Vísir - 18.12.1930, Blaðsíða 5

Vísir - 18.12.1930, Blaðsíða 5
Höfum fyrirliggjandi frá hinu heimsfræga firma — MACONOCHIE BROS. Ltd.: Jarðarberja sulta í 1 og 2 lbs. glösum. Blönduð sulta í 1 og 2 lbs. glösum. Pickles, 2 tegundir, — sósur o. fl. Betri vörur fáið þið ekki á jólaborðið. Nýtísku Iandnám. II. Hiö forna landnám á íslandi var venjulegt frumbyggja landnám eSa einstaklingalandnám bygt á rányrkju og veiöimensku. Lög- mál þessa landnáms meetti kalla frásnúið, vegna þess, að það er ekki bygt á félagsskap. Landnem- arnir dreifa sér um landið eins og fénaður á beit til þess að njóta hinna dreif'ðu náttúrugæða. Nýtísku landnám er í samlendu- formi. Lögmál þess er aðsnúið, því að þótt einstaklingarnir ef til vill reki allir sjálfstæða atvinnu, þá fer landnámið fram í félags- formi eftir fyrirmyndum þess skipulags sem skynsemi og reynsla segir vera ódýrast og veita land- nemunum mest hlunnindi með minstri fyrirhöfn. Þetta landnám byggist á rælctun allra lífsskilyrða og kappkostar því að forðast dreifingu, víðáttu og vegalengdir, sem eru höfuðþröskuldur allrar samivinnu. Samlenduformið er nú reyndar í aðalatriðum jafn gamalt menn- ingunni í heiminmn. Um leið og þjóðimar færast úr frumformi ráns og veiðiskapar, þá færir eðli- leg hagsýni bygðina saman og myndar borgir og hverfi. En nýtísku hagfræði og nú- tímatæki hafa lagt félagslifinu slík vopn í hendur, að samlendu- formið sýnist hafa yfirstigið alla erfiðleika og að nú sé varla til sá blettur á þurru landi, að ekki sé hægt að lifa þar með réttu skipu- lagi. Auðvitað eru staðhættir þó afar misjafnir og vitanlega valdir þeir sem gefa besta heildarút- komu. Það sem einkennilegast er nú við þetta nýja fyrirkonnulag og aldrei hefir komið jafn átakanlega fram og nú, er það, að náttúrleg frjósemi jarðarinnar er í mörgum tilfellum að verða einskis virði á móts við itilbúin landgæði á hag- kvæmari stað. Ræktunin er með nýjustu að- ferðuni orðin það auðveldari en áður, að nú spyrja menn meira eftir legu einnar landsspildu en eftir gæðum hennar. Um leið og skipulag Reykjavíkur-samlend- tiunar færist í skipulegra horf, kemur í ljós, að einn melur í Mos- fellssveit er meira virði en kafgres- isvöllur fyrir austan fjall. — Já, hver efast nú um það, að þeim miiljónum, sem eru kornnar í Skeiðaáveituna, Flóann og Ölfus- ið hefði verið betur varið með því að rækta með þeim Mosfellssveit- ina? Þessi sannindi verða mönnum þó ekki full ljós á meðan ríkis- sjóður er látinn styrkja menn meö stórfé til að nota það sem dýrara er og láta hið ódýrara ónotað. En slíkt tekst ekki til lengdar. Til þess að verja fjárhag lands- ins banvænum skakkaföllumi, þá má nú ekki dragast stund lengur að menn fari að venja sig á að hugsa um atvinnumálin og fjár- rtiálin frá hagsýnu sjónarmiði, að menn læri að greina verðmætt frá verðlausu og það sem borgar sig frá hinu sem ekki gerir það. Það er hart að sjá menn fylla blöðin með fánýtu stagli um það, hvort eitt ríkislánsétekiðmeðlítið eitt hærri eða lægri vöxtum, en minnast varla á sjálft aðalatriðið, sem alt veltur á — hvernig fénu er varið og hvaða vexti það ber þjóðarbúinu. Fyrir okkur íslendinga voru til skamms tíma opnir tveir vegir, — annar sá, að lifa áfrarnl sem ein- töld bændaþjóð við hægt batnandi kjör en utan við heiminn og utan við leikvöll samkepþninnar, — liinn sá, að tengja drifhjól þjóðar- vélarinnar við vél umheimsins og samlagast snúningshraða hennar. Fyrri veginum höfum við nú lokað. Með lánapólitík síðustu ára höfum við brotið síðustu brýrnar að baki. Við verðum því að talca upp nútíma háttu ef alt á að bjarg- ast. Samilenduformið er það eina sem stenst hraðann í nútíma at- vinnurekstri og viðskiftum, hið cina sem þolir samkeppni og full- nægir um leið nútíðarkröfum. H. Ritfregn. --X— Nokkrir þættir úr heilsu- fræði. Eftir Guðm. Hannes- son. I. þáttur. Húsakynni. —- Reykjavik 1930. Félagsprent- smiiðjan. — Svo sem sjá má af heiti þessar- ar bókar, þá er þetta fyrsti þátt- ur af riti um heilsufræði, sem Guð- mundur prófessor Hannesson hefir samið. Höfundurinn hefir áður ritað bók um skipulag bæja, og fjölda margar greinir um ým- islegt, sem lýtur að húsagerð og heilbrigði manna. Þessari nýju bók er skift í marga kafla, og fjalla þeir um húsakynni 0g heilbrigði, jarðveg og hússtæði, gerð húsa, bygging- arefni (útlend og innlend) híbýla- stærð og herbergjaskipun, og er þar aðallega rætt um húsakynni íátækrar alþýðu. Þá eru kaflar um byggingarsnið, hitun húsa, elds- neyti og eldfæri, loftgæði húsa og viðrun, lýsing húsa fyrr og nú, vatnsveitu, hreinsun vatns og síun, vatnsból, skólpveitu og fráræslu, salerni, sorphirðing, meðferð líka, kirkjugarða, skipulag kauptúna, höfn og landareign, götur og gatnaskipun, óbygð svæði, velli og torg, skifting bygða, bygginga- reiti, byggingasnið og bygginga- málið. Þó að hér sé að eins nefndir helstu kaflarnir, þá má af þessu yfirliti ráða, hversu fjölbreytilegt sé efni bókarinnar. Hún er skemtilega rituð og auðskilin, og með allmörgum myndum. Þó að hér sé um efni að ræða, sem allir menn hafa eitthvað kynst áður, þá niiun hún færa flestum allmikinn nýjan fróðleik og vekja lesandann til umhugsunar um mjög mörg nytsamleg viðfangsefni. Menn munu sjá, að mörgu er ábótavant um húsakynni þeirra og að mörgu væri þörf á að kippa í lag, en þar VÍSIR Fimtudaginn 18. des. 1930. eru líka gefin góð ráð og bending- ar, ekki síst þeim, sein hafa í hyggju að koma sér upp skýli yf- ir höfuðið. Og margt mundi breyt- ast hér til batnaðar, ef ráðum höf- undarins væri fylgt. Þess vegna þyrfti bók þessi að dreifast sem víðast um bygðir landsins og kauptún. í minnlngu þeirra manna, sem fórust á botn- vörpuskipinu „Apríl“. ísland grætur, svíða sár, sorg að dyrum barið hefur. Dinun er nóttin, drjúpa tár, djúpt í faðmi Ránar sefur hinsta blundinn hópur mætur, hetjur sínar ísland grætur. Þjóðin grætur — þjóð, sem ber þúsund ára miörgu sárin, ýfast þau, hve oft sem sker inn að hjarta sorgar-ljárinn. Fyrir landið fjör sitt láta frægir menn, en vinir gráta. Þjónar dauðans: stormur, stríð strendur mannabygða herja, viltar öldur, hörkur, hrið, höggva milli lands og slcerja. Hníga fyrir heljar-gandi hetjur jafnt á sjó og landi. Faðir lífsins faðmar þó fallið blóm að hjarta sínu, lítur yfir land og sjó, leitar eftir týndu þínu, — geymir það, en græðir sárin, — Guðs barn, þín og stillir tárin. Pétur Sigurðsson. Mannskaiinn. Bak við harms og hrygðar skýin, himnesk ljómar dýrðar sól. Opin standa verndar vígin, vegmóðir þar finna skjól. Þó að háir brotni boðar, brestur aldrei Drottins náð. Iíann sem ríkir öllu ofar, alla sorg fær burtu máð. ballið — örugg —• fram og biðjið Frelsarann um kraft og náð; við hans orð ef ykkur styðjið umsjón hans þið verðið háð. Lítið upp til ljóssins sala, ljóma þar hin sönnu jól, við það skuggar dauða dala dreifast fyrir lífsins sól, Vonið, trúið, vini yðar vefji örmum lausnarinn uppi á landi ljóss og friðar, lífs við hrygöar endirinn. Sorg úr huga sára máið, sjá, nú koma blessuð jól. Yinum síðar fagnað fáið frelsuð upp hjá lambsins stól. Smávinur. Fréttabréf. 11. des. FB. Úr Öxarfjarðarhéraði. Tíðindalítið í héraðinu sök- um strjálbýlis og einangrunar. í sumar var sæmilegt tíðarfar. Heyskapartíð var að vísu erfið í ágúslmánuði, en hinsvegar var öndvegistíð allan september- mánuð. Varð því fremur góð nýting á heyjum. Grasspretta var sæmileg, sumstaðar ágæt á útengi.Tún óvíða betri en í með- allagi, þrátt fyrir rnikla notkun hins tilbúna áburðar. Höfum fengid meö síðustu skipum fallegt úrval af rafmagnslömpum, ljósakrónum, skálum, straujárnum, jólatréslömpum, hjólhestaluktum, og vasaljósum. Seljum þetta með mánaðarafborgunum, en þó ódýrt. Lítil útborgun. — Lágar afborganir. Jón Ölafsson & iberg. Hverfisgötu 64. — Sími 1553. « 'uw*— . Tómstundir, ljóðabókin eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarliolti er tilvalin jólagjöf. Fæst hjá bóksölum. Þann 6 .okt gekk í verstu tíð, er stóð upprofslaust til 24. nóv. Síðan besta tíð. Þ. 7. nóv gerði blindhríð mikla og var þá fé hvervetna úti, en varð þó óviða mein að. Að Gilsbakka í Öxar- firði fórst þá í bylnum hópur af góðu forystufé og fé sem var enn á afréttum mun hafa farist að mestu. Slátrun í Kópaskeri í haust var meiri en nokkuru sinni fyr, því undanfarin ár liafa verið mjög góð fénaðarhöld. Kjötið sent frosið til Englands, en þó nokkuð selt innanlands, og fer sú sala stöðugt vaxandi, vegna liins góða álits, sem er á kjöti frá Kópaskeri. Aðrar afurðir eru verðlausar og er því hagur bænda hinn aumasti, með því að hér sem annarstaðar aukast kröfurnar til lífsins og þarfirn- ar. Merkustu tíðindi úr þessu héraði er, að á síðast liðnu sumri var ruddur vegur upp í Hólsfjallabygðir, svo hinir af- skeklu bændur, sem þar búa, fluttu alla liaustvöru sína í bif- reiðum þangað eftir 20. sept., til þess er snjóa gerði. Heilbrigði í liéraði og hefir verið svo að undanförnu. Nýlega er látinn hér gamall maður, Björn Björnsson, til heimilis að Tungu i Öxarfirði. Bjó áður lengi að Glaumbæ i Suður-Þingeyjarsýslu, og var kendur við þann bæ. Var Björn þessi afburða kraftamaður, liagmæltur vel, linytlinn og fróður. Um þessar mundir verður eigi vart neinnar félagsstarf- semi í héraðinu. Viðtækin eru enn óvíða, nema á Melrakka- sléttu (þar á flestum bæjum). í gærkveldi heyrðist ágætlega fil nýju stöðvarinnar, þar sem tæki voru í lagi. Tækifæris- fljaflr feikna úrval, óvenjulega fall- egar. VERSLUNIN HRÖNN. Laugavegi 19. I <B JHbTSTOFIH. ifalítrst) b Smurt branO, nestt etc. sent helm. Veitlngar. Fálka-orðan. Hinn 1. desember þ. á. þóknaS- ist konungi, eftir tillögum Fálka- oröunefndarinnar, að særna neðan- talda íslendinga heiöursmerkjum orðunnar: I. Stórriddarakrossi meö stjörnu: Magnús SigurtSsson, bankastjóra, Reykjavík. — II. Stórriddarakrossi án stjörnu: 1. L. Kaaber, bankastjóra, Reykja- vík. 2. O. C. Thorarensen, lyfsala, Akureyri. — III. Riddarakrossi: 1. Frú Önnu Daníelsson, Reykja- vík. 2. Albert bónda Kristjánsson, PáfastöSum, SkagafjarSarsýslu. 3. Axel Schiöth, bakarameistara, Akureyri. 4. Síra Bjarna prófes- sor Þorsteinsson, Hvanneyri, SiglufirSi. 5. Björn Árnason, hreppstjóra, SySri-Ey, Húnavatns- sýslu. 6. BöSvar Magnússon, hreppstjóra, Laugarvatni, Árnes- sýslu. 7. BöSvar Þorvaldsson, kaupmann, Akranesi, BorgarfjarS- arsýslu. 8. Einar Helgason, garS- yrkjustjóra, Reykjavík. 9. Gísla ísleifsson, skrifstofustjóra, Rvík. 10. Gunnar Gunnarsson, skáld, Kaupmannahöfn. 11. Jón Gunn- arsson, samábyrgSarstjóra, Rvík. 12. Frú Kristínu Jacobson, Rvílc. 13. Magnús Kjaran, kaupmann, Rvík. 14. Ólaf Ólafsson, præp. hon., frá HjarSarholti, Rvík. 15. Sigurbjörn A. Gíslason, cand. theol., Rvík. 16. SigurS Fjeldsted, sjálfseignarbónda, Ferjuk., Mýra- sýslu. 17. SigurS Guömundsson, skólameistara, Akureyri. 18. Sig- trygg prófast GuSlaugsson, Núpi i Vestur-ísafjarðarsýslu. 19. Sig- urjón Friðjónsson, sjálfseignar- bónda, Lilu Laugum, Þingeyjars. 20. Thorvald Krabbe, vitamálasj., Rvík. 21. Vilhelm Finsen, ritstj., Osló. 22. Þorstein Einarsson sjálfseignarbónda, Reykjum, HrútafirSi. 23. Ögmund SigurSs- son, skólastjóra, HafnarfirSi. F. h. FálkaorSunefndarinnar. Jóh. Jóhannesson. FB. 18. des.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.