Vísir - 21.12.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1928, Blaðsíða 3
Föstudaginn 21. des. 1928. Símskeyti —x— Khöfn 20. des. FB. Bretakonungur á batavegi. Frá London er símaÖ: Bretakon- ungur er dálítið betri síöustu dag- ana og vona menn, aíS framhald verði á batanum. Dinosaurus-beinagrindur finnast í Kína. Sænski landkönnuðurinn Sven Hedin símar til Kaupmannahafnar- blaðsins Politiken: Kínverskur prófessor, Yuan. þátttakandi i Hedin-leiðangrinum, hefir fyrir norðaustan Urumtsji fundið beinagrindur af þrjátíu full- vöxnum Dinosaurus, þremur Dino- saurus-ungum og eitt Dinosaurus- egg, alt saman frá júratímabilinu. Slíkar minjar hafa ekki fyrr fund- ist í Asiu. (Urumtsji er borg í norðvestur- hluta Kína. Er símskeyti Hedins sent þaðan). Frá Afghanistan. Bresk flugvél hefir flogið yfir Kabul og kveður sendisveit Breta óhulta. Sendisveit Afghanistan í London segir fregnirnar frá uppreisninni ýktar. Ræningjaflokkur hafi ráðist á virki við Kabul, en uppreisnin hafi nú verið bæld niður. — Hins vegar hermir skeyti frá Bombay til Daily Telegraph, að uppreisnin sé að breiðast út um mestan hluta Afghanistan. Meiri hluti hersins taki þátt i uppreisninni, vegna þess að hermennirnir hafi engin laun fengið vikum saman, þar eð Afghanakonungur hafi varið öllu handbæru fé ríkisins til umbótanna. Utan af landi. ■Jfcr ° Isafirði 19. des. FB. Þýskur botnvörpungur rakst á grunn nálægt Vigur í gærdag og er talinn strandaður. Kvað hafa vilst, en ætlaði til Isa- fjarðar. Þingmálafund hélt þingmað- ur Isafjarðar síðastliðinn laug- ardag. Ályktanir voru gerðar í 12—13 málum. Litlar umræð- ur. Ný, endurbygð kirkja, á Stað í Aðalvik, var vígð síðastliðinn sunnudag. Prófastur og 3 aðrir prestar viðstaddir. Góður afli á vélbátum héð- an úr bænum undanfarið. Akureyri 20. des. FB. Fundur um síldareinkasöluna. Björn Líndal hélt hér fund í gærkveldi um síldarsamlag og síld- areinkasölu íslands. Var stjórn og framkvæmdastjórn síldareinkasöl- unnar sérstaklega boðið á fundinn. Deildi Líndal í ýmsu allmjög á samningagerðir og framkvæmdir einkasölunnar í vor og sumar. Til andsvara voru Pétur Ólafsson og Ingvar Guðjónsson. Fundurinn var afar fjölmennur og stóð yfir frá klukkan hálf níu til klukkan hálf eitt. VISIK Sjódómsmenn. Borgarstjóra hefir borist bréf frá atvinnu -og samgöngumála- ráðuneytinu, þar sem óskað er eftir tillögu bæjarstjórnar um það, hverjir skipaðir skuli sjó- dómsmenn hér í kaupstaðnum. Hafnarnefndin leggur lil, að þessir 10 menn verði skipaðir: Halldór Kr. porsteinsson, skip- sfjóri, Háteig. porsteinn f>or- steinsson, hagstofustjóri. Jón Ólafsson, framkvæmdarstjóri. Héðinn Valdimarsson, . fram- kvæmdarstjóri. Geir Sigurðs- son, skipstjóri. Gísli Jónsson, vélstjóri, Bárugötu 2.Guðmund- ur Kristjánsson, skipamiðlari. Ólafur Sveinsson, vélstjóri, Garðastræti, Magnús Magnús- son, framkvæmdarstjóri, Ing- ólfsstræti. Sigurjón Ólafsson, alþingismaður. Brunatryggingamar. Fjárhagsn. bæjarins leggur til: að bæjarstjórnin ákveði að semja við vátryggingarfélagið Albingia í Hamborg á grund- velli tilboðs félagsins dags. 29. okt. og þannig, að bæjarstjórn- in eigi kost á að taka þátt í tryggingunni með alt að 10% hluta er byggist á 4. lið útboðs- ins frá 25. sept. og að fjárhags- nefnd sé falið að undirbúa samninginn. kr. frá J. Þ., 2 kr. frá N. N., 2 kr. frá S., 4 kr. frá tveimur ór.efnd- um, 2 kr. frá J. G. G., 2 kr. frá N. N., 2 kr. frá S., kr. 1,50 frá sjúklingi, 1 kr. frá Gógó, 2 kr. frá gömlum manni, 2 kr. frá Unni, ^ kr. frá þremur systkinum, 5 kr. frá S. T. H., 5 kr. frá Margrétu á Arbæ, 10 kr. frá ónefndri stúlku, 10 kr. frá G. S. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 1 kr. frá N. N., 2 kr. (gamalt áheit) frá E., 20 kr. frá ungri konu, 20 kr. frá sjó- manni, 4 kr. frá N. N., 5 kr. frá G. B. (afhent af síra Ólafi Ólafs- syni fríkirkjupresti), 5 kr. írá Snæfellingi, 2 kr. (gamalt áheit) frá G. G., 20 kr. frá ónefndum, 1 trr. (gamalt áheit) frá Þ. N., 10 kr. frá S. T. H. Frá Ueslíir-fsIendinpDi. O—* Slys í Vatnabygðum. Þ. 29. okt. vildi þaS sviplega slys til í Vatnabygðum (í Man.), að eldur komst að bensindúnk, er sprakk, og læsti eldurinn sig í föt Finns S. Finnssonar bónda, er stóð þar rétt hjá. Berndist hann svo hroSalega aS hann beiS bana af þ. 14. nóv. Finnur var fæddur í N.-Dakota, en fluttist til Vatna- bygSa fyrir 20 árum. r Islenskar húsmædnr. Kaupið íslenskar jörur til jólanna: Jólakerti, Stór kerti, misl. og hvit, Gólfáburð Skósvertu I nýjar dósir Skógulu J með bnerli. Fægilögur „GULL“ I jólajvottimi: Kristalsápu, Hreinshvítt þvottaefni, NY TEGUND. Frá Landssímanum. Þeir sem ætla sér að senda jólaskeyti, eru vinsam- lega beðnir að afhenda þau á símastöðina sem fyrst, í síðasta lagi á Þorláksmessu. Skeytaafgreiðlsan verður opin til kl. 12 laugardagskveld. Munið að Landsspítalinn fær 25 aura af hverju heillaskeyti. Stöðvarstjórinn. Viðgerðip á grammófónum, ÖRNINN. Laugaveg 20. Sinii 1161. Fjármálaráðuneytið tilkynnir: Innfluttar vörur í nóv. fyrir kr. 3,285567,00. — par af til Beykjavikur kr. 1,918673,00. Um Gunnar Gunnarsson og síðustu bók hans, „Hugleik den haardtsejlende“, hefir Dr. Chr. Rimested nýlega ritað ítarlegar greinar neðanmáls í Politiken. Eru það ályktarorð hans, að þessi mikli sagnaflokkur Gunnars, sem nú er lokið með ofannefndri bók, sé meðal myndauðugustu rita vorra tíma, og gefi því góðan vitnisburð, hvert mannsaudinn megi komast. Skýrsla alþýðuskólans á Eiðum, ár 1927—28, er ný- komin út. Skólinn starfaði í tveim deildum og voru 18 nem- endur í hvorri. Skólastjóri var síra Ásmundur Guðmnndsson fram til 1. maí þ. á., en þá tók við síra Jakob Kristinsson. Kennarar hafa verið: Baldur Andrésson, cand. theol., Guð- geir Jóbannsson, Sigríður Magnúsdóttir, Ingólfur Krist- jánsson og Erlendur porsteins- son (kendi á búnaðarnám- skeiði). Jóla- og nýársskeyti j til útlanda ættu menn helst að afhenda sem fyrst til Landssímans, enda verða þau borin út á að- fangadaginn, hvort sem þau eru send fyr eða síðar. En komi þau á síðustu stundu. þá er vafasamt, að þau komi til viðtakanda á rétt- i:m tíma, því að, eins og allir vita, er 'mikið að gera við afgreiðslu rétt fyrir jólin. Gjafir | til heilsulausa drengsins, afhent- ar Vísi: 3 kr. frá Sigurði og Jó- hönnu, 5 kr. frá Eggert litla, 5 kr. frá T. G., 5 kr. frá Jónu-Stínu, 2 Mannalát. 17. nóv. lést Valgerður A. Johnson í Winnipeg, hún var dótt- ír Augusts og Margrétar Johnson aö Lundar, Man. — Valgerður var 46 ára ér hún lést. Fyrir nokkrum mánuðum and- aðist að Gimli, Man., Gísli Jóns- son kaupmaður, 84 ára að aldri. Hann var ættaður úr Hjaltastaða- júnghá, sonur Jóns Erlendssonar cg Steinunnar Gísladóttur. Gísli heitinn var tvikvæntur. Fyrri kona lians var Sigríður Árnadóttir frá Kverkatungu, en seinni kona hans var Þóra Eiríksdóttir úr Laugar- dal. Lifir Þóra mann sinn og 4 körn þeirra. Þ. 25. okt. andaðist í fjallabygð- inni við Milton, N.-Dakota, ein landnámskvennanna vestur-is- lensku, Anna Björnsdóttir, John- scn, ættuð úr Suður-Múlasýslu. Hún, var dóttir Björns Pétursson- ar alþm. (Sunnmýl. 1859—73) og fyrri konu hans, Ólafíu, dóttur sira ólafs á Kolfreyjustað, Björn flutt- ist vestur um haf 1876 og settist að i Nýja íslandi. Þar giftist Anna Jakobi Júliusi Jónssyni frá Munka- þverá. Fluttu þau til Dakota cg námu land skamt frá Pembina- fjöllum. En 1882 námu þau land að nýju vestur í Pembina-fjöllum. Þau eignuðust alls 6 börn og eru 4 þeirra á lífi. Anna heitin var merk kona og vel að sér ger um flest ems og hún átti kyn til. Arinbjörn Bardal befir verið kosinn í sveitarstjórn Ausur-Kildonan bæjar, sem er einn af bæjunum í útjaðri Winnipeg. i störu úpval hjá Gunnlaugi Stefánssyni, Hafnarfít Ql. Leikföng í mlklu úrvali hjá . 1* .1. Gunnlaugi Stefánssyni,' Hafnarfirði. Regnhlífar afar mikið og smekklegt úrval kom með Gullfossl. Nýjasta gerð, fall- egip litip, sann- gjarnt verð. Vdpuliúsið. 307o afsláttur hjá Gnnnlaugi Stefánssyni, Hafnarfírði | 10°|o afsláttnr b til jóla á hinum viðurkendu fallegu jí regnfrökkum. x | G. Bjarnason & Fjeldsted. SCOUQQCtXXXXXXXXXXXXXXiOtXX Viðskiítavinir eru vinsamlega beðnir að senda jólapantanir sínar sem allra fyrst. Eklci tekið á móti pöntunum eftir kl. 12 á aðfangadag. Matarverslun Tómasar Jónssonar. Sími: 212. Blá Cheviot-föt, Manchettskyrtur, Bindi, Flibbar, Hanskar, Sokkar, Nærfatnaður. best hjá S. Jóliannesðóttur Austurstræti. Sími 1887. Beint á móti Landsbank- anum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.