Vísir - 15.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 15.12.1928, Blaðsíða 2
VJSIR Ryksugan Elektrolox ep sú besta á markaðnum. Utvegum liana með litlum iypipvara. Eitt stk. fyrip 220 volt straum til kér — á staðnum. — Gúmmi8timpiaf •re btnli til 1 Tél&gsprentsmiKjttnai. VattáLtBir og édýrir. Símskeyti Kliöfn, 14. des (FB). Frá Paraguay og Bolivia. Málamiðlun í vændum? Frá Washington er síniað: Sendiherra Paraguay hefir feng- ið tilkynningn frá stjórninni í Paraguay þess efnis, að Bolivia dragi saman her á landamærum Paraguay og Boliviu. Stjórnin í Paraguay kveðst þvi álíta vafa- samt, livort hægt muni að komast hjá ófriði, en meiri bjartsýni virðist ríkjandi í Bandaríkjunum hvað það snert- ir, þannig er það talið góðs viti, að fulltrúar Boliviu eru aft- ur farnir að taka þátt í al-ame- ríslcu ráðstefnunni, sennilega fjæir tilmæli Kellogg’s. Ríkin í Suður-Ameríku húast við því, að málamiðlun muni hafa til- ætlaðan árangur. Frá Lugano er símað: Para- guay hefir svarað skeyti þjóða- bandalagsins og kennir Boliviu um deiluna. Kveðst stjórnin í Paraguay vera reiðuhúin til þess að gegna skyldum sinum samkvæmt fyrirmælum þjóða- bandalagsins. Bolivia hefir lofað að svara þjóðabandalaginu bráðlega. Finnlandsstjórn beiðist lausnar. Frá Helsingfox-s er símað: Socialistar hafa gert fyrirspurn í þinginu um afskifti verndar- liðsins af ýmsum nxálum, þar á meðal skipunum embætta inn- an póststj órnarinnar. Eftir langar umræður samþykti þing- ið vantraustsyfirlýsingu til stjórnarinnar með 83 atkv. gegn 82. — Stjórnin liefir beðist lausnar. Kosningar í Rúmeníu. Frá Berlín er^sínxað: ping- kosningar fói'u fram í Rúmeníu i fyrradag. Bændaflokkur og nokkrir minni stuðningsflokk- ar Maniu-stjórnarinnar hafa fengið til sanxans 75% atkvæða, kringum 365 af 400 þingsætuxn. Bratianufíokkurinn fekk 8% at- kvæða eða 12 þingsæti. Utan af landi. —x— Akureyri, 14. des., F.B. Minningarathöfn í tilefni af lík- brenslu Magnúsar Kristjánssonar, fjármálaráðherra fór fram i kirkj- unni kl. 11, aö viöstöddu miklu fjölmenni. □ Edda 592812187 — 1. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Fri'ö- rik Hallgrímsson. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. í frikirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurösson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta me'ö predikun. í spítalakirkjunni í Hafnarfiröi: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 siöd. guðsþjónusta með predikun. Sjómannastofan: Kl. 6 síöd. guðsþjónusta. Allir velkontnir. Minningarathöfn um Magnús Kristjáusson var baldin hér í dómkirkjunni kl. 11 í gærmorgun, aö viöstöddu miklu fjölmenni. Dr." Jón biskup Helga- son flutti minningarræöu. ' Minningarathöfn Roald Amundsen var lialdin í Gamla Bíó í gærkveldi og var fullskipað hvert sæti. Fyrst var leikið „Ó guð voi-s lands“, því næst flutti aðalræð- ismaður Berg stutta ræðu. pá las Helgi Helgason upp ljóð (Prolog). Jón Eyþórsson veð- urfræðingur flutti fróðlega ræðu um stai’f Roalds Amundsens. Sr. Bjarni Jónsson flutti mjög liugnænxt ávarp og bæii. Eftir það stóð fólk í 2 mín. og meðan var leikinn Dauði Ásu. Karla- kór K. F. U. M. söng 3 norsk lög. Eftir það var 15 mínútna hlé. pá var sýnd mynd (Tah- leau) úr suðurför R. Amund- sen og að síðuslu sunginn þjóð- söngur Norðnxanna. Athöfnin fór mjög vel fram. Nýr forseti í Sviss. Frá Bex’n er simað: Robert Haab hefir verið kosinn for- seti í Sviss. Vísir er sex síður í dag. Neðanmáls- sagan, grein um Roald Amund- sen, erlend símskeyti o. fl. cr í aukablaðinu. Nýtt. J ólaiimkaupin munu nú sem fyr reynast heppilegust í verslun undk- ritaðs. — Þetta er staðreynd, sem ekki verður um deilt. Eins og sýningargluggar okkar, 5 talsins, bera lítilsháttar vitni um, þá eru vörubirgðir verslunarinnar svo f jölbreyttar, að óvíða mun finnast hér i bænum samankomið á einn stað, fjölbreyttara og betra vöru- úrval, þegar svo þar við bætist að allar vörur verslun- arinnar eru keyptar fyrir peninga út í liönd, án milli- göngumanna, þá geta menn trauðlega gert sér von um það, að hægt sé að gera jafngóð innkaup annarstaðar. Eins og að hefir verið vikið áður, þá eru vörur versl- unarinnar svo margbrotnar, að engin leið er til að telja hér upp annað, eða meira en fátt eitt af mörgu, teljum því bér aðeins upp nokkrar vörutegundir af handahófi, t. d. stórt úrval af Eldhús- og Búsáhöldum, þ. á. m. Taurullur, Tauvindur, Olíuvélar, óryðnæma Borðhnífa, Raflampa og ýinisl. þ. t. h., t. d. Öryggistappa á 35 au., sömu teg. sem annarstaðar kosta 45 aura, Raf-brauð- ristar, Bollabakka, Matar- og Kaffistell, Vindlakassa og Vindlingakassa, Spilapeninga úr fílabeini- Leikföng handa unga fólkinu afar fjölbreytt úrval. Flugeldar frá Englands stærstu og bestu verksmiðju. meira og f jölbreyttara úrval en áður hefir sést þ. á. m. Samsafnakassar með mismunandi verði, að ógleymd- um Smíðatólunum og Stálvörunum þjóðfr^egu, þ. á. m. Mikið og gott úrval á Stálskautum og Mannbroddum, sem ómissandi eru hverjum þeim, sem forðast vill fall á götum borgarinnar. Effax-vörurnar óviðjafnanlegu t. d. Gólfdúkaáburð- ur, Fægismyrsl, Skósverta m. m. fl. O’Cedar, Politur, Bronce í öllum regnbogans litum, „Tinkíura“, Mask- ínulakk. m. m. fl. Við síaðhæfum það, að jólainnkaupin verða hvergi heppilegri en hjá okkur, og heitum á hvern einn, að ganga úr skugga um að svo sé, með því að skoða vör- urnar og spyrja um verðið- ; Terslunt B.'H. H| avnason. Höfum tekist á hendur sölu- umboð fyrir þýskalands mestu verksmiðju í VÉLATVISTI, sem seldur verður hér á staðn- um hálfu lægra verði en áður hefir þekst. Stórútgerðannenn, sem mik- ið nota af Tvisti — fáanlegur af öllum gæðum — fá slík vildar- kjör, að ekkí mun svara kostn- aði fyrir þá að kaupa vöru þessa lengur hjá gömlum sambönd- um, sama hvort heldur eru út- lend eða innlend. VERSL. B. H. BJARNASON. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. I Reykjavík 5 st., Isafirði 7, Akureyri 2, Seyðisfirði 6, Vestnxannaeyjum 5, Stykkishólmi 5, Blönduósi 3, Raufarhöfn 3, Hólum í Horna- firði 5, Færeyjxxm 3, Juliane- liaab -4- 8, Angmagsalik 4, Kaupmh. 0 st. — Vantar skeyti frá öllum öðrum stöðvum. Mestur hiti hér í gær 6 st, minst- ur 3 st. tJrkonxa 10,3 mm. All- djúp lægð austur af Vest- mannaeyjum á norðurleið.Aust- angola á Halamiðum. Suðvest- urland: í dag suðaustan rok, en lygnir heldur með kveldinu. Rigning. Faxaflói: Stormfregn. I dag hvass suðaustau. í nótt minkandi suðaustan. Breiða- fjörður, Vestfix-ðir: Stormfregn. í dag vaxandi noi’ðaustan. 1 kveld og nótt allhvass og hvass suðaustan. Rigning. Norður- land, norðausturland, Austfirð- ir:I dag vaxandi suðaustan. I nótt allhvass suðaustan, sum- staðar dálítil rigning. Suðaust- urland: í dag og nótt: Alllivass suðaustan. Rigning. 78 ára er í dag Guðnm Pálsdóttir, Bergstaöastræti 34. Þóruxxn Gísladóttir, Grettisgötu 16, senx nxargir bæj- arbúar kannast viö, er 82 ára í dag. Myndir Einars Jónssonar, sem út komu fyr'ir nokkurum árum, fást. nú bvergi nema í Listasafni hans, og er nú íariö aö ganga á upplagiö, því að veröiö hefir veriö fært niö- ur. Kostar bókin nú 15 kr. óbund- in cg 18 kr. í bandi. Einar Jónsson listamaöur og frú hans fóru utan í septembermánuði í haust, eins og kunnugt er, og verða í' Kaup- mannahöfn í vetur. Heimili þeirra þar er Kastelsvej 23. ölafur Túbals hefir opna málverkasýningu sína í dag og á morgun.á Laugaveg 11, í bakhúsinu. Nií hefir Ólafur sal- inn einn og nú njóta myndir hans sín mun betur cn fyr. Ættu menn aö nota tækifærið til a'ö sjá mál- verk Ólafs, því hann er á fram- farabraut og hefir þegar aflaö sér vinsælda. Kristniboösfélögin. Opinber samkcma verður haldin í húsi K. F. U. M. kl. 8j4 í kveld. Ólafur Ólafsson kristniboði talar. Allir velkomnir. Hjúskapur. í dag veröa gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni ung- frú Guðlaug Guömundsdóttir, Hafnarfiröi og Jón Ármannsson, sjómaöur í Reykjavík. Heimili þeirra veröur á Bakkastíg 6. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Leith kl. 2 I fyrradag. Brúarfoss fór frá Fáskrúösfiröi i gær, beint til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Björgvin. Selfoss er í Hull. Esja kom til Blönduóss í morg- un. Island fór héöan í gærkveldi til útlanda. Meöal farþega vom Carl Olsen og frú, frú Kristín Pétursson, Steín- unn Ó. Eiríksson. Karl Berncltsson, skákmeistari. Sjómannakveðja, 14. des. FB. Fai’nir af stað lil Englands. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á Gylí'a. ísfiskssala. í gær seldu þessi skjp afla sinn i Englandi: Njöröur fyrir 876 ster- Hngspund og Egill Skallagrímsson fyrir 1025 sterlingspund. Úti. Jólablað drengja. Svo nefnist nýtt blað, senx kemur út nxx fyrir jólin og í’áð- gert er að komi út á liverjum jólum framvegis. Eins og nafn blaðsins bendir til, er það ein- ungis ætlað drengjum, bæði skátum og öðrunx. — Blaðið er mjög vel ilr garði gert og nxörg- um myndum prýlt. Á kápunni er ljómandi falleg mynd af ís- lensku landslagi, hóndabæ í sveit og skíðamönnum. Utgef- andi er skátafélagið Væringjar, en ritstjóri Jón Oddgeir Jóxxs- SOIl. Jólablað Æskunnar veröur rnjög vandaö aö þessu sinni. Framan á kápunni er falleg litmynd, og efnið er fjölbreytt, sögur og kvæöi meö myndum viö barna liæfi. Blaöið verður selt á götunum upp úr helgi. Það fæst og 5 bókabúöum og á afgreiðslu Æsk- unnar í Edinborg. Skuldlausir keupendur fá blaöið ókeypis. VerS jjess er ein króna og mun veröa mörgu barni kærkomin jólagjöf. Fasteignaeigendafélagið hélt fund í Nýja Bíó síðast- liðinn sunnudág, og var liann vel sóttur. þar flutti cand. mag. Brynjólfur Stefánsson erindi, en á eftir tóku til máls K. Zim- sen borgarstjóri og Magnús Ivjaran kaupm., en síðan talaði Brynjólfur öðru sinni. Var þá liðið svo á fundartimann, að umræðum var frestað, og verð- ur framhaldsfundur haldinn kl. 3% í Nýja Bíó á morgun. Vei-ð- ur umræðurii þá haldið áfx-arn og prófessor Ágúst H. Bjarna- son, Dr. pliil. flytur erindi. Allir velkomnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.