Vísir - 08.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 08.12.1928, Blaðsíða 2
V1SI3 Nýkomið: The í pökkum. Tómatsósa, Libby’s. Gerduft, Dr. Oetkers. Laukur. Símskeyti —o— Khöfn 7. des. FB. Fjárglæfrar. Frá París er símað: Frakk- nesk kona, frú Hanau, liefir ný- lega verið handtekin og ákærð fyrir fjárglæfra í mjög stórum stíl. Hleypur það sennilega upp í hundruð milj. franka, sem frúin hefir gabbað fólk til þess að láta af hendi. Narraði hún fólk til þess að kaupa hlutabréf félaga, sem aðeins voru til á pappírnum, og lofaði liáum arði. Andstæðingar Poincaré’s nota Hanau-málið í baráttunni gegn honum og stjórn hans. Social- istinn Casenat sendi Poincaré lista í gær, sem á voru nöfn merkra stjórnmálamanna, sem Casenat segir, að séu riðnir við Hanaufélagið. Á ineðal þeirra eru: Senator Doumer, ný- lenduráðherra, Mayeney, land- búnaðarráðlierra og koníaks- kóngurinn Hennesey. Er hinn síðastnefndi eigandi blaðs, sem hefir fengið stórar fjárliæðir fyrir að'birta ginnandi auglýs- ingar frá Hanau-félaginu. Suðurför Byrd’s. Frá New York-borg er símað: Byrd pólfari, á leiðinni til pól- svæðanna,liefir sent flotamála- ráðherra Bandaríkjanna loft- skeyti. Býst Bjrrd við að koma til Rosshafsins á sunnudaginn kemur. Fannlr í fjöllnm, —x— Fátt ber órækara vitni um árferði, en fannir í fjöllum. Er þess þvi vert, að í minnum sé haft, þegar snjóalög eru meiri eða minni en að venjulætur.Nú hafa farið saman margir vetur snjóléttir og siðasta sumar eitt ið lengsta og liesta, er menn muna. Hefir því fannir leyst úr fjöllum og öræfum framar venju. Til þessa má nefna, að ekki sá snjódíl úr Þingvallasvelt í haust í Skjaldbreið, að sögn Jóns hónda á Brúsastöðum, skilríks manns. — í Esju sást aðeins ein fönn úr Reykjavík, lítill díll í Gunnlaugsskarði. Þá var og Skarðslieiði alauð úr Reykjavik að sjá, nema tveir öriitiir ská-dílar i giljum, líkt og fingraför. Gera má ráð fyrir, að veð- urstofan atliugi þess konar vitni um veðráttufar, sem liér er getið, en engu að síður sendi eg „Vísi“ þessar linur til varð- veislu. Hnjúka-þeyr. | Bæjarfréttir | □ EDDl. 592812 ll6* l/2 = Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. ii( f. h. síra Bjarni Jónsson, kl. 2 síðd. síra Frið- rik Hallgrimsson (barnaguðsþjón- usta) ; kl. 5 síra Friðrik Hallgríms- son (altarisganga). / fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sig- urðsson. / Landakotskirkju kl. 9 f. h. há- messa, kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. / spítalakirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 árd. hámessa, kl. 6 síðd. guðs- þjónusta með prédikun. Sjómannastofan. Guðsþjónusta á morgun kl. ó. Ólafur Ólafsson kristniboði talar. Allir velkomnir. Kristileg samkoma kl. 8 annað kveld á Njálsgötu 1. Allir velkomnir. Veðrið í morgun. Frost í Rvik o st., ísafirði 1, Ak- ureyri 2, Seyðisfirði 7, Vestmanna- eyjum o, Stykkishólmi 1, Blöndu- ósi 3, Grindavík hiti 3, (skeyti vant- ar frá Raufarhöfn, Hólum x Horna- firði, Jan Mayen, Bretlandi og Dan- mörku), Færeyjum hiti I, Juliane- haab frost 1, Angmagsalik 5 st. Mestur hiti hér í gær -I- o st., minst- ur -f- 8. Úrkoma 0.6 mm. Lægð fyrir vestan land, á norðaustur leið. Sunnan snarpur vindur á Halamið- um. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjöður og Vestfirð- ir. í dag: Hvass sunnan, dimmviðri með bleytuhríð og rigningu. í nótt: Sennilega allhvass suðvestan. Skúra veður. Norðurland: í dag og nótt: Allhvass sunnan og suðvestan. Snjó koma og siðan þíðviðri. Norðaust- urland og Austfirðir: í dag: Vax- andi suðvestan. í nótt: Allhvass suðvestan, snjókoma og síðan þíð- viðri. Suðausturland: í dág og nótt: Allhvass suðvestan. Snjókoma og síðan þiðviðri. 75 ára verður í dag ekkjufi'ú Hólmfríð- ur Jónasdóttir, Kárastíg 13. Hefir hún dvalið mestan liluta æfi sinn- ar hér í bæ, og á hún hér marga vini, senx óska henni allra heilla á þessurn degi, og vænta að þeir fái um langt skeið enn að njóta sam- vistar hennar. Eiey-skotin Nr. 12 og 16, hlaðin með hvítu reyklausu púðri, ogmis- munandi haglastærðum, eru hvarvetna talin að vera þau bestu, og verðið þarafleið- andi í raun réttri hið lægsta. Fást í Versl. B. H. BJARNASON. Athygli skal vakin á fundi þeim, sem Félag fasteignaeigenda í Rvík hef- ir boðað til og haldinn verður í dag í Nýja Bíó, kl. 6 síðd. Hefir bæjarstjórn og stjórnum ýmsra fé- laga hér i bænum verið boðið á fundinn og auk þess er öllum hús- eigendum og öðrum borgurum bæjarins heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Leikhúsið. „Föðursystir Charley’s" veii5ur leikin í síðasta sinn annað kveld kl. 8. Karlakór K. F. U. M. söng í gærkveldi í Gamla Bíó. Aðsókn var ágæti Viðtökurnar voru hinar bestu og varð flokkui-- inn að endurtaka mörg lög. Á morgun kl. 3^2 syngur flokkurinn i Nýja Bíó. Listasafn j Einai-s Jónssonar er opið á sunnu- dögtim og miðvikudögum kl. 1—3. Hljómsveit Reykjavíkur .lieldur hljómleika í Gamla Bíó á morgun kl. 3 síðd. undir stjórn J. Velden prófessórs. Menn ættu ekki að draga það lengi að ná sér í aðgöngumiða að hljómleiknum, þar eð fremur litið er eftir óselt. Unglingast. Unnur heldur skemtifund á morgun kl. 10 f. h. í Goodtemplarahúsinu. Mullersskólinn er fluttur í Austurstræti 14 (hús Jóns Þorlálcssonar). Hefir kensla stöðvast í skólannm í nokkra daga vegna flutninganna, en hefst aft- ur í dag, á sama hátt og áður, Hjúskapur. 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af síra Friðrik Hallgrims- syni ungfrú Marta Jónsdóttir frá Einiholti í Biskupstungum og Jón Eiríksson á Meiðastöðum. E.s. Esja fór héoan í gærkveldi kl. 10 aust- ur og norÖur um land, me'Ö fjölda farþega, þ. á. m.: Frú Kitty To- hansen, frú Þórunn Kristjánsdóttir, frú Arnþrúður Grímsdóttir, Einar Sigurjónsson, Ólafur Þorsteinsson, frú Þóra SigurSardóttii', Bjai-ni Benediktsson, sr. Helgi H j álmarsson, Hreinn Pálsson skipstjóri og írú. Ingólfur Einarsson og frú, Ingi Lárusson, Metúsalem Metúsalems- son, frú Áróra Oddgeirsdóttir, frú Elín Stephensen, Þórhallur Daní- elsson kaupm., Kári Stefánsson, frú Hildur Bjarnadóttir. Drotming Alexandrine kom til Leith í gær á útleið. Island | á að fara frá Leith í dag á leið til íslands. E.s. „Bro“ kom í nótt frá ísafirði, til að taka hér viðbótarfarm af þurrum fiski hjá Kveldúlfi. „Gulltoppur“ fór á veiðar i nótt. hafði legið hér inni um hríð, vegna viðgerðar. „Njörður“ | er væntanlegur af veiðum í dag. Hefir hann veitt í ís, en kemur hingað til að fá sér kol og fer síð- 011 til Englands með aflann. 12500 króna sekt hlaut botnvörpungurinn Renovia frá Grimsby á Eskifirði í gær, fyr- ii veiðar í landhelgi. Afli og veið- arfæri var gert upptækt. Skipstjóri hafði lýst þvi yfir, að hann ætl- aði ekki að áfrýja dóminum. Kvæðakveld. Varla er önnur skemtun hug- þekkari en rímnakveðskapur eða visna, — þeim, sem meta lcunna þá gömlu og góðu og þjóðlegu list. í vetur liafa verið fleiri „kvæðakveld“. hér í bæ, en títt hefir verið að undan- förnu. Er það gott og gleðilegt, að ramm-íslenskar íþróttir eru aftur að vakna af dvala. Hing- að til liafa það verið menri úr fjarlægum héruðum, er látið liafa Reykvíkinga til sín lieyra. Virðist það skoðun margra, að eigi kunni aðrir að kveða, en Norðlingar og Breiðfirðingar. En víðar er guð en í görðum, og hér í bæ eru til góðir kvæða- menn, þótt lítt hafi liaft sig i frammi. Nú gefst bæjarmönn- urn kostur á að lieyra tvo kvæðamenn kveða í Bárubúð í lcveld. Annar þeirra er gamall Reykvíkingur: Páll Stefánsson trésmiður. Hann er góður kvæðamaður íi fornlegan og þjóðlegan hátt, án þess að fara með eftirhermur og' skrípalæti. Er mest um það vert, að mönn- um gefist kostur á að lieyra kvæðalögin öfgalaus, eins og þau hafa verið kveðin öld eftir öld í landinu, alt frá forneskju. Þá geta irienn fengið réttan skilning á því, hve mikið hefir þótt koma til góðra kvæða- manna á Islandi. — Þess vegna ætti að verða setinn bekkurinn í Bárubúð í kveld. B. ITm Vínlandsferðirnar er nú altaf ritaÖ nieira og meira út um heiminn og þeim haldiÖ mjög á lofti, eins og vert er, svo merld- legt afrek sem þær voru á sínum tíma. En lítið af heiðrinum fáura við íslendingar, því aö Norðmenu eigna sér hann allan. Því miður eru og alt of fáir íslendingar nægilega vel að sér, þegar urn þetta mál er að ræða, því að menn vanrækja nú mjög að lesa hin fornu rit vor, enda þarf líka sérstaka dómgreind til þess að meta rétt allar heimildir, þegar um sánnsöguleg efni er að ræða. En til jxess höfum við nú reyndar mentamenn vora og forn- fræðinga. — Nú hefir Matthías Þórðarson þjóðminjavörður rann- sakað sögurnar um VínlandsferS- irnar, og komist að ákveðnum nið- urstöðum um flest atriði, er máii skifta. — Hann ætlar nú að skýra frá athugunum sínum á tveimur f)rrirlestrum í Stúdentafræðslunni og sýna skuggamyndir af úppdrátt- um til skýringa. Verða fyrirlestrar þessir í Nýja Bíó næstu tvo sunnu- daga, kl. 2 e. h- Má vænta þess, að aðsókn verði mikil að þeim. II. Eimreiðin (4. h., XXXIV. árg.) er nýkomið út, og er efnið þetta: Dexippos, kvæöi eftir Viktor Ryd- berg (Jak. Jóh. Sinári íslenskaði), Altarið eftir Friðrik Asmundsson Brekkan, Bókmentaiðja íslendinga í Vesturheimi eftir Richard Beck (upphaf, með 10 myndum), Lifa látnir? (niðurlag) eftir ritstjórann, Nokkur orð um stöfun eftir Björn Þorláksson, Viðarkol (með tveim myndum) eftir Odd Oddsson, Rík- ið og bækurnar, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Sjómannakveðjur. F.B. 8. des. Lagðir af stað til Englands. Vellí'San allra. Kærar kveöjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin af Agli Skallagrímssyni. Gjafir til Sjómannastofunnar: Sjómaður 50 kr., K. S. 50 kr., A. J. 50 kr., starfsfólk Sjóvátrygg- ingarfélags Islands 25 kr., J. F. 50 kr., V. P. 25 kr., J. M. 25 kr., starfsfólk Alþýðubrauðg. 30 kr., ónefndur (í bréfi) 20 kr., starfs-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.