Vísir - 01.11.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1929, Blaðsíða 2
VlSIR NýkomiÖ: M "á © m gr i e i* 200 ten. iet. ks. Reynið fietta ágæta gler frá okkur. Mtrg eftiPBpopdu kven- unglinga- og barnapeysurnar (jumpers) eru komnar. — Einnig kvenháleistar. Verslunin ,,©nót“ Vesturgötu 16. Símskeyti —o— Khöfn, 31. okt. FB. VerSfallið í New York. Frá New York er símað: GróSabrallarar svo tugum þús- unda skiítir hafa tapaö öllu sínu vegna veröhrunsins. Fjöldi em- bættismanna, verslunarmanna og margir aðrir hafa tapa'ð sparifé sínu, sem þeir á uppgangstímun- um keyptu hlutabréf fyrir. Margir gróöabrallarar hafa veriö fluttir á sjúkrahús vegna taugabilunar. F'y rrverand i mil j ónamær ingar auglýsa bifreiðir sínar og skart- gripi til sölu, til jæss þannig aö ná sér í reiðupeninga. Fjöldi ame- riskra ferðamanna í löndum Evrópu hra'ða sér heim vegna verðhrunsins. — Margar tilraunir hafa verið geröar til þess að sefa ótta manna og hindra hruniö, til dæmis Rockefeller. Margir bankar hafa keypt hlutabréf fyrir stórar upphæðir og sum hlutabréf hafa lofaðl að greiða hluthöfunum auka-ágóðahlut. — Fjármálamenn hafa gefið út sefapdi yfirlýsingar. Virðist þetta hafa boriö nokkurn árangur. í gær hækkaði gangverð hlutabréfa talsvert. Fjármálamenn álíta, að verðfallinu sé lokið, eir samt hefir verið ákveðið að loka kauphöllinni á rnorgun og laugar- daginn. Khöfn, 1. nóv. FB. Forvextir lækka í mörgum löndum. Frá London er símað : Englands- banki hefir lækkað forvexti úr 6)4% niður í 6%. Frá' Amsterdam er símað: Hollandsbanki hefir lækkað for- vexti úr 5)4% niður í 5%. Frá New York er símað: Fede- ral Reserve bankinn hefir lækkað forvexti úr 6% niður 15%. Utan af landi. 31. okt. FB. Frá Siglufirði er símað: Þorsk- afli ágætur síðustu daga. Að und- anförnu óstilt tíð, suðaustan þíð- vindi. Skip sekkur. Mannbjörg. Björgúlfur, eign Matthíasar Hallgríinssonar, Siglufirði, var fullfermdur möl frá Sauðárkrók til ríkisverksmiðjunnar. Skipið sökk í dag undan Bæjarklettum á Skagafirði. Menn björguðust. FB. 31. okt. Frá Akureyri er símað: Ágæt- ur fiskafli á Húsavík. Trillubátar fá á fjórða þúsund pund i róðri. Tveir trillubátar sukku ]iar í norðangarðinum um daginn. Einn- ig lítill mótorbátur sökk líka á Dalvík. Bát rak frá Hrísey og strandaði á litla Árskógssandi. Guðmundi skáldi á Sandi barst mikill fjöldi heillaskeyta úr öllum áttum á sextugsafmæli sínu þ. 24. þ. m. .Marahláka í nótt. Snjór er að mestu horfinn. Jörð komin aftur víðast í sveitum, en jarðlaust var með öllu um síðustu helgi. E.s. ísland er væntanlegt hing- að í kveld. Tekur hér hafsíld og millisíld fyrir einkasöluna. Nokk- uð eftir af síld enn. Krístilegn samkomurnar á Njálsgötu 1. Undanfarið ár höfum við lesið í dagblöðum bæjarins ofurlitla „bæjarfregn“ um kristilegar sain- komur á Njálsgötu 1, þar sem all- ir hafa verið boðnir og velkomnir. Vafalaust hafa margir veitt þessu athygli og spurt, hvað þar mundi vera á seiði. Suma mun hafa grunaö, að þar væri einhver sértrúarflokkurinn að verki, því að nú gerast þeir svo margir og áieitnir. Aðrir létu sér ekki nægja að spyrja, en fóru sjálfir, til að vita hvað fram færi á þessum samkomum. Og þeir komust að raun um, að þar er um góða og mikilsveröa starfsemi að ræða, — að þar er fluttur hreinn og ómeng- aður boðskapur vorrar evangelisk- lútersku kirkju: boðskapur um synd og náð, iðrun, afturhvarf og fyrirgefningu syndanna fyrir blóð Krists, Guðs sonar, sem hreinsar af allri synd. Forgöngu- og forstöðumaður þessara samkoma er Ármann Eyj- ólfsson, Laugaveg 51 B, hér í bæ. Vita það kunnugir, að hann hefir hlotið köllun til trúboðsstarfs, enda talar hann af eldmóði ör- uggrar trúarsannfæringar. - Ýmsir aðrir leikmenn hafa og flutt þar hina „einföldu kenningu“, og öllum einlægum Kristsvinum —- hvar sem þeir annars standa — er frjálst að bera þar fram vitnisburð um trú sína og trúarreynslu, bygða á íyrnefndum grundvallaratriðum. Það, semi kann að skilja í „skoð- unum“ um auka-atriði, er látið óhreyft. Þessi starfsemi á Njálsgötu 1 hefir nú staðið árlangt. Fyrsta samkoman var haldin 1. nóv. f. á. og síðan þrjár í hverri viku, nema tvo sumarmánuðina, er samkomur voru aðeins á sunnudagskvöldum — alls um 130 samkomur. Sæmi- lega hafa þær verið sóttar; sam- komusalurinn, sem er fremur lítill, hefir oft verið þéttskipaður áheyr- endum. Fjárhagurinn er auðvitað þröng- ur. Aðgangur að samk. ókeypis. En það er til marks um vinsældir starfsins, að það hefir flotlið á frívilja-gjöfum samkomugestanna (húsaleiga og hljóðfæri, sálma- bækur og bekkir). Þóknun hefir forstöðumaður enga fengið. — Er þessa getið hér, ef einhverjir ein- lægir og áhugasamir trúmenn — áður ókunnugir þessu starfi — kynnu að vilja kynnast því og rétta því hjálparhönd. ICristilegu samkomanna á Njáls- götu 1 mun verða minst, löngu eftir að horfin eru af dagskrá mörg þau málin, sem nú eru í meiri metum. Á. Jóh. () Bæjarfréttir (j Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 2 st., Isafirði 3, Akureyri 3, Seyðisfirði 5, Vestmannaeyjum 4, Stykkis- hólmi 3, Blönduósi 2, Raufar- liöfn 1, Hólum í Hornafirði 3, Grindavík 5, Færeyjum 8, Juli- anehaab -t-3, Angmgagsalik -4-1, (engin skeyti frá Jan Mayen og Hjaltlandi), Tynemouth 1, Kaupmannahöfn 5 st. — Mestur liiti hér í gær 7 st., minstur 1 st. Úrkoma 5,7 mm. — Lægð fyrir vestan land og norðan, en liáþrýstisvæði yfir Norðursjó". Suðvestan og vestan átt, með . skúra og éljaveðri um allan norðausturhluta Atlantshafs. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland: í dag og nótt vest- an átt, stundum allhvass, krapa- él og síðan snjóél. Norðaustur- land, Austfirðir: I dag og' nótt suðvestan og vestan átt, stund- um allhvass. Úrkomulaust og víðast léttskýjað. Suðaustur- land: í dag og nótt suðvestan og vestan kaldi. Skúra og élja- veður. . Hjónaband. Á morgun, laugard. 2. nóv., verða gefin saman í hjónaband í fríkirkjunni af séra Árna Sig- urðssyni, ungfrú Björg Guð- mundsdóttir, Vesturvallagötu 6 og Jafet Iljartarson, vélstjóri. Heimili hrúðhjónanna verðnr á Bræðraborgarstíg 22. Laugardaginn 26. f. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti ungfrú Vilborg Sigmundsdóttir og Kristinn Kristjánsson bifreiða- stjóri. Heimili þeirra er á Kirkju- veg 9, Hafnarfirði. Páll Torfason fjármálamaður ætlar að flytja nokkur erindi hér í bænum i vetur um ýmisleg fjárhagsmein hér á landi og mun víða koma við. .Fyrsta erindið flytur hann á sunnudag 3. þ. m. kl. 2 (en ekki kl. 3) í Nýja Bíó, 0g síðan hvern sunnudag fram yfir nýár, á sama stað og tíma (þó ekki 22. og 29. desemiber). Aðgangur að öllum erindunum kostar kr. 7,50, en 1 krónu að einstökum erindum. Stefán Guðmundsson 'syngur í ;Nýjá Bíó kl. 7)4 í kveld, með aðstoð Emil Thorodd- sen. Keflavíkurlæknishérað hefir að sögn verið veitt Sig- vakla Kaldalóns, en annar umsækj- andi um héraðið var Jónas Krist- jánsson, héraðslæknir á Sauðár- króki, 'sem embættanefnd lækna hafði mælt með,og má búastvið,að veiting ]æssi verði upphaf snarpr- ar deilu milli lækna og dómsmála- ráðherra. G&rðup, Sandgerði. Áætlunarferðir á hverjam degi. Bifreiðastöð St©fndÓ*»S. Símar: 580, 581, 582 Hlð margþráða, indæla Mangikjet er komið í Nýlendnvörndeild Jes Zimsen. Vegrgio? gjólfliellu.p xniklap bipgðip xiýkomnar. Helgi Magnflsson & Co. Riflmop Hanson ætlar að halda dansskemlun í Gamla Bíó á sunnudag, með aðstoðnokkurra nemenda sinna. Hefir húrr iðkað dans frá barns- aldri og m. a. lært balletdans lijá frú Jörgen-Jensen, helstu danskonu kgl. leikliússins í K.- höfn. Á sýningunni dansar hún hæði nýjustu samkvæmisdansa, þar á meðal tvo alveg nýja, og' ballet-dansa. Sýnir hún m. a. dansinn „Hann og hún“ og dans- ar einn af nemendum liennar þar með lienni. Ennfremur sýn- ir liún látbragðslist ásamt sex nemendum sínuin. Frú Þórdís Carlquist ljósmóðir hefir i dag gegnt lj ósmióðurstörfum hér í bæ í 25 ár, og notið mikils trausts og vin- sælda í því starfi. Aðalfundur íþróttafélags stúdenta verður haldinn i fjórðu kenslustofu Há- skólans kl. 8)4 i kveld. Félagar beðnir -að fjölmenna. ísfisksala. Þessi skip hafa selt afla slnn í Englandi: Belgaum fyrir L 1760, Skúli fógeti fyrir í 1560, Tryggvi gamli fyrir £ 916 og Apríl fyrir í 1721. Af veiðum kom Hannes ráðherra í gær, en Geir og Max Pemherton í morgun. Best að anglýsa í VlSI. Dansleik heldur knattspyrnufél. „Fram“ á Hótel ísland á morgun. —Hafa dansleikir Fram jafnan þótt vera hinir skemtilegustu og mun því verða margt um manninn á Hótel íslandi annað kvöld. Lyra fór í gærkveldi áleiðis til Nor- egs. Meðal farþega voru frú Signe Liljequist og Carl Browall. Andri kom frá Englandi í gær. Áheit á Strandarkirkju afh. Vísi: 10 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá Þresti, 2 kr. frá „Dvöl“, 2 kr. frá ónefndum. Undirhnningsnefnd Alþingisliátíðar tilkynnir, að hún muni gera ráðstafanir til ]iess að fengin verði lagaheimild til þess á næsta þingi, að nefndin. hafi einkaleyfi á merki alþingis- hátiðarinnar til þess að hafa tekj- ur af upp í hátíðarkostnaðinn, og að aðrir megi ekki selja það eðá setja á vörur sínar án leyfis nefnd- arinnar. Frð Vestir-lslendingim. Slysfarir. Heimskringla birtir þessa fregn þ. 25. sept.: „Sú fregn barst frá Riverton (í Manitoba) á mánu- daginn, að á sunnudaginn urn kl. 5 síðdegis hefði- drukknað í Winni- jiegvatni Eysteinn bóndi Eyjólfs- son. Hafði hann farið með L. Hallgrímsson, eiganda dráttar- bátsins „Fisherman", til þess að. ná hát hans af klettarifi, sem et um hálfa aðra mílu suður af Goose Island. Náðu þeir bátnum og voru

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.