Vísir - 08.08.1930, Page 2

Vísir - 08.08.1930, Page 2
VlSIR ')) MTO«N1 & ÖLSBN! Nýkomnip Enskip Tomatap í körfum á 12 lb«. ímskeyti London (UP.) 7. ág., FB. Borgarastyrjöldin í Kína. Mildl orusta í aÖsigi. Peiping: Til úrslita dregur í baráttunni um völdin i Kína. Mik- i! orusta er úm þaö bil að hefjast í Shantung og Honan. Allar her- •deildir Noröurhersins eru á leiö til orustusvæöisins. — Feng-yuh- siang stefnir her sínum í áttina til Hankow og Huschowfu, en Chiang-kai-shek hefir liösafnaö norður með Tsinpu-járnbrautimii. Um hálf miljón hermanna bíöa reiðubúnir bardagans, en fjöldi herdeilda er enn á leiðinni. Flugslys. Kaupmannahöfn: Sjóflugvél frá Lufthansa, sem fór frá Stokkhólmi kl. 11 e. h. i gær með póst til Bergen, fanst á sjónum í morgun nálægt Stora Aske. Flugmaður- inn og loftskeytamaðurinn fórust. London (UP.) 8. ág. FB. Kosningabarátta í Fiimlandi. Helsingfors: Frarrtkvæmdar- nefnd jijóðlegu samsteypuflokk- anna hefir ákveöið aö berjast fyr- it þvi, að allir borgaraflolckarnir gangi sameinaöir til kosningaor- ustunnar gegn kommúnistum og rærði allir frambjóðendur borgara- flokkanna skuldbundnir til aö greiða atkvæði með andkommún- istisku lögunum, sem ekki náöu frarn að ganga á síðasta þingi. Verkfalls-róstur í Frakklandi. Lille: Vefnaöarverkamönnum og verkfallsbrjótum hefir lent saman á nokkrum stööum. í Ronco lenti hóp kommúnista saman við lögregluna. Fjörutíu kommúnist- ar voru handteknir. — Fullyrt er, að verkamenn séu að láta sig í Plalluin. Verkfallsmenn eru farn- ir aö vinna í þremur verksmiðj- um þar. Forngripaskilin dfinskn. Áður en alþingishátíðin hófst gekk forsætisráöherra Dana 'á fund forsætisráðherra vors og af- henti honum i viðurvist sendi- herra Dana og þjóðmenjavarðar „gjafabréf“ fyrir eitthvað um 152 íslenskum forngripum, sem veriö hafa í söfnum Dana. Tók for- sætisráöherra við og þakkaöi. Þaö er alkunna að Alþingi og allar íslenskar stjórnir hafa síðan 1925 gert kröfur til þess aö þeir íslenskir forngripir, sem komið hafa í söfn Dana, en áður hafa verið í eigu íslenskra opinlierra stofnana, yrðu afhentir hingað aftur, þar eð þeir væru eign landsins, og ættu því að fylgja því bæöi að skynsamlegu viti og lögmáli réttu. Ráðgjafarneíndin hefir fyrir landsins hönd farið með málið, og hefir fylgt því fram af fremsta kappi, og hefir enginn íslendingur nokkurn tíma viðurkent, að Danir ættu nokkunt rétt tii slíkra gripa. Það liggur því í augum uppi, að ekki getur hér verið um neina gjöf af hendi Dana að ræöa, hvernig sem þeir kunna að lita á það, sem þeir auö- vitað hljóta að ráða sjálfir. Þaö felst þvi heldur ekki í þakkiætis- orðum forsætisráöherra vors nein viðurkenning á því, aö hér hafi i heild sinni verið um neina gjöf aö ræða; þakklæti hans er auð- vitað ekki jannaö en I þakk- læti fyrir skilsemina, svo langt sem hún næi. Og þó er þakklætið nokkuð viðtækara, þvi að meðal gripanna eru ýmsir grip- ir, sem Danir áttu meö réttu þ. e. a. s., sem ]>eir höfðu keypt úr eigu einstakra manna og íslenska rík- ið aldrei hafði átt. Meöal þeirra gripa má telja útskorna eikar- kistu eftir Guðmund smið, þann er bjó til skírnarfontinn á Hólum, því hún er þeirra gripa merkileg- ust; hinir gripirnir semsvo stendur á um eru flestir lieldur þýðingar- litlir. Þessara gripa hafði ráðgjaf- arnefndin heldur aldrei krafist, heldur bent á a:ð eðlilegast væri, aö þeir væri hér geymdir og jafnvel lioðið fyrir fullt andvirði, semi sjálfsagt var. Fyrir kistuna var t. d. boðiö að greiða 1000 kr., einsog hún haföi kostað safnið danska. Þakklætið er þvi með tvöföldum svip. Um þessa gripi er þess að geta, aö þeir eru hing- aö komnir aöallega fyrir tilstilli þjóðminjavaröar, sem lagði mikla, að mínum dómi of mikla, áherslu á aö fá þá. Hann komst að sam- komulagi við þjóðminjavörð Dana um að þeir kæmu hingað. Ráögjafarnefndin lagöi aftur á móti áherslu á að fá þá gripi, sem einhverju máli skiftu og voru ótvíræð eign ísienska ríkisins. Var það alveg laukrétt, því hitt hefir, þó vafalaust væri í góðu skini gert, komið aðstandendum málsins i Danmörku til þess að halda, aö þeir gætu fríað sig und- an að skila aðalgripunum, sem ís- lenska ríkið ótvírætt átti, og lang- veigamestir og þýðingarmestir voru fyrir oss, með því sumpart að skila, sumpart að gefa aðra gripi í heild sinni, enþásentkrafð- ir voru. Það má því með sanni segja, að þaö er nokkuð gremju- blandin gleði aö taka við þessum gripum, þvi að af þeim 27 grip- um, sem ráðgjafarnefndin að lok- um krafðist hefir aðeins verið skil- að 3^2. Gremjan snýst ekki beint að dönsku stjórninni, því aö hefði hún ekki verið, hefði alt setiö við sama keip og áður. Hún heíir þó sýnt nokkurn skilning á kröfum yorum og hefði vafaiaust viljað gera betri skil, ef hún hefði mátt því við koina, og á framkomu hennar hljóta íslendingar að byggja von um, að full skil muni fást um síðir. Gremjan snýst aftur á móti ein- dregið að safnamönnum Dana, sem með fullkomlega forsöguleg- uin og algjörlega andlausum skiln- ingi á eðli safna og hagnýtum til- gangi þeirra, liafa hindrað dönsku stjórnina frá því, að gera oss þann rétt, er oss bar, og hún ef til vill hefði viljað uppi láta, ef hún hefði komist upp með það fyrir moðreyk úr þessum svonefndum sérfræð- ingum. Hér skal þó undantekinn Andrup forstöðumaður sögulega- safnsins í Friðriksborgarhöll, sem tók á þeiin kröfum, sem til hans safns voru gerðar, með full- kominni nýtísku safnmanna hugs- un. Það er furðulegt að menn, sem dags daglega ganga um söfn og handleika þau, skuli ekki geta skilið, að þau eru ekki „raritets- kabinet", þar sem safna megi inn gripum hugsunarlaust, af því einu að það eru gripir, en með því verða söfnin að ruslaskrínu, þar sem öllu ægir sainan kerfislaust. Það virðist ekki mjög flókin hugs- un til skilnings, að hver, gripur eigi að vera á þeim stað, þar sem hann kemur að haldi, og þar sem hann á heima, af ]>ví að hann liregður upp mynd af menningu þess staðar, og að söfnin og að- föng til þeirra verða að vera kerfuð, og að hver hluturgrípiinn í, annan. svo að niðurstaðan verði sú að söfnin sýni svo greini- lega mynd, sem auöið er, af menningu aldaraða á einum stað, eða þá um allan heim, þar sem efni eru til þess. Sé öðru vísi að farið, skipa söfnin ^ér á bekk með svo nefndu Hartkopfs Museum eða öðrum slíkum stofnunum. Ekkert er hættulegra heldur enn trúin á sérfræðinga. Það er nú svo, aö þeir skipa fyrir um alt á fræði- sviði sin.u, og ef almenn sk}m- semi ætlar að láta til sín heyra, er munni hennar fljótt lokað með þvi, að segja henni að hún hafi ekkert vit á þessu. Sannleikurinn cr reyndar sá, að sérfræðingar eru orðnir svo gjörblindaðir fyrir öllu nema ]>ví, sem þeir fást við, að þeim finst þeirra svið vera ver- aldarnafli. sem alt skuli snúast um, og tekst því aldrei að koma því í rétt samræmi eða hlutfall við umheiminn og skilja aldrei aö alt á að þjóna öllu, enn ekki alt einu. Það verður þvi að fara var- lega í að hafa þá í ráðum. Það má nota ]>á sent otðabækur til ].ess að slá upp i, en alrnenn skynsemi verður siðan að fella endanlegan og sjálfstæðan dóm um hvað gera skuli, annars fer alt óhöndulega. Það er nú vonandi að íslenska stjórnin og þingið haldi fram til streitu hinunt uppruna- legti kröfum i forngripamálinu og styrki þar með dönsku stjórn- ina i þessu efni í baráttunni við nátttröll úreltrar dans.krar safna- sérfræði. Enginn er liklegri held- ur en hún til þess, að skilja að hálfleyst vandræði skilja eftir alla gremjuna, sem fyrir var; það er einsog að stökkva yfir Flosagjá hálfa. Hún mun og minnast þess, að 1918 viðurkendu Danir full- veldi konungsríkisins íslands ogaö því eigi aö fylgja alt, sent þangað heyrir er Ijóst, enda fengu Danir sarna ár, spildu af Þýskalandi og heimtuðu um leið og fengu þau skjöl og forngripi er þeim lands- hluta áttu að fylgja. Af þeim 27 gripum, sem ísland hafði krafist hafa Danir afhent Valbjófsstaðarhurðina, sem er langmerkust allra íslenskra forn- gripa, scnt Danir hafa komist yfir, hökui frá Hóladómkirkju með dýrasta Arrassaum, sem Jón Ara- son keypti, en ekki gaf, einsog eitt blað hermiiv til Hóladóm- kirkju, annan Grundarstóllinn; voru þeir upprunalega þrír þótt nú sé ekki til nema tveir, og voru þeir ætlaðir presti og djáknum, en letur-línan (rúnirnar) er að öllum líkum ekki jafngamlar stólnum og loks altaristöflurnar frá Grund. Af gripurn sem krafist var og ekki voru afhentir og ótvírætt ciga hér að vera, má nefna hinn Grundarstólinn, skrín undir helga dóma frá ICeldum, vatnsdýr frá Vatnsfirði, uppihaldsstikur tveer, Millennium hveiti í sxnáp^kum ÞÓRÐUR SVEINSSON & Co. tbúd. 4 herbergi og eidhús með nú- tíma þægindum óskast 1. okt. Uppl. í síma 153 og 370. biskupsmítur frá Skálholti, smelt bókarspjöld frá Grund og ýmis- legt annað fleira stórmerkilegt. Af öðrum gripum, setri heím komu og voru eign Islands má nefna foma fordúka frá Kálfa- felli, Miklabæ og Hvammi, kor- póralshús frá Kálfafelli, stoðir ágætar og fornar frá Mælifelli, kaleik frá Eiðum, mösurker frá Odda, reykelsisker, brot júr ög- mundarbrík o. fl. Mundi almenning vafalaust fýsa aö sjá jæssa gripi alla, örfáir þeirra hafa veriö sýndir, og ætti stjórnin þakkir skiliö, ef hún vildi stuðla að því að þaö yrði gerf. G. J. „Úháðnr horgari". ■-O—' Út af fyrirsþurn „Óháös borg- ara“ í Vísi 2S. júlí og aftur 7. ág. vill undirbúningsnefnd Álþingis- bátíðar láta þess getið, að hún hvorki telur sér skylt, né sér sér fært að svara nafnlausum fyrir- spurnum, enda þótt það leyni sér ekki frá hverjum þær séu, svo sem þessar — þá vill hún samt að þessu sinni upplýsa þennan „Óháða borgara" um það, að öll útboðin hafa birst í öllum dag- blöðimuni í Reykjavík í fyrra haust og virðast flestir aðrir en hann hafa veitt þeim eftirtekt, ]>ví að mákið l>arst af tilboðum, og samkvæmt þeim var allur borð- búriaöur keyptur, eða leigður, bæði postulín, 'borðsilfur, borðdúkar, allur rúmfatnaður, stólar í veislu- skála, allur útbúnaður tjaldanna, segldúkurinn í skálann, vatnssal- ernin, timbrið og jafnvel flögg og flaggstengur. Eldhúsáhöldin og matvælin keypti brytinn sjálfur í utanför sinni. Innkaupin hafa ver- ið mjög hagkvæm, enda hefir var- an selst greiðlega og færri fengið en viljað hafa. V Að gefnui tiiefni vllfj nefndin taka ]>aö fram, um leið, að út- sölur bæði í Reykjavík og Hafnar- firði á svokölluðum Alþingishátíð- ar vörum eru henni allar óvið- komandi, að undanskilinni þeirri, sem verið liefir í húsi Mjólkurfé- lags Reykjavíkur, þar sem áður var ökuskrifstofan. Tiðeyjarsnadið. Eitthvert mesta íþróttaafrek, sem unnið Iiefir verið hér á þessu ári, var það, er hinn ágæti sundmaður, Magnús Magnússon frá Kirkjubóli, synti í fyrri viku frá Viðey og innst inn á Reykja- vikurhofn. Mörgum af kunn- ingjum Magnúsar þótli það full- djarft teflt af honum, er hanja sagði þeim fyrirætlun sína um sundið. Þeir vissu raimar, að liann var góður sundmaður, en hinsvegar að sundið er erfitt og langt, en hann ekki fullharðn- aður. En Magnús var ákveðinn og sagðist skyldi alla leið. Svo var ákveðið að hefja sundið næsta góðviðrisdag. Snemma þann morgun ákváðu ]>eir Magö- ús og Jón Pálsson sundkennari, að haldið skyldi af stað frá Við- ey um kl. 2. Veðrið leit vel út, sjór góður og austan andvari, sem myrndi vera til hóta fyrir sundmanninn. Kl. 2 um daginn var Magnús ásamt fylgdarmönnum sínum Time to Re-tire Cet a FSSK TSAOE MAfUVRJG. U.S. PAT. QTB FISK ágætu dekk og slöngur nýkom- ið I ýmsum stærðum. Gæðin alkunn. Bílstjórar! Biðjið um FISK- dekk, ef þér viljfð fá varanlega vöru með góðu verði á bíihjól yðai'. Egill Villijálmsson Grettisgötu 1G.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.