Vísir - 05.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1928, Blaðsíða 2
¦SS3 ¦¦ i—¦¦... i i.i S5S5SS5C5K55 B85553C5 Höfum fengid: Kerti: Blue CPOSS, 6 í pakka. Hollandia, 8 ¦ — Beacon, 36 - — Xtifpapkæfa frá Steffensens Fabriker ÍU °S 7« kg- dósir. Nýkomiö : g Skautap tyrtv fullorðaa og böjpn 3 teg. nlkkeleraðlj* og ónih.kelet>- Haðlr, mjög fallegar teg, — Ódýrt. A. Obenhaupt. Símskeyti Khöfn, 4. okt. FB. Krassin á heimleið. ísbrjóturinn Krassin sigldi fram hjá Sjálandi í gær á leið heim til Rússlands. Danskur hafnsögumaður, sem hafði leið- sögn á hendi meðfram Dan- merkurströndum hefir skýrt frá því, að foringi rússneska leiðangursins, prófessor Samoil- lovitch, hafi sagt, að veður hafi verið óhagstæð og hindrað frek- ari leit um Ishafið. Krassin leit- aði tvisvar á svæði J>ví, þar sem líklegast er talið, að loftskipa- flokkurinn hafi lent. Samoilov- itch lítur svo á, að engin von sé til þess, að flokkurinn sé á lífi. Stefnuskrá breskra verka- manna. Frá London er símað: Ram- say MacDonald hefir haldið ræðu á ársþingi verkalýðs- flokksins og skýrt frá þvi, sem flokkurinn ætli sér að fram- kvæma, ef hann vinni sigur í kosningunum að ári. Aðalatrið- in eru þessi: Afnema verkfalls- lögin, þjóðnýta kolanámurnar, flutningatæki, aflstöðvar, lífsá- byrgðarfélög og jarðeignir, koma á stjórnmálasambandi við Rússland og lækka hernaðarút- gjöldin. Reynsluflug „Zeppelins greifa". Frá Berlín er símað: Loft- skipið „Zeppelin greifi" flaug'i gær yfir Berlín við mikinn fögnuð manna. Loftskipið lenti í Friedrichshafen í gær síðdegis eftir 33 stunda flug, sem gekk ágætlega. Loftfarið flýgur til Ameriku í næstu viku, ef veður verður hagstætt. Privatbankinn. Eins og skýrt hefir verið frá hér i blaðinu, er Privatbankinn í Kaupmannahöfn tekinn til starfa á ný. — í tilkynningu frá sendiherra Dana er nánara frá því skýrt, með hverjum hætti bankinn hafi verið endur- reistur. Samkvæmt mati banka- eftirlitsmannsins var talið, að bankinn ætti enn óeytt af hluta- fé sínu um 12 miljónir króna eða 20%. Gekk þá pjóðbankinn, Verslunarbankinn, Landmands- bankinn og ýmsar fjármála- stofnanir og einstaklingar í málið og útveguðu bankanum nýtt hlutafé, er nemur 28 mil- jónum króna. En sett var sem skilyrði fyrir því, að þetta nýja hlutafé fengist, að gömul hluta- bréf bankans væri feld í verði niður í 20% samkvæmt matinu. Til frekari tryggingar hafa nokkurir erlendir bankar, i fé- lagi við dönsku bankana þrjá, er áður voru nefndir, skrifað sig fyrir 15 miljón króna inn- lánsfé, sem tryggingu- fyrir skuldbindingum bankans, næst á eftir hlutafénu. Innlánsfé þetta er óuppsegjanlegt um margra ára skeið. — Hlutafé bankans verður því framvegis 40 milión- ir króna, og auk þess innlánsfé það, er áður var nefnt, að upp- hæð 15 miljónir króna. — Jafn- framt var fótum komið undir „Aarhus Oliefabrik", með því að henni voru, af annarí hálfu lagðar tæpar 10 milj. kr. (9,7 milj.) í nýju hlutafé. Bankastjórarnir, C. C. Clau- sen og P. Rye, hafa látið af stjórn í bankanum, en sem nýr bankastjóri.meðEigtved banka- stjóra, sem kyr verður í starfi sínu, hefir verið skipaður Poul Andersen, en hann hefir áður starfað í „Köbenhavns Dis- konto- og Revisionsbank." — VISIR____________ Auk iþess ráðgerir bankaráðið að bæta við þriðja forstjóran- um. — Með hjálp þeirri, sem bankanum hefir verið veitt, er' tálið, að hann muni geta orðið fær um að inna af hendi sams- konar störf i viðskiftalífi þjóð- arinnar og hann hefir gert að undanförnu. — Bankinn tók til starfa á ný 3. þ. m., eins og frá var skýrt í einkaskeyti til ís- landsbanka. Slebsager, verslunarmálaráðherra, hefir sótt um lausn frá embætti. Stjórnarforsetinn gegnir em- bætti verslunarmálaráðherra fvrst um sinn. ! Jarðarför Gísla heitins Guðmundssdnar gerlafræðings fór fram í gær að viðstöddu mjög miklu fjöl- menni. Síra Bjarni Jónsson flutti bæn í heimahúsum og ræðu í kirkjunni. par söng f jöl_ mennur flokkur manná úr Karlakór K.F.U.M. — Frá heim- ili hins látna báru vinir hans kistuna; í kirkju báru starfs- menn Smjörlíkisgerðarinnar og stjórn Iðnaðarmannafélagsins, og út úr kirkju Oddfélagar. í kirkjugarðinn báru meðlimir K. F. U. M. og Iðnaðarmannafé- lagsins. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 st., Isa- firði 5, Akureyri 2, Seyðisfirði 8, Vestmannaeyjum 9, Stykkis- hólmi 8, Blönduósi 4, Raufar- höfn 3, Hólum i Hornafirði 9, Grindavik 9, Færeyjum 10, Julianehaab 2, Angmagsalik 7, Jan Mayen 0, Hjaltlandi 11, Tynemouth 10, Kaupmanna- höfn 10 st. — Mestur hiti hér í gær 12 st., minstur 8 st. — Lægð er nú um 800 km. SSV af Reykjanesi og þokast hægt norð- ur eftir. HORFUR: Suðvestur- land: I dag og nótt austan og suðaustan, hvassviðri. Rigning. Faxaflói: í dag og nótt allhvass austan, rigning öðru hverju. Breiðafjörður og Vestfirðir: I dag og nótt vaxandi austan kaldi, allhvass og rigning með kveldinu. Nprðurland: 1 dag og nótt vaxandi suðaustan, allhvass úti fyrir. Úrkomulaust. Norð- austurland: I dag o'g nótt all- hvass suðaustan. Dálítil rigning. Austfirðir: I dag og nótt vax- andi. suðaustan átt. Allhvass og rigning með nóttunni. Suð- austurland: 1 dag og nótt all- hvass suðaustan. Rigning. Vísir er sex siður í dag. Sagan er í aukablaðinu. Hjúskapur. Gefin verða saman í hjóna- band i Hrísey á morgun ungfrú f>óra Magnúsdóttir og porleif- ur Ágústsson. — Heimili ungu hjónanna verður á Ystabæ í Hrísey á Eyjafirði. Trúlofanir. 22. f, m. birtu trúlofun sína ungfrú Katrín Frímannsdóttir. Framnesveg 22 og Gunnlaugur Einarsson bifreiðarstjóri, Vest- urgötu 51 B. 27. f. m. birtú trúlofun sina ungfrú Lilja Pétursdóttir, Vest- urgötu 50 B og Kjartan Einars- son, Ivarsseli, verkstjóri í Al- liance. Skýrsla um Hinn' almenna menta- skóla i Reykjavik, skólaárið 1927—1928, er nýkomin út. — Nemendur skólans voru 276 í byrjun skóla-árs, 133 í lærdóms- deild og 143 í gagnfræðadeild. — Rektor skólans, J?orl. H. Bjarnason, ritar nokkur minn- ingarorð um fyrirrennara sinn, Geir T. Zoéga, og um Jóhannes Kjartansson verkfræðing, sem var kennari í Mentaskólanum. — Skýrslunni fylgir æviágrip 25 ára stúdenta, og er það með myndum. Bækur Bókmentafélagsins eru nýkomnar út, og eru þær þessar: Skírnir, (102. árg.), Isl. fornbréfasafn (XII, 5.), Annál- ar (II, 2.) og Safn til sögu Is- lands og íslenskra bókmenta (V,6.). Island er i Vestmannaeyjum. par er afarvont veður og er búist við, að skipið fari þaðan i kveld. Lýra fór héðan í gærkveldi áleiðis til útlanda. Meðal farþega voru: Walter flugstjóri, Helgi Guð- mundsson (á leið til Spánar), David Copland, Jón Árnason prentari, Norheim trúboði, Elías Kristjánsson, Ágúst Sæmunds- son, Anna Einarsdóttir, Friða Eggertsdóttir, Andrea Bjarna- dóttir og margt manna til Vest- mannaeyja. Ólafur kom af veiðum i morgun með mikinn afla. Fyrsti dansleikur Skemtifélags templara verður haldinn annað kveld. Sjá augl. í blaðinu i dag. Goðafoss fór héðan kl. 10 i gærkveldi lil Vestfjarða og Akureyrar. — Meðal farþega voru: Magnús Magnússon, Jón Stefánsson, Sveinbj. Jónsson,Árni porvalds- son, Ólafur jporsteinsson, Svan- hildur Jóhannsdóttir, Karítas Jónsdóttir, Matthildur Halldórs- dóttir, Arnfríður Jónsdóttir, Friðrikka Bjarnadóttir, Júlía Arnadóttir, Helga Halldórsdótt- ir, Helga Jóhannesdóttir, J4n- björg porsteinsdóttir, Frú póra Skaftason, frú Theódóra Thor- oddsen, Steingr. Jónsson 0(g frú, Guðm. Ástráðsson og frú, Hermann Jónsson, Hörður Bjarnason, C. Olsen, Mátthías Sveinsson, Hugo Abel, Árni Guðmundsson, Eirikur Orms- son, Guðbj. Guðjónsdóttír, Finnur Jónsson, porst. Eyfirð- ingur o. fl. o. fl. GENGI ERL. MYNTAR. Sterlingspund ........ kr. 22,15 100 kr. danskar ......— i2r,8o 100 — norskar......— 121,83 100 — sænskar ......— 122,26 Doliar ...............— 4,57 100 fr. franskir ......— x7»97 loo — svissn......... — 88,06 100 lírur............. — 24,06 100 gyllini ...........— 183,50 100 þýsk gullmörk ... — 108.89 100 pesetar .......... — 74-91 100 belga ............— 63,64 Aheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 5 kr. frá Miðnes- ing (afh. af sr. Ólafi Ólafssyni), 10 kr. frá D. Jónssyni, 5 kr. (gamalt áheit) frá G. J., 15 kr. frá G + G. •*mmoKsauua&M w m coooootwooowi Símí 542. «»aOa0llMtOOOOIMMMSOOeKMKM!tlMtl 70 ápa peyitsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n n m hlot- i?S gull- og silfurmedalíur vegha framúrskarandi gæSa sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. J7að marg borgar sig. 1 heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík. ^ll^æææææðsææææææææææ 9 IT^ Nýkomnar vandaðar vðrur: w aólfábreiðui?, •fP% Legubekkjaábpeiðup, 9^ Gluggatjöld, Dypatjöld. M&wMw ŒkiiMófi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.