Vísir - 21.01.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 21.01.1931, Blaðsíða 2
V I S I R Maggi's lögnr & — teningar Bætir smekkinn. Eykur næringargildið. Biðjið verslun yðar um Maggi’s vörur í dag Símskeyti —o— London, 21.jan. Unitcd Press v— FB. Atvinnuleysið í Bretlandi. Verkamálaráð uney tið hefir tilkynt, að tala atvinnuleysingja hafi þ. 12. þ. m. verið 2,636,168 eða 18,398 meira en vikuna á undan, en 1,159,ÍK)7 meira en á sama tima i fyrra. Genf, 21. jan. United Press — FB. Frá Genf. Tillagan um að bjóða íslandi, Rússlandi og Tyrklandi þátt- töku í undirbúningi og umræð- um um stofnun viðskiftabanda- lags meðal Evrópuþjóðanna, hefir verið samþykt. — Júgó- slavia, Belgía, Holland, Spánn, Noregur og Svíþjóð tjáðust ekki vilja liafa afskifti af því að fyrrnefndijm rikjum væri boðin þátttaka. Samvinna bændanna uefnist bók, sem nýlega er út komin á kostnað ríkissjóðs. Ræðir liún um „Kaupfélag Ey- firðinga“, stofnun þess og starf- semi. Mun þetta önnur bókin, sem út kemur um þetta merki- lega kaupfélag nú á fáum ár- um. Hin fyrri, ítarleg saga fé- lagsins, mun liafa komið út á fertugsafmæli þess, árið 1926. Kaupfélag Eyfirðinga er talið merkasta kaupfélag 'lands- ins. Það hefir dafnað jafnt og þétt og varist skakkaföllum bet- ur en títt liefir verið um flest eða öll önnm* liérlend kaupfé- lög. Það hefir verið heppið um val forstjóra. Veitti Hallgrim- ur sál. Kristinsson því lengi for- stöðu með mikilli prýði, og l>ýr það vafulaust enn að verkum hans. Því næst var Sigurður Kristinsson forstjóri félagsins, uns hann fluttist suður liingað að Hallgrími látnum. Núverandi forstjóri ]>ess er Vilhjálmur Þór. Er hann lalínn dugandi maður. Tryggvi Þórliallsson forsæt- isráðherra hefir ritað ávarp „til islenskra bænda“ framan við bókina og rifið sig upp í venju- legan hávaða og glamranda. Telur hann að vonmn nýlundu, „að atvinnumálaráðuneytið skuli stofna til slíkrar l>ókaút- gáfu sem þessarar“. — Og ráð- herranum er ekki grunlaust, að margir muni spyrja hverju slíkt sæti. Virðast málsgreinir þær, sem hér fara á eftir og teknar eru úr ávarpi ráðlierr- ans, eiga að réttla-ta þetta út- gáfu-tiltæki stjórnarinnar, og er þó samliengið ekki sem ljós- ast: „Mörgum liundruðum þús- unda króna er nú árlega varið úr ríkissjóði til hætlra sam- gangna um landið og með ströndum fram.“ — „Hundruð- um þúsunda króna ver ríkið ár- lcga til |>ess að auka ræktun landsins.“ — „Tugum þúsunda króna ver rikið árlega til þess að bæta og tryggja búpening landsmanna.“ „Á mjög margan hátt annan vinnur rik- isvaldið nú að viðreisn landbún- aðax*ins“ o. s. frv. — Tclur ráð- herrann því næst upp hitt og þetta, svo sem stofnun Búnað- arbankans, styrki og lánveit- ingar liins opin'bera handa mjólkurbúum og frystiliúsum, útvegun tilbúins - áburðar, vinnuvéla o. fl. IÞi-átl fyrir alla þessa miklu hjálp ríkisvaldins, cr j>ó svo á- statt, að fjölmargir bændur víðsvegar um land vilja hælta búskap, ef jxeir ætti j>ess nokk- urn kost að losna við jarðirnár með skaplegum liætti. — En engir vilja kaupa eða geta keypt, og tiltölulega fáir ungir menn munu liafa séi*staka löng- un til þess, að gex*ast bændur. Þeir vilja flytjast að sjónum, í kaupstaðina og sjávarþorpin. Þar er kaupgjaldið liátt sem stendur. Þeir segjast ekki geta greitt j>að kauj>, sem nú sé heimtað. Og jæir segja það vafalaust satt. Sveitabúskapui’- inn getur ekki borið hið háa kaupgjald. Þrátt fyrir alla hjálpina, sem ríkisvaldið lætur bændunum í té, vilja margir jxeirra losna við búskapinn og jarðirnar. Ráðlierrann er xninn- ugur á góðgei’ðir núverandi stjórnar i garð bændanna, en hann minnist ekki einu orði á síðustu kaupliækkanir, en j>ær hafa mjög dregið kjark úr bændum og gert j>á fátækari en ]>eir voru áður. Þetta tómlæti ráðlierrans — að minnast alls ekki á hið háa kaupgjald, sem nú er að lama eða sliga marga bændur — er mjög undarlegt jiegar þess er gætt, að ,j>að var liann sjálfur, sem reið bagga- muninn í síðustu alvarlegu kaupdeilunni, sem liér hefir vei*ið háð, og lagði j>ar með kauphækkunina á bogin l>ök sinna elskulegu vina og skjól- stæðinga, bændanna. Hefði ó- neitanlega farið vel á [>vi, úr j>ví ráðlicrrann fór að guma af lijálp og styrkvcitingum rikis- valdsins bændunum til lianda, að hann liefði líka minst á kauphækkunar-„hjálp“ Stjórn- arinnar. En hann lét ]>að ógert og vonar sennilega, að slíkur liégómi sé gleymdur. Ráðherrann kemst víða lag- lega að orði í grein sinni „til ís- lenskra bænda“. Þegar hann talar um óbilandi trú bænda á „gæði landsins og bjartsýni á framtið landbúnaðarins, ‘ þá segir liann, að „trúin“ o. s. frv. „sé nú svo rik orðin í brjóstum alls þorra búenda, svo sem hún aðeins fanst jafnrílc í brjósti sárfárra forvígismanna áður“. Hvergi mun þess getið í grein ráðherrans, að haldið verði á- fram að gefa út kaupfélagasög- ur á kostnað ríkissjóðs, en væntanlega er j>að talinn svo sjálfsagður hlutur, að ekki taki ]>vi, að láta ]>ess getið sérstak- lega. Hins vegar er j>að tekið fratn um þessa ríkiskostuðu sögu „Káupfélags Eyfirðinga“ að hún verði send öllum þeim bændum, sem ráðherrann geti „náð til“. Verður liún þá vænt- anlega send öllum bændum landsins, því að fráleitt verður ráðherranum skolaskuld úr ]>ví, að „ná til“ þeirra allra. Svo mun talið, að nu sé mik- il fjárkreppa í landi og liagur rikissjóðs með jirengra móti. — Stjórnin lítur j>ó sennilega öðr- um augum á það mál. — Er liklegra að lienni j>yki nú ör- vænt um, að takast muni að koma fé ríkissjóðs i lóg með góðu móti, er liún grípur til jiess úrræðis, að gefa út á rik- iskostnað slíka bók sem sög- una af „Kaupfélagi Eyfirð- inga“. Andrée pðlfari og félagar hans. Eftir Ársæl Árnason. Stöðin á Danaeyju. Eins og áður er drepiö á, ætlaöi Andrée aö leggja upp í pólförina árið 1896. Þeir voru komnir með ioftbelginn og allan útbúnað noröur á Danaeyju þaö ár. Skýli var reist fyrir belginn og hann íyltur af gasi. Öllum þeim undir- búningi var ekki loki'ö fyr en utn mánaöamótin júlí—ágúst. Fyrri hluta ágústmánaöar biöu þeir byrjar, en árangurslaust. Himi 15. ágiist ákveður Andréc aö hætta viö förina þaö ár. Eftir samningi við eigendur skipsins, sem flutti þá þanga'ö og átti aö aðstoða við burtförina, mátti það ekki vera þar lengur en til 20. ág., \egna ishættu. Gasinu er hleypt úr belgnum og faranguriiín flutt- ur út í skipið. Nærri má geta hve þungt þeim hefir falliö þetta, sérstaklega Andrée sjálfum. Hann lét þó alls ekki lnigfallast, heldur bjó sig enn undir förina næsta ár. Hinn 14. ág. kom skip að Danaeyju, er þeir ]>ektu fljótt og tóku með fögnuði. Það var „Fram“ að koma lieim úr hinni frægu för sinni um Ishafið, undir stjórn Otto Sverdrups, sem nú er ný- látinn. Foringi fararinnar, Frið- ]>jófur Nansen, var ekki með skipinu. Hann haföi, sem kunnugt er, farið af skipinu 14. mars árið áður, við annan mann, Hjalmar Johansen, og ætluðu þeir að freista ]>ess, að komast á sjálfan pólinn á skíðum. Nærri hálft annað ár var nú liðið síðan, og hafði enn ekkert írést aí ]>eim félögum. — En þar var gæfan með i för, þó a'ð i miklu meiri tvísýnu væri teflt, en hjá Andrée og þeim félögum. Nansen og Johansen komu til Norður-Noregs frá Franz Josefslandi nokkrum I£i»istalsápa. Stangásápa (bláhvít) fyrirliggjandi. Þórdup Sveinsson & Co. 88 88 88 88 88 dögum á undan Frani, komust í skipið og sigldu með því heim til Oslóar. Þeir Andrée og Nansen kyntust i Stokkhólmi vorið eftir, og eins og nærri má geta hefir Andrée fengið ]>ar margvíslegar upplýs- ingar, sem að gagni komu síðar. Skömmu áður en Andrée lagði af stað í seinna skiftið, fær hann bréf frá Nansen, sem endar með þess- um eftirtektarverðu oi'ðum: „Og verið þér svo sælir! Á timunum, sem í hönd fara, munu margar hlýjar hugsanir berast til yðar frá manni, sem telur sig geta, hvernig svo sem gæfan snýr sér, d.æmt manninn eftir verðleikum, en ekki eftir gæfu hans.“ Áriö eftir fékk sænska stjórnin þeim félögum fallbyssubátinn „Svensksutid“ til afnota, og attk ]>ess höíðtt þeir satna skipið og árið áðttr. Þeir lögðu af stað frá Gautaborg 18. maí og komu til Danaeyjar 30. sama mánaðar. Það var þeim sérstakt happ, aö skýlið fyrir loftbelginn stóð enn uppi, nærri óskemt. Þó að menn stæðu nú betur að vígi en hið fyrra skiftið, var öllum ttndirbún- ingi ekki lokið íyrr en 1. júlí. Og nú bíða þeir byrjar. Snemma ntorguns hinn n. júli er kominn stinningskaldi af suð- vestri. Kl. 8—9 er vindhraðinn orðinn um 10 m„ en virtist vera töluvert meiri í 300—400 metra hæð. — í vasabók Strindbergs segir meöal annars svo (stílað til unn- ustu hans): „Það var dýrðleg stund, þegar loks var búið að ákveða aö leggja af stað. Andrée, Frænkel, eg og Svedenborg og ennfremur Machuron (maður af skipinu) fórum í land og athuguð- um loftbelginn. Er við höfðum nokkra stund rætt um möguleik* ana á því, að leggja af stað, spurði Andrée hvað við héldum: „Eigum við að reyna eða ekki?“ Frænkel var fyrst nokkuð óákveðinn, en sagði svo að við skyldum fara. Eg svaraði. „Eg áíit að'við ættum að freista ]>ess“, 6g Svedenborg var sömu skoðunar. Andrée var al- vörugefinn og sagði ekkert. — Þeir fara um borð í skipið og Andrée segir strax við skipstjóra: „Við höfum nú ráðið ráðum okkar livort lagt skuli af stað eða ekki. Félagar mínir vilja það, og þar sem eg hefi ekki fullgildar ástæð- ur á móti því, verð eg að fallast á það, enda þótt eg geri það ekki með heilum huga“.--------- Meðan þeir matast eru menn sendir í land til þess að rífa skýl- ið. Um kl. 1 eru þeir komnir að loftfarinu, sem nú er farið að vagga fyrir vindinum og toga í tengslin. Andrée kallar: „Strind- berg og Frænkel, eruð þið reiðu- búnir að stíga upp í körfuna?“ Já!“ Andrée kallar: „Bregðið hnífn- um á tengslin!“ Þá er klukkan 1,43 síðd. Þeir, sem á landi eru, kveöja með húrrahrópum. Loftfararnir húrra fyrir ættjörð sinni. Ferðin var hafin! Loftferðin xi.—14. júlí 1897. Áður en. sagt verður frá loft- ícrðinni, og eins ferðinni á ísn- um, er rétt að geta þess, hverjar heimildirnar eru. Eggert Claessen ksstKréttar málaflntHlngsmalar Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Sími 871. ViCtalstími kl. 10—12. Meðal þess, sem fanst eftir þá félaga, voru dagbækur þeirra. Eftir Andrée fanst ein bólc alveg fullskrifuð, alls 118 bls. í litlu áttungsbroti, og var hægt að lesa hana nærri undantekningarlaust alla. Hún nær frá 1 x. júlx — 3. okt. og segir ítarlega frá öllu, er fyrir hann bar. Onnur bók fanst einníg i vasa hans, og voru að eins síða skrifuð í henni. Hún var svo skemd, að lítið er hægt að lesa í henni í samhengi. Eftir Strindberg fundust 2 mæl- inga- (observations-) bækur, sam- tals 134 bls., mest útreikningar um breiddar- og lengdarstig, ennfretn- ur ýmsar minnisgreinir, skrá um matarforða, um máltíðirnar o. fl. Auk þess hefir hann haft írieð sér vasaalmanak með dagbókarblöð- um aftanvið. í sjálft dagatalið hef- ir hann skrifað ýmislegt smáveg- is til minnis, frá 11. júlí til 17. okt„ og á dagbókarblöðunum eru 36 bls. með stuttum minnisgreinum frá loftferðinni og fyrstu dögunum á ísnum. Einnig fundust eftir liann 9 bls. skrifaðar með hraðletri, stíl- að til unnustu hans. Ennfremur 3 koi’t og riss af kortum. Eftir Frænkel fanst veður- fræði-dagbók (meteorologisk jour- nal) yfir tímabilið 14. júlí til 3. okt. Alt þetta samanlagt, og auk þess allmai-gar ljósmyndir, sem mönnum tókst að íramkalla, eru svo skýrar heimildir, að maður getur nákvæmlega vitað hvar þeir hafa verið, hvernig þeim hefir liðið, um mataræði þeirra, útbxin- aö o. s. frv., alt þangað til að alt þagnar og hið óskýranlega tekur við. — Fraimh. iiHiHHiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiniiiiuii XSWÍÍÍÍiOOOÍSOÍSOÖtiOOÍiOOtXStStXX Skyndi- salan. SSit ~;t Afsláttur af öllu. í dag “Þ sérstakt tækil'xeri á kvenna og barna 1 Sokkum svörtum og misl. úr ulL baðmull og silki. Ennfremur eru allar vör- ur sem auglýstar liafa verið í 1 • og 2. útsöluflokki með sama lága verðinu. ÍÍXitÍOfiOOtÍíiíÍOOOtÍtÍOÍiOOíSOOOOO <IIIIIIIIIIIlBIBIIEll!illlUIillli!lflIB!ll

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.