Vísir - 23.06.1930, Blaðsíða 5

Vísir - 23.06.1930, Blaðsíða 5
V 1 S I B Mánudag-inn 23. júnx 1930 Nýkomnir niðursoðnir ávextir: ANANAS, FERSKJUR, APRIKÓSUR, JARÐARBER, PERUR. Munið að birgja yður upp fyrir Alþingishátíðina. Ffá Llndssímanam. Ritsímastöðin í Reykjavík verður frá deginum í dag og fyrst um sinn opin allan sólarhringinn og á með- an er hægt að senda símskeyti til útlanda á hvaða tíma dags sem er. Gísli J. Ölafson landssímastjóri. í heildsöln: Laukur frá Egiftalandi, ný upp- skera, blóðappelsínur og epli, Riklingur í smávigtum í Þing- vallanestið, verulegt sælgæti. Von. austurland, AustfirSir : Hæg norö- anátt. Þoka og dálítil rigning. Suðaíxsturland: Hæg noröanátt. Léttir til. Slysavarnafélag kvenna selur á morgun merki til á- góða fyrir starfsemi sína. Stjórn félagsins skorar liér með á allar félagskonur, að þær útvegi á- reiðanlega unglinga eða stálpuð börn til þess að selja merkin. Er þetta mjög áríðandi ef salan á að ganga vel. Merkin verða af- greidd frá kl. 10 f. li. á skrif- stofu Slysavarnarfélagsins — Austurstræti 17, gengið inn frá Kolasundi. sem til Þingvalla fara 24.—29. verða að greiða EINA KRÓNU af hverjum farþega. — Allir bifreiðastjórar á einkabifreiðum verða að kaupa skattmiða í ÖKU- SKRIFSTOFUNNI fyrir hvern farþega og verða mið- arnir að afhendast vegavörðum hjá Þingvöllum þegar E. Colien, MMRnBKBNMMHBWnSBMðSMHMMBiBBBfCW 15 Trinity House Lane, Hull, England. Til minna mörgu viðskiftavina á Islandi: Mér þykir leitt, að geta ekki verið viðstaddur Alþingishátíðina, en eg hefi fengið ráð á húsnæði í næsta húsi við mitt, og á sama tima og þjóð- hátíð yðar stendur yfir, er eg að láta gera breyt- ingar á því. K K K K M K I næsta skifti er þér heimsækið mig í Hull, mun- uð þér sjá að húsnæði mitt er miklu stærra og vörubirgðirnar iniklu meiri en áður, en verðið jafnvel enn þá lægra en það hefir verið. Eg óska öllum viðskiftavinum mínum og ís- lensku þjóðinni hamingju og góðs gengis á hinni miklu hátíð. Yðar einlægur B. COHEN. þÍBBvalIa-slúlknr f sem eru ráðnar hjá mér geri svo vel að koma strax til viðtals í Barnaskólann við tjörnina. —■ Allir verða að vera komnir austur annað kveld. JÓN JÓNSSON, bryti. Slmskeyti —o— London (UP), 23. júní. FB. Bresku flugbátarnir lögðu af stað í gær. Plymouth: Tveir þriggja mótora flugbátar lögðu af sta'ö frá Mount- hatten flugstööinni á sunnudag áleiöis til íslands, þar eð veður- horfur höföu batnaö. Flugbátarn- ir lentu í Stontoway seinni hluta dags í gær til þess aö bæta á sig bensíni, en halda áfram þaöan seinni hluta dags í dag til Færeyja, taka þar bensín, og halda svo áfram fluginu til Reykjavíkur, eftir skamma viödvöl. Veðrið í morgun. Reykjavík 11 st., Isafiröi 9, Ak- ureyri 9, Seyöisfiröi 11, Vest- manhaeyjum 9 Stykkishólmi 8, Blönduósi 7, Hólum í Hornafirði 7, Grindavík 9, Jan Mayen 6, Hjaltlandi 13, (vantar skeyti frá Raufarhöfn, Tynemouth, Kaup- mannahöfn og Grænlandi). Mestur hiti í Reykjavík í gær 14 st., minst- ur 7 st. Úrkoma 0.1 mm. LægS fyrir suðaustan land, á hægri hreyfingu austur eftir. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: Hæg norðan átt. Létt- skýjað. Vestfirðir, Norðurland: Hæg norðanátú og norðaustanátt. Þoka, einkum að næturlagi. Norð- þangað er komið. — ÞETTA gildir jafnt hvort bifreið- arnar fara að nóttu eða degi. 0kusk s* ifstofán. A kureyr arstúlkurnar. Fimleikasýningu heldur leik- fimisflokkur Akureyrarstúlknanna í kvöld í Iðnó. Sýna þær m. a. söngdansa. Karl Runólfsson og Emil Thoroddsen aðstoða. Hefir Karl sanxið nýjan tangó til heið- urs flokknum, er þeir Karl og Emil leika í fyi'sta sinni í Iðnó í kvöld. Akureyrarstúlkurnar eiga hið mesta hrós skilið fyrir dugn- að sinn, áliuga og listfengi, enda kunna menn vel að meta sýningar þeirra, og mun það vafalaust enn koma í ljós i kveld. Knattspyrnumót íslands. Mótið hófst með skrúðgöngu knattspyrnumanna kl. 8 frá Aust- urvelli. Á leiðinni suður á völl var lagður krans á leiði Ól. sál. Rós- enkranz og Egils sál. Jacobseu kaupm. Talaði formaður knatt- spyrnuráðsins, Erlendur Péturs- son þar nokkur orð. Síðan var mótið sett með r;æðu af formanni ráðsins. Hófst svo kappleikur milli Vals og Víkings, og fóru leikar svo, að Valur sigraði Viking með 5:0. í kvöld kl. 8)4 keppa K. R. og Vestmanneyingar. Búnaðarfélag íslands hefir efnt til sýningar i húsi þess við Lækjargötu, á ýmsum teg. af tilbúnum áburði er hingað flytjast og grasfræstegundum ýmsum, er rcyndar hafa verið, eða komið geta til greina við grasrækt hér á landi. Sýnjngin er í herbergi gegnt skrif- stofu félag’sins og fást þar ýmis- legar upplýsingar þessum málum viðvíkjandi og margvíslegan fróð- leik geta menn sótt á sýningu þessa. M. a. eru þar sýnd ýmisleg línurit, er sýna ásigkomulag land- búnaðarins á ýmsum árum og framfarir þær, er orðið hafa, eink- irai síðan farið var að nota tilbú- inn áburð til grasræktar. Prófessor dr. ph.il. Joh. Jackson var meðal þeirra gesta, sem hingað komu með „Montcalm“, á- samt konu sinni og syni. Hann er áhugamaður um íslensk fræði og stundaði í eitt ár íslenskunám við háskólann í Khöfn. Hingað hefir hann aldrei komið fyrr, en mun nú hafa í hyggju að dvelja hér í nokkra mánuði. Hátíðargestir. Auk þeirra hátíðargesta, sem komu á Antoniu 0g taldir voru upp í blaðinu nýlega voru þessir: Sveinn Anderson, frá Vancouver, dr. Stefán Einarsson, háskólaprófessor í Baltimore, E. Egilsson, kaupmaður, Brandon, Man., Jón H. Gíslason, kaupm., Winnipeg, og frú, frú Sigríður Hall, söngkona, frú F. Johnson, Winnipeg, G. Kristjánsson, söng- vari, og frú hans, E. Miller, tengdasonur síra Friðriks Hall- grímssonar, frú hans og tvö börn þeirra, Sveinn Magnússon, kaupm. fiá Hnausum, Man., Fred Stefáns- son, ráðsmaður Lögbergs, Halldór M. Swan, Winnipeg, Árni Ander- son, kaupm., Winnipeg og Guðni Brynjólfsson, frá Gimli, Man. B arnavemdarnefnd. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefir skipað nefnd kvenna og karla til þess, að gera tillögur um lög- gjöf um uppeldi vangæfra barna. í nefxjdinni eiga sæti: f rú Aðal- björg Sigurðardóttir, S. Á. Gísla- son, cand. theol., Ólafur prófessor Lárusson, Ásm. do;cent Guðmunds- son, Margrét Jónsdóttir, kenslu- kona, Helgi Hjörvar kennari, og frú Jónína Jónatansdóttir. Vestur-íslendingar með Antoniu. Skráin í Visi nýlega þarfn- ast þessara leiðréttinga og viðbót- ar: Með Dr. Brandson er dóttir hans. — Guðrún Bíldfell, ungfrú, er dóttir Ögmundar Bíldfell, en ekki systurdóttir þeirra bræðra. — Alexander Johnson er frá Lljarðarfelli í Miklaholtshreppi, en ekki Hjarðarholti í Dölum. — Kalldór Metúsalem Swan, verk- smiöjueigandi i Winnipeg, er frá Bustarfelli í Vopnafirði. — Krist- ján Halldórsson, Edmonton, Al- berta, frá Heydalsá í Bitru. Al- kominn heim. — Davíð Gíslason, liayland, Siglunes, Man., og frú hans, bæði úr Borgarfirði. — Frú L.ára Árnason, Winnipeg, dóttir Ejörns Pálssonar gullsmiðs á Ref- stað i Vopnafirði. Kunnugur. T ilkynning. Atvinnu og samgöngumálaráðu- neytið tilkynnir: Samkvæm.t 5. gr. laga nr. 15, 19. mai 1930, um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til nokkurra ráðstafana vegna Alþingishátíðar- innar 1930, eru eftirfarandi ákvæði sett um lokunarfíma sölubúða o. fl. i Reykjavik og Hafnarfirði. — Oll almenn útivinna skal falla niður dagana 26., 27. og 28. júní. — Sömu daga skulu allar sölubúðir, skrifstofur, afgreiðslustofur, þar með taldir bankar, vinnustofur og verksmiðjur vera lokaðar. Þó mega mjólkurbúðir, brauðbúðir og kjötbúðir vera opnar þessa daga, cf samkomulag næst um það við starfsfólk þeirra. Sama gildir um prentsmiðjur, sem annast prentun dagblaða. — Sunnudaginn 29. júni mega sölubúðir vera opnar kl. 4— 7 síðdegis. Þingvallagestir frá 1874. Sjálfsagt eru nokkurir menn hér i bænum og víðar um land, sem voru á þjóðhátíðinni á Þingvöll- um 1874. Þeir eru nú allir gamlir orðnir, sennilega flestir komnir yf- ir sjötugt. Nú vildi eg vekja máls á því, að mér þætti vel til fallið, að þessum mönnum og konum yrði boðið ókeypis far austur og séð þar fyrir tjaldi eða tjöldum og jafnvel fæði hátíðardagana. Mundi gamla fólkinu þykja gaman að þessu, en kostnaðurinn ekki stór- vægilegur. Vænti eg þess, að rétt- ir hlutaðeigendur taki þetta til íhugunar. Gamli. Minning ólafíu Jóhannsdóttur. Þ. 26. júní verður afhjúpuð í Osló brjóstmynd, gerð af íslenska myndhöggvaranum Kristni Péturs- syni, af Ólafiu heit. Jóhannsdótt- ur. Brjóstmyndin verður sett upp nálægt Vaterlands-skóla — rétt þar hjá, sem Ólafía bjó í Osló. Fjár- söfnun í þessu skyni hafði nefnd á hendi og var formaður hennar frú Inga Björnson. Borgarstjórnin í Osló hefir gefið blett undir mytid- ina og annast blómaskreytingu í kringum hana. — Þegar afhjúpun- in hefir farið fram, efna íslending- ar og norskir íslandsvinir í Osló til hátíðahalda. — (FB.). Hátíðaljóðin. Vafalaust eru margir farnir að ldakka til að sjá verðlaunuðu Al- þingishátiðarljóðin. Flestir vilja vist læra þau'er sungin verða á hátíðinni, eða kynnast þeim svo, að þeir megi heyra og skilja hvað fram verður flutt, til þess að gera þessa miklu samkomu sem hátiö- legasta og minnisstæðasta. — Há- tíðaskrána — með uppdrætti af Þingvöllum, tjaldborg, mannvirkj- rm og myndum — þurfa Þing- vallagestir líka að eignast, eða sjá og hafa þar fyrir sér, til leiðbein- ingar og minnis um það, er fram á að fara á hverjum degi hátíðar- innar og hverri stundu dags. Svo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.