. Settist hann þá að á ættarsetri sínu í Northumberland, að fullu og öllu. Sir Trevelyan var sögu- fróður maður og mikils metinn rithöfundur. Liggja eftir liann margar hækur, m. a. „The Life and Letters of Lord Macauly“, „History of the American Revolution“ o. m. fl. (FB). Carlo P. del Prete, ítalski flugmaðurinn, sem eigi alls fyrir löngu flaug frá Róma- borg til Brazilíu, er nýlátinn i Rio de Janeiro. Del Prete og fé- lagi hans, Ferrarin,. fóru í reynsluflug frá flugvelli flug- skólans í Rio de Janeiro þ. 7. ágúst, en hlektist á við lendingu. Hlaut del Prete mikil meiðsl og varð að taka af honum annan fótinn, en hann andaðist daginn eftir. Hann var einn af frægustu flugmönnum heimsihs. (FB). ísland og ófriðarbanns-samning- urinn. Þann 27. ágúst skrifutm fulltrúar 15 þjó'öa undír ófriöarbanns-sátt- er Ttnsœlast. 4sgaiðar. mála Kelloggs, en þegar daginn cítir var tilkynt, að 48 þjóöum öðrum yr'öi boðiö að skrifa undir samninginn. Búist var við, að all- ar þessar þjóðir myndi láta skrifa undir satnninginn, og standa þá 64 þjó'öir að samningiþessum. (Frakk- land bauö og Rússlandi að skrifa undir samninginn og var það boð þegiö). í The New York Times eru talin upp þau 48 ríki, sem boð- iö heíir verið að skrifa undir samn- inginn. Er ísland. eitt þessara ríkja. Talið er víst, að fleiri þjóð- ir muni skrifa undir þennan samn- ing en nokkurn annan, sem til þessa hefir verið gerður. (F.B.). Fólksflutningur til Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er, takmarka Bandaríkjamenn fólksflutninginn inn í land sitt. Er leyfð ákveðin tala innflytjenda frá hverju landi. Vegna þess, að atvinnuskilyrði í Ameríku hafa fari'ð versnandi, sækjast menn nú ekki eins eftir að komast vestur og áður. Jafnvel Canada-búar og Mexikó-búar sækja þangað ekki eins og áður, en það eru engar hömlur á inn- flutningi fólks frá þessum löndum til Bandaríkjanna. Árið 1927 kom 500.Ó31 innflytjandi til Bandaríkj- anna, en sama ár fóru 274.356 heim til lands sins aftur, eöa 20.848 fleiri en áriö áður. — Kom- iö hefir til tals, að breyta lögún- um og leyfa ótakmarkaða fólks- flutninga inn i landið. Er Hoover forsetae'fni og republikanar yfir- leitt þeirrar skoðunar. Margir ótt- ast hinsvegar mikið aðstreymi inn- flytjenda, sem fúslega myndu vinna fyrir langtum lægra kaup en amerískir verkamenn sætta sig við, og vinna því á móti því, að lögun- um verði breytt. (F.B.). <0000í500íi0»íic0000«0íi;>!síiíiíí!í000ísísött»0íi000000000;s Íí S! Útgerðarmenn! Veiðarfæri tll vertííarinnar. Aðelns [jektar og reynáar tegumllr. Helldsala. Smásala. 5! >! ð S ö s i! Fiskilínur, belgískar, allar stærðir. Þorskanetjagapn, ítalskt, enskt 10/3, 10/4, 11/4, 12/4, 10/5, 10/6. Mustads lóðaönglap, nr. 7, 8 og 9, extra extra long. Öngultaumar, belgiskir og norskir, allar stærðir. Manilla, ensk, frá New Castle, allar stærðir. Þopskanet, norsk og ensk, 16 og 22 möskva. Lódabelgir, bláir, allar stærðir. Neíakúlup, utanumriðnar 5”. Netakiilur, óutanumriðnar 5”. Bambusstengur, allar stærðir. Barkariitur, Blásteinn, Kork, Karbid, Boyuluktir. Athugið t Fiskilínurnar, sem lang best hafa reynst nú síðustu árin eru BELGÍSKAR FISKILÍNUR. Ástæðan fyrir því er þessi: Þær eru búnar til aðeins úr úrvals hampi, sem bæði er ljósarj og mikið lengri þræðir í en nokkurum öðrum hampi, svo er þess gætt nákvæmlega að undir- og yfir-snúður á þessum fiskilínum sé í réttu samræmi; hvorki of mikill né of lítill, en þetta hefir afar mikla þýðingu viðvíkjandi endingu línanna og þar að auki hafa,þessar fiskilínur mikið meiri þáttaf jölda len flestar aðrar teg- undir. Þrátt fyrir þessa miklu kosti, sem belg- || iskar fiskilínur hafa fram yfir aðrar fiskilín- « ur, eru þær þó seldar eins ódýrt og eru jafn- || vel ódýrari. g Reynsla undanfarinna ára ' hefir sýnt og H sannað að þessar vörutegundir eru þær al- s bestu sem völ er á.;— Og eins og að undan- Íí förnu munu menn gera best kaup á þessum « vörumihjá okkur. | Veiðapfæpavepslmiin | Geysip. S Símnefni ,Segl‘. Símar 817,928, 667,791 og 1346. « '6 lOOOOttOiÍOÍSeOOOOOOOOÍÍOOíSOOOCOOOOOOíÍÍSOOOOOOOOOOOO! /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.