Vísir


Vísir - 28.12.1930, Qupperneq 2

Vísir - 28.12.1930, Qupperneq 2
V 1S IR ÖLSEIMI (( VANILJUBÚÐINGUR. MÖNDLUBÚÐIN GUR. CITRONBÚÐIN GUR. SÚKKUL AÐIBÚÐIN G ÍJR. ROMMBÚÐINGUR. Ennfremur Gerduftið „B-a-c-k-i-n“. Símskeyti San Francisco, 26. des. United Press. — FB. Vígahnöttur. Afar stór og bjartur víga- hnöttur sást falla til jarðar í Californíu. Sást vigahnötturinn á fimtíu milna svæði. Bygging- ar hristust sem í landskjálfta í tólf borgum, er atburður þessi varð. París, 27. desember. United Press. — FB. Guliforði Frakklandsbanka. Gullforði Frakklandsbanka var í dag 53 miljarðar 283 mil- jónir 850 þúsund og 425 frank- ar. Hefir gullforði bankans ald- rei verið meiri en nú. Frakk- land hefir nú nálægt því 20% af gullmynt heimsins. Washington, 27. desember. United Press. — FB. Tollmál Bandarikjanna. Tilkynt liefir verið, að nefnd sú, sem Hoover forseti skipaði til þess að rannsaka möguleik- ana fyrir breytingum á lögum um innflutningstolla, hafi kom- ið sér saman um breytingartil- lögur við hin sveigjanlegu ákvæði laganna. Nefndin hefir haft til athugunar breytingar á ákvæðum viðvíkjandi átján teg- undum innflutningsvara. Álit nefndarinnar verður tekið fyrir til umræðu i öldungadeildinni þann 9. janúar. Helium. Eftir GuÖm. G. Bárðarson. Helium er loftkent írumefni eða lofttegund. Þati er at) mörgu- leyti merkilegt efni og þá er það ekki síður sögulegt, hvernig og hvar mönnum tókst aö finna það fyrst. Um miðja síðustu öld reyndu heimspekingar að gera sér grein fyrir því hve langt menn gætu seilst eftir áreiðanlegri ])ekkingu. Fanst þeiin sem rannsóknasviði voru væri t mörgutn greinutn tak- mörk sett, sem eigi yrði seilst yf- ir. T. d.. hélt einn merkur heim- spekingur ])ví fram að. eigi yrði vísindantönnum auðið að fá áreiðanlega vitneskju urn það hver efni væru i stjörnunum út í geimnum. Nokkrum árum síðar (um 1860) tókst, svo sem kunnugt er, þýsk- um vísindamönnum Kirchoff og Bunsen að sanna að frutnefni (t. d. tnálmar) sem hlandað er í loga, hia hann með .ýmsu móti og að lit- rófið (Spektrum) frá loganum hafði ákveðin sérstök einkenni fyrir hverja inálmtegund er bland- að var í Iogann og gerð lýsandi. Á ákvcðnum stöðum í litrófinu komu fratn auðkennilegar línur fyrir hvert frumefni, sem þannig var gert lýsandi. Línur þessar eru nefndar Fraunhofers-línur, eftir þýskum eðlisfræðing er áður hafði uppgötvað slíkar' línur í litrófinu, en eigi tekist að finna hvernig á þeim stæði. Bunsen bjó til sérstakan sjón- auka eða litrófskíki (Spektro- skop) er gerði tnönnum tniklu auöveldara en áður að kanna lit- rófið. Með þessum rannsóknum túkst þeim að færa verksvið efna- fræðinnar út fyrir jörðina út í himingeiminn. í litrófi sólarljóss- ins tókst þeim að finna einkennis- línur ýmsra frumefna sem áður voru kunn hér á jörðinni og var það sönnun þess aÖ þau væri einnig að finna í eldhafi sólar- innar. Nú tóku aðrir vísindamenn að nota aðferð þessa til efnarann- sókna og stjörnufræðingar notuðu hana til að afla sér vitneskju um eðli sólstjarnanna. 1868 fann enski stjörnufræðingurinn Lockyer í litrofi sólarinnar einkennislínur efnis, sem enginn vissi til, að fyndist hér á jörðu. Var hann svo viss um tilveru þessa efnis í sól- inni að hatm gaf því nafn og ncfndi það helium (af griska orð- inu helios = sól). Lengivel heldu menn að efni þetta fyndist ekki á jörðinni, þar eð eigi tókst að finna einkennislínur þess nema í litrófi sólarljóssins og annara sólstjarna út í geiminum. En árið 1882 fann ítalskur efnafræðingur einkennis- línur þess í litrófi hrauns frá Vesttvíus, er hann' var að rann- saka. Árið 1895 fann Englendingurinn Ramsay loks helium-efnið sjálft. Voru þá liðin 27 ár frá því menn urðu þess fyrst varir í sólinni. f— Síðan hefir helium mjög víða fundist en mjög lítið af því, t. d. í andrúmsloftinu, sjónum, rennandi vatni, í sumum steina- og berg- tegundum og í heitum úppsprett- um. Helium var og er talið frum- efni, þar eða það haföi fastákveð- in einkenni er greindi það frá öðrum frumefnum og eigi var auðiö að leysa það í sundur í önn- ur frumefni. Samkvæmt því hugs- uðu margir sér að það hefði frá óndverðu verið til sem sjálfstætt frumefni eins og þá var álitið um önnur frumefni. En síðar ])egar menn lærðu að þekkja hina merkilegu eiginleika hinna sérkennilegu geislandi efna, Úranum, Radiutn og Thorium, komust menrt að annari niður- stöðu. Menn veittu því eftirtekt að mest var af helium í bergtegund- um, sem voru séfstaklega ríkar af þessum geislandi efnum. Þessi geislandi efni gefa frá sér þrenns- konar geisla, er kallast: alfa (A), beta (B) og gamma (G) geislar, eftir fyrstu stöfunum í gríska stafrofinu. — Meðl inargbrotnum tilraunum komust menn að raun um það, að með alfa-geislunum sendu hin geislandi efni frá sér, smámsaman og reglubundið, ör- smáar efnisagnir og um leið rýrn- aði atom ])ýngd þeirra sjálfra. Árið 1903 tókst ensku efnafræð- ingunum Ramsay og Soddy að einangra lofttegund þá, er mynd- aðist af alfageislum, er radíum sambönd geisluðu frá sér. Kom þá í ljós að Iofttegund þessi var heli- um. Var það í fyrsta sinn sem mönnum tókst að rekja uppruna eins frumefnis til annars. Menn hafa koinist að þeirri niðurstöðu 'aÖ hvert radium atom (frumeind) hafi atom þyngdina 226. — Þegar það geislar frá sér alfageislum losnar það við eitt helium atom sem hefir atomþyngd- ina 4. — Leifarnar af radíum atoininu hafa þá breyst í annað efni sem kallað er radon (eða radi- tunemanation) sem hefir atom- þyngdina 222. — Radonið er einn- ig geislandi efni, er geislar frá sér alfageislum og myndar helium og um leið minkar atomþyngd þess og það verður að radium A. (atomþyngd 218) og þannig held- ur breytingin áfram, helium og að auki radíumtegundir með minni og minni atomþyngd mynd- ast, uns geislamagn þeirra er þorrið og hinar útkulnuðu lcifar þeirra eru orðnar að blýi. Nú á siðustu árum hafa menn hugsað sér að nota helium til að fylla með loftbelgi eða lofthólf loftskipanna. Það er að vísu ekki eins létt í sér eins og lofttegund sú, sem hingað til hefir verið not- uð (vetni), en það hefir þann mik- ilvæga kost, að það er ekki eld- fimt og því ekki hættulegt meðförum eins og vetni, sem augabragði getur íuðrað upp, ef minsti eldneisti kemst að þvi. Fram á síðustu ár hafa menn ’ eigi getað aflað svo mikils af heli- um, sem með þurfti, til slíkra hluta. Þar sem helium er að finna í bergtegundum og öðrum föstum jarðefnum, er svo miklum örðug- leikum bundið að afla þess, að það ! getur engan veginn borgað sig. í sjó og lofti er svo lítið af því, að eigi er vinnandi vegur að ná þvi þar. í hverum og heitum upp- sprettum er það aðgengilegast og þar að tiltölu mest af því. Með hvera- og laugavatni koma upp lofttegundir (hveraloft), og í brennisteinshverum kemur og mik- ið af lofttegundum úr jörðinni. í Aineríku hefir fjöldi hvera, aðrar uppsprettur og lofttegundir, sem konia úr jörðu, verið ræki- lega rannsakaðar síðustu árin, til þess að fá vitneskju um, hve mik- ið væri þar að fá af helium, og ýmsar aðferðir reyndar, til að safna þvi og skiija það frá öðr- um lofttegundum í hveraloftinu. Arangurinn af þessum rannsókn- um hefir orðið sá, að tiltækilegt Iiefir ])ótt að safna helium. Er svo langt komið, að síðustu fregn- ir herma, að Þjóðverjum hafi boð- ist helium þaðan, til notkunar i loftskip það, sem þeir eru nú að láta smíða. Hefir þessu boði ver- ið tekið, og hefir dr. Eckener tal- íð notkun ])ess mikla framför í loftskipagerðinni. Þessar fregnir ættu að vera oss íslendingum nokkuð íhugunarefni. Hér á landi er mjög mikið’ af liver- um og laugum, og meira en í nokkru landi öðru í Evrópu, og i ýmsum þessum uppsprettum hef- ir fundist helium. Þorkell Þorkelsson, forstjóri Veðurstofunnar, rannsakaði all- marga hveri hér á landi sumarið 1906 og reyndi þá hve mikið væri aí helium i hveralofti sumra þess- ara hvera. Árangurinn af þessttm rannsóknum birtist i riti hans „The Hot Springs of Iceland“, er Vísindafélagið danska gaf út 1910. Niðurstaða hans er sem hér segir. í 1 milj. lítrum hveralofts voru af helium: i Sundlaugarhver á Reykj- uin í Skagafirði ........ 132 1. - Hornahver sama stað . . . 140 - - Skíðastaðalaug hjá Svart- á, Skagaíirði ........... 146 - - Leirhver á Hveravöllum á Kili ................. 50- - vatnshver á sama stað .. 63 - - tveim hverum hjá Laxá í Hrunamannahr. (Graf- arbakkahverir) .... 104-105 - - hver hjá Reykjafossi í Ölfusi .................. 103 - - hver í Henglinum........ 200 - Vegna þess að aðferðin til þess að mæla heliummagnið i hveraloftinu ei margbrotin og seinleg, og þá eigi fyrirsjáanlegt að heliuin yrði til verklegra nota, rannsakáði Þor- ! kell ekki hveraloftið í fleiri hver- um en ])etta. . Siðar hefir hann ' rannsakað hveri og laugar bæði í < Eyjafirði, á Reykjanesskaga og Reykjum í Ölfusi, en eigi haft tíma til að prófa heliummagn hveraloftsins, og eigi heldur haft nauðsynleg tæki til ])ess hér í Reykjavík. Nú virðist rík ástæða til þess, að slíkar rannsóknir verði hafnar a heitum uppsprettuin hér á landi og fengin vissa um það hve mik- ið sé af helium í þeim og hvort tiltækilegt muni vera að vinna það rheð hagnaði. Samkvæmt rannsóknum Þorkels er radon að finna í hveralofti fiestra vatnshvera hér á landi. Eins og áður er sagt geislar það frá alfageislum og myndar helium, eins og radium, en geislamagn þess varir skainma stund, tapast að helmingi á tæpum fjórúm sólar- hringuin, í stáð ])ess að radium missir helming af geislamagni sínu á 1700 árum. Radonið er loftteg- und er fljótt hverfur úr hveravatn- inu. Úr þvi að radonið er myndað af radium, sem liefir geislað frá sér alfageislum og mynda helium nnm rnargur spyrja hvort eigi r/iuni vera radium hér i jörðu þar sem uppsprettur með radoni koma frá. Telja iná víst að svo sé, en þar eð uppsprettúvatnið getur hafa seitlað langa leið i jörðunni áður en það hefir náð upprás, ,er eigi frekar von tíl að það sé á sjálf- um hverastöðvunum en annars- staðar. Að minsta kosti hefir ekki enn fundist radium i hveravatni hér á landi cöa i hveraleir, seni rannsakaður hefir verið. Erlendis hafa menn fundið svo- litinn vott af radium í algengum bergtcgundum. Record og Ideal. Eins og nöfnin bera með sér, eru þetta bestu og varanlegustu tauvindurnar og þessutan hinar ódýrustu. — RECORD, 33 cm., með hnattlegum, kostar að eins kr. 30.25. — IDEAL, 33 cm, kosta kr. 19.50. — 36 cm. kosta hlutfallslega kr. 32.50 og 21.00. VERSL. B. H. BJARNASON, Þær rannsóknir hafa leitt i ljós, að miklu minna væri af radium » molabergi (sandi og leirsteini) heldur en í gosbergi, og að meira sé af þvi í granit en basalti, en þó ínest í lipariti og skylditm bergteg- undum, sem storknað hafa ofan- jarðar. Ný smjOrlfkisgerð. Eins og getið liefir verið i Vísi, þá tók ný smjörlíkisgerð til starfa rétt fyrir jólin á Lind- argötu 14. Hún lieitir „Svanur” og sinjörlíkið „Svana-smjör- liki“. Mjólkurfélag Reykjavikur hafði áður bækistöð sína þar, sem smjörlíkisgerðin er nú og liefir ekki þurft að breyta húsa- kynnunum nema að nokkuru leyti. Öll áhöld verksmiðj unnar eru ný og mjög vönduð, og verkinu liagað sem hér segir: Fituefnin eru látin í tvöfald- an, tinaðan eirketil og brædd við gufu frá stórum iniðstöðv- arkatli. Þvi næst er feilin kæld hæfilega og að því búnu látin renna um pípu inn í strokkinn, og fer þá í gegnum síu. Strokk- inuin er snúið með rafmagní, og þegar strokkun er lokið, er áfunum renl af strokkinum, og smjörlikið láti'ð fara milli sí- valninga áður en það er látið falla úr strokknum niður i stórt trog. Úr troginu er það látið fara milli nokkurra sívalninga, sem hreyfast fyrir rafmagni, og fletst þá út i örþunnar lengjur, og loks er það látið í hrærivél, og kemur fullgert úr henni. Er það ]>á mótað og lagt í umbúða- pappír og borið inn í slóran kæliklefa, sem er sérstaklega vandlega og hreinlega útbúinn, og þar er það geymt þangað til það er sent út um bæinn. Þess má geta, að aldrei er snert við smjörlíkinu með bendi meðan verið er að búa það til, og svo breinlega frá öllu gengið sem frekast má verða. Eftir nýár verður bætt við einu áhaldi til þess að móta smjörlikið. Gengur það fyrir rafinagni og verður miklu fljót- virkara en mót þau, sem nú eru notuð, og hreyfð eru með hand- afli. Verksmiðjan kaupir eingöngu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.