Vísir - 05.08.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1929, Blaðsíða 2
V 1 S I R n Höfum til Þakjárn, galvaniserað nr. 24 og 26. I Pétir ]. Tiiorsteinsson. | F. 4. júní 1854. D. 27. júlí 1929. —o---- Pétur J. Thorsteinsson var fæddur 4. júní 1854 í Otrardal í Barðastrandarsýslu. Faðir hans var Þorsteinn Þorsteins- son kaupmaður, er um eitt skeið rak verslun á Patreks- firði og í Ólafsvík, en var síðast bóndi í Æðey í tsafjarðarsýslu. Pétur komst ungur að versl- un Grams á Þingeyri við Dýra- fjörð og var í þjónustu hennar fram til ársins 1880, ýmist á Þingeyri eða í Kaupmanna- höfn. Verslun Islands var þá að miklu leyti í höndum danskra selstöðukaupmanna, og þóttu þeir ekki árennilegir keppinaut- ar, enda gerðust ekki margir ís- lendingar til þess að keppa við þá fyrst í stað eftir einokunina, en henni lauk árið 1854, eða isama árið sem Pétur fæddist. — Ekki mun það ofmælt, að mikinn dugnað og lcjark liafi (þurft til þess að ráðast í versl- un hér á landi á þeim árum með tvær liendur tómar. Eji Pétur Thorsteinsson var báðum þessum eiginleikum gæddur í ríkum mæli, og þegar liann var farinn frá Gramsverslun, fór hann að fást við verslun á Bíldudal, fyi'st í samvinnu við útlendinga en síðar einn. Leið þá ekki á löngu áður en hagur hans tók að blómgast, og það svo mjög, að hann var þjóð- kunnur maður orðinn fyrir 40 árum. Bar einkum það tvent til, að hann kom á fót miklum lit- vegi á Bíldudal, og að hann ýandaði svo verkun á öllum af- urðum, að mikið orð fór af, bæði utan lands og innan. Kauptúnið á Bíldudal efldist með ári Iiverju, og auk j>ess sóttust menn víðsvegar að eft- ir atvinnu á þilskipum hans að sumrinu. Margir kyntu sér og meðferð hans á saltfiski og kendu síðan öðrum. Átti for- • ganga hans þvi drjúgan þátt í því að auka gengi íslensks salt- fisks á erlendum markaði, og verður það starf ekki metið til fjár. Árið 1903 fluttist hann til Kaupmannahafnar og stofnaði skömmu síðar hið svo nefnda Miljónafélag, sem jafnan bar nafn hans, og rak hér verslun og útgerð af miklu kappi um nokkur ár. Hann átti sæti í stjórn þess fyrstu árin, en sagði sig svo úr félaginu og fluttist heim hingað og tók sjálfur að reka éitgerð í stórum stíl. Yar hann þá við riðinn margvísleg 1 og umsvifamikil störf, og oft i félagi við aðra. Skömmu eftir lok styrjaldarinnar dró hann sig í hlé og hætti hinni stórfeldu umsýslu, enda var liann þá bil- aður að heilsu. Pétur Thorsteinsson kvæntist árið 1880 Ásthildi Guðmunds- dóttur prófasts Einarssonar á Breiðabölsstað, orðlagðri ágæt- iskonu. Tíu böm þeirra náðu fullorðinsaldri, og eru Jæssi 5 á lífi: Frú Borghildur, frú Ásta, frú Guðrún, Samúel læknir og Friðþjófur, en látin eru: Frú Katrín, frú Helga, Guðmundur listmálari, Gunnar og Gyða. Heimili Iþeirra lijóna var orð- lagt mjög fyrir gestrisni og al- iið, og þar áttu margir athvarf, jafnt hér á landi sem í Kaup- mannaliöfn.Síðustu árin bjuggu þau hjón í Gerði við Hafnar- fjörð, og þangað fylgdu þeim hlýir hugir margra manna, eins og oft kom i ljós, og síðast á 75 ára afmæli liins látna 4. júní s. 1. Jarðarför hans fer fram i dag frá fríkirkjunni. Símskeyti Khöfn 4. ágúst. FB. Verkbannið í Bretlandi. Frá London er símaS'. Búist er viÖ, að verkbannið í bómullariðn- aðinum verði langvarandi. Útflutn- ingur bómullarvöru frá Englandi hefir minkað undanfarin ár, vegna vaxandi framleiðslu ódýrari bóm- ullarefna í Japan og Ihdíándi. Vinnuveitendur segja launalækkun þess vegna nauðsynlega, til þess að gera enskar bómullar-afurðir sam- kepnisfærar. Verkamenn vilja ekki bera byrðarnar. Segja nauðsynlegt að koma nýju skipulagi á bómull- ariðnaðinn. Zeppelin greifi. Frá Berlín er símað: Zeppelin greifi var í gærkveldi 1400 enskar mílur frá Lakehurst. Væntanlegur þangað í kveld eða fyrramálið. Ahrenberg gerir aðra tilraun. Frá Ivigtut er símað: Ahren- berg flaug héðan öðru sinni kl. 2^2 í gær. Kom aftur kl. 7^2 vegna þoku. Minning. --O- t „Vísi“ 24. þ. m. birtist grein ein, þar sem minst er með fögr- um og lilýjum orðum íslenskr- ar konu, frú Ingunnar Mogen- sen, sem nýlega er látin í Kaup- mannahöfn. Greinina las eg með ánægju, því að mér var áð- ur nokkuð kunnugt um hina látnu merkiskonu, og veit því, að hér er satt og rétt frá sa*gt. Það var á öndverðu ári 1926, er eg lieyrði þessarar konu fyrst getið, og voru tildrögin til þess þau, sem nú skal greina. Margir íslendingar í Kaup- mannaliöfn voru kunnugir frú Mogensen og frk. Guðrúnu dótt- ur hennar. — Ein meðal þeirra íslendinga er frú Magnea J. Guðmundsdóttir Sæmundsson. Eitt sinn mintist frk. Guðrún á það við frú Magneu, að móður sína langaði til að gefa einhverri fátækri kirkju á íslandi altaris- dúk, sem gamla konan hafði sjálf að níestu leyti búið til eða saumað í, en vissi ekki hvaða ÍÍÍÍÍÍÍOOKíííÍÍÍÍSOÍXSÍÍÍSOOOÍtOtÍOÍSOOÍSÍSíSÍSÍSOOÍSÍÍttWOÍÍOWOnOOttttOOOíSOOÍ A hvepj um degi að morgni til, er hægt að komast til ÞINGVALLA og heim að kveldi, í hinum vinsælu bifreiðum SteindóFS. Toooooooooooooeooooísooooooísooooooooooooooooootso kirkja ætti að verða fyrir því. Fyrst liafði gamla frúin hugs- að sér að gefa dúldnn Vest- mannaeyjakirkju, hinni gömlu sóknarkirkju sinni, en hvarf síðar frá þvi, vegna þess að sii kirkja væri ekki fátæk eða gjafaþurfi. Spurðu þær mæðgur nú frú M. Sæmundsson ráða um þetta, og eftir tilllögum hennar var það afráðið, að dúk- urinn skyldi gefinn Staðar- hraunskirkju. Um þetta skrifaði frú Sæ- mundsson mér nokkuru síðar, lýsti nokkuð gömlu konunni og. gat helstu æfiatriða hennar og dóttur hennar. Síðan var dúkur- inn sendur og var i fyrsta sinn lagðiir á altari Staðarlirauns- kirkju á annan hvítasunnudag, 24. maí 1926, og í lok guðsþjón- ustu þann dag mintist eg gjaf- arinnar með nokkrum orðum, eins og venja er til. Þeim, sem vit hafa á, þykir dúkurinn prýðilega gerður, ekki síst þegar þess er gætt, að þetta eru handaverk háaldraðrar konu. En liugsun mín sjálfs var eitthvað á þessa leið: „Eg tel gjöfina mikils virði, en enn þá meira virði tel eg samt hið fagra kristilega liugarfar hinnar göf- ugu, gömlu konu, hjarta henn- ar, sem stýrt liefir hendinni, er gaf.“ Frú Ingunn sál. Mogensen var góð kona og göfug. Hún unni af alhuga Islandi, ættjörðu sinni, hún unni öllum börnum lands síns, tungu þess og bókmeníum, og þótt hún hefði dvalið erlend- is full 70 ár, var fjarri því, að hún hefði gleymt hinni veglegu tungu forfeðra sinna, þvi að is- lenska tungu las hún og talaði mjög vel til æfiloka. — Þá unni hún og ekki síður kirkju og kristindómi. Á fermingardegi sínum fékk hún nýja testament- ið íslenska að gjöf frá sóknar- presti sínum. Var það henni æ síðan liinn kærasti dýrgripur og las liún eitthvað í því á degi hverjum. — Hún elskaði alt, sem bjart var og fagurt, elskaði ljósið og þráði sí og æ meira ljós. Þannig verður í huga mér mynd liinnar virðulegu, gömlu konu. Slika mynd og minning er ánægjulegt fyrir þá, sem eftir lifa, að eiga til. Reykjavik, 30. júlí 1929. Stefán Jónsson. Knattspyrnumót fyrir B-118. Knattspyrnufélögin í þessum bæ hafa nú orðið svo mörgum æfÖum mönnum á að skipa, að þau hafa nú stofnað til knattspyrnumóts fyrir B-lið. 1 B-liði eru þeir einir, sem ekki hafa kept á A-móti (Is- landsmótinu) það sama ár. — Til- gangurinn með þessu móti er sá, að auka áhuga hjá sem flestum knatt- spýrnumönnum með því að gefa þeim, sem af einhverjum ástæðum ekki hafa getað verið með á A-móti en hafa lagt stund á æfingar, kost á að þreyta og reyna styrkleik sinn við hin félögin. Oft hafa knatt- spyrnumót unnist hér, sem annars- staðar, af félagi, sem hefir haft fá- um sem engum æfðum knattspyrnu- .mönnum á að skipa öðrum en þeim ellefu, sem sigurinn vinna. B-mótin • eru því ágætur prófsteinn á hvert félagið æfir flesta inetin og þar af leiðandi á jafnbesta knattspyrnu- menn. Að Jtessu sinni taka ]>átt í mótinu þrju félög, K. R., Valur og Víking- ur. Kept er um hinn fagra „Vík- ings-bikar“, sem áður var farand- bikar fyrir A-liö, en sem stjórn Víkings hefir nú, fyrir tilmæli Knattspyrnuráðsins, breytt í far- andbikar fyrir B-lið. Mótið, sem er hið fyrsta í sinni röð hér á landi, hefst í kvöld kl. 8% og keppa þá K. R. og Víkingur. Aðgangur er ókeypis. /. Lík Konráðs læknis Ivonráðsson- ar kom hingað síðdegis i gær á E.s. íslandi. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 st., Isa- firði 7, Akureyri 7, Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum 10, Stykk- ishóhni 11, Blönduósi 7. Rauf- arhöfn 4, Hólum í Hornafirði 9 (engin skeyti frá Grindavik, Angmagsalik og Kaupmanna- höfn), Færeyjum 11, Juliane- haab 13, Jan Mayen 4, Hjalt- landi 9, Tynemouth 9 st. — Mestur liiti hér í gær 10 st„ minstur 6 st. Lægðin milli Færeyja og Noregs fer mink- andi. Önnur lægð suðvestur í liafi á austurleið. Háþrýsti- svæði fyrir norðan ísland. Horf- ur: Suðvesturland Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: I dag og nótt norðan og norðaustan kaldi. Víðast léttskýjað. Norð- urland: I dag og nótt norðan gola, þolcusúld í útsveitum, einkum að næturlagi. Norðaust- urland, Austfirðir: I dag og nótt minkandi norðan átt kalsaveður, en fer heldur batn- andi. Suðausturland: I dag og nólt norðaustan átt, sumstaðar allhvass. Léttskýjað. Pétur Á. Jónsson syngur í Gamla Bíó annað kveld kl. 7y2 stundvíslega, og verður þetta í síðasta sinni, sem Reykvíkingum gefst kostur á að heyra söng lians að þessu sinni, því að hann er á förum til út- landa. Betra mun að tryggja sér aðgöngumiða í dag. Á Álafossi var skemtun í gær, eins og ráðgert liafði verið. Aðsókn var mikil og veður ágætt. Þar voru sýndar margskonar sundþraut- ir, en síðan söng Pétur Jónsson nokkur lög undir berum himni. Sigurjón Pétursson bauð hann velkominn og afhenti lionum islenskan borðfána að gjöf. — Pétur söng síðast: „Ó, guð vors lands“, og var honum þakkaður söngurinn með rniklu lófataki og húrrahrópum. — Hlutavelta var haldin og rnargt fleira var þar til skemtunar, og síðast var dansað fram um miðnætti. Hafnarfjarðarhlaup verður þreytt á rnorgun og hefst þar syðra kl. 8 annað kveld, en endar liér á íþrótta- vellinum laust fyrir 9. Þátttak- endur verða þessir fjórir: Magn- ús Guðbjörnsson (K.R.), Hauk- ur Einarsson (K.R.), Árni Jóns- son (K.R.), Ingimar Jónsson (Á.). Norskt selveiðaskip kom hingað i gær frá Græn- landi. Hafði mist skrúfuna, en bjargaðist á seglum. Island kom liingað frá Kliöfn í gær- kveldi. Meðal farþega voru: —■ Guðm. Finnbogason landsbóka- vörður og frú, Steingr. Matt- liíasson læknir, Guðm. Ás- björnsson, Hallgrímur Bene- diktsson, Magnús J. Brynjólfs- son, frú Anna Björnsson, ung- frú Bergþóra Björnsson, frú Anna Möller, frú Jónína Jóns- dóttir, og margir útlendingar. Botnia kom frá Englandi kl. 8V2 í gærkveldi. Brúarfoss kom liingað á sunnudags- morgun norðan um land frá út- löndum. Meðal farþega voru: Carl Proppé og frú, Sigfús Ein- Þvottaflagarnir hvíldardagar Fæst víðsvegar. í heildsðlu hjá IALLDÚRIEIRÍKSSTNI, Hafnarstrseti 22. Sími 175,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.