Vísir - 29.04.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 29.04.1929, Blaðsíða 2
VISIR 9KILVIND AN Domo cr traustari, cndiugarbctri og skilur betur en fleslar aðrar skilvindur. Otvegum hana beint frá verksmiðjunni, A/B Salenius Werkstáder, Stockhobn. Einnig Domo strokka. Frn Regína Tliorodtlsen kona Guðmundar Thoroddsen prófessors andaðist í fyrrinótt á heimili Katrinar læknis Thoroddsen,þar sem hún hafði verið sér til hressingar. Eldur kom upp i svefnherbergi henn- ar um nóttina, og varð ekki vart fjrrr en herbergið var fult af reyk, og hafði hún andast. |>ar inni áður en að var komið. Frú Regína Thoroddsen var dóttir síra Benedikts sáluga Kristjánssonar prófasts á Grenjaðarstöðum og frú Ástu Þórarinsdóttur, sem nú býr hér í bænum. Hún var að eins 41 árs að aldri, fædd 23. júní 1887, gáfuð kona og fríð sýn- um, en heilsulítil hin síðustu muni falla, þótt enginn árangur verði af starfi skaðabótanefndar- innar. Dawes-samþyktin ákvetSur sem sé, að Þýskaland skuli hætta skaðabótagreiðslunni um stundar- sakir, ef færsla skaðabótanna frá Þýskalandi til Bandamanna skaði gengi marksins. Gerðardómur í máli skipsins „I’m alone“. Berliner Tageblatt skýrir frá því, að það hafi orðið að sam- komulagi á milli stjórnanna í Bandaríkjunum og Canada, að láta gerðardóm útkljá ,',1’nt alone“- málið. Utan af landi. Vestm.eyjum 28. apr. FB. gegn veði í jörðum, erfðafestu- löndum og hverskonar fast- eignum, sem ætlaðar eru til framleiðsiu landbúnaðaraf- urða. Var rikisstjóm heimiluð lántaka, alt að 3 milj. kr., til kaupa á vaxtabréfum flokks- ins. Jóu Baldvinsson kom með till. um að stofna nýja deild við bankann: Lánadeild smá- býla við kaupstaði og kaup- tún. Þótti forsætisráðherra það mál helst til litið athugað, og taldi miður asskilggt að hrapa að því að samþykkja það. Hinsvegar lofaði hann að at- liuga málið milli þinga og leggja frumvarp um slíka deild fyrir næsta þing. — I trausti til þess loforðs tók Jón tiilögur sínar aftur, en Halldór Steinsson tók þá nokkurar þeirra upp aftur og voru þær samþyktar með atkvæðum íhalds- og jafnaðai-manna. Til lánadeildar á ríkissjóður að leggja fram 50 þús. kr. á ári. Ríkisstjóminni er auk þess lieimilt, að taka alt að 2 milj. kr. lán handa deildinni. Lán úr deildinni má að eins veita til smábýla í grend við kaup- tún og kaupstaði, og er það skilyrði, að býlið geti veitt meðalfjölskyldu þriðjung þess, er hún þarf til framfærslu sér. Hámark lánsfjárhæðar má vera 15 þús. kr. Þær af till. Jóns, er Halldór tók ekki upp, og því ekki komu til atkvæða, voru um vaxta- ívilnanir til lántakenda og kvaðir á sölu og leigu veðsettra býla; koma þær væntanlega fram aftur við 3. umr. NEÐRI DEILD. ár. Símskeyti —o---- Khöfn 28. apríl. FB. Priðarmálin í Genf. Frá Genf er símað : Afvopnun- arnefnd Þjóðabandalagsins hefir byrjaÖ á annari umræðu um af- vopnunar-uppkastið frá árinu 1927. í gær var rætt um takmörkun land- hers. Cushendun, fulltrúi Bret- lands, og Gibson, fulltrúi Banda- ríkjanna, lýstu yfir þvi, að Bret- land og Bandaríkin hefði ákveðið að hætta mótspyrnu gegn þeim kröfum frakknesku stjórnarinnar, að áformaður samningur viðvíkj- andi takmörkun herbúnaðar ákveði ekki tölu æfðra varaliðs-hermanna. Fulltrúi Þýskalands andinælti kröfum frakknesku stjórnarinnar. Kvað hann nauðsynlegt að tak- marka eirtnig stærð varaliðsins. Búist er við, að tilslakanir Bret- lands og Bandarikjanna viövikjandi varaliðinu, leiði til þess, að hægt verði að Ijúka við starf nefndar- innar, og kalla saman alþjóða af- vopnunarfund fyrr en hingað til hefir véríð búist við. Tilslakanirnar minka hins vegar vonir manna um verulegan árangur viðvíkjandi tak- mörkun landhers. ' Skaðabótagreiðslur Þjóðverja. Frá Berlín er símað : Talsverðr- ar viðskiftatruflunar hefir orðið vart vcgna gullútflutningsins. Sam- komulagshorfurnar í skaðabóta- málinu eru slæmar og hafa valdið mikilli eftirspurn eftir dollurum á kauphöllinni hér. Gengi marksins hefir fallið dálítið. Sérfræðingar fullyrða, að ríkisbankinn se fær um að koma í veg fyrir að markið falli til jnuna. Þar að auki sé ástæðulaust að halda, að markið Botnvörpungur tekinn í landhelgi. Óðinn kom í morgun með þýsk- an botnvörpung, Island, frá Cux- haven. Var botnvörpungurinn tek- inn með veiðarfæri ólöglega um- búin, skamt austur af Eyjum. Rétt- arhöld byrja í íyrramálið. Wvá Alþingi á laugardag. EFRI DEILD. Nokkurum frv. er komin voru frá neðri deild, var vísað til nefnda og öðrum til 3. umr. Salci Hvanneyrar. — Dóms- málaráðh. kom með brtt. við frv. um sölu Hvanneyrar til Siglufjarðarkaupstaðar. Vildi hann undanskilja sölunni sjálfa kaupstaðarlóðina, Siglu- fjarðareyri. Það var felt. En hitt var samþykt, að óheimilú bæjarstjórn að afhenda öðrum til eignar eða umráða, það land, er bærinn fengi keypt, nema til leigu um ákveðinn tínia, og skulu reglur uin leigu á landinu staðfestar af at- vinnumálaráðherra. Búnaðarbankinn var til 2. umr. og stóðu þær umræður fram á kveld. Hafði landbún- aðarncfnd haft málið til at- hugunar og mælti hið ein- dregnasta með frv., þrátt fyrir mismunandi skoðanir nefnd- armanna á einstökum ákvæð- um. Björn Kristjánsson bar fram nokkrar breytingalillögur, er allar voru feldar. Hin veiga- mesta þeirra var sú, að fella skyldi veodeild bankans nið- ur. í stað þess átti að stofna nýjan veðdeildarflokk við Landsbankann, samkv. veð- deildarlögunum frá því í fvrra, er hefði það starfsvið að lána Fjárlögin. — Þriðju umr. fjárlaganna lauk á laugardags- kveld. Yfir 90 hækkunartillög- ur komu fram við fi-v. og náði fæst af þeim samþykki. Þó mun nokkur tekjuhalli vera kominn á frumvarpið. Hér skulu taldar nokkurav þær till. er samþyktar voru: Styrkur til byggingar á Kol - viðarhóli 6000 kr. Til loft- skeytastöðvar í Papey 10.000 kr. Til Geirs Gígju kennara, til að þullnuma sig í skólasmíði og lesa náttúrufræði i Khöfn 1500 kr. Til Skáksambands ís- lands 1500 kr. Til Ingibjargar Steinsdóttur til leiknáms er- lendis 2000 kr. Til norræns stúdentamóts í Reykjavik 1930 10.000 kr. Til Karlakórs Rvík- ur, til þess að fá sér kenslu lijá söngkennara^ 2000 kr. Til að rarinsaka og gera tillögur um raforkuveitur til alménn- ingsþarfa utan kaupstaða,gegn fimtungs framlagi frá hlutað- eigándi héruðum, alt að 15.000 kr. Til að bua til bráðapestar- bóluefni 5000 kr. Til að varpa út veðurskeytum á erl. málum 3500 kr. Til landmælinga 45.000 kr. Til mælinga og rannsókna vatnasvæðis Þver- ár og Markarfljóts 10.000 kr. Til Dýraverndunarfél. íslands 1800 kr. Til slysavarna 18.000 kr., þar af 8000 kr. til vegar, er flytja megi eftir björgunar- bát milli Sandgerðis og Staf- ness. Til Stórstúkunnar 10.000 kr. (hækkað úr 8000 kr.). Ríkisstjórninni var heiiriil- að: Að veita Jóhannesi Jósefs- syni gjaldfrest í 3 ár á tollum af nauðsynlegum innanstokks- munum og áhöldum til gisti- húss hans. Að skipa 3 menn til að at.huga ástand Skeiðaáveit- unnar og fjárhagsgetu bænda á áveitusvæðinu lil að standa straum af áveitukostnaðinum. Það af áveitukostnaðinum,sem ææææææææææææææææææææææææææ "W ebster s jápnsklpamálning fy rirliggj andi. Þörður Sveinsson & Co. bændum telst um megn að ber.a, er ríkisstjórninni heimilt að létta af þeim, með þrf að ríkissjóður taki að sér að þ'eiiu liluta lán þau, er á áveitunni hvíla. Xð lána Auðkúluhreppi í Vestur-lsafjarðarsýslu 10.000 kr. hallærislán. Að láta reisa byggingu á Arnarhóli fyrir ýmsar skrifstofur landsriis, ef sýnt ])}kir, að með því megi lækka til muna köstnað við skrifstofuhald í Reykjavík, og taka í þvi skyni lán, alt að 225 þús. kr. Að taka lán til hús- byggingar handa landsíman- um og til nýrrar bæjarsíma- miðstöðvar í Reykjavik. Að kaupa til handa ríkinu Reyki og 4 aðrar jarðir í ölfusi fvr- ir 100 þús. kr. og taka til þess lán. Mun ætlunin að stofnsetja þar síðar hressingarhæli fyrir berklasjúkt fólk. Tillögur þær er feldar voru skulu ekki taldar hér og voru þó margar þeirra merkar. Námsstyrkir til stúdenta er- lendis voru allir feldir. Á að láta nægja þær 8000 kr. er 'Mentamálaráði var falið að miðla milli þeirra. En á nú- gildandi fjárlögum munu 15 stúdentar njóta styrks, 1000 kr. hver. Hafa þeir flestir sótt um að fá .styrkinn áfram, og margrr nýir i viðbót. Allmargar till. komu fram frá einstökum þingmönnum um auknar vegagerðir’og brúa í kjördæmum þeirra. Náðu þær ekki fram að ganga, enda mun nú meira fé áætlað til slíkra framkvæmda en á nokk- urmn fjárlögum áður, eða nær ein miljón króna. Minningarorð. —o— Friðþjófur Kr. Skagfjörð, versluriarmaður, sonur Krfst- jáns' J. Skagfjörð, nnirara (dó 1918) og Maríu Jónsdóttur, and- aðist á heimili móður sinnar, Bergstaðastræti 53, þ. 23. þ. m., að eins rúmra 17 ára að aldri, fæddur 30. janúar 1912. Hann var félagi Goodtemplarastúk- unnar „Freyja“ nr. 218. Þar kyntist eg honum fyrst. Eg minnist nú þessa friða og prúða æskumanns, sem í fram- komu sinni sameinaði svo ynd- islega saklausa glaðværð æsk- unnar og glöggan skilning liins bráðþroska unglings á alvöru- efnum lífsins. Með prúðmensku sinni og lip- urð, skyldurækni og ötulleik ávann hann sér traust verslun- areiganda og velvild viðskifta- manna. Sem góðtemplari reyndist hann áhugasamur og ósérjilæg- inn liðsmaður, sem mikils mátti af vænta. Móður sinni reyndist hann ástúðlegasti sonur og bræðrum sinum hinn bcsti bróðir og félagi. — Með um- hyggju og ræktarsemi endurgalt hann móður sinni umönniiH bennar og ástriki. Með glaðværð sinni og bjartsýni átti hann — ásamt bræðrum sínum — drjág- an þátt i að létta móður þeirra sorg og söknuði eftir missi tveggja sóna hennar fyrir skömmu. Við þennan efnilega unga mann voru margar og bjartar framtíðarvonir tengdar — en ár hans eru talin, saga hans á enda. En góð minning lifir og græðir sár þeirra, er sakna. H. 8r. Dánarfregn. Ekkjan Margrét Siguröardóttir andaðist í gær á heimili tengdason- ar sins, Guðbjörns Björnssonar, Bergstaöastræti 39, nær 88 ára að aldri. Hún var ekkja Þórðar Ingjaldssonar, og bjuggu þau aS Eyhóli í Kjós. Þau eignuðust 7 börn, en nú er að eins eitt þeirra á lífi, Ingjaldur, Njálsgötu 40 B. Veðríð í morgun. Hiti i Reykjavík 7 st., ísafirði —r- 3, Akureyri o, Seyðisfirði o, Vestmannaeyjuni 4, Stykkishólmi o, Blönduósi 2, Raufarhöfn 2, Hólum i Hornafirði 4, Grindavik 4, Færeyjum 1, Julianehaab 2, (engin skeyti frá Jan Mayen og Angmagsalik), Fljaltlandi 5, Tyne- mouth 6, Kaupmannahöfn 4 st. — Mestur hiti hér í gær 6 st., minst- ur 3 st. -— Grunn lægð yfir suð- austurlandi á suðurleið. Önnur lægð um 1000 km. suðvestur af Reykjanesi á austurleið. — Horf- ur: Suðvesturland, Faxaflói:' í dag vestan og norðvestan gola, sumstaðar smáskúrir. í nótt senni- lega suðaustan eða austan. átt. Breiðaf jörður: I dag og nótt hæg- ur austan og norðaustan. Úrkoniu- laust. Vestfirðir, Norðurland, norð- austurland, Austfirðir: í dag og nótt hæg norðan og norðaustan átt. Dálítil snjóél í útsveitum. Suð- austurland: í dag og nótt norð- austan og norðan gola. Víðast úr- komulaust. Drengjahlaup Ármanns var háð í gærmorgun kl. lojý. Keppendur voru 25, frá 3 félöguni. í flokkakepninni sigraði K. R. með 30 stigum; átti 2., 3., 5., 9. og II. mann að marki. Næstur varð Ár- jnann með 32 st.; átti 1., 6., 7., S. og 10 mann. Þriðja íþróttafél.Rvik- ur með ca. 80 stigum. — Fljótastur að marki varð Grímur Grímsson á 8 mín. 27,2 sek. (nýtt met) ; hann sigraði líka í fyrra. Næstur varð Ólafur Guðmundsson 8 min. 40 sek. Þriðji Hans Hjartarson 8 mín. 44 sek. — Hlaupaleiðin var sú sama og áður: Byrj að austast í Austur- stræti, hlaujiið Aðalstræti, Suður- götu, kringum gamla íþróttavöllinn, niður Skothúsveg, inn Frikirkjuveg og endað nyrst i Lækjargötu. Veð- ur var gott og margt manna að horfa á drengina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.