Vísir - 18.12.1930, Blaðsíða 2
VÍSIR
Spanera
hefir ineðmæli vindlasérfræðinga
Spanera
er ódýrari lieldur en þér búist við. — Fæst í
BRISTOL.
Sfmskeyti
Berlín 18. des.
United Press. FB.
Vopnaburður bannaður.
lnnanríkisrábh. hefir látib und-
irbúa lagafrumvarp tim bann viS
vopnaburöi á pólitískum fundum
og samkomum. Þriggja mánaSa
fangelsi á aö liggja viS brotum á
lögunum. — RáSstafanir þessar
eru gerðar vegna vaxandi stjórn-
málaóeirSa og ólöghlýbni.
Madrid, 18. des.
United Press. - FB.
Frá Spáni.
Líöan Berenguer forsætisráö-
herra er betri, en hann liggur
rúmfastur í húsi sínu.
Undanfarna tvo daga hefir ver-
iö lýst yfir stofnun lýöveldisins í
mörgum þorpum og smáborgum,
m. a. í Huelva. Verkföll halda
áfram í Bilbao, Santander, Ovido,
Saragossa og Alicante. — Alt meö
kyrrum kjörum í Madrid.
Um verslon og landshagi
á íslandi 1930
heitir skýrsla sem breska stjórnin
hefir gefið út og er tekin saman aí
fulltrúa í verslunarsendiráöi Breta
í Kaupmannahöfn. Skýrsla þessi
er gefin út til leiðbeiningar fyrir
l reska kaupsýslumenn. Sá sem
skýrsluna skrifar mun hafa dval-
ist hér um tíma í sumar, enda er
skýrslan rituð af þekkingu og
sanngirni. Skýrslan er 24 síöur,
þéttprentaöar.
Hjá því fer ekki aö skýrsla sem,
þessi er lesin með athygli af þeim
Bretum, sem nokkur viðskifti hafa
hér á landi. Er því ekki lítils varð-
andi, hvernig okkur er borin sag-
an. Skulu hér teknar nokkrar setn-
ingar, er sýna álit hins enska sér-
fræöings á afkomu landsmanna.
„Hagur þjóöarinnar virðist vera
i blóma um þessar mundir. Alt
viröist bera vitni um velmegun,
sérstaklega í hinum stærri bæjum.
Oll starfsemi í landinu er í fullu
fjöri og ekkert ber á stöövun né
afturför. Þvert á móti er margt
sem bendir á verulegar framfarir.
Vegagerð fleygir fram og þótt
ekki séu vegirnir góðir, eru þeir
þó sæmilegir fyrir bifreiðir og
aöra venjulega umferö. — Brýr
eru bygðar í stórum stíl og sam-
göngur hafa verið bættar mjög á
síðari árum“. Svo er minst á fram-
farir í byggingum, jarörækt og út-
gerö.
Síðan er minst á fjármálin og
þess getið, aö mikiö af því fé, sem
nauðsynlegt hafi verið til fram-
faranna,- hafi verið fengið að láni
erlendis. „Landið hefir ]>egar safn-
aö talsverðum skuldum, sem nema
meira en 1250 þús. sterlings pund-
um, þar af er skuld erlendis um
million pund sterlings, 22 millj.
kr., (þetta er skrifað áður en lán-
íð var tekið í haust). Það erenginn
vafi á, að miklu fé mætti verja í
ýmsar íramfarir í landinu, en því
má heldur ekki gleyma, aö tekju-
lindir þjóðarinnar eru ekki
margar“.
„Eignir ríkisins voru 1928 virt-
ar á kr. 36.300.000 og samkvæmt
opinberri áætlun var sama ár
skuld landsins við útlönd kr. 43.
000.000, þar meö talið skuld ríkis-
ins, bæjarfélaga og einstaklinga“.
„Afkoma landsins er að mestu
undir fiskveiðunum komin en
byggist að miklu minna leyti á
landbúnaðinurn. — Það, að þjóðin
verður að mestu að byggja af-
komu sína á fiskveiðunum, er
meginatriöi í aðstöðu hennar, og
þótt því veröi ekki neitað, að þessi
framleiösla hefir ekki brugðist til
þessa, þá skyldi þó sá möguleiki
haföur i huga þegar útlendingar
reyna að gera sér grein fyrir fjár-
hagslegri aöstöðu íslendinga.“
Þetta er að vísu ekki annað en
J að, sem hver heilvita íslending-
ur veit og sér. En hinu gefa lands-
menn jafnan minna gaum, hver
hætta þjóðinni stafar af því, að
alt sem fyrirtækin í landinu kunna
að gefa af sér, er jafnharðan sett
í ný fyrirtæki. Hvergi er neitt sett
til hliðar, sem gripa megi til í
harðærinu. Alt er sett í útþennslu
r.ýs framtaks, sem flest stendur
eða fellur með útgerðinni. Þetta er
hin veika hlið í þjóðarbúskapn-
um, sem útlendingar veita athygli
og benda oft á til varnaöar.
Ritfpegn.
--X--
LjóÖmæli eftir Ólínu og
Herdisi Andrjesdætur. Önn-
ur útgáfa aukin. Reykjavík
1930. Rpr. Gutenberg. —
Ljóðmæli þessi voru gefin út
árið 1924, og var kveðskapur
þeirra systra lítt kunnur áður,
nenia í vinahópi þeirra. En það er
til marks um vinsældir ljóðanna,
að bókin seldist á fáum árum og
j)ví hafa j)au nú veriö prentuð
ööru sinni, nokkuð aukin, og er
mynd systranna fremst i bókinni.
Fyrri hluti bókarinnar (120
blaðsíður) er eftir Ólínu*), þá
eru nokkurar stökur, sem þær og
frú Theodora Thoroddsen) hafa
ort i samlögum, og loks eru síð-
ustu 70 blaðsíðurnar eftir Her-
disi. Hefir hún ort hlutfallslega
meira en systir hennar af hinum
*) Þess má geta til gamans, að á
kápu bókarinnar (báðum útgáf-
um) stendur: „Ljóðmæli eftir
Iierdísi og Ólinu Andrjesdætur",
en á titilblaðinu er Ólína talin
f}rrr, og er j>að í samræmi viðniður-
skipan kvæðanna. Bókfróðirmenn
kunna síðar að deila um hvern-
ig á þessu standi. Skyldi hér að
eins vera um vangá að ræða af
hálfu þess, sem bjó ti! niyndina á
kápunni?
Bssí að anglýsa I ViSI.
nýju kvæðum, móts við það, sem
var i fyrri bókinni.
Hinnar fyrri útgáfu hefir verið
viða minnst í blöðum og timarit-
um, og alstaðar mjög lofsamlega.
En það er um hin nýju kvæðin að
segja, að j>au standa i engu að
baki þeim fyrri.
Skal hér að eins tilfærð eín vísa
eftir hvora þeirra úr nýju kvæð-
unum.
Ólína kveður um ferskeytluna:
Ljós þitt skíni manni’ og mey;
mýktu elli kalda.
Ideðan týnist málið ei
muntu velli halda.
En þessi visa er eftir Herdísi,
úr kvæði, sem heitir „Tvö i
Hruna“:
Auðnan breiði yndi sitt
yfir þínar slóðir,
norðurljósa landið mitt,
ljóðs og sagna móðir.
Þó að ekki muni fullum 20
blaðsíðum á stærð fyrri og seinni
útgáfunnar, þá er efnismunurinn
ineiri en ætla mætti, því Jaö
prentið er miklu drýgra á þessari
nýju bók. — Þurfa j>ví allir, sem
fyrri bókina eignuðust, að fá
þessa til viðbótár og samanburðar,
og hún ætti að verða þeim mun
vinsælli sem hún er fjölbreyttari
að efni en hin eldri.
er sex síður i dag. Sagan er í
aukablaðinu.
Veðrið í morgun.
Hiti um land allt. í Reykjavik 3
sí„ ísafirði 5, Akureyri 4, Seyðis-
firöi 4, Vestmannaeyjum 5, Stykk-
ishólmi 4, Blönduósi 4, Hólum i
Hornafirði 2, Grindavik 5 (skeyti
vantar frá Raufarhöfn), Færeyj-
um 7, Angmagsalik 2, Juliane-
haab -f- 4, Jan Mayen 3, Hjalt'-
landi 8, Tynemouth 3, Kaup-
mannahöfn -f- 1 st. Mestur hiti hér
í gær 5 st., minnstur 2 st. Úrkotna
6,5 mm. — Lægð fyrir vestan
land á hægri hreyfingu norðaust-
ur eftir. — Horfur: Suðvestur-
land, Faxaflói: Suðvestan átt,
stundum allhvöss. Skúraveður.
Breiðafjörður, Vestfirðir, Norður-
land: Sunnan og suðvestan stinn-
ingskaldi. Sumstaðar skúrir.
Norðausturland, Austfirðir: Suð-
vestan kaldi. Úrkomulaust og víða
lcttskýjað. Suðausturland: Suð-
vestan kaldi. Skúrir vestan til.
ítalskur rithöfundur,
dr. Filippo Galli í Bologna, hef-
ir nýlega skrifað tvær langar rit-
gerðir um ísland i tilefni af Al-
júngishátíðinni í ítölsku tímaritin
Vita nova og La lettura. Báðar
eru j>ær með fjölda ágætra mynda
og sagðar að vera skrifaðar af
merkilega miklum fróðleik og
hinni mestu samviszkusemi. Þeim
sem meiri fræðslu óska er vísað á
ýmsar góðar bækur í því skyni,
jafnvel til j>ess að læra mál okkar.
Dr. Galli hefir áður skrifað um
Island í ítölsk blöð og sýnir okkur
i hvívetna hina stökustu vinsemd.
Hann er lærður maður og mála-
garpur mikill. Er gott að eiga slíka
menn að j>ar sem }>ekking á land-
inu er af skornum skamti, eins og
hún er að vonum í slíkri fjarlægð.
En við Ítalíu höfurn við, eins og
kunnugt er, allmikil verslunarvið-
skifti.
Bæjarstjórnarfundur
verður haldinn í dag, á venjul.
stað og tíma. Til umræðu verður
áætlun um tekjur og gjöld bæjar-
sjóðs og hafnarsjóðs næsta ár.
Auk þess rætt um alþýðubústaða-
hverfi, alj>ýðubústaðasjóð, mjólk-
ursölumálið o. fl.
Verðlaun.
Búnaöarbankinn tilkynnir: Verð-
laun fyrir uppdrætti að sveitabæj-
um hafa hlotið: Halldór Hall-
dórsson byggingafulltrúi, Akur-
eyri, önnur verðlaun i öðrum
flokki, og Ágúst Pálsson tvenn
önnur verðlaun í sama flokki. —
Verðlaun í fyrsta og þriðja flokki,
það er fyrir sinábýli og stórbýli,
voru ekki veitt, en teikningar aí
stórbýli eftir hr. Þorlák Ófeigs-
son byggingameistara, Reykjavík,
hlutu lofsamleg ummæli og viður-
kenningu. — í dómnefnd sátu:
Bjarni Ásgeirsson bankastj., for-
maður, Guðm. Hannesson prófes-
sor, Jónas Jónsson dómsmálaráðh.,
Jóhann Kristjánsson bygginga-
ráðunautur og Sigurður Guð-
nnindsson byggingaineistari.— Til
samkepninnar voru sendir 14 upp-
drættir af átta mönnum. Keppend-
ur, sem búsettir eru í Reykjavík,
eru beðnir að vitja uppdrátta sinna
í Búnaöarbankann, Arnarhvoli, en
keppendur utan Rvíkur fá j>á end-
ursenda. (FB.)
Guðrún Pálsdóttir,
systir Gests heitins Pálssonar
skálds, varð áttræð 14. þ. m. Er
hún nú ein á lííi þeirra systkina.
Guðrún er vel hagorð, fróð um
margt og minnug. Heilsa hennar
er nú að vonum tekin að bila. —
Væri vel gert að minnast gömlu
konunnar með ]>ví að gleðja hana
nú um jólin. Heimili hennar er á
Haðarstíg 2 hér í bænum.
Gangleri.
Útvarpið.
Unclanfarin kveld hefi eg verið
að hlusta á Útvarpsstöðina og hef-
ir mér orðið j>að til mikillar
ánæg-ju, að með hvejum degi -sem
líður er útsendingin að verða
„hreinni."
Venjulega hefst athöfnin með
því, að útvarpsstjóri (?) }>akkar
skeyti, sem stöðinni hafa borist
(um „langdrag"), en því næst læt-
ur hann mienn vita, að næst komi
hljóðfærasláttur. Er ]>að venju-
lega piano og fiðla. En þess er
látið ógetið, hverir leiki eða hvað
sé leikið. Það verða menn að
reyna aÖ rá'Sa í af sjálfsdáðum,
j-'eir sem fyrir því vilja hafa.
Þessu næst kemur stúlka — án
]>ess að ávarpa hlustendur eða
„bjóða gott kveld“ — og les upp
fréttir, en j>ar á eftir kenntr oft
,,grammófón-musik“. En ekki er
J>ess getið hvaða lög sé farið með,
hverir syngi, hvaða kór j>etta sé
o. s. frv.
Erlendar útvarpsstöðvar, flest-
ar eða allar, gera sér að fastri
reglu að tilkynna hvaða atriði
komi næst á útvarpsskránni, og
jafnvel er tilkynt hvað síðast
hafi verið, með sérstöku tilliti til
þtirra, sem opna tæki í miöju
skemtiatriði.
Athugasemdir þessar eru ekki í
því skyni gerðar, að vekja kala tíl
útvarpsins eða óánægju, heldur
eingöngu vegna þess, af?
mér er ant um að útvarpið getí
komið að sem fylstum notum og
enginn hafi ástæðu til að kvarta
undan starfrækslu þess.
Þykist eg þess fullviss, að út-
varpsstjóri muni láta kippa þessu
í lag, er á ]>að hefir verið bent,
Þetta eru eðlilegir barnasjúkdóm-
ar, sem sjálfsagt er að uppræta
fyrr en seinna.
Að endingu vildi eg mælast til
þess, að útvarpið yrði ekki haft
opið framvegis, meðan hljóðfæra-
leikendur eru að stilla hljóðfærf
sín. Það er óþarfi og öllum þeim,
sem á hlýða, til mikils ama.
16. des.
Útvarpsnotandi.
Hjálparbeiðni.
Um næstliðna helgi varð ungur
maður fyrir því óhappi, að brenna
sig á höndum og fótum í þotta-
laugunum, og hefir legið rúrnfast-
ur síðan. Hann á fyrir öldruðum
og fátækum foreldrum að sjá, og
væri mikil ]>örf á að rétta honum
hjálparhönd í þessum vandræðum.
Þeir, sem kynnu að vilja láta eitt-
hvað af mörkum í því skyni, geta
fengið nánari upplýsingar á afgr.
Vísis, og þar verður teíkið vfö
samskotum.
Tómstundir,
ljóðabók Guðrúnar Jóhannsdótt-
ur frá Brautarholti, fæst hjá öll-
um bóksölum.
ísfisksala.
Þessi skip hafa selt afla sinn i
Englandi: Gyllir fyrir 700 pund
sterling, Júpker fyrir 691, Valpole
fyrir 575, Sviði fyrir 736, Karls-
efni fyrir 823, Leiknir fyrir 75O,
Kári Sölmundarson fyrir 864 og
Draupnir fyrir 778 stpd.
Skallagrímur
kom frá Englandi í morgun.
Dronning Alexandriue
fór i gærkveldi áleiðis til Dan-
merkur.
Vcrslunarmannafélag Reykjavíkur
heldur fund annað kveld kl. 8þi
í Kaupþingsalnum. (Bókaútlán og
spilakveld.)
Goðafoss
fór héðan í gærkveldi, beint til
Kaupmannahafnar. Meðal farþega
voru: ungfrúrnar Stella Svein-
biörnsson, Emilía Borg, og Krist-
in Ólafsdóttir, Kristinn Péturs-
son og nokkurir menn til Vest-
ntaníiaeyja.
Mannskaðinn
síðasti, er Apríl fórst meS
allri áhöfn, er mönnum enn í
fersku minni. Margir liraustir
og góðir drengir hafa látið líf-
ið. Eftir lifa lconur og börn og:
önnur skyldmenni, með djúpa
Fallegasta úpvalid
í bænum.
- Verð við alira Ttæfi. -
HVANNBERGSBRÆÐDR.