Vísir - 09.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1928, Blaðsíða 2
VISIK Jólasalan er toyrjuð. Við viljum hér með vekja athygli yðar á, hvað við selj- um ódýrt, og þér munuð sann- færast um, að þér fáið altaf mest fyrir peninga yðar i KLÖFF. Falleg, blá matrósaföt úr cheviot, kosta frá 15.90—20.50 settið. — Mislit drengjaföt, fallegt efni og snið, kosta frá 12.90— 17.90 settið. — Stakar drengjabuxur úr cheviot á kr. 3.95. — Drengjafrakkar, vel hlýir, 14.90. — Telpukápur á 15.50. — Fallegir morgunkjólar á 4.85. — Golftreyjur seljum við nú með gjafverði. — Kven-silkiundirföt á 9.90 settið. — Silki- sokkar frá 1.75 parið. — Silkitreflar og slæður, afar mikið úrval. — Fallegar kven-regnkápur seljast með miklum af- slætti. — Karlmanns-alfatnaður verður seldur með sérstöku tækifærisverði. — Sömuleíðis regnfrakkar á karlmenn, verða seldir fyrir lítið verð. — Hvítar manchettskyrtur á 7.90. — Ullartreflar frá 1.75. — Alullar-frakkaefni (Ulster) seljumviS nú það sem eftir er fyrir hálfvirði. — Allskonar peysur á fullorðna og börn seljast ódýrast í borginni. — Þettá er að eins lítið sýnishorn af öllu sem við höfum. — Munið altaf, að ódýrast er að versla við okkur. JÓLABASARINN: Allir vilja vera glaðir um jólin. Gleymið ekki að gefa börnunum, þó ekki sé nema smá jóla- gjöf. Jólabasarinn sem við höfum sett á stofn, hefir strax fengið gott orð fyrir hve ódýrt sé að kaupa barnagull þar. Við höfum úr svo miklu að velja, en höfum lítið af hverri tegund, svo að allir sem ætla að kaupa, ættu að gera það nú þegar. Við tökum upp á morgun fjölda margar nýjar tegundir af allskonar leikföngum, sem kosta frá 10 aura til 15 krónur. — Allir, sem vilja gera góð kaup, koma tafarlaust til okkar. , jar i gpp Laiioaveff 28 Nýkomid: Tiie f pðkkum. Tómatsósa, Libby's. Gerduft, Dp. Oetkers. Laukup. Lík og lff. Vísir heí'ir birt ýmsar skyn- samlegar og vel ritaðar greinar um kirkjugarðsmál Reykvik- inga, og eiga allar sammerkt í því, að gera hiklaust ráð fyrir að haldið verði áfram þeirri venju, að grafa hina dauðu lik- ami í jörð. En sem betur fer, þá er þess nú ekki langt að bíða, að svo leiðinlegur ósiður verði lagður niður; enda ekki hægt að mæla honum neina bót, ekki einu sinni þá, að bein- in fái að vera í friði. Ekki held- ur verður með sanni sagt, að ef ekki eru líkin grafin, þá verði ýmsar ræktar- og trúarvenjur að falla niður. Eg vil mjög al- varlega hvetja Reykvíkinga til að hugsa ekki um neinn nýjan kirkjugarð, heldur taka sem allra fyrst upp hina einu skyn- samlegu meðferð á hinum dauðu líkömum. En vitanlega er mér ekkert fjær, en að hvetja til ræktarleysis við mirmingu framliðinna. Mætti minnasl þeirra betur en gert hefir verið: Mætti byggja veg- legt hús^.sem sérstaklega væri helgað minningu þeirra, og hafa garð í kring. Þarf ekki að efa, að menn mundu finna ráð til þess, að einstaklinganna yrði einnig minst. • II. Læknarnir geta, betur en eg, talið upp ýmsar þær ástæður, sem mæla á móti greftrun lika, en eg ætla að taka fram eina, sem varla eða ekki hefir verið nefnd áður, og er þó mjög mik- ilvæg. Það getur bagað hinn framliðna á framleið hans, að líkaminn, sem óhæfifr var orð- inn lil lífs, er lengi að sundur- leysast. Hinn framliðni veit við og við af hinu rotnandi líki, honum finst hann jafnvel ekki vera alveg laus við það, og hann skynjar það rotna. Það mun vera oftar, að ekki séu mikil brögð að þessu, en stund- um þó, og þau ættti engin að vera. Mun eg skýra þetta mál alt nánar, i bók sem, 'ef til vill, . mun beita „Á framleið". Það er í alla staði gott, og þá einnig til að forðast óþægindi af þvi tagi, sem vikið var á, að hugur manna stefni fram. En svo verður, ef þeir hafa, i aðalat- riðum, réttan skilning á tilver- unni. Og mjög áríðandi er, að menn viti þegar hér á jörðu, að þeir eiga, eftir dauðann, að eignast nýjan líkama, á annari jörð. III. Mál þetta er nú orðið auð- veldara en áður, þar sem það hefir verið fagurlega sýnt og sannað, eins og eg skal minn-- ast á í annari grein, að hinn endurskapandi (regenerer- andi) kraftur á ekki upptök sín í hinum jarðrærm efnum Iik- amans, og heldur áfram að vera til, þó að líkaminn sé dauður. Af skiljanlegum ástæð- um hefir sú sannfæring verið, og er ennþá, mjög rík hjá þeim, sem trúa á framhald lifsins, að menn lifi áfram einungis sem andar. Menn hafa ekki íhug- að nógu vel, hversu andi er skapandi kraftur, og hversu það kemur glögglega í Ijós, að sá kraftur, er að reyna til að gera sér fullkominn líkama. Tilraun þessi mistekst hér á jörðu, líkaminn er ófullkominn, hrörnar, verður ónýtur, óhæf- ur til að lifa,, En andinn held- ur tilrauninni áfram, og skap- ar sér nýjan líkama, jarðnesk- an, en úr efnum annarar jarð- ar. Þetta er blátt áfram undir- stöðuatriði í liffræði, biologi. En tilgangurinn er sá, að and- inn geti skapað sér fullkominn líkama, hvar sem er í þessum' óendanlega mikla og f urðulega heimi. Virðist mér sannleikur þcssi vera með því yfirbragði, að engum sem vit hefir, ætti að geta komið til hugar að hann sé lygi. Það er hið versta böl, að líkami sá, sem verið er að reyna að koma upp, úr efnum þessarar jarðstjörnu, skuli verða aðsetur þjáninga og ónýtast á herfilegan hátt. Það BARNAFATAVERSLUNIN 'lapparstig 37. Sími 2035 Nýtt úrval af mjög ódýrum barnafatnaði. Komið og sannfærist. er þetta sem á ekki að vera, og þarf heldur ekki að vera. Og í þeim éfnum hafa nú verið gerðar svo áriðandi byrjunar- uppgötvanir hér á Islandi, að ef menn vilja nú hafa greind við, og þiggja hjálp mína, í stað þess að halda áfram að baka mér, með vanbeitingu greihdarinnar, þrautir þær sem mjög hafa tafsamar ver- ið, þá munu bráðlega verða stærri tíðindi en orðið hafa áður i sögu jarðar vorrar, og snúið af Helvegi á leið hins ávalt vaxandi lifs- og líkams- þroska. Þætti mér það góðs viti, ef Reykvíkingar yrðu fljótir til að sinna tillögu minni um skynsamlegri meðferð á lík- um. En það mál hefir lítinn byr fengiðhér áður, þó að hreyft hafi verið. 7. desember. Helgi Pjeturss. Q EDDA. 592812 16'/2 = Gísli J. Ólafson landssímastjóri kom heim af sjúkrahúsi fyrir þrem vikum og er í afturbata, en hefir fengið hita- köst og má þvi ekki taka vi'ð heim- sóknum enn. Leikhúsið. „Föðursystir Charley's", hinn bráðskerntilegi gamanleikur, scm sýndur hefir verið að undanförnu, verður leikinn í síðasta sinn í kveld. Aðgöngumiðar ver'ða seldir i Iðnc í dag. Myndasýning Ólafs Magnússonar kgl. hirtS- ljósmyndara dró þegar að sér Jólavsrð 20% afsláttnr. Barnakjólar, kápur og frakkar, einnig kvenprjóna- peysur, verður til 21. þ. m. selt með 20% afslætti. Af öllum öðrum vörum verslunarinnar verður gefið 10% ef keypt er fyrir minst 5 kr. i einu. Versl. „Snót" Vesturgötu 16. Gpammófónap. Höfum fyrirliggjandi afarmikið úrval af grammó- fónum eða Ca. 30 tegundir frá kr. 30,00, þar á meðal hinar bestu teg. sem á markaðnum eru, svo sem Columbia „Viva-tonal" og „His Master's Voice". Verðið fyllilega samkepnisfært. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. FALKINN, Sími 670. mikla athygli í gærkveldf. Hún er í búöargluggum Jóns Björussonar & Co. í Bankastræfi og eru þar myndir af mörgum hinum fegurstu stöðum hér á landi, alt austan úr Öræfum og norður að Mývatni. ¦— Ólafur hefir farið ví'ða um land undanfarin ár, og á nú meira og fegurra myndasafn ví'Ssvegar af landinu en nokkur einn maður ann- ar. Á þessari sýningu hans eru flestar myndir að tiltölu af Snæ- fellsnesi, en nesið hefir verið kall- að „smásmíði" alls, sem einkenni- legast er í náttúrufegurð Islands. Einnig eru þar fossamyndir und- an Eyjafjöllum, þar á meðal glæsi- leg mynd af Skógafossi. Þá er og mynd af Heklu, Lómagnúp og hin- um fögru Dverghömrum á Síðu, og íríargar fleiri ágætar myndir mætti nefna, Sumar myndirnar eru litmálaðar, en aðrar með ýmisleg- um ljósmyndablæ. Þeir, sem fara út í dag, munu margir leggja leið um sýningarstaðinn og hafa ánægju af að skoða þetta glæsilega mynda- safn. Póstþjófnaður. Þegar Esja var að íara héðan í fyrrakveld, var allmikil þröng viö skipið eins og vant er að vera. Þar var póstbréfa-kassi við uppgang- inn og var fyltur af bréfum a'ð vanda. En í gær kom það í ljós, áð allmörgum bréfum hafði verið stol- ið úr kassanum og fundust þau upprifin á tveim stöðum í bænum, og var sendöndum þeirra þá gert aðvart. Má ætla, a'ð þetta hafi ein- hvern tíma verið leikið áður, og þarf að reisa ramar skorður viö því háttalagi framvegis. Vísir er sex síður í dag. Sagan er í aukablaðinu og framhald bæjar- frétta. Aðgöngu'miðar, sem eftir eru ab hljómleikum Hljómsveitarinnar kl. 3 í dag, verða seldir við innganginn í Gamla Bíó í dag frá kl. 1. St. Dröfn heldur fund í kveld. — Sligstjórakveld. Skoðid jélavöpusýn^ ingana í dag hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.