Vísir - 05.01.1930, Blaðsíða 2
/
VlSIR
Nýkomið:
Ostnr, Gonda 20, 30V
Do. Eidammer 20, 30, 40°|o.
Símskeyti
London 4. jan. FB.
Bifreiðarslysið í Ohio.
United Press tilkynnir: Síð-
ustu fregnir frá Shrewe, Ohio
herma, að 5 piltar og bifreiðar-
stjórinn hafi beðið bana, en 6
piltar og 3 stúlkur hafi meiðst
hœttulega.
Ritfregn.
Kristmann Guðmundsson: Li-
vets morgen. Roman. Oslo.
Forlagt av H. Aschehoug &
Co. (W. Nygaard) 1929.
Kristmann Guðmundsson, er
duglegur rithöfundur. Þetta er
fjórða bókin, sem hann hefir
skrifað, siðan er hann fluttist
til Noregs fj'rir nokkurum ár-
um. Hinar eru „Islandsk Kjær-
lighet“ (smásögur), „Brude-
kjoIen“ og „Armaim og Vil-
dis“. Ilefir bókum þessa unga
höfundar verið vel tekið í Nor-
egi og Danmörku. Þeim mun
og liafa verið snúið á ýmis önn-
ur mál, en sú viðurkenning
hlotnast vart ungum höfund-
um, nema því aðeins, að mikið
þyki til þeirra koma.
„Livets morgen* er stór bók.
Sagan gerist í veiðistöð á Suð-
urlandi. Þar er ein verslun, og
fyrir henni danskur verslunar-
stjóri, meinhægur maður og
góðviljaður, en enginn skör-
ungur. Hann er ókvæntur, þeg-
ar sagan liefst. Svo er að sjá,
sem stundaður sé landbúnaður
og sjósókn jöfnum höndum á
þessum slóðum. Sjómennirnir
hafa flestir eitthvað af búpen-
ingi, bæði sauðfé og nautgripi
og hesta, og þeir stunda sjó-
róðra með miklum dugnaði,
bæði vetur og sumar.
Höfuðmaður sögunnar heitir
Halldór Bessason. Er hann sæ-
garpur mikill og manna vask-
astur, víkingur til allra starfa.
Hann er Norðlendingur að
kyni og fæddist upp nyrðra, en
festi þar ekki yndi til lang-
frama. Stúlka sú, er liann unni
hugástum, gekk að eiga æsku-
vin hans og félaga, og þóttist
hann þá ekki mega sitja þeim
samtýnis. Þegar sagan hefst,
hefir hann tekið sér bólfestu
á Katanesi, en glæsilegasta
stúlka sveitarinnar, Salvör að
nafni, hefir gerst ráðskona
hans og rekkjunautur. Hún
elskar Halldór heitt og innilega,
en hann fer sér hægt að öllu,
því að hann getur ekki gleymt
„litlu stúlkunni“ fyrir norðan.
Samt er hann með sjálfum sér
staðráðinn í því, að kvongast
Salvöru, enda veit liann, að
hún er hinn mesti skörungur
um flesta hluti og álitleg bú-
kona.
Verslunarstjórinn er hálf-
gerður einstæðingur og lætur
sér leiðast. Honum þykir Sal-
vör á Katanesi girnilegust allra
kvenua þar um slóðir, og trúir
því ekki, að liún sé að öllu á
valdi Halldórs. Og eitt sinn,
þegar Halldór er í róðri, fer
hann að finna Salvöru. Hún
tekur honum hið besta. En þeg-
ar verslunarstjórinn fer að tala
um ástir, segir hún honum eins
og er, að Halldór eigi sig, bæði
sál sína og likama. Hann fer
þá að ympra á þvi, að vel geti
borið svo við, að Halldór
drukni í einhverjum róðrinum,
og livort liún mundi þá ekki
vilja hugsa til sín, ef svo kynni
að fara. Salvör tekur því ekki
óliklega, og skiljast þau að svo
búnu. —•
Nú er frá því að segja, að
Halldór lendir í mannskaða-
veðri á sjó. Hrekst hann lengi
í stórsjó og ólátaveðri og veit
ekki, hvar hann er staddur.
Loks nær liann þó landi eftir
mikla hrakninga, og fær borg-
ið bæði mönnum og skipi. En
þar er hvergi bær í nánd og
halda skipverjar nú af stað að
leita bæja. Eftir langa göngu og
örðuga, sjá þeir ljós í glugga.
Lifnar þá yfir mönnum, og
innan stundar koma þeir að
bóndabæ og fá þar bestu við-
tökur. Gengur dóttir bónda um
beina, ung stúllca og féleg,
María að nafni. Verður henni
hráðlega starsýnt á formann-
inn, Halldór Bessason, en hann
skemtir sér við að horfa á
hana, hvenær sem færi gefst.
Hríðin stendur marga daga
og skipverjar sitja um kyrt.
Halldóri þykir gott að ræða
við dóttur bónda, situr hjá
henni í fjósinu, meðan hún,
mjólkar kýriiar, og kyssir hana
að lokum. — Litla stúlkan,
þetta saklausa, fákunnandi
barn, verður allur heirnur hans
um stund, og hann man varla
eftir Salvöru, hinni glæsilegu,
þroskuðu konu. Og honum
finst, sem hamingjan bíði sín
í faðmi Maríu litlu.
Bórjíí kemst að makki þeirra
hjúanna, bregður Halldóri á
eintal út í skemmu, gefur hon-
um brennivín og segir, að
barnið geti ekki afborið nein
svik. Hann megi með engu
móti bregðast Maríu litlu. Og
Halldór lofar því.
Þegar heim kemur, er Hall-
dór breydtur orðinn í garð Sal-
varar. Armlög hennar eru að
vísu hlý og góð, eins og áður,
en liugur hans er nú allur hjá
Maríu. Salvör finnur breyting-
una, en lætur þó kyrt. Og Hall-
dór ætlar hvað eftir annað að
segja henni hvernig liögum
sínum sé nú háttað, en brest-
ur altaf þrek til þess. Loks
tekur liann þann kostinn, að
sækja Maríu og kemur með
hana að Katanesi öllum að ó-
vörum. Þá skiftir Salvör skapi
og lemur hann svo að á hon-
um sér. Því næst fer hún að
heiman, gengur rakleitt fyrir
verslunarstjórann og segir hon-
um, að nú sé liún komin og
skuli reynast lionum góð kona,
ef hann vilji eiga sig. Verslun-
arstjórinn verður allshugar
feginn, biður prestinn að lýsa
með þeim hið allra bráðasta,
og líjónavígslan fer fram
skönnnu síðar. Um sama leyti
giftast þau Halldór og María.
Ást Salvarar til Ilalldórs
hefir snúist i rammasta liatur,
að því er breytni hennar vitn-
ar. Ilún veit, að verslunarstjór-
inn er voldugasti maður bygð-
arlagsins og hugsar sér, að
láta hann „jafna gúlana“ á
Halldóri. Salvör er liin stór-
láta, svívirta kona, sem telur
enga hefnd of mikla. Hún
elskar ekki mann sinn, svo að
á beri, en býr vel að lion-
um, og lætur hann gera Hall-
dóri afarkosti í öllum verslun-
arsökum. Og búskapurinn á
Katanesi gengur ekki vel.
María er lítil búkona og bráð-
lega skilst Halldóri, að mikill
sé kostamunur á henni og Sal-
vöru. Ástin smákólnar, María
stjórnar heimilinu af litlum
skörungsskap, efnahagurinn
gengur til þurðar og Halldór
gerist þungbúinn og þegjanda-
legur heima fyrir.
Sagan gerist á mörgum ár-
um. Þegar á líður, koma börn-
in mjög við sögu, börn þeirra
Halldórs og Maríu, börn versl-
unarstjórans og Salvarar, og
enn nokkurir unglingar, sem
alast upp þar í grendinni. Er
vel farið með sögu barnanna,
en það mundi lengja greinina
úr hófi, ef liún væri rakin hér.
Þess eins má geta, að „sonur“
verslunarstjórans er í raun
réttri Halldðrsson, að því er
ætla má, og fyrir því get-
ur ekki orðið af ráðaliag milli
lians og dóttur þeirra Katanes-
hjónanna. Er drengurinn send-
ur til Kaupmannahafnar, en
stúlkan til Reykjavíkur, og
virðast þau bæði gleyma æsku-
ástunum fljótlega.
Þegav Halldór er tekinn að
þreytast og reskjast, lendir
hann enn í skipreika, og tekst
nú miður en hið fyrra skiftið.
Brýtur hann skip sitt í lend-
ingu, en meiri hluti skipverja
bjargast í hellisskúta i ókleif-
um sjávarliömrum. Láta þeir
þar fyrir berast, svo að dægr-
uin skiftir. Sverfur að þeim
bæði hungur og kuldi, og að
lokum eta þeir skinnklæði sin
tiHagna. Kuldinn er ógurlegur
og vonleysið, og smám saman
lieggur dauðinn skarð í liinn
fámenna hóp. Að lokum klífur
Halldór upp liamrana og
kemst við illan leik til bæja,
en mönnunum er bjargað
skömmu síðar. Er hann þá svo
skaðkalinn, að taka verður af
honum báða fætur. Upp frá
því verður hann að ganga á
knjánum, en vinnur þó baki
brotnu. Hafði illa verið búið
um stúfana, svo að jafnan
drejTÍr úr opnum sárum.
Lamast þá heilsa lians mjög
alvarlega á fáum árum, og að
lokum riða þessi rnein honum
að fullu. Hafði honum þá ver-
ið að hlæða til ólifis árum
saman.
Þó að hér liafi nú verið
nefnd nokkur atriði úr sög-
unni, eru liin þó miklu fleiri,
sem að engu er getið. — Sag-
an er viðburðarík og að mörgu
leyti vel sögð. Eitthvað lítils-
háttar mun frásögn vera end-
urtekin á stöku stað, og er það
að vísu galli. Persónulýsing-
arnar mega heita góðar og
greinilegar, sumar ágætar. —
Sérstaklega er Halldóri vel
lýst, og Salvöru raunar líka.
Sumstaðar er frásögnin mögn-
uð og máttug, svo sem í lýsing-
unni á skipreikunum báðum,
og þó einkum 'hinum síðara,
Hlutabréfaverðfallið 1 kaupliölhnni í New York hefh’
dregið mjög úr bifreiðaframleiðslu í Bandaríkjunum
og aukið framleiðslukostnaðinn til muna svo útlit er
fyrir verðhækkun á bílum innan skamms. Þess vegna
er ekki ráðlegt að biða til vors með bifreiðakaup.
CHEVROLET er falleg bifreið og ódýr og eyðir allra
bifreiða minst. Hún er kunn um viða veröld fyrir það,
hve gangviss hún er og traust.
Kaupið meðan verðið er óbreytt.
Fæst með GMAG hagkvæmu borgunarskilmálum.
Aðalumboð x
Jöh. Ólafsson & Co., Reykjavík.
99
Sunrise
ávaxtasulta
66
fæst hvarvetaa,
Heildsðlubipgdiio befir:
Þorðnr Sveiosson & Co.
þó að þar sé atburðirnir ekki
sem trúlegastir.
Halldór Bessason verður
minnisstæður liverjuni þeim,
sem les þessa bók. Hann er
reikull í ástum og brokkgeng-
ur framan af ævinni, en hann
tekur mótlætinu með kai’l-
mensku og æðrast livergi.
Hann er í rauninni ~ frábær
lietja, sem tekur áföllunum
með jafnaðargeði og gengur
kviðalaust að hinum „dimmu
dyrum“, með blóðdropana i
slóð sinni. Og á banadægri
hefir það vafalaust verið Sal-
vör, sem hann elskaði — þessi
stórláta, fagurvaxna kona, sem
hann sveik í trygðum — þessi
kona, sem lét ofsækja hann og
féfletta langa ævi.
P. S.
Utan af landi.
Vestmeyjum, 4. jan. FB.
Þingmaðurinn boðaði til iþing-
málafundar í gærkveldi. Fund-
urinn var mjög f jölsóttur. Marg-
ar tillögur voru samþyktar, þar
á meðal allar tillögur þing-
mannsins. Ræðumenn voru
margir. Bæjarstjómarkosning-
unum sem fram fara í dag var
nokkuð blandað inn í umræð-
urnar.
Óvenjulega mikill k-osninga-
hugur, enda aldrei áður jafn-
óvist um lirslitin. Alment er á-
litið, áð sjálfstæðismenn fái
töluverðan meirihluta eins og
áður, en ef til vill græðir al-
þýðuflokkurinn nokkuð á klofn-
ingunni, þvi vera má, að hinir
liægfara dragi eitthvað frá
sjálfstæðismönnum. Sjálfstæð-
ismenn hafa haft 6 fulltrúa í
bæjarstjórn, en hinir til samans
þrjá.
Fyrstu róðrar á vertíðinni í
gær. 3 bátar reru. Afli litill, um
100 þorskar á bát. Sandgerðis-
og Njarðvíkm’-bátar flestir
farnir.
Kona hvarf hér í gærkveldi
um fimmleytið. Heitir hún
Jónína Ingimundardóttir og
átti lieima í Sætúni. Hún var
ógift. Leitað.var í gærkveldi og
í dag, en leitin bar engan
árangur. Hugsast gæti, að kon-
an liefði dottið í sjóinn, verið
að sækja sjó í fötu. Fata fanst
þar nálægt, svo verið gæti, að
konan hefði farið, til þess að
sækja sjó.
Norðfirði 4. jan. FB.
Bæjarstjórnarkosningar
í Neskaupstað.
Bæjarstjórnarkosning fór
fram í dag. Jafnaðannenn
komu að Jónasi Guðmunds-
syni, Stefáni Guðmundssyni,
Sigdóri Brekkan og Jóni Sigur-
jónssyni. Sjálfstæðisflokkurinn
kom að Jóni Sveinssyni, Páli
Þormar og Pétri Waldorff, en
Framsóknarflokkurinn Ingvari
Pálmasyni. Afstaða flokkanna
óbreytt frá því, sem var.
Seyðisfirði 4. jan. FB.
C-listinn hefir ekki birt neina
í